Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2011, Síða 19
Umræða | 19Miðvikudagur 30. mars 2011
Óskar þarf
að taka sig
á í ræktinni
1 Fjöldi reyndra fréttamanna á meðal umsækjenda Börn starfs-
manna RÚV voru ráðin til sumaraf-
leysinga á fréttastofu RÚV á meðan
reyndum umsækjendum var hafnað.
2 Sveppi svarar sálfræðingi Kol-brún Baldursdóttir óskaði eftir að
fá að vera gestur í þætti Audda og
Sveppa.
3 „Ég held ég keyri nú heim í kvöld“ Einar Bárðarson hjólaði frá
Njarðvík til Reykjavíkur. Hann er nú í
miklu líkamsræktarátaki.
4 „Ég mun ekki tjá mig frekar við þig um mín persónulegu fjármál“
Bjarni Benediktsson segist ekki hafa
tekið lán fyrir Glitnishlut.
5 Sjóræningi heimtar að giftast 13 ára danskri stúlku Skelfilegt
bónorð setur meiri pressu á dönsk
yfirvöld að semja við sjóræningja í
Sómalíu sem hafa danska fjölskyldu í
haldi.
6 Forstöðumaður Ekron kærður fyrir kynferðisbrot Skjólstæðingur
samtakanna kærði forstöðumanninn
fyrir kynferðisbrot. 7 Hafa þekkst síðan hún var sjö Tiger Woods og nýja kærasta hans
hafa þekkst í á annan áratug.
Frammistaða Baldurs Borgþórs-
sonar einkaþjálfara í spennuþátta-
röðinni Pressunni hefur vakið mikla og
verðskuldaða athygli. Hann er enda
stór og stæðilegur kraftajötunn sem
fer ekki lítið fyrir á skjánum.
Hver er maðurinn?
„Baldur Borgþórsson einkaþjálfari í World
Class til sex ára.“
Hvernig kom það til að þú fékkst hlut-
verk í Pressunni?
„Óskar leikstjóri er að æfa í World Class og
tók eftir mér þar og bað mig um að reyna við
þetta sem og ég gerði.“
Ertu sumsé einkaþjálfarinn hans
Óskars?
„Nei, Óskar gengur laus í World Class.
Annars þyrfti ég að ræða við hann því hann
þarf að taka sig á.“
Hvernig gekk þér að ná tökum á
leiknum?
„Ég hef aldrei leikið áður en ég spæjaði bara
Gísla og reyndi að pikka upp einhverja takta.
Ég hikaði aðeins í upphafi en lét svo bara
vaða og fékk góðar viðtökur.“
Hvernig var stemningin í leikhópnum?
„Hún var alveg ótrúlega góð. Þetta er mikið
einvala lið sem starfar að þessum þáttum
og mikill liðsandi. Þeir sem eiga eitthvað
ólært um liðsanda ættu að kynnast honum
í þessari grein.“
Hvernig er að sjá sjálfan sig á skjánum?
„Ég er nú reyndar ekki búinn að sjá mig. Ég
ákvað að ég vildi ekki gera það strax. Vildi
heldur bíða og heyra af viðbrögðum fólks.
Nú hef ég fengið þau og þau eru nokkuð góð
þannig að ég sest við tækið á sunnudaginn
og hlakka til að sjá afraksturinn.“
Geturðu hugsað þér að leika eitthvað
frekar?
„Já, af hverju ekki? Nú bíð ég bara eftir
tilboðum.“
En svona í lokin, hvað fær svona stór
maður sér í morgunverð?
„Ég fæ mér haframjöl, prótín og músli. Þetta
er pottþétt blanda sem bregst aldrei.“
„Pítsa, Rizzo uppi í Árbæ.“
Sævar Már Sveinsson
35 ára, sölumaður
„Sushi.“
Dodda Maggý
29 ára, myndlistarmaður
„Fiskurinn í kjallara Ostabúðarinnar og
maturinn á Grænum kosti.“
Bjargey Ólafsdóttir
38 ára, kvikmyndagerðar- og
myndlistarmaður
„Krua Thai.“
Ásta Olga Magnúsdóttir
35 ára, tölvunarfræðingux
„Segjum bara Nings.“
Snorri Sigurðsson
23 ára, vinnur á lager
Mest lesið á dv.is Maður dagsins
Hver er uppáhaldsskyndibitinn þinn?
Borgarstjóri bregður á leik Jón Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur þótti vera kominn tími til að smella
mynd af Blöndal og Blöndal. Annars vegar Birni Blöndal ljósmyndara og hins vegar S. Birni Blöndal aðstoðar-
manni borgarstjóra.
Myndin
Dómstóll götunnar
A
llt frá því efnahagshrunið
varð öllum ljóst hafa margir,
þar á meðal ég sjálfur, keppst
við að finna ástæður þess
djúpt í íslenskum þjóðarkarakter. Allt
hófst þetta með stríðsgróðabraskinu,
með höfðingjadýrkun bændasam-
félagsins, líklega með landnáminu
sjálfu. Kannski var það þá ekki snilld
okkar í bankamálum sem gerði okk-
ur einstök, en umfang hrunsins hlýt-
ur að minnsta kosti að sýna fram á að
við erum ekki eins og aðrar þjóðir.
Og samt er það svo að það sem
gerðist hér hefur gerst ótal sinnum
áður á ótal stöðum. Hvorki heimskan
né græðgin eru alíslensk fyrirbæri,
þó vissulega hafi þær verið klæddar
í þjóðlegan búning þegar þær hafa
náð yfirhöndinni hér á landi.
Túlípanar og nornafár
Árið 1841 gaf skoski blaðamaðurinn
Charles Mackay út bókina Extraor-
dinary Popular Delusions and the
Madness of Crowds. Fjallar hann þar
um nornafár, krossferðir, gullgerðar-
listina, skeggtísku og ekki síst efna-
hagsbólur, svo sem túlípanaæðið í
Hollandi í upphafi 17. aldar og hina
svokölluðu South Sea Company
bubble um 100 árum síðar, þar sem
verðmæti hlutabréfa voru ýkt og föls-
uð með ýmsum leiðum. Þessi dæmi
vekja enn athygli hagfræðinga í dag
og hefðu átt að gera hér, en í bók-
inni um geðveiki hópa frá því fyrir
160 árum má finna nánast nákvæma
lýsingu á íslenska efnahagsundr-
inu, hruninu og jafnvel rannsóknar-
skýrslunni sem engu breytti.
Eru Íslendingar þá ekkert öðru-
vísi en aðrar þjóðir? Gerum við ein-
faldlega sömu mistök og allir aðr-
ir? Vissulega virðumst við ófær
um að læra af mistökum annarra,
en það gildir reyndar um alla aðra
líka. Munurinn felst kannski helst í
smæðinni, hér er auðveldara fyrir
eina vonda hugmynd að ná tökum á
hópnum þar sem hópurinn er minni
og því færri til að slá varnagla. En
jafnvel þetta er ekki einstakt, vondar
hugmyndir hafa einnig náð tökum á
milljónaþjóðum með skelfilegum af-
leiðingum fyrir heiminn allan.
Sigurvegarar eða sigraðir
Það hlýtur þó að vera eitthvað, gott
að slæmt, sem greinir okkur frá öðr-
um, sem gerir það að verkum að við
getum áfram haldið að skipta heim-
inum í Íslendinga annars vegar og
útlendinga hins vegar. Og það er
vissulega eitt einkenni sem virðist á
margan hátt séríslenskt, en það felst
í umræðuhefðinni sjálfri.
Ég hef oft setið í matarboðum
eða jafnvel drykkjuveislum erlend-
is þar sem menn skiptast á skoð-
unum, deila hugmyndum og reyna
eftir fremsta megni að sýna fram á
gildi skoðana sinna umfram ann-
arra. Þessar veislur enda þó yfirleitt
í mesta bróðerni og enginn er minni
maður fyrir að hafa slíkar sótt.
Á Íslandi er það hins vegar iðulega
svo að um leið og umræðan berst að
stjórnmálum ranghvolfir húsfreyj-
an augunum, vitandi að þetta mun
enda í heljarinnar rifrildi og líklegast
slagsmálum. Enginn mun láta undan
á meðan nokkur er enn uppistand-
andi, hér ganga menn út annaðhvort
sem sigurvegarar eða sigraðir.
Manndómur og níðingsverk
Og ekki er heldur nóg að hafa það
sem sannara reynist, slysist maður
til að verja betri málstað verður mað-
ur að láta kné fylgja kviði, höggva þá
sem vel við högginu liggja og minna
alla á að það var maður sjálfur sem
hafði rétt fyrir sér. Eða eins og forset-
inn sagði, svona nokkurn veginn, við
blaðamann um daginn: „Við verðum
báðir að hafa manndóm í okkur til að
viðurkenna að ég hafði rétt fyrir mér.“
Það er ekki bara í drykkjuveislum
sem rökræður eru stundaðar með
þessum hætti, heldur sér maður
dæmi þess alla leið inn á Alþingi.
Engin miðja er til, menn eru ann-
aðhvort með eða á móti og síðan
er borist á banaspjótum, málefnin
verða mjög fljótt persónuleg og öll-
um brögðum er beitt til að hafa and-
stæðinginn undir.
Rökræður á Íslandi eru því alltaf
í formi glímu. Á hinn bóginn stund-
uðu forfeður okkar sína glímu á Al-
þingi með þeim hætti að þeir byrj-
uðu á að handsala hver öðrum grið,
og þótti það mikið níðingsverk að
láta kné fylgja kviði. Var þetta einmitt
gert til að tryggja að leikurinn yrði
ekki of persónulegur og leiddi ekki
til mannvíga utan vallar. Kannski er
kominn tími til að fylkingar á Íslandi
handsali hver öðrum grið, og jafnvel,
einhvern daginn, læri að hafa það
sem sannara reynist?
Alíslensk reiði
Kjallari
Valur
Gunnarsson