Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 35
Brúðkaup 35Helgarblað 23.–25. mars 2012 Kynlíf og peningar n Hjónaband hefur margvíslega kosti F lestir á barneignaraldri eiga í það minnsta einn einhleypan vin sem segist svo ánægður með að vera einstæður að hann megi ekki til þess hugsa að festa ráð sitt. Hann stundur skemmtanalífið grimmt, lifir hátt og segir lygilegar sögur af bólförum sínum. Kynlíf og peningar eru hans ær og kýr og hann gerir grín að kvæntum vinum sínum, sem stundi einhæft kynlíf með sömu manneskjunni allt árið um kring. Þetta kann að vera mýta af verstu sort. Stundum er því haldið fram að hjónaband sé ávísun á kynlífsþurrð. Rannsóknir í gegnum árin hafa hins vegar sýnt fram á að sá sem er í hjónabandi stundar alla jafna miklu meira kynlíf en sá sem er ekki giftur, jafnvel þó hann eigi kærasta eða kærustu. Frá þessu er greint á lífsstílsvefnum nakedhealth.avvo. com. Þar segir að 40 prósent kvæntra karlmanna stundi kynlíf tvisvar í viku en aðeins 20 til 25 prósent einhleypra og þeirra sem eiga kærustur státi af þeirri tölfræði. Rannsóknirnar benda líka til þess að þeir sem eru í hjónabandi hafi mun meiri ánægju af kynlífinu en þeir sem eignast sífellt nýja rekkjunauta, eða eru ekki heitbundnir þeim. Raunar sé kynlíf þeirra sem eiga í langtímasambandi miklu innilegra og fjölbreyttara en kynlíf hinna. Rannsóknir sýna líka að giftir karlar afla yfirleitt á bilinu 10 til 40 prósent meiri tekna en hinir einhleypu. Ástæðan fyrir þessu liggur ekki alveg fyrir en gæti þó að hluta legið í þeirri staðreynd að þeir sem eru í hjónabandi eru alla jafna heilsuhraustari en þeir sem eru einhleypir; bæði á líkama og sál. Þeir lifa stöðugra lífi og koma sér síður í hættulegar aðstæður. Sá sem er í hjónabandi er ólíklegri til að missa úr vinnu eða beygja af leið í lífinu. Hann er með öðrum orðum líklegri til að ná markmiðum sínum. Í sömu grein er fjallað um að giftir séu yfir höfuð lífsglaðari en einhleypir. 40 prósent kvæntra manna segjast vera hamingjusöm en aðeins 25 prósent þeirra sem eru einhleypir. n Gamlar hefðir og skemmtilegar staðreyndir n Brúðarkossinn, hrísgrjónin og Las Vegas 10 staðreyndir um brúðkaup Ást Áður fyrr brugðu brúðgumar á það ráð að bera brúðina yfir þröskuldinn á heimili þeirra. Þetta var gert til að vernda brúðina fyrir illum öndum. Ófáir hafa látið pússa sig saman í bandarísku borginni Las Vegas. Engin önnur borg í Bandaríkjunum státar af jafn mörg- um brúðkaupsvígslum en talið er að þær nemi um hundrað þús- undum á hverju ári. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að aðeins um 600 þús- und manns búa í sjálfri borginni. Á eftir Las Vegas kemur Hawaii þar sem 25 þúsund hjónavígslur fara fram á hverju ári. Nýbökuð hjón fá oftar en ekki hrísgrjón yfir sig að vígslunni lokinni. Um er að ræða gamla hefð sem á samkvæmt heimildum rætur sínar að rekja til Rómaveldis. Hrísgrjónin áttu að tákna frjósemi og veita brúðhjónun- um von um velgengni og allsnægtir. Íbúar Fídjieyja í Suður- Kyrrahafi trúa því að guðinn Nangganangga, sem er sá sem vakir yfir giftum pörum, hleypi piparsveinum ekki til paradísar nema þeir kvænist. Trúa þeir því að guðinn breyti piparsveinum í ösku deyi þeir ókvæntir. Um 70 prósent bandarískra hjóna ákveða fyrirfram að brúður- in taki upp eftirnafn eiginmannsins. Þetta er rík hefð í Banda- ríkjunum en engin lög eða reglur eru í gildi sem skylda konuna til að taka upp eftir- nafn eiginmannsins. Ástæðan fyrir því að brúðgum- inn stendur ávallt hægra megin við brúðina í brúðkaupsvígslum er merkileg. Um það er fjallað á brúðkaupsvefn- um brudurin.is. Þar segir að ástæð- an sé sú að brúðguminn bar sverð sitt í hægri hendi. Hann varð að geta verndað hana ef óvinur ætlaði að ræna brúðinni eða ráðast á hana. Hefðin með svaramanninn fædd- ist einnig af þessari ástæðu en hann hafði það hlutverk að aðstoða brúð- gumann ef í illt stefndi. Áður fyrr voru illir andar taldir vaka yfir húsum ný- giftra hjóna. Þess vegna brugðu brúðgumar á það ráð að halda á brúðinni yfir þröskuldinn á heimili þeirra eftir hjónavígsluna til að vernda hana gegn illum öndum. Á miðöldum áskildu æðstu aðalsmenn víðs vegar um Evrópu sér rétt til að leggjast með brúð- inni fyrstu nóttina ef brúð- urin var ekki af aðalsættum. Í Bandaríkjunum er sú hefð vinsæl að nýgift brúðhjón dansi saman í veislunni. Meðal þeirra laga sem oft- ast eru spiluð undir eru: Don’t Want to Miss a Thing, Come Away with Me, Wonderful Tonight og Just the Way You Are. Vinsælasti mán- uðurinn til að ganga í hjónaband er júní. Það á við um Bandaríkin að minnsta kosti. Þar á eftir kemur ágúst. Vinsælustu dagarnir eru laugar- dagar, svo sunnudagar og þar á eftir föstudagar. Þegar prestur hefur gefið hjón saman fylgir ávallt eftir hinn eini sanni koss. Þessa hefð má rekja til tíma Rómaveld- is þegar samningar voru inn- siglaðir með kossi. Á brud- urin.is kemur fram að þegar brúðhjón innsigluðu hjóna- band sitt með kossi yrði hluti af þeim eftir í sálu hvort ann- ars. 1 2 4 3 5 6 7 8 109 Viltu vera memm? Það er gott að vera í góðu hjónabandi. Íslensk hönnun í aldanna rás Sjón er sögu ríkari Frakkarstíg 10/ sími 551-3160 www.thjodbuningasilfur.is Gullkistan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.