Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 25
Erlent 25Helgarblað 23.–25. mars 2012 xxxx n Sue Tollefsen varð ein elsta kona Bretlands til að verað móðir n xxx x xxx xxx Ísraelar banna of mjóar fyrirsætur skotinn Í höfuðið af leyniskyttu n Fjöldamorðinginn í Frakklandi reyndi að flýja út um baðherbergisglugga E ftir 32 klukkustunda umsátursástand við íbúð hins 23 ára Mohammed Merah í Toulouse í Frakklandi gerði sérsveit lögreglunnar árás á fimmtudag. Merah skiptist á skotum við sérsveitarmennina og náði hann að særa minnst tvo þeirra. Þegar búið var að króa hann af reyndi hann að flýja út um baðherbergisglugga íbúðarinnar. Með því gaf hann færi á sér og var hann á endanum skotinn í höfuðið af einni af þeim leyniskyttum sem umkringt höfðu bygginguna. Morðin hefnd og mótmæli Merah hafði fullyrt að hann væri þjálfaður af al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Hann hafði gert þrjár skotárásir sem skóku Frakkland undanfarna daga og kostuðu sjö manns lífið. Þann 11. mars var hermaður skotinn til bana þar sem hann beið eftir manni sem hann ætlaði selja mótorhjólið sitt. Nokkrum dögum síðar voru tveir hermenn til viðbótar skotnir til bana og sá þriðji særður þar sem þeir stóðu við hraðbanka. 19. mars fór Merah að Ozar Hatora-gyðingaskólanum í Toulouse og myrti þrjú skólabörn og kennara með því að skjóta þau af stuttu færi. Ótti og harmur greip um sig í Frakklandi en fljótlega tókst að hafa upp á hinum grunaða, Mohammed Merah. Hann gaf þær skýringar á fjöldamorðunum að hann væri að hefna palestínskra barna og mótmæla hernaðaraðgerðum Frakka erlendis. Eftir því sem leið á fimmtudaginn tók atburðarásin að skýrast. Skotinn í höfuðið af skyttu Saksóknarinn Francois Molinas staðfesti á blaðamannafundi að leyniskytta hefði skotið Merah þegar hann reyndi að flýja út um baðherbergisglugga á íbúðinni. Hann var klæddur í skothelt vesti og þá voru efni til að búa til Mólotovkokteil á svölum íbúðarinnar. Molinas sagði að Colt 45-skammbyssa hafði fundist við lík Merah og er talið að hann hafi skotið minnst 30 skotum að sérsveitarmönnum eftir að þeir lögðu til atlögu inn um dyr og glugga íbúðarinnar. Sérsveitarmenn byrjuðu á að kasta handsprengjum inn í íbúðina og lögðu síðan til atlögu. Þeir fundu Merah þó hvergi við fyrstu athugun og snéru þeir sér því að baðherberginu af varkárni þar sem þeir óttuðust að hann kynni að hafa komið fyrir gildrum í íbúðinni. Þegar þeir voru komnir að baðherbergishurðinni ruddist Merah út og hóf að skjóta á mennina úr tveimur byssum. Tók myndbönd af morðunum Molinas staðfesti einnig að Merah hafði tekið allar árásir sínar og morð upp á myndband en fréttir höfðu borist af því að hann ætlaði sér að birta myndböndin á netinu. Hann sagði að hald hefði verið lagt á þessi myndbönd. „Þau eru afskaplega hrottafengin.“ Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að allt hafi verið reynt til að ná Merah lifandi. Ákvörðun hafi hins vegar verið tekin um að ráðast til atlögu þegar ljóst var að fleiri líf voru í hættu. Sarkozy boðar hertar aðgerðir gegn þeim sem heimsækja haturs- og hryðjuverkaheimasíður á netinu sem og gegn þeim sem ferðuðust til útlanda til að mennta sig í hryðjuverkum. Forsetinn lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi að nú færi í gang rannsókn til að komast að því hvort Merah ætti sér vitorðsmenn. „Frakkar ættu ekki að leyfa reiðinni að taka völdin. Múslimavinir okkar höfðu ekkert með þessar sjúku aðgerðir þessa hryðjuverkamanns að gera. Við skulum ekki brennimerkja tiltekinn hóp út frá þessu,“ sagði forsetinn. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is „Frakkar ættu ekki að leyfa reiðinni að taka völdin. Myrti sjö Mohammed Merah var skotinn í höfuðið af leyniskyttu er hann reyndi að flýja út um baðherbergisglugga íbúðar sinnar. Sérsveitin Sérsveitarmenn lögðu til atlögu eftir 32 klukkustunda umsátur um íbúð Merah. Þeir komust í hann krappan þar inni. Í SAMSTARFI VIÐ: TÓNLISTARVEISLA Í HÖRPU SUMARDAGINN FYRSTA MIÐASALA HEFST Í DAG Á HARPA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.