Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 52
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur 24 mar 23 mar Hungurleikarnir Kvikmyndin The Hunger Games verður frumsýnd í bíóhúsum landsins en myndin fjallar um Katniss sem tekur þátt í Hungurleikunum í rústum Bandaríkjanna. Leikarnir eru að hluta til afbrigðileg skemmtun og að hluta til kúgunartæki stjórnvalda. Þar er keppendum att saman þangað til að aðeins einn þeirra stendur uppi lifandi. Músíktilraunir 2012 Músíktilraunir hefjast í kvöld en úrslitakvöldið verður 31. mars. Sú nýbreytni verður á undankvöldunum að gestasveitir spila í dómarahléi en þar munu t.d. Sóley, Sing Fang og Svavar Knútur troða upp. Fyrsta úrslitakvöldið er í kvöld í Austurbæ og hefst veislan klukkan 18. The Beatles og Do Re Mi Árlegu þematónleikarnir verða haldnir í Salnum í Kópavogi. Öll at- riði tónleikanna eru eftir félagana í The Beatles og eru eingöngu flutt í samspili af nemendum Tónskólans Do Re Mi. Tónlistin er órafmögnuð og taka yfir 90 nemendur skólans þátt í tón- leikunum. Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna. Fyrri tónleikarnir eru klukkan 13 og seinni tónleik- arnir klukkan 14.30. Útgáfutónleikar Tríó Glóða Tríó Glóðir flytur lög af fyrstu breiðskífu sinni, Bjartar vonir. Lögin á plötunni eru öll eftir Oddgeir Kristjánsson frá Vestmannaeyjum en platan var unnin í tilefni 100 ára fæðingarafmælis Oddgeirs. Tríó Glóðir samanstendur af Hafsteini Þórólfssyni söngvara en hann er barnabarnabarn Oddgeirs. Jón Gunnar Biering Margeirsson spilar á klassískan gítar og Ingólfur Magnússon spilar á kontrabassa. Að auki ljær Sigríður Thorlacius söngkona rödd sína í nokkrum lögum. Tónleikarnir verða klukkan 18 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Miðaverð er 2.000 krónur. Glerdýrin Önnur sýning af Glerdýrunum eftir Tennessee Williams í uppsetningu Fátæka leikhússins, verður í Þjóðleikhúsinu klukkan 15. Miðaverð er 2.000 krónur. Leikstjóri er Heiðar Sumarliðason. The Expendables 2 Kvikmyndin The Expendables 2 verður frumsýnd á Íslandi. Handritið er eftir Sylvester Stallone og Dave Callaham en Stallone leikur einnig eitt aðalhlutverkanna. 52 23.–25. mars 2012 Helgarblað „Sorinn beint í æð“ „Banvænar brekkur, flottur leikur“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Svartur á leik Kvikmynd SSX Tölvuleikur Nóg um að vera Það er nóg að gera hjá hljóm- sveitinni Retro Stefson. Unnsteinn segir þetta vera það skemmtileg- asta sem hann gæti verið að gera. myNd sigtryggur ari „Þýðir ekkert að væla“ M aður er að gera það sem margir myndu helst óska sér að vera að gera þannig það þýðir ekkert að væla. Fyrir mann eins og mig þá er þetta það skemmtilegasta sem ég gæti gert. Margir sem eru í þessu vilja alltaf vera að gera eitthvað stærra. Spila á stærri sviðum og fyrir fleira fólk, svo þegar það gerist þá vilja þeir enn stærra svið og enn fleira fólk og eru aldrei ánægðir. Þá er betra bara að njóta sín,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, forsprakki hljómsveitarinnar Retro Stefson. Hljómsveitin er nýkomin heim af tónlistarhátíðinni South by Southwest sem haldin var í Austin í Texas. Fyrsta skipti í Bandaríkjunum „Við fengum mjög fín viðbrögð en ég veit ekki með tilboð. Held að það séu allir bara enn að vakna eftir þessa hátíð,“ segir Unnsteinn. Hátíðin er stór og margar hljómsveitir koma fram á henni. Þar eru líka fjölmargir umboðsmenn og útsendarar sem eru á höttunum eftir hæfileikaríku tónlistarfólki. Unnsteinn segir Texas- búa og aðra gesti hátíðarinn- ar hafa tekið vel í tóna Retro Stefson. „Þetta var bara mjög fínt. Ég var að koma til Banda- ríkjanna í fyrsta skipi en þetta var náttúrulega Texas og fólk hefur sagt við mig að ég eigi ekki að dæma Bandaríkin eftir Texas. Ég veit ekki hvenær við spilum aftur í Bandaríkjunum, það er svo mikil pappírsvinna sem fylgir því, þarf að sækja um atvinnuleyfi og alls konar svona.“ Ekkert djamm í texas Hljómsveitin leigði sér hús meðan á hátíðinni stóð. Ásamt þeim fór íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men líka út. „Það var frekar rólegt prógramm hjá okkur miðað við margar aðrar hljómsveitir. Við vorum að spila á einum tónleikum fyrsta daginn, fengum svo frí í einn dag og héldum svo þrenna tónleika. Þetta var frekar langt ferðalag, tók okkur tvo daga að komast þangað. Þetta var bara vinnuferð við vorum ekkert að djamma þarna eða neitt þannig,“ segir hann. Hljómsveitin sótti um í fyrra að fá að spila á hátíðinni. „Það getur hvaða hljómsveit sem er sótt um að spila þarna en það er mjög dýrt að fara og ekki allar hljómsveitir sem fara á endanum.“ Nóg af verkefnum Það hefur verið nóg um að vera hjá ungmennunum í Retro Stefson undanfarin ár. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þau byrjuðu að glamra saman á hljóðfæri í Austurbæjarskólanum barnung að aldri. Í dag rís frægðarsól þeirra hratt og verkefnin eru næg. „Við höfum verið að spila mikið úti, erum að fara kannski svona tvisvar í mánuði eitthvert út að spila,“ segir Unnsteinn. Þeirra aðalstarf í dag er því tónlistin en Unnsteinn segir þau sum taka að sér aukavinnu þegar þau eru heima. „Logi bróðir er stundum að dj-a og Haraldur Ari fær stundum að hjálpa til í leikhúsinu, meðal annars.“ Bræðurnir rífast Hljómsveitin hefur ferðast víða. „Við höfum spilað mikið í Evrópu. Það er alltaf skemmtilegast að spila þar sem við höfum fengið einhverja útvarpsspilun og fólk þekkir tónlistina. Við höfum einu sinni lent í því að það voru bara 12 manns á tónleikum hjá okkur. Það var samt ekkert hræðilegt því að þetta fólk þekkti allt tónlistina og var kannski búið að vera að hlusta á okkur lengi. Þetta voru eiginlega skemmtilegustu tónleikarnir í ferðinni.“ Unnsteinn viðurkennir að hljómsveitarmeðlimir fái stundum leið hver á öðrum verandi svona mikið saman. Þau rífist þó ekki eða sláist, fyrir utan kannski bræðurna Unnstein og Loga. „Það rífst enginn nema ég og Logi, en það er ekkert nýtt, við höf- um alltaf rifist,“ segir hann hlæjandi en Logi er yngstur „Það tók okkur þrjú ár að semja eitt lagið okkar og svo kemur annað bara á einum degi. Fer bara eftir hvort maður er í stuði eða ekki. með dollara Hér eru bræðurnir Logi og Unnsteinn með dollara í nýafstaðinni tónleikaferð. Kleinuhringir Hljómsveitarmeðlimir nutu alls þess sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða í ferð sinni út. Hljómsveitin Retro Stefson er á fullri sigl- ingu þessa dagana og nóg af verkefnum framundan. Stefnt er á að senda frá sér plötu í haust en fyrsta lag plötunnar hefur nú þegar slegið í gegn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.