Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 54
Algeng mistök eldri kvenna 54 Lífsstíll 23.–25. mars 2012 Helgarblað E inu sinni fyrir mörgum árum ákváðum ég og vinkona mín að gera líf okkar viðburðaríkara með því að skrá okkur á einkamál.is. Við vorum búnar að drekka nokkur hvítvínsglös og fannst þetta brjálæðislega fyndin hugmynd. Ég skráði þarna inn öll helstu málin, bæði líkams- og áhuga-. Ég meira að segja laug engu eins og mér skildist síðar að væri venjan á þessum ágæta vef. L íf mitt hélt áfram að vera tilbreytingasnautt og innihaldslítið næstu daga, eða þangað til ég mundi eftir þessum brjálæðislega fyndna gjörningi okkar vinkvennanna. Ég prófaði að skrá mig aftur inn á einkamál.is og mér til mikillar undrunar biðu mín yfir hundrað skilaboð frá misvel skrifandi karlmönnum. Eftir að hafa eytt út öllum ógeðfelldum skilaboðum og þeim sem ég bókstaflega gat ekki lesið fyrir stafsetningarvillum, voru þó ekki eftir nema um tuttugu kannski. Ein skilaboðin vöktu athygli mína. Þau voru frá vel skrifandi ungum manni sem sagðist hafa sömu áhugamál og ég. Áhugavert, hugsaði ég og kinkaði kolli til sjálfrar mín. Svona til að gefa grænt ljós á það að ég mætti svara honum. Sem ég gerði, í laumi þó, enda skammaðist ég mín vægast sagt mikið fyrir að vera inni á þessari síðu. Þ að urðu ákveðin tímamót í samskiptum okkar þegar hann spurði hvort ég væri ekki með MSN (sem ég á þessum tíma vissi ekki hvað var). Hann sendi mér í kjölfarið póst sem innihélt upplýsingar um uppsetningu þessa merkilega samskiptaforrits sem átti eftir að breyta lífi mínu (fram að Facebook-byltingunni allavega). Einkamálsmaðurinn varð þar af leiðandi fyrsti MSN-tengiliðurinn minn. Af einhverjum ástæðum flosnaði þó upp úr rafrænum samskiptum á svipuðum tíma og við spjölluðum aldrei saman í gegnum samskiptaforritið. Maðurinn var þó alltaf inni á spjallinu hjá mér, logandi grænn. N okkrum mánuðum síðar var ég að vinna að verkefni fyrir samtök sem ég starfaði með. Fjöldi fólks tók þátt og marga hafði ég aldrei hitt áður. Þegar leið á vinnuna fór ég að veita því athygli að maðurinn af Einkamálum virtist, samkvæmt MSN-stöðu, vera að vinna að svipuðu verkefni. Og þar sem Ísland er jafn lítið og raun ber vitni þá vorum við auðvitað að vinna að sama verkefninu. Það tók mig mánuð að fatta það. Svo felldum við hugi saman en ég minntist ekki orði á þessa rómantísku atburðarás, að mér fannst. Það var ekki fyrr en löngu síðar og þá bara til þess að komast að því að hans upplifun af atburðunum var allt önnur. Hann vissi allan tímann að ég var stelpan af Einkamálum og fannst ég kaldrifjuð tík að þykjast ekki þekkja hann. Merkilegt hvernig tveir einstaklingar í sömu stöðu geta séð hlutina frá mismunandi sjónarhorni. Fjör á einkamál.is Líf mitt í hnotskurn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir L jáðu mér eyra sem er viðtals- þjónusta sem starfrækt hefur verið á Landspítala frá árinu 1999 fyrir konur með erfiða fæðingarreynslu að baki og upplifa fæðingarkvíða. Um 50 til 60 konur leita til þjónustunnar árlega, en flestar konur koma á næstu með- göngu eftir fæðinguna sem þær upp- lifðu erfiða, en einnig koma konur á meðgöngu sem hafa ekki upplifað fæðingu en kvíða fyrirhugaðri fæð- ingu. Margrét I. Hallgrímsson, deild- arstjóri göngudeildar mæðravernd- ar og fósturgreiningar, segir Ljáðu mér eyra vera að erlendri fyrirmynd. „Þar var sýnt að það þyrfti eftirfylgni við konur sem annars vegar hrædd- ust mjög að verða ófrískar vegna hræðslu við fæðingu eða hins vegar konur sem upplifa fæðinguna sína á þann máta að það situr í þeim sem erfið reynsla sem þær geta ekki al- mennilega unnið úr.“ Vilja fara í gegnum fæðingar- reynsluna Ljósmæðurnar sem annast þessa þjónustu eru lærðar í samtalstækni en Margrét segir konurnar sem leita til þjónustunnar oft þurfa að fá að tala út um sína reynslu og fá svör við spurningum sem sitja eftir í huga þeirra. Konur geta leitað þangað hvort sem er strax eftir fæðingu eða mörgum árum síðar, en Margrét seg- ir að best sé fyrir konuna að vinna úr reynslunni eins fljótt og unnt er. Hún segir að algengara sé nú en áður að konur vilji fara í gegnum fæðingar- reynsluna með sinni ljósmóður og lækni sem voru með konunni í fæð- ingunni, á meðan þegar þær liggja enn á fæðingardeildinni. „Ég er þeirrar skoðunar að best sé að vinna úr fæðingunni með þeim sem stóðu að fæðingunni eins fljótt og hægt er eftir fæðingu. Þá er fæðingin og at- burðurinn enn í fersku minni hjá öll- um aðilum og er í rauninni kannski ákjósanlegasti kosturinn. En eins og við vitum þá er kominn þarna lítill einstaklingur sem tekur svolítið at- hyglina frá foreldrunum og þá kom- ast eftir vill ekki allar upplýsingar til skila eins og maður vildi. Annað hvort tekur konan kannski ekki eftir því, er ekki móttækileg eða gleym- ir að spyrja spurninga sem skipta máli.“ Þó eru konur sem af einhverj- um ástæðum vilja ekki hitta eða tala við ljósmóðurina sem var með þeim í fæðingu og einnig konur sem hafa ekki enn gengið í gegnum fæðingu og þær geta þá leitað til Ljáðu mér eyra. Keisaraskurður mikið inngrip Þjónustan fer fram í formi viðtala þar sem farið er í gegnum fæðingar- ferlið með hliðsjón af pappírum sem til eru, eins og fæðingarskýrslum, en einnig sögu og upplifun konunnar sjálfrar af fæðingunni. „Það er far- ið í gegnum ferlið og það er hlust- að á konuna. Það er kannski fyrst og fremst að hlusta á konuna, þess vegna heitir jú þjónustan Ljáðu mér eyra, en einnig er leitast við að svara hennar spurningum, um ákvarðanir sem teknar voru í fæðingarferlinu og þess háttar. Stundum upplifa konur atburði í fæðingunni sem voru ef til vill öðruvísi í raunveruleikanum og þá er leitast við að leiðrétta þann mis- skilning.“ Margrét segir einstaka kon- ur upplifa það mikinn kvíða í sam- bandi við fæðinguna að þær óski eftir að eiga með keisaraskurði. „Vissu- lega göngum við út frá því að það þurfi að vera læknisfræðilegar orsak- ir fyrir keisaraskurði. Keisaraskurður er gríðarlega mikið inngrip, kannski meira inngrip en fólk gerir sér grein fyrir. Engu að síður eru einstaka og afar sjaldgæf dæmi þar sem konur fara í keisara vegna ofsahræðslu við fæðingu. Það eru þá kannski konur sem eru hálflamaðar af hræðslu og ná ekki að funkera vegna kvíðans.“ Margrét segir að oftast dugi kon- um eitt til tvö viðtöl en ef kona á við undirliggjandi kvíða að etja er henni komið áfram til annarra fagaðila til frekari stuðnings. „Ég hef gjarna sagt að ef að þú ert eitthvað kvíðin fæð- ingunni, farðu þá í Háskólabíó, stattu upp, og horfðu yfir salinn á allan mannskarann. Allt er þetta fólk sem hefur verið fætt af konum og þú getur það líka.“ Ljáðu mér eyra„Engu að síður eru einstaka og afar sjaldgæf dæmi þar sem konur fara í keisara vegna ofsahræðslu við fæðingu. Það eru þá kannski kon- ur sem eru hálflamaðar af hræðslu og ná ekki að fúnkera vegna kvíðans. Að gera ekki neitt Hárgreiðslan og förðunin sem þú varst með þegar þú varst tvítug er sennilega ekki að gera mikið fyrir þig um fimmtugt. Ef þú vilt eldast á þokkafullan hátt þarftu að passa þig að festast ekki í vananum og breyta til. Að bera þig saman við hvernig þú leist út þegar þú varst tvítug Fólk breytist með aldrinum. Í staðinn fyrir að reyna að líta eins út og þegar þú varst yngri, gerðu það besta úr því sem þú hefur. Hver aldur hefur sinn sjarma. Að hætta að hreyfa þig Þrátt fyrir að fólk þjáist af fleiri líkamlegum kvillum eftir því sem það eldist er það engin afsökun fyrir að hætta í líkamsrækt. Rétt þjálfun styrkir stoðkerfið og hjartað og léttir og bætir lund. Að sofa ekki nóg Eftir því sem maður eldist, því mikilvægara er að fá nægan svefn. Of lítill svefn getur aukið hættu á sykursýki og öðrum sjúkdómum. Þú lítur einnig betur út eftir góðan nætursvefn. Að vanrækja tannheilsu Það er ekki nóg að hugsa um hárið og kaupa hrukkukrem. Gular tennur láta þig virðast eldri en þú ert. Að gera „of“ mikið Hrukkur fylgja aldrinum. Hrukkur í kringum augun sýna að þú ert brosmild. Hrukkur í kringum munninn gefa í skyn að þú sér hláturmild. Fimmtugar konur með engar hrukkur í andlitinu eru óeðlilegar og líta ekki vel út. Slepptu bótoxinu, hættu að reykja og lifðu lífinu lifandi. Breyttu um útlit Það er mikilvægt að hugsa vel um sjálfan sig og festast ekki í gömlu fari. Samtalsþjónusta Konur geta leitað hjálpar vegna kvíða og þunglyndis á göngudeild mæðraverndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.