Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Side 2
2 | Fréttir 30. mars 2011 Miðvikudagur
Eftir áralanga útskúfun leið henni
eins og hún væri Palli sem var einn
í heiminum, ein og yfirgefin. Á
Hlemmi kynntist hún svo loksins
krökkum sem virtu hana viðlits og
guðslifandi fegin fylgdi hún þeim
í blindni ofan í heim fíkniefna, of-
beldis og vændis. Allt til þess að til-
heyra hópnum.
„Ég bara elti,“ segir Sigríður Jó-
hannsdóttir. „Fyrst var ég meðvituð
um að það væri eitthvað rangt við
þetta því ég var með hnút í magan-
um en ég hunsaði það bara. Ég vildi
vera með.“
Bílslysiðbreyttiöllu
Hún var að verða fimm ára þegar
foreldrar hennar lentu í bílslysi sem
hafði miklar og alvarlegar afleiðing-
ar í för með sér. „Mamma hefur farið
í 42 aðgerðir og báðir foreldrar mínir
hafa verið illa funkerandi síðan. Þau
voru mjög fljót að einangrast, urðu
bæði þunglynd og vesluðust upp
andlega og líkamlega. Í dag komast
þau ekki upp úr rúminu án lyfjakok-
teils og heimur þeirra er aðeins inn-
an veggja heimilisins.
Áfallið breytti okkur öllum. Ég
stökk í móðurhlutverkið og nánast
ól litlu systur mína upp. Ég þrosk-
aðist því hraðar en bekkjarsystk-
ini mín. Systir mín fór í mótþróa og
reif kjaft við allt og alla. Bróðir minn
slapp best, hann er búinn með stúd-
entsprófin og er í háskólanámi í
dag.“
Alltafeinmana
Fljótlega var farið að stríða henni í
skólanum fyrir að vera öðruvísi. „Ég
fékk allt öðruvísi uppeldi en aðrir
krakkar í kringum mig því mamma
var alltaf heima, annaðhvort þung-
lynd uppi í rúmi eða í vanlíðan inni
í stofu.
Frá sjö ára aldri hjálpaði ég til
heima, fór út í búð, ryksugaði og
gekk frá þvottinum. Ég man allt-
af eftir því þegar hinir krakkarnir
sögðu stoltir frá því hvað foreldrar
þeirra gerðu á meðan foreldrar mín-
ir voru veikir heima. Ég skammað-
ist mín rosalega mikið en þurfti að
bíta í þetta súra epli og leggja spil-
in á borðin og segja hvernig þetta
væri hjá mér. Fyrir vikið varð eineltið
verra.“
Hún var sem sagt lögð í einelti í
skólanum vegna fjölskyldusögunn-
ar og vandræðanna heima. „Ég átti
enga vini. Reyndar fékk ég stundum
að vera með tveimur stelpum sem
voru ekkert rosalega vinsælar í skól-
anum eða þegar fólk var farið að vor-
kenna mér mjög mikið. Síðan fór ég
ein í bíó, sund eða keilu því ég þráði
að gera eitthvað annað og skemmti-
legra en hafði engan til að fara með.
Þannig að ég sætti mig við það að
fara ein.
Allt þar til ég byrjaði í neyslu var
ég einmana. Jafnvel þótt neyslufélag-
arnir væru ekki vinir mínir, þeir voru
bara að nota mig og ég þá, var það
betra en að vera alltaf ein. Það bjarg-
aði mér frá einmanaleikanum.“
Þráðivin
Eineltið var bæði andlegt og líkam-
legt. „Ég var stundum lamin, elt og
mér var hent í snjóinn. Krakkarnir
hlógu að mér en verst var að enginn
vildi tala við mig. Ég reyndi að troða
mér inn í mismunandi hópa en alls
staðar var lokað á mig. Oft spurði ég
hvort ég mætti vera með eftir skóla
en krakkarnir sögðu alltaf nei, þeir
væru að leika við einhvern annan.
Mér leið rosalega illa, eins og ég
væri Palli sem var einn í heiminum,
fangi í þessum heimi. Ég hélt að ég
myndi aldrei eignast vini, að ég yrði
alltaf ein, útskúfuð og hötuð af öllum.
Ég var stöðugt óánægð með sjálfa
mig og fann alltaf eitthvað til þess að
rakka mig niður með. Stundum ósk-
aði ég þess að einhver myndi ljúka
lífi mínu því ég nennti þessu ekki. Til
hvers að lifa ef ég átti ekkert líf? Ég sá
ekki tilganginn með því. Kannski var
það eigingirni eða frekja en ég hugs-
aði oft svona. Mér var bara ekki sama.
Ég þráði það að eiga bæði vini og
heilbrigða foreldra.“
HékkáHlemmi
Í veikri von um að eignast vini reyndi
Sigríður meðal annars að gefa vin-
sælustu stelpunni í skólanum lík-
amsræktarkort. Seinna klæddi hún
sig eins og strákur. Síðan litaði hún
hárið á sér kolbikasvart og málaði sig
hvíta í framan. En ekkert gekk.
Vinsæla stelpan mætti tvisvar
í ræktina áður en hún gaf skít í Sig-
ríði, strákarnir höfðu engan áhuga á
að tala við hana og gothararnir ekki
heldur. „Ég gafst samt aldrei upp. Í
raun er þetta sorglegt, en ég reyni
að hlæja að því hvað þetta mistókst
hrapallega,“ segir hún borubrött. „Ég
sé ekki eftir neinu, nema því að leita
í félagsskap eldri krakka sem voru í
fíkniefnaneyslu, bara af því að þeir
sáu mig og viðurkenndu að ég væri
til. Ég var þá komin með ógeð á því
að fara ein í bíó eða sund þannig að
ég fór að hanga ein á Hlemmi þar
sem þau gáfu sig á tal við mig. Ég
hefði getað hoppað hæð mína,“ segir
hún og brosir lúmskt.
Tólfáraídópi
Eftir vikuhangs á Hlemmi fengu
hinar stelpurnar sér í nefið og buðu
henni með. Þetta var ritalín og hún
þáði það hiklaust. Þá var hún tólf ára.
„Ég vissi ekki hvað ég var að fara út í
en mér var sama, ég gerði bara það
sem þær voru að gera. Ef ég þurfti að
gera þetta til að fólk talaði við mig og
deildi lífi sínu með mér var ég meira
en lítið til í það. Þetta þróaðist síðan
mjög hratt.
Ég kynntist þeim og síðan kynnt-
ist ég vinum þeirra. Áður en ég vissi
af var ég komin í félagsskap fólks
sem var oft mun eldra en ég og farin
að taka rítalín, amfetamín og reykja
gras. Fljótlega var ég farin nota að
alls konar efni og mikið af þeim.
Við héngum í bænum, fórum um
og gerðum það sem okkur sýndist.
Stundum rifum við kjaft við krakka
sem litu vel út og vöktu með okkur
öfund.“
Gafskítíallt
Á innan við sex mánuðum var hún
komin í mjög slæm mál. „Mamma
segir að ég hafi breyst á einni nóttu.
Hún náði einu sinni í mig niður í bæ
þar sem ég var búin að reykja frá mér
allt vit. Þegar hún sá augun á mér og
það hvernig ég lét fékk hún algjört
sjokk, enda talaði ég allt í einu rosa-
lega illa til hennar, sagði henni að
halda kjafti því hún væri ógeðsleg.
Sumum af þessum krökkum hafði
verið hent að heiman vegna neyslu.
Ég fór að taka þá með mér heim þar
sem ég leyfði þeim að vaða inn á skít-
ugum skónum, fara í sturtu og gista
án þess að fá leyfi frá foreldrum mín-
um fyrir því. Síðan var mér sjálfri
hent út því mamma gat ekki sam-
þykkt neysluna. En mér var alveg
sama hvað ég gerði svo lengi sem ég
hafði félagsskap fólks sem ég hélt að
myndi aldrei snúa baki við mér.“
Misstimeydóminn
Meydóminn missti hún á svipuðum
tíma í partíi með kunningjum. „Við
vorum nokkur saman í heimahúsi en
ég þekkti þessa krakka lítið sem ekk-
ert. Þau voru þó öll að suða í mér að
sofa hjá einum í hópnum og mér var
nánast skipað að gera það. Ég sagði
nei, vildi það ekki, en það stóð eng-
inn með mér. Á endanum vorum við
tvö lokuð inni í herbergi sem var ekki
opnað aftur fyrr en hann lét vita að
hann væri búinn að fá sitt. Ég fékk
ekkert út úr þessu og lít ekki á þetta
sem kynlíf. En ég sagði engum frá
þessu fyrr en seinna og þá á djamm-
inu eins og þetta væri djók, bara til
þess að sjá hvernig viðbrögðin yrðu.
Fólk hló bara þannig að ég sagði eng-
um frá þessu allsgáð.
Heilbrigðu og fallegu kynlífi
kynntist ég fyrst með núverandi kær-
astanum mínum.“
Klámiðmótaðihugmyndirnar
Kynlíf var einnig tæki sem hún not-
aði í von um að fá viðurkenningu.
„Ég var aðallega í því að þjóna öðr-
um, þjóna hagsmunum annarra en
mínum eigin, og þá skipti engu um
hvað málið snerist. Ég var bara þarna
og elti hina.“
Hún lagði sig alla fram við að fá
aldrei kvörtun og var sátt, því hún
fékk hana aldrei. Eigin mörk eða
langanir þekkti hún þó ekki. „Ég tók
allar ábendingar til mín og reyndi að
vera best á þessu sviði. En þú veist,
það er enginn bestur og það er eng-
inn verstur. Ég lærði það seinna.“
Hugmyndirnar sótti hún í klám.
Kláminu kynntist hún í heimsókn hjá
strák sem bjó á næstu hæð fyrir ofan
hana. „Ég var mjög ung þegar við
kynntumst. Hann var tveimur árum
eldri og einmana eins og ég. Einu
sinni bað hann mig um að koma að
leika og þegar ég sagði já setti hann
klámmynd sem mamma hans átti í
tækið. Mér fannst þetta mjög skrýt-
ið en ég man að mér fannst öll þessi
hljóð svolítið fyndin. Eftir þetta kíkti
ég stundum til hans og við skoðuð-
um þetta saman.
Seinna fékk ég ógeð á klámi og
þessari niðurlægingu sem það hefur
í för með sér fyrir bæði kynin. Það er
engin virðing í klámi. Kynlíf er ekki
svona í alvörunni,“ segir hún einlæg.
Ofbeldisfulltkynlíf
Valdið sem karlarnir höfðu yfir kon-
unni var það sem hún veitti einna
helst eftirtekt. „Ég sá aldrei atriði þar
sem konan vildi eitthvað og það var
gert. Því hélt ég bara að strákar réðu
á þessu sviði og tók þær hugmyndir
með mér út í lífið, þeir hafa typpið
og þeir ráða. Það var það eina sem ég
lærði af kláminu.“
Að sama skapi var kynlífið sem
„Ég bjó hér og þar
og svaf stundum
úti undir berum himni.
Það var auðvitað ískalt
að sofa úti en þegar þú
lifir svona lífi verður þú
bara að láta þig hafa það.
„Ég held að
skömmin
muni alltaf
fylgja mÉr“
nEinmanaeftireineltinFóraðhangaáHlemminGerðiallttil
aðeignastvininByrjaðiaðdópa12áranSvafstundumúti nLeiddistútívændinValdilífiðogleitaðisérhjálpar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is