Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Síða 15
Hinn nýi iPad 2 er nú kominn í
verslanir á Íslandi en sala á tæk-
inu hófst fyrir helgi í 25 löndum
samtímis. Fram að því hafði hann
einungis verið fáanlegur í Banda-
ríkjunum. Fyrstu 300 stykkin seld-
ust upp samdægurs og bíða nú
margir í ofvæni eftir nýrri pönt-
un en óvíst er hvenær sú sending
kemur til landsins. Þegar verðið á
hinum nýja iPad er skoðað kemur í
ljós að hann er dýrastur hér á landi
af þeim löndum sem þar sem sala
hófst á honum í síðustu viku.
Von á annarri sendingu
Fyrsta sendingin af iPad 2 seld-
ist upp á fyrsta degi, eða 300 tæki.
Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri
Apple á Íslandi, segir að nú þeg-
ar séu um 700 búnir að skrá sig á
biðlista eftir næstu sendingu sem
er væntanleg eftir um það bil tvær
vikur. „Við erum að vinna í því að
fá eina stóra sendingu, eða um það
bil 500 til 700 tæki. Það er mikil eft-
irspurn eftir þessum tækjum og ég
geri ráð fyrir að selja tvö þúsund
stykki fyrir 1. júní,“ segir hann.
Aðspurður um verðið seg-
ir Bjarni að yfirleitt haldist verðið
það sama þar til ný tegund kemur
á markað. „Það sem hefur áhrif á
okkur Íslendinga er að það er allt-
af verið að hækka skattana á þessi
tæki. Við borgum hæsta virðis-
aukaskatt í heimi og þar af leið-
andi eru tækin dýrari hjá okkur.
En við fylgjumst með genginu og
lækkum verðið ef gengið breyt-
ist.“ Hann segir að búast megi við
næstu sendingu af iPad 2 eftir um
það bil hálfan mánuð.
Ódýrastur í Bandaríkjunum
Þessi nýja tegunda af iPad kemur
í sex mismunandi gerðum og eru
þær misdýrar. Sú ódýrasta kostar
79.900 krónur en sú dýrasta kost-
ar 149.900 krónur. Í fimm flokkum
af sex er hann dýrastur hér á landi.
Aðeins er iPad 2 16 GB Wi-Fi dýr-
ari í Noregi, Svíþjóð, Danmörku
og Frakklandi. Apple í Banda-
ríkjunum er með lægsta verðið í
öllum flokkum og því er vert að
skoða hvort það hreinlega borgi
sig að kaupa farmiða til New York
og festa kaup á iPad þar. Með Ice-
land Express er hægt að fljúga til
New York fyrir 57.300 krónur báðar
leiðir en lægsta verð hjá Icelandair
er 59.000 krónur. Þess má þó geta
að þetta eru lægstu verðin sem gef-
in eru upp og nú erum við að fara
inn í háannatímabil hjá flugfélög-
unum og verðið gæti því hækkað.
Eins eru ódýrustu tækin fljót að
fara þar sem eftirspurnin er mikil.
Örlítið minna en flugið
Það munar rúmum 53.000 krónum
á iPad 2 64GB 3G á Íslandi og
í Bandaríkjunum sem er örlít-
ið lægra en fargjaldið til Banda-
ríkjanna. Þar sem tvær vikur eru
í að næsta sending af iPad 2 komi
til landsins og nú þegar eru 700
manns á biðlista gæti það freistað
einhverra að sameina kaup á iPad
2 og utanlandsferð. Að sjálfsögðu
á eftir að taka inn í dæmið uppi-
hald og gistingu á meðan á dvöl-
inni stendur en þeir sem eru svo
heppnir að eiga vini eða ættingja í
New York, og fá þar með fría gist-
ingu, gætu hæglega réttlætt iPad-
verslunarferð til Stóra eplisins. Nú
verður hver að dæma fyrir sig.
Mælir mengun í borginni Reglulega berast tilkynningar um svifryksmengun í
Reykjavík og oft er mengunin vel yfir heilsuverndarmörkum. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar eru
birtar niðurstöður mælinga sem koma frá mælistöð við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar
og má þar sjá hver staðan er hverju sinni. Lýsingu á loftgæðum er skipt í þrennt; góð, miðlungs og
léleg. Þegar lýsingin er góð verða lítil sem engin heilsufarsáhrif en þegar um miðlungs lýsingu er
að ræða geta einstaklingar með astma fundið fyrir einkennum. Einstaklingar með ofnæmi eða al-
varlega hjarta- eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera utandyra þegar gæðin eru léleg en
þá er hættan á mikilli mengun orðin töluverð. Fari mengunin hins vegar yfir 150 µg/m3 geta ein-
staklingar sem eiga ekki við vandamál í öndunarfærum að stríða einnig fundið fyrir einkennum.
Kjarnafæðisalat innkallað xHrásalat og kartöflusalat
frá Kjarnafæði hafa verið innkölluð. Matvælastofnun fékk upplýsingar um að
vörurnar innihaldi majónes en ekki sé tilgreint hvort í því séu egg eða sojaolía.
Egg og afurðir úr eggjum eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda en samkvæmt
matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í
merkingum matvæla. Vörurnar voru teknar úr sölu í verslunum Hagkaupa og
Bónuss á meðan merkingar voru endurbættar. Þeir neytendur sem kunna að
eiga vörurnar til og hafa ofnæmi eða óþol fyrir eggjaafurðum eru beðnir um
farga vörunum eða hafa samband við Kjarnafæði í sambandi við endurgreiðslu.
Neytendur | 15Miðvikudagur 30. mars 2011
Finndu bestu
hjólaleiðina
Þeir höfuðborgarbúar sem ætla
að vera duglegir að hjólreiðar sem
ferðamáta í vor og sumar ættu að
skoða vefinn ridethecity.com en
þar má finna kort af hinum ýmsu
hjólastígum innan stórhöfuðborgar-
svæðisins. Ef maður er ekki viss um
bestu leiðina með hjólastígum á
milli staða er einnig hægt að setja
inn upphafs- og endapunkt eða
áfangastað og vefsíðan finnur leiðina
fyrir þig. Þetta getur einni verið til-
valið fyrir þá sem fá útlenda gesti í
sumar sem vilja spóka sig sjálfir um
borgina. Þá er tilvalið að prenta út
kortið fyrir gestina, skella hjóla-
hjálminum á höfuðið á þeim og óska
þeim góðrar ferðar.
Geislavirkni í
matvælum mæld
Ný Evrópureglugerð tók gildi þann
28. mars sem segir til um aukið eftir-
lit með matvælum frá Japan. Þetta
kemur fram á heimasíðu Matvæla-
stofnunar en þar segir jafnframt að
sú krafa sé gerð á japönsk yfirvöld
að mæla geislavirkni í matvælum frá
vissum svæðum sem hafa orðið fyrir
geislun. Þetta gildi fyrir þau matvæli
sem framleidd hafi verið eftir 11.
mars og farið frá Japan eftir 28. mars.
Eins er þess getið að innflutningur á
matvælum hér á landi frá Japan sé af
mjög skornum skammti.
Höfum bílinn
hreinan að innan
Það er ekki síður mikilvægt að þrífa
bílinn að innan en utan. Þegar
bíllinn kemur undan vetri er oft raki
í teppum sem mikilvægt er að þurrka
til að ekki myndist óæskilegt lykt og
mygla. Best er að ná burt raka undir
gúmmímottum eða teppum með því
að setja gömul dagblöð undir
motturnar. Á flestum bensínstöðv-
um eru góðar og kraftmiklar
ryksugur sem viðskiptavinir hafa
aðgang að. Heimilisryksugur eru
oftast ekki ætlaðar til notkunar
utanhúss eða þar sem hætta er á
raka. Þvo skal rúður að innan með
rúðuhreinsiefni en mælaborð,
hurðaspjöld og annað inn í bílnum
með rakri tusku. Eins er hægt að
fríska upp á plast- og vínilhluti með
sérstökum glansefnum.
iPad dýrast
hérlendis
„Það sem hefur
áhrif á okkur
Íslendinga er að það er
alltaf verið að hækka
skattana á þessi tæki.
Við borgum hæsta virðis-
aukaskatt í heimi og þar
af leiðandi eru tækin dýr-
ari hjá okkur.
n iPad 2 kom í verslanir á Íslandi fyrir helgi n Það munar allt að 53.000 krónum á verðinu
hér og í Bandaríkjunum n Það borgar sig jafnvel að fljúga út og kaupa iPad 2 64GB 3G þar
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Tegund Ísland USA UK Danmörk Noregur Svíþjóð Spánn Frakkland Nýja-Sjáland
iPad 2 16 GB Wi-Fi 79.990 58.246 74.868 82.680 81.954 81.210 79.330 80.986 71.884
iPad 2 32 GB Wi-Fi 109.990 69.919 89.879 98.326 98.808 95.993 95.891 97.879 85.379
iPad 2 64GB Wi-Fi 126.990 81.592 112.396 113.972 115.663 110.775 112.453 114.771 98.874
iPad2 16 GB 3G/WI-Fi 114.990 73.521 93.632 102.796 103.022 103.384 99.203 100.860 89.788
iPad 2 32 GB 3G/Wi-Fi 129.990 85.093 108.643 118.443 119.876 118.166 115.765 117.752 103.373
iPad 2 64GB 3G/Wi-F 149.990 96.766 123.654 134.089 136.731 132.949 132.327 134.645 115.968
Verð þessi eru fengin af heimasíðum Apple í hverju landi fyrir sig og útreikningur miðast við gengi tekið af borgun.is þann 28.03.2011. Öll verð eru í íslenskum krónum.
Hvað kostar tækið?
Hér má sjá að ódýrast er tækið í Bandaríkjunum. Eina gerðin sem er ekki dýrust hér á landi er sú minnsta en hún er dýrari á Norðurlönd-
unum auk Frakklands. Hinar fimm gerðirnar eru allar dýrastar á Íslandi.
iPad 2 Kom í verslanir í síðustu viku
og seldist upp um leið. MYND: EPLI.IS
New York Það borgar sig jafnvel að fljúga
til New York til að ná sér í einn iPad 2.