Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Page 31
Lífsstíll | 31Miðvikudagur 23. febrúar 2011
Flestir taka sér sumarfrí þó að ekki
fari endilega allir til útlanda. Þeir
sem ferðast til annarra landa fara
oftar en ekki á klassíska ferða-
mannastaði eins og Benidorm,
Tenerife eða Majorka. Það getur þó
gert fríið enn skemmtilegra að velja
einhvern óvenjulegan stað sem þú
hefur ekki endilega látið þér detta í
hug áður.
Singapúr er
gífurlega fallegt
land sem flestir
ættu að geta notið
sín í, að minnsta
kosti í nokkra daga. Landið er langt í burtu
en það er þess virði þegar þú ert mættur
á svæðið. Fólkið tekur vel á móti þér og
þú ert enn í hinum vestræna heimi, þrátt
fyrir að vera í miðri
Asíu, þegar þú ert í
Singapúr.
Kúba er sólríkur
staður þar sem
ferðamenn eru
velkomnir. Á
Kúbu geturðu hangið á hótelinu allan
daginn og alla daga án þess að fríið sé
ónýtt. Talsvert skemmtilegra er þó að
skella sér út á götur Havana, kynnast
fólkinu og taka þátt í trylltum dansi.
Tónlist og fjörugt mannlíf einkenna þetta
litla og fátæka land og það verður enginn
svikinn um skemmtun í heimsókn til
Kúbu.
Marseille
er við Mið-
jarðarhafið
í suðurhluta
Frakklands.
Falleg
borg sem
er þægilegt að vera í. Eina vandamálið
er að eins og annars staðar í Frakklandi
tala fáir tala ensku. Það ætti þó ekki að
skemma fyrir sólríku og skemmtilegu fríi í
miðri Evrópu.
Vínarborg er frábær staður fyrir
þá sem hafa gaman af menningu
og líka fyrir þá sem vilja bara sitja
og sötra bjór og borða snitsel.
Það er góður andi í Vínarborg
og borgarbúar taka öllum með opnum
örmum. Hlustaðu á óperur í miðbænum
eða skoðaðu þig um í einum af hallargörð-
unum. Sama hvort þú velur áttu eftir að
njóta lífsins í þessari fallegu borg.
Andorra er eitt
minnsta land
í heimi. Þar
borga menn ekki
skatta og lifa í
vellystingum. Ef
þú hefur tækifæri á að kíkja til Andorra,
sértu annað hvort í Frakklandi eða á Spáni,
skaltu ekki hika við að grípa tækifærið.
Fjallaloftið í Pýreneafjöllunum er einstak-
lega gott og vatnið sem er í boði beint úr
krananum er ekki af verri endanum.
Ferðastu á nýjar slóðir
Áfangastaðir fyrir sumarfríið:
7. Gerðu við egóið
Sjálfsmyndin er líklega í molum svo
að þú skalt gera við hana áður en þú
íhugar að fara á stefnumót aftur. Fólk
með brotna sjálfsmynd tekur öllu of
persónulega og þolir ekki höfnunina
sem stefnumótum getur ósköp eðli-
lega fylgt.
Eignastu frekar nýja vini og kunn-
ingja, lærðu nýja hluti og víkkaðu
sjóndeildarhringinn. Það gefur þér
aukið sjálfstraust. Hugsaðu betur um
heilsuna og útlitið. Komdu þér í af-
bragðsform og leyfðu þér að kaupa
þér ný föt eða snyrtivörur.
8. Sáðu fræjum
Þegar þér líður vel og finnst sjálfs-
myndin heil á ný er kominn tími til
að hitta nýtt fólk og skoða hvort ást-
in sé ekki á næsta leiti. Ekki gera þau
mistök að vera bitur í garð fyrrver-
andi. Þannig leyfir þú fólki í fortíð-
inni að hafa stjórn á þér. Fyrirgefðu
fyrrverandi maka og haltu áfram
með eigið líf. Lærðu af mistökunum
og hugsaðu vel um hvaða eiginleik-
ar eru heillandi og góðir. Veldu það
besta fyrir þig og ekki sætta þig við
neitt minna. Þú kemur þér á óvart.
9. Hefndu þín – á góðan máta
Sætasta hefndin er sú að ganga vel.
Brostið hjarta og höfnun er besta
leiðin til þess að ýta á eftir breyt-
ingum í lífi þínu og persónuleika. Á
meðan þú ert enn í sárum er í góðu
lagi að ímynda sér að þú hittir fyrr-
verandi maka ári seinna þar sem þú
ert geislandi af fegurð og velgengni.
Auðvitað er það ekki hefnd þó það
gagnist um tíma að nota það orð
meðan þú ert í sárum. Þú ert að setja
þér markmið á myndrænan máta og
enginn áfellist þig fyrir að gera slíkt.
Í rauninni gera þetta flestir þótt þeir
myndu seint viðurkenna það.
10. Treystu
Einhvern tímann þarftu að treysta
annarri manneskju fyrir hjartanu aft-
ur og þú verður að samþykkja að ást-
arsorg er eðlilegur hluti af lífinu. Ef
þú efast um gildi þess og telur það of
mikla áhættu þá er einhver þér fróð-
ari líklegur til að benda þér á það að
það felst miklu meiri áhætta, ein-
angrun og vanlíðan í því að treysta
ekki öðru fólki. Ástin er nefnilega
óútreiknanleg og á hana er erfitt að
festa bönd. Þú getur ekki stjórnað
öðru fólki og líðan þeirra en þú getur
stjórnað eigin viðbrögðum og hugar-
fari.
Stafir lífeyrissjóður efnir til málþings í anda þjóðfundarins í Laugardalshöll um stefnu og
starfsemi lífeyrissjóðsins á Grand hóteli í Reykjavík laugardaginn 26. febrúar 2011.
Málþingið hefst með morgunkaffi kl. 9:30 og gert er ráð fyrir að því ljúki kl.15:00.
Allir sjóðfélagar Stafa eru hjartanlega velkomnir til að ræða málin í minni hópum og síðan
sameiginlega.
S t ó r h ö f ð a 3 1 | 1 1 0 R e y k j a v í k | S í m i 5 6 9 3 0 0 0 | Fa x 5 6 9 3 0 0 1 | s t a f i r @ s t a f i r. i s | s t a f i r. i s
Öllum steinum velt við – skilaboð til Stafa
Við viljum stuðla að hreinskiptum og opinskáum umræðum með umræðu-
stjóra og ritara í hverjum hópi og málþingsstjóra. Þannig verði tryggt að
skilaboð og andi samkomunnar skili sér með skipulögðum hætti til stjórnar og
stjórnenda Stafa lífeyrissjóðs með ósk um að umbótatillögum verði hrint
í framkvæmd með mögulegum breytingum á samþykktum sjóðsins.
Dæmi um umræðuefni
Möguleg umræðuefni eru lýðræði í lífeyrissjóðum, jöfnun lífeyrisréttinda,
sameining lífeyrissjóða, lífeyrisréttindi, markmið ávöxtunar, fjárfestingar-
stefna og fjárfestingarhegðun, rekstur sjóðsins og auðvitað sitthvað fleira
sem gestir kynnu að vilja fjalla um.
Við bjóðum þér
til stefnumóts við Stafi!
Skráning
Afar mikilvægt er að væntanlegir
þátttakendur skrái sig með tölvupósti
á stafir@stafir.is eða í síma 569 3000
í síðasta lagi miðvikudaginn 23. febrúar.
Sjáumst á stefnumótinu
við Stafi 26. febrúar!
Stjórn og starfsmenn Stafa lífeyrissjóðs.