Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 23.–25. mars 2012 Helgarblað F jármögnunarfyrirtækið Lýsing greiddi fyrir nokkrum dögum um 30 milljarða króna til þýska stórbankans Deutsche Bank samkvæmt heimildum DV. Þýski bankinn er stærsti kröfuhafi Lýsingar og veltur framtíð fyrirtækisins á Deutsche Bank. Fjármögnunarleigan skuldaði rúmlega 72 milljarða króna í árslok 2010. Í ársreikningi Lýsingar fyrir árið 2010 kemur fram að liðlega 30 milljarðar króna af skuldum félagsins hafi verið á gjalddaga á árabilinu 2011 til 2016. Skuldsetning Lýsingar við Deutsche Bank er tilkomin út af sambankaláni sem eigandi félagsins, Exista, sem þá var í eigu Bakkavararbræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, tók hjá þýska bankanum árið 2007. Exista endurlánaði Lýsingu hluta af því sem félagið fékk frá Deutsche Bank. Unnið að sölu Lýsingar Í viðtali við Viðskiptablaðið í júlí 2010 kom fram að Lýsing ynni að því að finna framtíðarlausn á starfsemi fyrirtækisins í samvinnu við Deutsche Bank. Þetta sagði Halldór Jörgensson, þáverandi forstjóri Lýsingar: „Við vinnum að lausn á okkar málum í samvinnu við kröfuhafa félagsins, sem eru Deutsche Bank að langstærstum hluta og síðan eigandinn, Exista.“ Meðal þess sem rætt var um við Halldór í viðtalinu var möguleikinn á því að Deutsche Bank myndi breyta hluta af skuldum Lýsingar í hlutafé í félaginu. Kaupendur kynna sér félagið Heimildir DV herma hins vegar að Deutsche Bank hafi ekki áhuga á þessu og ætli sér ekki að eiga Lýsingu til langframa. Samkvæmt heimildum DV hefur verið unnið að því að selja Lýsingu. Opnað hefur verið sérstakt gagnaherbergi (e. data room) í húsakynnum Lýsingar þar sem mögulegir áhugasamir kaupendur geta kynnt sér gögn um starfsemi félagsins. Yfirleitt er opnað á slíka upplýsingagjöf fyrir áhugasama kaupendur þegar selja á fyrirtæki. Að minnsta kosti tvö íslensk fjármálafyrirtæki hafa kynnt sér starfsemi Lýsingar samkvæmt heimildum DV en ekki liggur fyrir hvort og þá hver muni kaupa fjármögnunarfyrirtækið. Framtíðareignarhald Lýsingar liggur því ekki fyrir að svo stöddu en ljóst er að það mun ekki verða óbreytt til langframa. Lilja Dóra Halldórsdóttir er staðgengill forstjóra Lýsingar og hefur gegnt forstjórastarfinu frá því Halldór Jörgensson lét af störfum síðasta sumar. DV gerði ítrekaðar tilraunir til að ná í Lilju Dóru í gegnum skiptiborð Lýsingar sem og með samtali við undirmann hennar hjá fyrirtækinu. Lilja Dóra hafði hins vegar ekki samband við blaðið en erindið, greiðslan til Deutsche Bank og væntanleg sala á fyrirtækinu, var tilgreint þegar skilaboð voru skilin eftir til Lilju. n Kaupendur skoða Lýsingu n Framtíð Lýsingar í höndum Deutsche Bank Greiddi 30 milljarða til deutsche Bank „Við vinnum að lausn á okkar mál- um í samvinnu við kröfu- hafa félagsins, sem er Deutsche Bank að lang- stærstum hluta. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Ætla að áfrýja Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í olíusamráðsmálinu svokallaða en á fimmtudag féll dómur sem felldi úr gildi úrskurð Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2003 þess efnis að olíufélögin hefðu haft ólöglegt verðsamráð. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms er íslenska ríkinu gert að greiða olíufélögunum einn og hálfan milljarð í bætur. Í tilkynningu segir að Samkeppniseftirlitið líti svo á að rannsókn á máli olíufélaganna og málsmeðferðin hafi verið vönduð og réttinda málsaðila hafi verið gætt í hvívetna. Af þeim sökum getur stofnunin ekki fallist á forsendur héraðsdóms um að ágallar hafi verið á málsmeðferð vegna þess að andmælaréttar hafi ekki verið gætt.  „Umrædd brot olíufélaganna eru umfangsmestu samráðsbrot sem upprætt hafa verið hér á landi. Stóð skipulögð brotastarfsemi olíufélaganna óslitið frá a.m.k. árunum 1993 til ársloka 2001 og er í ákvörðun samkeppnisráðs gerð grein fyrir um 500 samráðstilvikum,“ segir í tilkynningu eftirlitsins. Niðurstaðan er nú ljós og olíufélögin fá bætur frá íslenska ríkinu sem nema alls einum og hálfum milljarði en vaxtakröfu olíufélaganna var hafnað. Íslenska ríkið skal því greiða Keri hf. 495.000.000 krónur, Skeljungi hf. 450.000.000 krónur og Olíuverslun Íslands hf. 560.000.000 krónur. Þá fellur málskostnaður niður í málinu. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, sagði á fimmtudag að réttlætið hefði sigrað í dag með niðurstöðu héraðsdóms. Sýkn af gjafagjörningi n Þótti ekki sannað að um málamyndasamning væri að ræða L augar ehf., rekstarfélag líkams­ ræktarstöðva World Class, var á fimmtudaginn, í Héraðsdómi Reykjavíkur, sýknað af kröfu þrotabús ÞS69 ehf. um að rift yrði meintum 300 milljóna króna gjafa­ gjörningi. Þá var ÞS69 gert að greiða Laugum 800 þúsund krónur í máls­ kostnað. Forsaga málsins var sú að Laugar ehf., sem hélt utan um fasteignir og tæki World Class, gerði árið 2007, samning við Seltjarnarnesbæ um byggingu íþróttamannvirkis á Suðurströnd 2 til 8. Áætlaður kostnaður við bygginguna var um 400 milljónir en hækkaði upp í 715 milljónir á byggingartímanum vegna stækkunar húsnæðisins, óðaverðbólgu og gengisfellingar. Á þeim tíma sá Þrek ehf., nú ÞS69, hins vegar um rekstur líkamsræktarstöðvanna. Björn Leifsson, einn aðaleigenda Lauga, sagði við aðalmeðferð málsins í janúar síðastliðnum að þar sem Laugar hefðu ekki getað fengið lánað meira fé út á húsnæðið þá hefði verið brugðið á það ráð að láta Þrek taka lán fyrir viðbótarkostnaðnum. Í kjölfarið hefði verið gerður samningur á milli þessara tveggja aðila um að Þrek eignaðist 40 prósenta hlut í í umræddri fasteign og í staðinn yrði felld niður 300 milljóna króna skuld Lauga við Þrek. ÞS69 hélt því fram að Þrek hefði frá upphafi átt um 50 prósenta hlut í fasteigninni. Þannig væri það skráð í þinglýstum eignaskiptasamningi. Þá hefði Þrek einnig verið skráð leigutaki á lóðinni sem byggt var á. Því hlyti að vera um „örlætisfærslu“ að ræða. Dómari taldi að ekki hefðu verið færðar á það sönnur að kaupsamningurinn hefði verið gerður til málamynda. „Ekkert liggur því fyrir að um gjafagerning hafi verið að ræða...,“ segir í dómnum. Sýknaður Björn Leifsson, einn aðaleigenda Lauga, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Veita styrki Mannréttindaráð Reykjavíkur­ borgar hefur auglýst eftir styrkumsóknum. Markmiðið er að styðja við hvers kyns sjálf­ sprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak ein­ staklinga á sviði mannréttinda. Einnig á að styrkja jafnræði borgarbúa og fjölbreytilegra mannlíf. Ráðið úthlutar styrkj­ um tvisvar á ári og er auglýs­ ingin nú fyrir fyrri styrkút­ hlutun ársins 2012. Úthlutun verður í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að hætt er að taka á móti umsóknum en umsóknarfrestur er til og með 2. apríl. iess járnsmíði Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.