Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 18
n Vantar framtíðarstefnu um öryggi íþróttamanna n Tíð hjartaáföll áhyggjuefni n Dýrt að senda íþróttamenn í rannsóknir Langt á eftir öðrum ríkjum 18 Fréttir 23.–25. mars 2012 Helgarblað Þ að er full ástæða til þess að hvetja forystumenn íþrótta­ mála til þess að koma sem fyrst á vinnureglum og móta framtíðarstefnu um öryggi íþróttamanna hér á landi.“ Þetta segir Ragnar Danielsen, hjartasérfræðing­ ur á hjartadeild Landspítala, í leið­ ara í febrúarhefti Læknablaðsins. Þar gerir Ragnar skyndidauða íþrótta­ manna að umtalsefni. Aðeins er tæp vika síðan þrautþjálfaður knatt­ spyrnumaður á Englandi, Fabrice Muamba, hneig niður í miðjum leik Tottenham og Bolton í ensku bikar­ keppninni af völdum hjartaáfalls. Hröð og skipulögð viðbrögð lækna­ liða beggja liða eru talin hafa gert það að verkum að Muamba er á lífi í dag og á ágætum batavegi. Margir knattspyrnumenn hafa látið lífið á undanförnum árum af völdum hjartaáfalls. Pottur virðist vera brotinn í eftirliti á íslenskum íþróttamönnum eins og Ragnar bendir á. Undir það tekur Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnu­ deildar KR. Þörf á úrbótum „Lið sem taka þátt í Evrópukeppnum eru skyldug til að senda leikmenn í tékk. Önnur lið eru það ekki,“ seg­ ir Kristinn þegar hann er spurður hvort leikmenn í meistaraflokki KR séu sendir í skimun fyrir sjúkdóm­ um sem geta valdið skyndidauða. Af þessum orðum Kristins er ljóst að meginþorri íslenskra knattspyrnu­ manna eru ekki skyldugir til að fara í slíka skimun. Tilefni leiðarans sem Ragnar skrifaði í Læknablaðið er rann­ sókn sem gerð var á 105 íslenskum íþróttamönnum og voru niðurstöður hennar birtar í sama blaði. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þörf fyrir skimun á íslenskum íþrótta­ mönnum á aldrinum 18 til 35 ára til að móta leiðbeiningar fyrir lækna og íþróttaforystuna. Fólst hún meðal annars í að kanna tíðni áhættuþátta í sjúkrasögu, skoðun á hjartalínu­ riti og að meta umfang og kostnað slíkrar skimunar. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að hjartaskoðun var óeðlileg hjá tutt­ ugu íþróttamönnum, hjartalínurit var greinilega óeðlilegt hjá 22 og lít­ illega óeðlilegt hjá 23 íþróttamönn­ um. Íþróttamennirnir sem skoðaðir voru komu úr mörgum íþróttagrein­ um, meðal annars frjálsum íþrótt­ um, knattspyrnu, handbolta og körfuknattleik. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir: „Erlendar rannsóknir benda til þess að með reglubundinni skimun megi lækka verulega tíðni skyndidauðatilvika meðal ungra keppnisíþróttamanna. Æskilegt er að forystumenn íþrótta­ mála hér á landi móti sem fyrst regl­ ur og framtíðarstefnu í þessu mikil­ væga máli.“ Í greininni þar sem fjallað er um niðurstöðurnar kemur fram að skyndidauði meðal ungs keppn­ isíþróttafólks sé sjaldgæft en vel þekkt fyrirbæri. Rannsóknir bendi til þess að skyndidauði sé 2,5 sinn­ um algengari meðal ungmenna sem stunda keppnisíþróttir en meðal annarra ungmenna. Langt á eftir Kristinn segir að íslensk íþrótta­ forysta sé langt á eftir öðrum þjóð­ um þegar kemur að þessum öryggis­ þætti hjá íþróttamönnum. Það rímar við orð Ragnars í Læknablaðinu sem bendir á að Ítalir hafi sýnt fram á verulega lækkun á tíðni skyndi­ dauða hjá ungum keppnisíþrótta­ mönnum með reglulegri skimun árum saman. „Við höfum mælt með því að þeir fylgi þessum evrópsku ráðleggingum sem eru til og byggja á gríðarlega mikilli reynslu. Því skyldi ekki það sama gilda hér á landi fyrir okkar íþróttafólk,“ sagði Ragnar í við­ tali við Sjónvarpið á miðvikudag þeg­ ar hann var spurður um ráðleggingar til íþróttaforystunnar á Íslandi. Kristinn segir að þó að margt hafi breyst til hins betra í eftirliti og með­ höndlun á íþróttamönnum á undan­ förnum árum þurfi að gera meira. „Það sem hefur breyst er öll með­ höndlun sem kemur að meiðslum. Þar eru menn komnir með mjög hæfa sjúkraþjálfara og lækna. En það snýr frekar að kappanum þegar hann tognar eða meiðist heldur en akkúrat þessu,“ segir Kristinn og á þar til dæmis við reglulega skimun íþróttafólks. Nóg að hafa sjúkraþjálfara Íslensk knattspyrnulið eru ekki skyldug til að hafa lækna til taks meðan að á leikjum stendur og þá eru þau ekki skyldug til að hafa sjúkrabíl til taks. Kristinn segist vera þeirrar skoðunar að bæta þurfi úr þessu. „Það er nóg að hafa sjúkra­ þjálfara. Þetta leiðir hugann að því að á völlum er ekki alltaf sjúkrabíll til taks. Það þarf oft að bíða eftir hon­ um. Það er eitthvað sem mætti taka til endurskoðunar,“ segir Kristinn og bætir við að þessi atriði snúi ekki ein­ göngu að leikmönnum heldur einnig áhorfendum. Hann bendir á að um síðustu helgi hafi faðir leikmanns í Skotlandi fengið hjartaáfall á áhorf­ endapöllunum með þeim afleið­ ingum að hann lést. „Auðvitað eru þeir kannski í meiri hættu þeir sem eru inni á vellinum en áhorfendur eru það vissulega líka. Þeim mun meira öryggi þeim mun betur líður mönnum.“ Kristinn bendir á að þjálf­ ara hjá KR og fleiri starfsmenn séu sendir á skyndihjálparnámskeið. Þá eru tvö hjartastuðtæki til taks í KR­ heimilinu. Stendur á félögunum Ómar Smárason, leyfis­ og markaðs­ stjóri Knattspyrnusambands Ís­ lands, segir í samtali við DV að samkvæmt leyfiskerfi sambandsins verði öll félög í efstu deild að senda leikmenn í læknisskoðun. Sú skoð­ un ætti að gefa til kynna ef þörf væri á frekari rannsóknum. Ómar seg­ ir síðan að þau fjögur félög í efstu deild karla sem taka þátt í Evrópu­ keppnum þurfi að gangast undir miklu ítarlegri kröfur, þar á með­ al hjartalínurit og ómskoðun til að geta leikið í leikjum á vefum UEFA. „Ef leikmaður hefur ekki undir­ gengist þessa rannsókn getur við­ komandi leikmaður ekki tekið þátt í leikjum á vegum UEFA það árið. Fé­ lög í öðrum deildum eru ekki skyld­ ug til að gera þetta,“ segir Ómar. Að­ spurður hvort til tals hafi komið að breyta þessu og skylda öll félög í efstu deild, bæði karla og kvenna, til að gangast undir ítarlegri rann­ sóknir en læknisskoðun, til dæmis skimun fyrir áhættuþáttum skyndi­ dauða, segir Ómar að það standi á viðkomandi félögum. „Þetta kostar bara peninga. Óm­ skoðunin og þessi ítarlega rannsókn er dýr og það eru félögin sem bera þann kostnað,“ segir hann. Ellefu þúsund á mann Í rannsókninni sem birtist í Lækna­ blaðinu í febrúar var einnig fjallað um kostnað við skimun. Þar kem­ ur fram að áætlað sé að kostnaður við skimun hvers íþróttamanns sé 7.724 krónur ef miðað er við gjald­ skrá Tryggingastofnunar ríkisins fyrir skoðun og viðtal hjá hjartasér­ fræðingu ásamt töku hjartalínurits. Kostnaður við hjartaómun, sem al­ gengast er að bætist við fyrri kostn­ að hjá þeim íþróttamönnum sem þarfnast frekari rannsókna, er rúm­ ar 14 þúsund krónur. Ef fjórðungur skimaðra íþróttamanna þurfa að gangast undir hjartaómskoðun má áætla að meðalkostnaður á mann við skimun sé 11.247 krónur. Fyrir íslensk íþróttafélög, sem mörg eru í kröppum dansi fjárhagslega, er þetta því ansi stór biti að kyngja. Ómar segir að vissulega væri Þörf á breytingum Kristinn Kjærnested er formaður knattspyrnudeildar KR. Hann segir að íslensk íþróttaforysta, knatt- spyrnan sérstaklega, sé langt á eftir öðrum ríkjum þegar kemur að öryggi leikmanna. myNd Sigtryggur Ari „ Í mörgum tilfell- um er þetta bara félagsmaður sem tekur að sér að vera læknir við- komandi félags. „Þetta kostar bara peninga. Óm- skoðunin og þessi ítar- lega rannsókn er dýr og það eru félögin sem bera þann kostnað. Vantar framtíðarstefnu Í leiðara Ragnars Danielsen, hjartasérfræðings á Landspítalanum, í Læknablaðinu segir hann að full ástæða sé til að hvetja forystumenn íþróttamála til að koma sem fyrst á vinnu- reglum og móta framtíðarstefnu um öryggi íþróttamanna hér á landi. myNd SkjáSkot Af VEf SjóNVArpSiNS Antonio Puerta 28. ágúst 2007 félag: Sevilla FC Aldur: 22 ára n Puerta þótti mjög efnilegur knattspyrnu- maður. Hann hneig niður í leik Sevilla og Getafe í ágúst 2007. Hann lést á sjúkrahúsi eftir að fengið hjartaáfall. Krufning leiddi í ljós að Puerta var með hjartavöðvasjúkdóm í hægri slegli. Daniel Jarque 8. ágúst 2009 félag: RCD Espanyol Aldur: 26 ára n Daniel Jarque fékk hjartaáfall á æfingu hjá spænska félaginu Espanyol sumarið 2009. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Jarque lék fjölda landsleikja með yngri landsliðum Spánar. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is fékk hjartaáfall Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, fékk hjartaáfall í leik með liði sínu um síðustu helgi. Snör viðbrögð lækna beggja liða urðu til þess að Muamba er á lífi í dagmyNd rEutErS Fengu hjartaáfall og létust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.