Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Helgarblað 23.–25. mars 2012 Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 www.hi rz lan. is Skrifstofuhúsgögn Hæðarstillanleg skrifborð Samstæðan kr. 127.000 Beyki Kirsuber Hlynur Hlynur Dönsku Prima línunni má raða saman á ótal vegu. Níðsterk og endingargóð húsgögn á mjög góðu verði, til afhendingar strax. frá kr. 99.700 ....á miklu betra verði Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 www.hi rz lan. is Skrifstofuhúsgögn Hæðarstillanleg skrifborð Samstæðan kr. 127.000 Beyki Kirsuber Hlynur Hlynur Dönsku Prima línunni má raða saman á ótal vegu. Níðsterk og endingargóð húsgögn á mjög góðu verði, til afhendingar strax. frá kr. 99.700 ....á miklu betra verði Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 www.hi rz lan. is Skrifstofuhúsgögn Hæðarstillanleg skrifborð Samstæðan kr. 127.000 Beyki Kirsuber Hlynur Hlynur Dönsku Prima línunni má raða saman á ótal vegu. Níðsterk og endingargóð húsgögn á mjög góðu verði, til afhendingar strax. frá kr. 99.700 ....á miklu betra verði Rétturinn til birtu var stórlega skertur n Hjón dæmd til að fella tvö grenitré H éraðsdómur Reykjaness dæmdi á miðvikudag hjón til að fella tvö grenitré sem standa í garði þeirra og að þeim verði gert að greiða 20.000 krónur í dagsektir verði þau ekki búin að fjarlægja trén innan 50 daga eftir að dómur féll. Nágranni hjónanna, sem höfðaði málið á hendur þeim, vildi meina að hæð og staðsetning trjánna ylli því að réttur hans til sólar og birtu væri stórlega skertur, sem ylli því að hann gæti ekki á sólardögum notið þess að dvelja á sólpallinum. Þetta kæmi einnig niður á birtu í íbúðinni hans. Þá þrifist gras á lóð illa á því svæði þar sem greinar af grenitrjánum slúttu yfir lóðina. Mosi væri þrálátur og mikið af greninálum félli af trjánum sem dreifðist oft og tíðum víða. Þetta brjóti gegn ólögfestum reglum um grenndarrétt. Þá skagi trjágreinar grenitrjánna langt yfir lóðarmörk og inn á lóð nágrannans. Sannað þótti að vegna grenitrjánna njóti ekki sólar við vesturgafl húss stefnanda á sólskinsdögum nema í eina og hálfa til tvær klukkustundir eftir hádegi á sumrin í stað þess að hún skíni á garðinn frá því upp úr hádegi og fram á kvöld. Birtuskilyrði væri því verulega skert vegna trjánna tveggja. Ef hjónin verða ekki búin að fella tréð þann 10. maí gæti það reynst þeim dýrkeypt. Á mánuði nema sektirnar hvorki meira né minna en 620 þúsund krónum. Pylsurnar fluttar út Sláturfélag Suðurlands, sem er framleiðandi SS-pylsur, undirbýr nú útflutning á pylsum. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að það hafi í gegnum tíðina fengið fyrirspurnir frá erlendum og innlendum aðilum sem vilja selja SS-pylsuna erlendis en ekki hefur verið hægt að verða við þessu fyrr en nú. Á næstunni verða því gerðar breytingar á umbúðum sem meðal annars felast í því að á þær allar verður stimplað svokallað samþykkisnúmer, sem er staðfesting þess að framleiðslan uppfylli skilyrði og reglur ESB. Auk pylsunnar sem áður var nefnd er talið að valdar áleggstegundir og steikur eigi möguleika á erlendum mörkuðum. Högni nýr formaður Álfheiður Ingadóttir, formaður Vinstri grænu flokkanna í Norðurlandaráði, lætur af formennsku eftir Norðurlandaráðsþing sem nú fer fram í Reykjavík og hefur Högni Höydal, formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, verið kosinn formaður flokkahópsins samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Þar stendur jafnframt að Högni hafi fylgt Norðurlandaráði í mörg ár, ýmist sem þingmaður danska þingsins Folketinget, eða færeyska þingsins, Lagtinget. Högni sat á danska þinginu síðasta kjörtímabil, en er nú fulltrúi Færeyja í Norðurlandaráði. Álfheiður hefur verið formaður VSG-hópsins síðasta ár í forsætisnefnd og umhverfisnefnd. Hún verður áfram í forystu hópsins sem annar tveggja varaformanna, en hinn er Marianne Berg frá Vänsterpartiet i Svíþjóð. „Gleði og fögnuður“ Einar Benediktsson, forstjóri Olís, var hæstánægður þegar DV náði tali af honum eftir að sá dómur hafði verið kveðinn upp í héraðsdómi á fimmtudag að ríkinu bæri að greiða olíufélögunum einn og hálfan milljarð í bætur. Dómurinn felldi úr gildi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem hafði kveðið upp um að olíufélögin hefðu haft ólögmætt verðsamráð. „Þetta er búið að vera mikil barátta og mikil átök. En það er greinilegt að það er enn til í þessu landi að réttlætið sigri að lokum,“ sagði Einar við DV. Ástæða þess að dómurinn féll eins og hann féll var sú að olíufélögin nutu að mati dómarans ekki andmælaréttar við rannsókn málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.