Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 8
F járfestingarfélagið Teton, sem greiddi 600 milljóna arð til hluthafa sinna árið 2009 vegna rekstrarársins 2008, sérhæfði sig í skortstöðum á árunum fyrir hrun. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins sem tekin var niður síðla árs 2010 en hægt er að nálgast hjá vefsafni Landsbókasafnsins. Teton græddi rúmlega 1.150 milljónir króna á hrunárinu og eignir félagsins rúmlega tvöfölduðust á milli áranna 2007 og 2008. DV greindi á miðvikudaginn frá arðgreiðslunni, sem rann til eignarhaldsfélaga hluthafa Teton, Arnar Karlssonar, Vilhjálms Þorsteinssonar og Gunnlaugs Sigmundssonar, í Lúxemborg árið 2009. Framkvæmdastjóri Teton, Örn Karlsson, vildi ekki greina frá því í DV á miðvikudaginn í hverju félagið hefði fjárfest sem leitt hefði til þessa mikla hagnaðar. „Við kjósum að auglýsa ekki í hverju við erum að fjárfesta hverju sinni.“ Orðrétt segir um starfsemina á heimasíðunni sem nú hefur verið tekin niður: „Teton fjárfestir aðallega í skuldabréfum, einkum ríkistryggðum, í gjaldmiðlum og í afleiðum. Fjárfestingarstefna þess byggir annars vegar á mati á efnahagshorfum, á tímabilum frá þremur mánuðum til 2–3 ára, og hins vegar á að nýta högnunartækifæri (arbitrage) sem skapast á markaðnum. Félagið tekur bæði gnóttar- og skortstöður (long og short).“ Skortstöður gegn gjaldmiðlum eins og íslensku krónunni eru teknar með afleiðum, líkt og þeim sem vísað er til í kynningartextanum um Teton. Tekið skal fram að skortstöður eru ekki ólöglegar. Þekkir ekki fjárfestingarnar Gunnlaugur Sigmundsson, einn af hluthöfum í Teton, segist ekki vita nákvæmlega á hverju Teton græddi svo mikið árið 2008. Hann bendir blaðamanni á að spyrja Örn um fjárfestingar félagsins. „Örn er mikill snillingur og ég hef notið góðs af því,“ segir Gunnlaugur aðspurður um hagnað félagsins árið 2008. Hann segir jafnframt að íslenskt samfélag hafi notið góðs af hagnaði Teton þetta árið þar sem félagið hafi greitt mikla skatta þetta árið. Í ársreikningi félagsins kemur fram að Teton hafi greitt nærri 240 milljónir króna í skatta þetta ár. DV getur því ekki fengið nánari upplýsingar um fjárfestingar Teton hjá Gunnlaugi. „Hvorki af né á“ Vilhjálmur Þorsteinsson segist sömuleiðis ekki geta greint frá því hvernig Teton hagnaðist svo vel árið 2008. Líkt og komið hefur fram er Vilhjálmur gjaldkeri Samfylkingarinnar, fulltrúi í stjórnlagaráði og stjórnarmaður í fjölmörgum fyrirtækjum, til dæmis CCP. „Nei, ég get engu bætt við það sem Örn sagði í gær [þriðjudag, innskot blaðamanns]. Hann sagði það sem hægt er að segja um þetta mál og gerði það mjög vel. Þannig að ég held að ég hafi engu við það að bæta.“ Aðspurður af hverju eigendur Teton vilji ekki greina frá því af hverju félagið hagnaðist svo vel árið 2008, þegar íslenska krónan hrundi í verði sem og hlutabréf og skuldabréf íslenskra fyrirtækja fram að hruninu þá um haustið, segir Vilhjálmur að engin ástæða sé til þess. „Það er engin sérstök ástæða til þess. Við þurfum ekki að upplýsa um okkar fjárfestingar og gerum það ekki almennt.“ Þegar blaðamaður spyr Vilhjálm að því hvort Teton hafi tekið skortstöður árið 2008, til dæmis gegn íslensku krónunni, segist hann ekki munu svara því, hvorki af né á. „Ég mun ekki svara frekari spurningum um fjárfestingarstefnuna eða hvað félagið var að fjárfesta í, það er bara þess mál.“ Spurður hvort félagið hafi tekið stöðu gegn íslensku krónunni á þessum tíma segir Vilhjálmur að hann muni ekki svara því. „Nei, við munum ekki tjá okkur neitt um einstaka fjárfestingar. Hvorki af né á.“ Ástæðan fyrir gríðarlegum hagnaði hjá Teton á hrunárinu, þegar íslenskir fjárfestar og fyrirtæki töpuðu fjármunum og eignum almennt séð, liggur því ekki fyrir. 8 Fréttir 23.–25. mars 2012 Helgarblað „Mun verða yfirþyrmandi“ n Segja uppbyggingu á lóð Landspítalans óraunhæfa S amþykkt var á fundi skipu- lagsráðs Reykjavíkurborg- ar á miðvikudag að auglýsa skipulag vegna bygging- ar nýs Landspítala - háskóla- sjúkrahúss. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. Rök þeirra eru að bygg- ingarmagn á lóðinni sé of mikið og ekki tekið tillit til þeirra ábendinga sem hefðu getað bætt skipulagið. „Með skipulaginu er veitt heimild til þess að byggingarmagn á lóðinni verði 289 þúsund fer- metrar. Það er fjórföldun á öllu því byggingarmagni sem þar er fyrir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fallast ekki á slíka óraunhæfa uppbygg- ingu á reitnum sem mun verða yfirþyrmandi og í engu samræmi við þá byggð sem þar stendur nú, hvorki á reitnum né í nærliggjandi hverfum eins og þrívíddarmynd- ir staðfesta,“ segir meðal annars í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins á fundinum á miðvikudag. Vilja þeir meina að tækifærið til að styrkja starfsemi spítalans í sátt við eldri byggð á svæðinu glatist. Fulltrúarnir benda á að ekki liggi fyrir sjálfstætt mat á bygg- ingarþoli lóðarinnar með tilliti til framtíðarþróunar, umferðar, stærðarhlutfalla, umhverfis, yfir- bragðs og ásýndar. Þá sé heimild- in sem stefnt er að því að veita til uppbyggingar óafturkræf og muni standa um ókomna tíð. Magnús Skúlason, formað- ur íbúasamtaka Miðbæjar, hef- ur einnig gagnrýnt staðsetningu nýs Landspítala á lóðinni og telur að byggingarnar komi til með að troða á sínu nærumhverfi. Í við- tali í fréttum Ríkis sjónvarpisins í ágúst síðastliðnum benti hann á að gatnakerfið í miðbænum gæti ekki tekið við þeirri umferð sem kæmi til með að fylgja svo stórum vinnustað sem Landspítalinn yrði eftir stækkunina. Þá væri gert ráð fyrir því í skipulagi að allt að helmingur starfsfólks kæmi ann- að hvort hjólandi eða gangandi í vinnuna eða nýtti sér almenn- ingssamgöngur. Um Teton á heimasíðu félagsins sem nú hefur verið tekin niður: „Teton ehf er fjárfestingarfélag í eigu þriggja einstaklinga. Það var upphaflega stofnað um eignarhlut þeirra í Kögun hf. en varð að sjálfstæðu fjárfestingarfélagi eftir að Kögun var seld til Dagsbrúnar (nú Teymi og 365) árið 2006. Teton eignaðist þá hlut í Dagsbrún sem var seldur aftur til þess félags skv. sölurétti í mars 2007. Teton fjárfestir aðallega í skuldabréfum, einkum ríkistryggðum, í gjaldmiðlum og í afleiðum. Fjárfestingarstefna þess byggir annars vegar á mati á efnahags- horfum, á tímabilum frá þremur mánuðum til 2–3 ára, og hins vegar á að nýta högnunartækifæri (arbitrage) sem skapast á markaðnum. Félagið tekur bæði gnóttar- og skortstöður (long og short). Teton tekur þó að jafnaði ekki gnótt- stöður í hlutabréfum. Þá er félagið ekki virkt í daglegri stöðutöku (day trading). Félagið leitast við að lágmarka skuldara- og gagnaðilaáhættu (credit and counterparty risk). Teton á samstarf og viðskipti við flesta íslenska fjárfestingarbanka og mark- aðsaðila. Bakvinnsla og úrvinnsla fer fram hjá Kaupthing Bank Luxembourg samkvæmt rekstrarsamningi.“ Sérhæfðu sig í skortstöðum n Útskýra ekki 600 milljóna arðgreiðslu Teton fyrir hrunárið 2008 „Örn er mikill snillingur og ég hef notið góðs af því. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Neitar að tjá sig Vilhjálmur Þorsteinsson neitar að tjá sig um fjárfestingar Teton árið 2008. Félagið skilaði þá rúmlega 1.150 milljóna króna hagnaði. Gunnlaugur Sigmundsson segist ekki vita almennilega á hverju félagið græddi. Höfuðstöðvar félagsins eru í Hellusundi 6. Á móti tillögunni Sjálfstæðismenn segja ekki tekið tillit til ábendinga sem hefðu getað bætt skipulagið. Ekki er búið að finna út hvers vegna íslenskur karlmaður endaði inn á Facebook-notendareikning- um annarra Íslendinga sem hann hafði engin tengsl við þegar hann tengdist við samskiptasíðuna í gegnum snjallsíma. Grunur bein- ist að vafra sem maðurinn notar í símanum og að um villu sé að ræða þar. Samkvæmt upplýsinga- fulltrúa Símans, sem maðurinn skiptir við, segir að tæknimenn geti ekki komið í veg fyrir villuna sé hún í vafranum en ekki í þeirra eigin fjarskiptakerfi. Minnst eitt annað dæmi er til um að farsímanotendur komist óvart inn á Facebook-notenda- reikninga einstaklinga sem eru þeim algjörlega ótengdir. Það var í Bandaríkjunum en niðurstaðan í því máli var sú að fjarskiptafyrir- tækinu sem þjónustaði notend- urna, bandaríska símafyrirtækið AT&T, bæri ábyrgð á villunni. Það er alls ekki hægt að fullyrða að það sama sé uppi á teningnum í tilfelli mannsins hér á landi, sem fréttavefurinn mbl.is greindi frá á þriðjudag. Hvorki fulltrúar Símans né Vodafone, sem eru tvö stærstu fjarskiptafyrirtækin á Íslandi, könnuðust við að þetta hafi kom- ið upp áður hér á landi. „Okkur langar að vita hvað mögulega getur verið í gangi þarna og í raun- inni eftir því sem við komumst næst þá beinast böndin að vafra – okkur grunar að þar liggi einhver villa,“ útskýrir upplýsingafulltrúi Símans. „Þetta er það sem okkar skoðun kemst næst. Það er ekkert hérna hjá okkur sem getur valdið þessu og þess vegna beinist okkar grunur þangað en það er ekki eitt- hvað sem við getum staðfest því við höfum ekkert með vafrann að gera.“ Grunur starfsmanna Símans beinist helst að vafra sem mað- urinn var með uppsettan í snjall- símtækinu sínu. Það fengust þó ekki upplýsingar um það hjá upp- lýsingafulltrúa Símans af hvaða gerð vafrinn var en nokkrar mis- munandi tegundir af vöfrum er að finna í snjallsímum. Flestir snjallsímanotendur notast við innbyggða vafra í snjallsímum sínum en einhverjir notendur hafa sótt sér vafra frá aðilum sem ekki tengjast stýrikerfunum sjálfum eins og Opera Mini. Ekki liggur fyrir hvernig sú villa á að hafa komið upp eða í hverju hún felst nákvæmlega. Það er þó ljóst að sé rétt að netvafri í snjall- síma mannsins hafi valdið villunni er um mjög alvarlegan öryggis- galla að ræða. DV hafði samband við íslensk- an öryggisráðgjafa en hann treysti sér ekki til að tjá sig opinberlega um málið þar sem hann hafði ekki heyrt af dæmum þess að fólk hefði fengið aðgang að upplýsingum sem það ætti í öllum tilfellum ekki að hafa aðgang að í snjalltækjum sínum. Komst inn á Facebook annarra Óvíst hvað olli villunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.