Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 56
56 Lífsstíll 23.–25. mars 2012 Helgarblað Á mörgum vinnustöðum er sá háttur á að starfsmenn taki sé kaffihlé og setjist niður með vinnufélögunum. Þetta er fín leið til að spjalla um aðra hluti en vinnuna og styrkir oft böndin á milli starfsmanna. Áður fyrr fékk fólk sér einungis kaffi en nú er það æ algengara að bornar séu á borð kökur eða annað bakkelsi. Margir eiga þá erfitt með að neita sér um kökusneiðina og borða jafnvel alltaf aðeins of mikið og meira en þeir í raun hafa lyst á. Það sem gerist á þessum tíma dags er að blóðsykurinn fellur og þá á fólk til að leita í sætindi. Vissulega vita flestir að mun skynsamlegra er að vera með hollt nesti í millimál til að komast hjá þessu en við erum ekki alltaf eins skynsöm og við ættum að vera. Hér eru leiðbeiningar til að forðast sætindin en þær má finna á politiken.dk. Þinn líkami – þín ábyrgð Þú verður að átta þig á því að það er aðeins ein manneskja sem ákveður hvað fer ofan í þig og það neyðir enginn ofan í þig mat. Það getur verið erfitt að neita sér um kökuna í kaffitímanum, þar sem maður vill ekki vera öðruvísi. Ef þú óttast að vinnufélagi móðgist ef þú afþakkar sneið þá er gott ráð að láta vinnufélagana bara vita að þú sért að reyna að skera niður í sykrinum. Í 100 grömmum af vínarbrauði eru 410 hitaeiningar sem er stór hluti af þeim hitaeiningum sem þú þarft yfir daginn. Taktu frumkvæði Þú gætir virkað örlítið ofstækisfull/ur ef þú skellir gulrót á borðið á meðan hinir gæða sér á köku eða öðrum sætindum. Vinnufélagarnir munu þó alveg skilja það. Þú gætir einnig reynt að fá þá til að skapa nýjar venjur svo sem að hafa sætindi á boðstólum inn á milli. Taktu frumkvæðið og reyndu að fá þá með þér í hollara mataræði. Það er ekki alltaf auðvelt og mun ekki alltaf vekja lukku en sýndu ákveðni og reyndu að standa af þér hæðnisglósur. Þær ganga yfir og á endanum þegar vinnufélagarnir sjá þig borða gulrætur eða annað grænmeti eða ávexti sem millimál munu þeir jafnvel á endanum fara að gera slíkt hið sama. Gulrætur innihalda næstum engar hitaeiningar en eru mettandi og tilvalið millimál. Haltu blóðsykrinum stöðugum Maður verður að borða reglulega til þess að missa ekki alla orku. Þannig kemur þú líka í veg fyrir sykurþörfina illræmdu. Það er líka fljótt að komast í vana að fá sér sykur um eftirmiðdaginn. Fáðu þér eina grófa rúgbrauðssneið eða hrökkbrauð með mögru áleggi eða fitulitlum osti á milli mála. Það getur einnig verið ávöxtur, hnetur, möndlur eða rúsínur. Það er hægt að kaupa poka með þurrkuðum ávöxtum í flestum verslunum, sem er hollari kostur en sætindi með kaffinu. Finndu hollari kost Í staðinn fyrir kökur og önnur sætindi með kaffinu er mælt með því að önnur og hollari matvæli séu bor- in á borð. Ef maður hefur ekki náð að sannfæra vinnufélagana um að neyta hollara kaffimeðlætis, verður maður að koma sjálfur með veitingarnar. Ef þið ætlið að hafa það huggulegt í kaffihléinu er gott ráð að koma með disk fullan af niðurskornum litríkum ávöxtum. Þeir virka meira spennandi þannig. Best væri ef vinnustaðurinn keypti daglega ávexti fyrir starfsmenn sína. Þar með er tryggt að starfsmenn fái uppfyllta þörf fyrir eitthvað sætt en á sama tíma eru þeir hvattir til þess að taka upp hollara mataræði. Þetta snýst oft einungis um það að narta í eitthvað. Forðastu sætindin Ef þú heldur þig líkamlega fjarri sætindunum ertu búin/n að taka fyrsta skrefið. Ef þú þarft að standa upp og fara þangað sem sæ- tindin eru ætti staðfestan að vera næg til að stoppa þig af. Ef þú ert staðsettur í opnu rými ásamt starfs- mönnum sem eru mikið fyrir sæ- tindin og eru iðulega með eitthvað á borðinu hjá sér, biddu þá vinsamlega um að hafa sælgætið á minna áber- andi stað og jafnvel ofan í skúffu. Ef þú ert nammigrís er það nánast tímaspursmál hvenær þú gefst upp og nærð þér í mola. Af hverju viltu tileinka þér hollara mataræði? Hvað viltu ná fram með því? Hver eru markmið þín? Hvað hvetur þig áfram? Það er mikilvægt að þú vitir svörin við þessum spurningum, sér í lagi þegar þú stendur frammi fyrir freistingum. Gott ráð er að skrifa þau niður á blað og hengja það upp við skrifborðið þitt. Jafnvel svo að vinnufélagarnir sjái það en það hjálpar þeim að skilja hve mikilvægt þetta er fyrir þig. Þó þú náir ekki að breyta hugarfari allra á vinnustaðnum þá er mikilvægt að þú haldir sjálfri/ sjálfum þér á réttri braut og frá sætindunum. Haltu þig frá sætindum í vinnunni n Það er freistandi að fá sér sætindi með kaffinu n Taktu hollan millibita með í vinnuna 1 2 3 4 5 6 Eftimiðdagskaffið Það getur verið erfitt að neita sér um kökusneið með vinnufélögunum. AUSTURSTRÆTI 8 - 10 • SÍMI 534 0005 OPIÐ ALLA DAGA Ekta leður skór 10 litir Strærðir 35-40 Verð 14.800 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.