Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Page 28
Northern Wave á Grundarfirði 28 | Fókus 23. febrúar 2011 Miðvikudagur Hluti af sýningunni Is(not) sem nú stendur yfir í Hofi hlaut önnur verð- laun fyrir myndröð ársins í „portrait series“ í hinni virtu ljósmyndasam- keppni Picture of the Year Inter- national. „Verðlaunin eru mikilvæg enda eru í dómnefnd myndaritstjór- ar Chicago Tribune og Sports Illu- strate og listrænn stjórnandi National Geographic,“ segir Heiðrún Grétars- dóttir kynningarstjóri Hofs á Akur- eyri. Myndröðin, Hidden People, er eft- ir pólska ljósmyndarann Adam Pañc- zuk við texta Sindra Freyssonar rit- höfundar og sýna þær Íslendinga sem tengjast huldufólki og álfatrú á mis- munandi hátt. Adam og Sindri fóru vítt og breitt um um landið í fyrra- sumar og -haust, leituðu uppi fólk með slík tengsl við álfatrú og tóku við það viðtöl og ljósmynduðu í leit að undirstöðum íslenskrar vitundar. Myndaröð Adams og krufning Sindra á átrúnað á huldufólki á Íslandi er að finna í veglegri bók sem gefin er út í tilefni af sýningunni og er til sölu í Hofi. Á vefsíðu Picture of the Year Inter- national má sjá ljósmyndir Adams og texta Sindra. Ljósmyndasýningin Is(not) er af- rakstur verkefnis sem Sputnik Phot- os, hópur nokkurra af þekktustu ljósmyndurum Póllands af yngri kyn- slóðinni, ákvað að ráðast í með styrk frá Menningarsjóði Póllands og EES- / EFTA-ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs. Fimm íslenskir rithöfund- ar voru síðan fengnir til samstarfs. Á sýningunni má sjá afrakstur ferðalaga pólsku ljósmyndaranna og íslensku rithöfundanna sem ferðuð- ust um landið í fyrra. Ljósmyndasýn- ingin stendur yfir í Hofi til 6. mars og verður þá færð í Gerðuberg og Lista- safn Árnesinga. Huldufólk vinnur til verðlauna: Undirstöður íslenskar vitundar Upprennandi pólskur ljósmyndari Adam tók myndir við texta Sindra Freys- sonar rithöfundar og sýna þær Íslendinga sem tengjast huldufólki og álfatrú. Ný heimildamynd um Justin Bieber frumsýnd í vikunni: StærSta popp- StjarNa veraldar Sambíóin taka nýja heimildamynd um Justin Bieber, Never Say Never, til sýninga 25. febrúar. Justin Bieber er frá Kanada og var uppgötvaður á YouTube. Þessi knái smástrákur hóf sigur- för um heiminn og fjallar mynd- in um hann og hvernig hann náði svo ótrúlegum árangri án þess að fá Hollywood-uppeldi eða vera tengdur bransanum að einhverju leyti. Myndin verður sýnd í þrívídd og 2D og í henni er Justin fylgt eftir bæði í sínu persónulega lífi og á tónleikaferðalagi sem hann fór í um öll Bandaríkin í fyrra.Nú er Justin sextán ára og hefur á um tveimur árum orðið ein stærsta poppstjarna í heimi. Í myndinni fæst hann við stórt verkefni – und- irbúning tónleikaraðar sem á að ná yfir þver og endilöng Bandaríkin, en þessir tónleikar eru engin smá- smíði, eins og sést á þeim upptök- um sem sýndar eru í myndinni. Í myndinni er brjáluðum að- dáendahópn- um gerð góð skil og því hvernig einkalíf hans hefur þróast. Inn í þess- ar upptökur er svo brugðið upp gömlum upptökum af Bieber þegar hann var enn yngri, sem ættu að gleðja hans hörðustu aðdáendur. Íslendingar verða á undan allflestum Evrópubúum að sjá þessa mynd og í henni koma ótal stjörnur fram sem Justin hefur eignast að vinum eftir að hann öðl- aðist frægð og frama. Meðal frægra sem birtast í myndinni eru popp- stjarnan Miley Cyrus, og Usher. A lþjóðlega kvikmyndahá- tíðin Northern Wave verð- ur haldin í fjórða sinn á Grundarfirði þann 4. til 6. mars næstkomandi. Forsprakki hátíðarinnar er Dögg Mósesdótt- ir sem er alin upp á Grundarfirði. Dögg segir fyrstu gestina nú þeg- ar mætta því hópar af háhyrning- um hafi sést í firðinum sem er að auki fullur af síld. „Ég vona að þeir fari ekki áður en fyrstu mannlegu gestirnir mæta á hátíðina,“ seg- ir Dögg. „Það væri skemmtilegt ef gestir hátíðarinnar sæju þessa fegurð, þeir þyrftu ekki einu sinni að fara á bát í skoðunarferð því um hundrað háhyrningar eru í firðinum núna og nóg að standa við höfnina til að fylgjast með þeim.“ Gistirými að fyllast Dögg segir hátíðina með stærra sniði í ár en í fyrra. Rúmlega 150 stuttmyndir bárust og 54 stutt- myndir voru valdar til sýningar og þá eru 15 íslensk tónlistarverðlaun tilnefnd til verðlauna. Fulltrúar Gogo yoko sáu um tilnefningarn- ar og taka þátt í verðlaununum í ár með 100 evra inneign á gogoyoko. com. Í fyrsta skipti í sögu hátíðar- innar verða veitt sérstök verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina en aldrei hafa fleiri íslenskar mynd- ir keppt til verðlauna, alls 14 mynd- ir. „Þetta er metfjöldi,“ segir Dögg. „Allt gistirými er að fyllast í bænum og við eigum von á að þetta verði skemmtileg og fjölmenn hátíð í ár.“ Líka tónlistarhátíð Tónlist og tónlistarmyndbönd skipa æ stærri sess á hátíðinni. „Þetta er í rauninni líka tónlistarhátíð,“ segir Dögg. „Við erum alltaf með tónleika og síðustu ár hafa verið 16 hljómsveit- ir á hátíðinni. Tónlistarmyndbönd eru mikilvægur partur af hátíðinni en Gogoyoko sá um tilnefningarnar í ár. Við erum líka svolítið með jaðartónlist sem fólk kemst ekki eins auðveldlega í tengsl við úti á landi. Ég ólst upp á Grundarfirði og gat orðið ansi þreytt á sveitaballastemningunni,“ segir hún. Á hátíðinni í ár verða meðal ann- ars tónleikar með sveitinni Prins Póló og þremur nýjum hljómsveitum, PLX, Hollow Veins og No Class. Auk þess verður boðið upp á dansleik með stórsveitinni Orphic Oxtra. „Við höf- um alltaf haft dansleik og Grundfirð- ingum hefur fundist það skemmti- legt að fara á pöbbinn þar sem ballið er og dansa við einhverja hljómsveit sem þeir hafa aldrei hlustað á áður. Í ár verður eflaust stiginn hópdans að balkönskum sið,“ bætir hún við og hlær. Fiskisúpukeppni og handverksmarkaður Á hverju ári er einhverju nýju og fersku bætt við dagskrá hátíðarinnar og Dögg segist vilja fá Grundfirðinga til að taka þátt. „Fyrstu skiptin voru svolítið svona eins og innrás í bæinn. En á síðasta ári höfðum við fiskisúpukeppni og það komu 300 manns að fá sér fiskisúpu. Þetta var mjög lókalt og skemmtilegt. Í þetta skipti ætlum við að vera með handverksmarkað þannig að bæjar- menn og utanaaðkomandi geti komið með handverk og kynnt til sölu.“ Ný mynd úr safni Matthews Barneys og Romain Gavras Valdar myndir úr safni Matthews Bar- neys verða sýndar á hátíðinni í Sögu- miðstöð Grundarfjarðar og leikstjór- inn Romain Gavras verður viðstaddur hátíðina og sýnir brot úr nýjustu mynd sinni Notre Jour Viendra sem skartar Vincent Cassel (Black Swan) í aðal- hlutverki. Romain er sonur gríska ósk- arsverðlaunaleikstjórans Costa Gavras og hafa tónlistarmyndbönd hans hlot- ið mikla athygli en myndband hans við lag M.I.A., Born free, vakti töluvert umtal og er bannað í Bandaríkjunum. Dreifingaraðilar frá Cannes „Romain er mjög upptekinn við að ferðast um heiminn og kynna mynd sína og hann er mjög í takt við hátíð- ina. Ungur og á uppleið og pólítískur í sinni kvikmyndagerð. Hátíðin hefur líka snúist um jaðarkvikmyndagerð og það að vekja athygli á öðrum formum kvikmyndagerðarlistarinnar.“ Ég reyndi annars að fá Matthew Barney til að koma og vera með fyrir- lestur á hátíðinni en hann kemst ekki,“ segir Dögg. „Hann var hins vegar svo góður að senda mér nýjustu mynd sína sem er gjörningur sem var tek- inn upp og heitir The Guardian of the Whale. Hann verður sýndur í sögu- miðstöð Grundarfjarðar. Auk Romains verða tveir dreif- ingaraðilar frá dreifingarfyrirtæki á Cannes á hátíðinni. „Það í sjálfu sér er stórkostlegt, það þarf að leggja sig fram um að skapa stuttmyndaform- inu tækifæri því það er á jaðrinum og því er heimsókn þeirra á hátíðina mik- ill fengur.“ Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á northernwavefestival.com kristjana@dv.is Fyrstu gestirnir eru mættir snemma á kvik- myndahátíðina Northern Wave sem er haldin árlega á Grundarfirði fyrstu helgina í mars en um 100 háhyrningar eru í firðinum núna sem er fullur af síld. Forsprakki hátíðarinnar, Grundfirð- ingurinn Dögg Móses- dóttir segist vona að háhyrningarnir fari ekki áður en mannlegir gestir mæti á svæðið. Justin Bieber Romain Gavras mætir Romain er sonur gríska óskarsverðlaunaleikstjórans Costa Gavras og hafa tónlistarmyndbönd hans hlotið verðskuldaða athygli en myndband hans við lag M.I.A. , Born free, vakti töluvert umtal og er bannað í Bandaríkjunum. Ólst upp í Grundarfirði Dögg hefur fært líf á æskuslóðirnar og kvikmyndahátíðinni Northern Wave hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Hátíðin er nú haldin í fjórða skipti og gistirými fyllist í bænum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.