Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 47
Viðtal 47Helgarblað 23.–25. mars 2012 „Ég forðast sviðs- ljósið og er því líklega frekar óeðlilegur stjórnmálamaður. bæjarfulltrúa VG.“ En eftir á að hyggja, voru þetta mistök að tefla fram Lúðvík, starf- andi bæjarstjóra síðustu níu ára, í sjötta sætið? „Ætli það sé ekki best að svara því þannig að ef við hefðum vitað fyrir­ fram hvernig kosningarnar færu hefð­ um við trúlega ekki gert þetta svona.“ Forðast sviðsljósið Þótt Guðmundur Rúnar hafi ekki stefnt á bæjarstjórastólinn segist hann ekki hafa hikað við að taka starfið að sér þegar þessi staða kom upp. „Auðvitað hafði ég undir niðri gert mér grein fyrir því að þetta gæti gerst. En samt sem áður leit ég allt­ af á það sem fjarlægan möguleika að ég yrði bæjarstjóri og það kitlaði mig aldrei – hefur aldrei verið mitt mark­ mið. En örlögin höguðu því þannig og ég ber mig ekkert illa undan því.“ En hvernig hefur þér verið tekið sem bæjarstjóra og hvernig hefur þér líkað starfið? „Mér hefur verið tekið mjög vel af öllu starfsfólki hjá bænum, og bæj­ arbúum – þeim sem ég hef verið í samskiptum við. Hins vegar hefur þetta stundum verið þungt; verk­ efni erfið og aðstæður erfiðar í kjölfar hrunsins.“ Þú tekur ekki beint við í neinni blómatíð? „Nei, mikil ósköp. Það eru erfiðir tímar og það setur svip sinn á starf­ ið og rekstur bæjarins: Skuldastaðan jókst við hrunið – erlendar skuldir stökkbreyttust og við erum ennþá að vinna úr því. Síðan eru margvís­ legir erfiðleikar hjá fjölmörgum fjöl­ skyldum sem leita hingað eftir lið­ sinni, og misjafnt hvernig hægt er að verða við því. Það er örugglega mik­ ið skemmtilegra að taka við í blóma­ tíð – en ég er ekkert viss um að minn karakter hefði endilega fallið jafnvel að því.“ Þú ert ekki karakter sem hefur sig í frammi – þú ert ekki mikið fyrir sviðs- ljósið? „Nei, alls ekki. Ég forðast sviðs­ ljósið og er því líklega frekar óeðlilegur stjórnmálamaður. Ég bý við mikið jafnaðargeð, og konan mín segir að minn helsti kostur, og um leið helsti ókostur, sé þolinmæðin. Ég held að það sé kostur við þær að­ stæður sem nú ríkja.“ Erlendu lánin bænum erfið Nú hefur erfið skulda- og fjárhags- staða Hafnarfjarðar verið talsvert til umræðu að undanförnu. Hvað veldur helst þessari stöðu? „Skuldastaðan er tengd breyting­ um á erlendum lánum – við hrun krónunnar þá stökkbreyttust þau og jukust um einhverja átta, níu millj­ arða á nánast einni nóttu. Síðan kemur verðbólguskot, og þá hækka innlendu skuldirnar líka: Um leið dragast tekjur bæjarins saman. Þá vorum við búin að fjárfesta í lóðum úti á Völlum – bæði íbúðalóðum og atvinnulóðum – og greiða fyrir þær – það var búið að úthluta þeim – og búið að fá greitt fyrir talsverðan hluta af lóðunum. Þá peninga urðum við bara að endurgreiða úr kassan­ um, á fjórða milljarð króna. Þetta er búin að vera röð áfalla – mörg þung högg á stuttum tíma. Í kjölfar þessara áfalla höfum við náð góðum árangri í rekstrinum og sú vinna byrjaði strax eftir hrun. Við hins vegar lögðum það alltaf til grundvallar að verja störfin og þjónustuna. Í fjárhagsáætlunini á þessu ári var í raun búið að klippa það allt saman; það var ekki gengið lengra nema að fækka fólki og draga saman í þjónustu, og við þurftum að gera það og höfum gert það. Það er ömurlegt að þurfa að segja upp fólki, en þessar aðgerðir hafa skilað sér í rekstrinum.“ Er búið að skera inn að beini í rekstri bæjarins? „Ef við skerum meira niður fer það að bitna með sjáanlegum hætti á þjónustu við bæjarbúa, þannig að fólk finni virkilega fyrir því.“ Rætin og óheiðarleg stjórnmálaumræða Íslensk stjórnmál einkennast um margt af hörðum deilum og gjarnan eru stór orð látin falla, ekki bara í hita leiksins, heldur virðist það einfald­ lega vera mjög algengt, jafnvel regla miklu fremur en undantekning. Til dæmis segja Sjálfstæðismenn hér í bæ einfaldlega að þetta sé allt ykkur í Samfylkingunni að kenna, að þið rekið bæjarapparatið ekki nógu vel, eða bara hreinlega illa. „Það er alveg rétt, eins og þú segir, að það er auðvitað svolítið einkenni á stjórnmálaumræðu á Íslandi í dag að hún er mjög óvægin og hún er oft mjög rætin og ekki alltaf mjög heið­ arleg. Menn hafa ekki verið almennt tilbúnir til að horfast í augu við lær­ dómana sem má draga af hruninu og hægt er að lesa um í rannsóknar­ skýrslunni – það eru margir ennþá í bullandi afneitun; eru í ábendingar­ leiknum alveg á fullu. Margt hefur einfaldlega versnað í umræðunni eftir hrun – neikvæð umræða hefur aukist og neikvæðar hliðar íslenskrar stjórnmálaumræðu orðið sýnilegri. Það er í senn hræðilegt og slítandi að taka þátt í þessu – mjög slítandi.“ Hið háa alþingi virðist nú stund­ um vera eins og stjórnlaus leikskóli. „Það er enginn leikskóli sem er á þessu plani.“ Dáist að Jóhönnu Hvernig finnst þér Samfylkingin, þinn flokkur, hafa staðið sig í land- stjórninni? – flokkurinn var nú við völd fyrir hrun og er enn við völd eftir hrun. „Mér finnst flokkurinn hafa stað­ ið sig ótrúlega vel við skelfilegar að­ stæður. Þetta var auðvitað ekkert venjulegt sem menn tóku við eftir hrun – þetta var einfaldlega þrotabú. Og þó að mörgum finnist það ganga hægt og illa þá eru hlutirnir samt sem áður, á þrjóskunni og harðfylgn­ inni, á leið í rétta átt. Ég dáist nú að Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir ótrú­ lega þrautseigju, þótt sumir láti stíl­ inn hennar fara í taugarnar á sér. Það sama má segja um Steingrím J. Sig­ fússon – sem býr nú við afar erfitt heimilisástand í sínum flokki. Ég segi hiklaust að það er ekki hægt annað en að dást að þessu fólki fyrir þolin­ mæði og eljusemi. Og ekki kemur maður auga á neina raunverulega valkosti.“ En nú var Samfylkingin við völd ásamt Sjálfstæðisflokknum frá árinu 2007 til 2009 og hlýtur að eiga sinn þátt í öllu þessu hruni? „Ég er þeirrar skoðunar að þá hafi verið gerð ýmis mistök. Ég er á því að þá hafi Samfylkingin verið alltof vilj­ ug til að dansa eftir línu Sjálfstæðis­ flokksins – og það er hluti af skýring­ unni hvernig fór. Árið 2007 var erfitt að sjá fyrir sér annað stjórnarmynst­ ur þótt þessir flokkar hafi á ýmsan hátt verið svarnir óvinir. Stóru mis­ tök þeirrar stjórnar fólust ekki í því sem hún gerði heldur miklu frekar í því sem hún gerði ekki; það var stöð­ ugt verið að benda á hættumerki – verkalýðshreyfingin benti stöðugt á þessi hættumerki, en stjórnin brást ekki við – steig ekki á bremsurnar.“ Evran og ættleiðingar Þá að umræðunni um Evrópusam­ bandið – einni heitustu umræðu stjórnmálasögunnar hér á landi. Vilt þú ganga í Evrópusambandið? „Ég er nú búinn að vera þeirrar skoðunar alveg frá því í kringum 1990 að Íslandi, íslenskum almenn­ ingi, og íslensku launafólki, væri betur borgið ef Ísland væri í Evr­ ópusambandinu. Og ég hef ekkert skipt um skoðun, fjarri því. En ég er ekki tilbúinn að skrifa upp á hvað sem er – áskil mér rétt til að skipta um skoðun ef samningurinn verður vondur. En ég tel gríðarlega mikil­ vægt fyrir Ísland að komast í gjald­ miðilssamstarf – fá evruna. Þótt evran rekist nú í ólgusjó held ég að það muni lagast. Upptaka evrunnar mun með tíð og tíma gefa íslensk­ um almenningi og fyrirtækjum að­ gang að ódýrara lánsfé og losa Ís­ lendinga við verðtrygginguna. Sjálf verðtryggingin er ekki vond, hún er bara eðlileg afleiðing af óstöð­ ugum gjaldmiðli, og að mörgu leyti skjól skuldarans, segi ég, því það myndi ekkert heimili eða fyrirtæki standa af sér verðbólguholskeflu með óverðtryggðar skuldbindingar og breytilega vexti – það stæði eng­ inn undir því. Innganga í Evrópu­ sambandið yrði að mínu mati mjög góð fyrir neytendur, og þá held ég að það væri mjög gott fyrir íslensk stjórnmál; það er mikið agaleysi í ís­ lenskum stjórnmálum og í íslensku þjóðfélagi sem ég held að myndi ekki líðast í samstarfi eins og Evr­ ópusamstarfinu. Næsta skref er ein­ faldlega að fá samning í hendurnar og bera hann undir þjóðina – ekk­ ert vit í öðru. Það er ábyrgðarlaust að halda því fram að það sé ein­ hver valkostur að draga umsóknina til baka – það þarf að ljúka málinu með þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Svanur Már Snorrason Pólítík neikvæð og slítandi Það er í senn hræðilegt og slítandi að taka þátt í þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.