Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 21
Fréttir 21Helgarblað 23.–25. mars 2012 annað við fjölskyldu sína úti varð- andi óskir sínar um dvalarstað við- urkennir hún að það sé möguleiki. „Ég held að ég og fjölskyldan hans hérna heima þurfum að koma okkur saman um það að hann komi heim. Hér á hann heima enda á hann hér lítinn son sem á rétt á því að fá að hitta pabba sinn og vera í reglulegum samskiptum við hann.“ Berglind vill meina að að Jón fengi betri þjónustu hérna heima en úti í Sviss. „Við eigum alveg frábær- ar stofnanir eins og Grensás og frá- bært starfsfólk sem vinnur störf sín af metnaði.“ „Pabbi hlýtur að vera farinn að geta labbað“ Berglind segir að það sem sé erfiðast í þessu öllu sé að sonur þeirra Jóns fái ekki að vera í samskiptum við föður sinn eins og hann á lagalegan rétt á. Sonur þeirra talar daglega um föður sinn og skilur ekki hvers vegna hann geti ekki komið heim. „Eftir að Jón var fluttur út sagði ég við son minn að nú þyrfti pabbi hans að fara og vera með stóru systkinum hans og litla frænda því að hann væri bú- inn að vera svo lengi hjá okkur. Svo þegar pabbi væri búinn að læra að labba þá kæmi hann aftur til okkar. Hann er farinn að lengja mjög mik- ið eftir pabba sínum og það sem í rauninni bjargar okkur í dag er að við skyldum hafa farið út og fundið hann og að hann hafi séð að pabbi getur ekki labbað. En nú er hann farinn að segja: „Pabbi hlýtur að vera farinn að geta labbað núna.“ Hann fær ekki að hitta pabba en saknar hans mjög mikið. Þeir voru eins og skugginn hvor af öðrum, alltaf saman. Hann gat setið enda- laust í fanginu á pabbi sínum í sveit- inni. Þeir voru alveg rosalega nánir. Sonurinn er eins og ljósrit af pabba sínum, holningin og talsmátinn og allt saman. Jón var auðvitað alveg hrikalega stoltur af þessum litla af- leggjara,“ segir Berglind og brosir. „Ég á mann en ég á samt ekki mann“ Hennar von er að geta haldið áfram með líf sitt og náð samkomulagi við fjölskyldu Jóns á Íslandi og með því unnið að því að fá Jón heim. „Ég elskaði hann og ég elska hann enn, ég get ekkert breytt því. Mér líður eins og ég geti ekki haldið áfram með líf mitt. Ég á mann en á samt ekki mann. Sonur minn á pabba sem hann fær ekkert að vera í sam- skiptum við. En ég trúi því og held fast í þá von að við verðum öll sam- einuð áður en langt um líður, því guð er góður.“ n „Hann fær ekki að hitta pabba“ n Segir barnsföður sínum haldið á hjúkrunarheimili í Sviss gegn eigin vilja n Réð einkaspæjara til að finna hann í Sviss n Ungur drengur fær ekki að hitta föður sinn Fluttir í flýti Berglind ásamt syni þeirra Jóns Kristjánssonar. Þeim er meinað að hitta Jón sem var fluttur í flýti af Grensásdeild og var flogið með til Sviss eftir að hann lenti í alvarlegu slysi. Í sveitinni Berglind segir feðgana hafa getað setið tímunum saman í traktornum. Sæl saman Fjölskyldan saman á góðri stundu áður en Jón lenti í slysinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.