Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2011, Síða 10
10 | Fréttir 6. apríl 2011 Miðvikudagur Faðir eins mótframbjóðanda Stefáns Einars Stefánssonar, nýkjörins for- manns VR, skrifaði ummæli við frétt á DV.is síðastliðinn föstudag þar sem hann sagði að augljóst væri að Stefán Einar hefði afritað kjörskrá VR, þrátt fyrir fullyrðingar um annað. Í frétt DV kom fram að fjölmargir einstakling- ar, sem áttu það sameiginlegt að vera bæði skráðir í Sjálfstæðisflokkinn og félagar í VR, hefðu fengið símtöl og póst frá Stefáni Einari varðandi fram- boð hans og vildu einhverjir meina að hann gæti hugsanlega hafa samkeyrt þessar upplýsingar til að ná til ákveð- inna einstaklinga. Í kjölfar ummælanna á DV.is fékk faðirinn Facebook-skilaboð frá Stefáni Einari. Hann hafði greinilega kynnt sér bakgrunn viðkomandi því hann vísaði í starfsheiti hans hjá ákveðinni stofn- un þar sem hann starfar. Viðkomandi vill hvorki koma fram undir nafni né að nafn stofnunarinnar sem hann vinnur hjá komi fram. Þær upplýsingar hafa því verið fjarlægðar úr skilaboðunum sem DV hefur undir höndum og birtir hér: „Heill og sæll (hér kom nafn yfir- manns stofnunarinnar) „Ég harma það mjög að þú skul- ir fullyrða án nokkurra fyrirliggjandi gagna að ég hafi afritað félagatal VR. Þú sakar mig þar um hlut sem ég get ekki sætt mig við að sitja undir. Sem innri endurskoðandi (hér kom nafn stofn- unarinnar) hefði ég talið að þú legðir ríkulega upp úr því að hafa staðfest- ingu fyrir þeim hlutum sem þú heldur fram. Ég vona að þarna hafir þú hlaupið á þig fremur en að orð þín lýsi því hvern- ig þú vilt koma fyrir sjónir fólks, jafnt sem fagmaður og einstaklingur. Með vinsemd, Stefán Einar Stefáns- son.“ Fannst sér hótað Eins og sést í upphafskveðju skilaboð- anna ávarpar Stefán Einar yfirmann stofnunarinnar en ekki umræddan starfsmann sem fékk skilaboðin. Hann virðist því hafa gert mistök við ritun skilaboðanna. Umræddum starfs- manni þótti það sérkennilegt og hvarfl- aði að honum að yfirmaður hans hefði því einnig fengið póst frá Stefáni Einari varðandi málið. Hann hafði því strax samband við yfirmann sinn og rakti fyrir honum málavexti. Á þeim tíma- punkti hafði yfirmaðurinn þó ekki fengið nein skilaboð frá Stefáni Einari. Þrátt fyrir að skilaboðin séu tiltölu- lega kurteislega orðuð fannst umrædd- um starfsmanni ákveðin hótun felast í þeim. Þá fannst honum líka athyglis- vert að Stefán Einar hefði haft fyrir því að grafa upp starfsupplýsingar um hann. DV hafði samband við Stefán Einar og spurði hann út í skilaboðin. Hann sagði fráleitt að hann hefði ætlað að sér að hafa einhver áhrif á störf mannsins hjá stofnuninni. Þetta hefði eingöngu verið vinsamleg athugasemd vegna ummæla föðurins við fréttina. „Það að kveðjan skyldi orðuð jafnklaufalega og raun ber vitni skrifast á klaufaskap minn og ekkert annað,“ sagði hann aðspurður hvers vegna hann hefði ávarpað yfirmann stofnunarinnar í upphafskveðju skilaboðanna, en ekki starfsmanninn sjálfan. Hótaði að hafa áhrif á viðskiptasamning Þrátt fyrir að í þessu tilfelli hafi Stefán Einar ekki sett sig í samband við yfir- mann viðkomandi starfsmanns eru dæmi þess að hann hafi sett sig í sam- band við yfirmenn ef einstaklingar hafa, á opinberum vettvangi, látið um- mæli falla sem ekki eru honum að skapi. Stefán Einar varð uppvís að slík- um afskiptum eftir að Teitur Atlason, guðfræðingur, bloggari á DV.is og þá- verandi starfsmaður tölvufyrirtækis- ins EJS, lét í ljós andstöðu sína gegn Þjóðkirkjunni í viðtali sem snerti vinnu hans. Stefáni Einari, sem einn- ig er guðfræðingur að mennt og starf- aði hjá Biskupsstofu, þóttu ummæli Teits óeðlileg í ljósi þess að Biskups- stofa væri stór viðskiptavinur EJS. Stefán Einar viðurkenndi í sam- tali við DV fyrir síðustu jól að hann hefði sett sig í samband við einn af framkvæmdastjórum fyrirtækisins vegna málsins. „Ég sagði að ef þeir myndu ekki koma í veg fyrir að þetta gerðist aftur þá myndi ég setja mig í samband við aðila innan kirkjunnar, sem myndu eflaust líta það alvarleg- um augum. Fyrirtæki sem þeir væru með viðskiptasamning um tölvukaup og þjónustu við, og þyrftu þá að endur- skoða afstöðu sína til þess samnings. Það er bara málefnalegt sjónarmið sem ég myndi hafa í mínum rekstri,“ sagði hann þá. Teitur sagðist hafa hrökklast úr starfi og jafnframt úr landi vegna of- sókna af hálfu Stefáns Einars, en Teitur sagði starfi sínu lausu í kjölfar afskipta hans af málinu og flutti úr landi í kjöl- farið. Hafði samband við ritstjóra Moggans Þá hefur DV heimildir fyrir því að Stef- án Einar hafi sagt við nokkra af þátt- takendum á framboðsfundi VR, sem haldinn var í höfuðstöðvum fjölmiðla- fyrirtækisins 365 í Skaftahlíð á meðan kosningarnar stóðu yfir, að blaðamað- ur Morgunblaðsins sem hefði skrifað frétt um hann kæmi til með að missa vinnuna. Umræddur blaðamaður, Hugrún Halldórsdóttir, skrifaði frétt á mbl.is um kæru mótframbjóðanda Stefáns Einars, Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur, til kjörstjórnar VR og varð það á að fullyrða að kæran væri vegna afritunar hans á kjörskrá VR í stað þess að tala um meinta afritun. Frétt- inni á mbl.is var breytt síðar sama dag og beðist var afsökunar á rangfærslu fréttamannsins. Stefán Einar sagði í samtali við DV að það væri af og frá að hann hefði látið þessi orð falla eða reynt á einhvern hátt að hafa áhrif á störf Hugrúnar á Morgunblaðinu. Hann viðurkenndi þó í viðtali í þætt- inum Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu 97,7 að hann hefði orðið brjálað- ur út í blaðakonuna og húðskammað hana. Hann sagði jafnframt að vinnu- brögð hennar gæfu til kynna að henni væri ekki treystandi. „Ég hef hins vegar ekki, og þið getið spurt Har- ald Johannessen ritstjóra út í það, ég hringdi í hann, ég hringdi í hann beint út af þessu og þið getið spurt hann hvort ég hafi sko imprað á því eða komið að því með einhverju móti að þessi starfsmaður ætti að missa vinnuna, það er bara kjaftæði og enn eitt dæmið um það hvernig reynt er að ljúga að fólki til þess að skaða það í sinni kosningabaráttu,“ sagði Stefán Einar í viðtalinu og við- urkenndi þar með að hafa haft sam- band við ritstjóra blaðsins í kjölfar birtingar fréttarinnar. Hugrún hafði sjálf sagt upp störfum hjá Morgun- blaðinu þremur mánuðum áður og umrædda frétt skrifaði hún á síðustu vakt sinni á mbl.is. n Sendi föður mótframbjóðanda skilaboð n Föðurnum fannst ákveðin hótun felast í þeim n Hefur orðið uppvís að því að beita sér gegn fólki sem ekki er sammála honum Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ég vona að þarna hafir þú hlaupið á þig“ Uppvís að þrýstingi Stefán Einar hefur oftar en einu sinni reynt að beita sér gegn fólki sem honum hefur sinnast við. 18 | Fréttir 1.–3. apríl 2011 Helgarblað „Ég er flokksbundinn og konan mín er flokksbundin og ég fékk stað- fest frá fleiri félögum mínum að það hefði verið hringt í þá. Þetta get- ur ekki verið tilviljun,“ segir flokks- bundinn sjálfstæðismaður og félagi í VR sem fékk símtal frá Stefáni Ein- ari Stefánssyni, nýkjörnum formanni VR, meðan á kosningabaráttunni stóð. Viðmælandinn segir að í sím- talinu hafi Stefán Einar listað upp þá kosti sína sem myndu gera hann að góðum formanni félagsins ásamt því að ræða almennt um kosningarnar. Viðmælandi DV, sem ekki vill koma fram undir nafni, segir að hringt hafi verið úr símanúmerum sem öll byrj- uðu á sömu tölustöfunum og voru óskráð. Hann telur því nokkuð ljóst að um lánssíma hafi verið að ræða sem notaðir voru eingöngu í þetta verkefni. Viðmælandinn telur að svo virð- ist sem kjörskrá VR hafi verið afrit- uð með einhverjum hætti og hún samkeyrð við félagaskrá Sjálfstæð- isflokksins með það fyrir augum að ná til þeirra sjálfstæðismanna sem einnig eru félagar í VR. „Ég hef séð svona lagað gert þannig að ég veit al- veg að þetta er hægt.“ Slík samkeyrsla á upplýsingum er brot á persónu- verndarlögum. Samkvæmt heimildum DV fengu fjölmargir aðrir einstaklingar, sem eiga það sameiginlegt að vera bæði skráðir í Sjálfstæðisflokkinn og vera félagar í VR, kosningasímtöl frá Stef- áni Einari sjálfum eða félögum hans úr starfi Sjálfstæðisflokksins. Fékk sent kynningarefni á gamalt lögheimili Það eru þó ekki eingöngu úthring- ingar Stefáns Einars og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum sem þykja renna stoðum undir það að hann hafi með einhverjum hætti samkeyrt kjörskrána við félagaskrá Sjálfstæð- isflokksins, heldur fengu fjölmargir einstaklingar einnig sent kynningar- efni frá honum vegna framboðsins. DV talaði við nokkra einstaklinga sem staðfestu þetta. Einn viðmælenda DV, sem vill heldur ekki koma fram undir nafni, staðfesti að hann hefði fengið bréf frá Stefáni Einari. „Það get ég stað- fest,“ sagði viðmælandinn. „Ég fékk sent bréf frá honum og hjá mér vakn- aði grunur um að þetta væri ekki allt eins og átti að vera, þar sem bréfið var sent á heimili foreldra minna, þar sem ég hafði lögheimili í síðast- liðnum kosningum. Ég er á skrá Sjálf- stæðisflokksins og er þar skráð með eldra lögheimili.“ Annar viðmælandi hafði svipaða sögu að segja. „Ég get staðfest það að hafa fengið bréfapóst frá Stefáni Einari formannsfram- bjóðanda til VR og símhringingu og er flokksbundinn sjálfstæðismaður.“ Dræm kosningaþátttaka Stefán Einar Stefánsson var kjörinn formaður VR með 20,6 prósentum at- kvæða, en aðeins 4.867 félagsmenn, af þeim 28.419 sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði í kosningum. Kjör- sókn var því ekki nema rétt rúm 17 prósent. Samkvæmt heimildum DV hefur töluverðrar ólgu gætt meðal félagsmanna í VR eftir að tilkynnt var um úrslit kosninganna og ljóst var að Stefán Einar yrði næsti formaður félagsins. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðis- flokksins en hyggst láta af þeim í kjöl- far kosningarinnar. Hann hefur full- yrt að störf hans þar muni ekki koma til með að hafa áhrif á störf hans sem formanns VR. Mótframbjóðandi Stefáns Einars, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, kærði hann til kjörstjórnar á meðan á kosn- ingum stóð. Guðrún vill meina að Stefán Einar hafi brotið gegn reglum um meðferð á útprentaðri kjörskrá VR og að hann hafi fengið aðgang að kjörskránni á tölvutæku formi. Kjör- stórn vísaði málinu frá því ekki þóttu nægar sannanir fyrir því. Sjálfur ber Stefán Einar af sér allar sakir og seg- ist hafa handslegið inn hluta af kjör- skránni og sent á brot af félagsmönn- um. Ætlar að halda málinu til streitu Þykja heimildir DV og staðfesting viðmælenda á bæði símhringingum og póstsendingum frá Stefáni Ein- ari styrkja mál Guðrúnar, og þrátt fyrir að kjörstjórn hafi vísað málinu frá hyggst hún ekki láta þar við sitja. „Það er á kristaltæru af minni hálfu að halda þessu til streitu,“ sagði hún í samtali við DV. „Það er svo ásætt- anlegt að tapa ef heiðarleg kosning hefur átt sér stað en ég get ekki sætt mig við ef eitthvert svindl er í gangi,“ sagði Guðrún sem vill fá úr því skorið hvort heiðarlega hafi verið að kosn- ingum staðið. „Ég vil ekki að þetta séu línurnar sem eru lagðar til fram- búðar.“ Hún hefur haft samband við lögfræðinga sem eru að fara yfir mál- ið og skoða hvað hægt sé að gera í framhaldinu. Ekki náðist í Stefán Einar við vinnslu fréttarinnar. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ég get staðfest það að hafa feng- ið bréfapóst frá Stefáni Einari formannsframbjóð- anda til VR og símhring- ingu og er flokksbundinn Sjálfstæðismaður. n Hringt í fjölmarga flokksfélaga í VR sem eiga það sam- eiginlegt að vera skráðir í Sjálfstæðisflokkinn n Kynningar- póstur sendur á gamalt lögheimili n Mótframbjóðandi telur að kjörskrá hafi verið afrituð og heldur málinu til streitu Heldur málinu til streitu Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir: „Það er á kristaltæru af minni hálfu að halda þessu til streitu.“ EKKI VERIÐ „ÞETTA GETUR TILVILJUN“ Öflug kosningamaskína Samkvæmt heimildum DV hafði Stefán Einar samband við mjög marga sjálfstæðismenn sem einnig eru félagar í VR og kynnti fyrir þeim framboð sitt. Bröns alla laugardaga og sunnudaga Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is Verð aðeins 1.795 með kaffi eða te Stefán Einar er ekki einn um að hafa orðið uppvís að því að reyna að beita áhrifum sínum gegn fólki ef honum líkar ekki mál- flutningur þess. Flokksbróðir hans, Davíð Oddsson núverandi ritstjóri Morgun- blaðsins, kallaði Hallgrím Helgason rithöfund á teppið eftir að hann skrifaði, árið 2002, harðorða grein þar sem hann kallaði Sjálfstæðisflokkinn Bláu höndina og sakaði Davíð meðal annars um ofsóknir í garð Baugs og Jóns Ásgeirs. Á fundi þeirra Hallgríms og Davíðs gagn- rýndi sá fyrrnefndi flokksráðningar og í kjölfarið bar föður hans, Helga Hallgríms- son þáverandi vegamálastjóra, á góma. „Það eru allir flokksráðnir hjá ríkinu, líka pabbi þinn,“ segir Hallgrímur að Davíð hafi sagt. Hallgrímur lýsti því í viðtali við Arn- þrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu árið 2004 hvernig hann hefði þá orðið hræddur. „Og þá allt í einu verð ég hræddur um að pabba yrði bara sagt upp daginn eftir. Og mér fannst það nú leiðinlegt fyrir hans hönd því að hann átti nú mjög farsælan feril að baki hjá Vegagerðinni, 40 ára starfsferil og átti bara tvo mánuði eftir, en það kom nú ekki til,“ sagði hann. Notaði svipaða aðferð 1. apríl 2011 Svaðilför á norðurpólinn: „Bara ævintýra- mennska“ „Hann hefur aldrei farið í svona ferð áður,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Eig- inmaður hennar, Hjörleifur Svein- björnsson, er þessa dagana staddur á norðurpóln- um ásamt hópi Íslendinga og Kínverja. Alls eru átta í hópnum, þar á meðal sonur þeirra Ingibjargar og Hjörleifs. Þá eru einnig í hópnum Ragnar Baldurs- son, fyrrverandi sendiráðsritari í sendiráðinu í Peking, tveir Kínverjar og fararstjórar. Ingibjörg segir að hópurinn hafi verið væntanlegur á norðurpólinn í gær, þriðjudag, en hópurinn hafði stutta viðkomu á Svalbarða áður en lagt var í hann. Stefnt er að því að hópurinn komist á pólinn þann 14. apríl næstkomandi. Ingibjörg seg- ist bjartsýn á að eiginmanni sínum takist ætlunarverkið – að komast á norðurpólinn – en segir þó að hann sé ekki beint reyndur fjallagarpur. „Hann er mikill útivistarmaður og vel á sig kominn en hann er ekki reyndur fjallamaður,“ segir hún. Með í för er kínverskur vinur þeirra Hjörleifs og Ragnars en þeir þrír voru allir saman við nám í Pek- ing-háskóla árin 1976 til 1980. Sá er afar reyndur fjallgöngumaður og segir Ingibjörg að hann hafi klifið hæstu fjöll allra heimsálfa auk þess að hafa fengið á suðurpólinn. Ferð á norðurpólinn er það eina sem hann á eftir að afreka. Hjörleifur varð sextugur fyrr á þessu ári en aðspurð hvort ferðin tengist afmælinu segir Ingibjörg að svo sé ekki. „Nei, nei. Þetta er bara ævintýramennska af engu sérstöku tilefni. Nema ef vera skyldi til að fagna 40 ára stjórnmálasambandi Ís- lands og Kína,“ segir Ingibjörg. einar@dv.is Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Fjölmenni hjá Sam- tökum lánþega Hátt í 400 manns mættu á fund Samtaka lánþega á mánudags- kvöldið. Á fundinum var fjallað um endurútreikning og innheimtu gengislána. Flytja þurfti fundinn í stærri sal á Grand hóteli vegna mikillar aðsóknar, að því er fram kemur á heimasíðu samtakanna, lanthegar.is: „Markmiðið var að leita svara við því hvernig lánþegar eigi að svara bankanum sínum, hvort þeir þurfi aðstoð lögfræðings og hvort líkur séu á að lánþegar fái bakreikning seinna vegna gengis- lána. Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður samtakanna, segir að fólk sé gríðarlega óánægt með end- urútreikning bankanna og að fólki finnist augljóslega á sér brotið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.