Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 60
Aspirín gegn krabbameini n Ný rannsókn sýnir fyrirbyggjandi áhrif aspiríns V iljir þú minnka hættuna á að fá krabbamein ættir þú jafnvel að taka aspirín dag- lega. Þetta eru niðurstöður franskrar rannsóknar en niðurstöð- ur hennar eru birtar í enska tíma- ritinu The Lancet. Rætt er um þetta á BBC. Rannsóknin gefur vísbendingar um að lítill skammtur af verkjalyf- inu geti haft fyrirbyggjandi áhrif en rannsakendurnir slá þó þann var- nagla að frekari rannsókna sé þörf áður en yfirvöld fari að mæla með lyfinu sem vörn gegn krabbameini. Eins þurfi að hafa í huga að aspirín geti leitt til blæðinga í maga. Áður hafði verið sýnt fram á að lyfið gæti minnkað hættu á krabba- meini og þá sér í lagi í þörmum en einnig það að taka þyrfti lyfið í allt að 10 árum til að það hefði áhrif. Nú bendir allt til að 3 til 5 ára notkun þess geti haft áhrif en niðurstöður sýna að eftir fimm ár gæti hættan minnkað um 15 prósent ef tekin eru á milli 75 og 300 milligröm daglega. Niðurstöðurnar sýna að aspir- ín minnki ekki einungis líkur á að fá krabbamein heldur getur það einnig komið í veg fyrir að sjúk- dómurinn dreifi sér um líkamann. Eins mun það minnka hættuna á að fá blóðtappa og heilablóðfall en á sama tíma getur lyfið hins vegar komið af stað blæðingum. Þrátt fyrir þetta ítreka vísinda- mennirnir að besta leiðin til að koma í veg fyrir krabbamein sé að hætta að reykja, stunda líkamsrækt og borða hollan mat. 60 Lífsstíll 23.–25. mars 2012 Helgarblað V ísindamenn um allan heim nota leikfangakubba, sem fyrst og fremst eru ætlaðir börnum og unglingum, til að stunda hávísindalegar rannsóknir. Sem dæmi má nefna há- skólann í Cambridge en þar nota vís- indamenn tækni-LEGO til að búa til bein með stofnfrumutækni. Vísinda- mennirnir nota málmpinna sem er dýft í mismunandi vökva og svo skol- aður með vatni. Beinin sem framleidd eru með þessari tækni eru fyrst og fremst not- uð til ígræðslu í minni aðgerðum. Vísindamennirnir segja þó að í fram- tíðinni vonist þeir til að geta framleitt bein sem nota megi í alls kyns verk- efni, til dæmis byggingaframkvæmd- ir. LEGO hefur gert þeim kleift að fikra sig áfram með minni tilkostnaði en annars hefði verið. Höfðu ekki efni á dýrari lausnum Það eru kennarinn Michelle Oyen og doktorsneminn Daniel Strange sem vinna að rannsókninni og var ein af hindrunum í rannsókn þeirra – þó það hafi líklega ekki verið sú stærsta – að finna leið til að dýfa pinnan- um í vökvana og skola þá á milli með reglulegum hætti nógu lengi til að bein yrði til. Þau voru ekki tilbú- in til að standa sjálf í þessu í marga klukkutíma í senn og þurftu að leita ódýrra lausna. Strange datt svo í hug að búa til eins konar krana úr tækni-LEGO og forrita hann þannig að hann fram- kvæmi sömu hreyfingarnar aftur og aftur. Þannig tókst þeim að fá LEGO til að framkvæma sjálfa vinnuna við að búa til beinið. Beinið sem verður til með þessum hætti er eins fullkom- ið og mögulegt er að gera í dag þökk sé nákvæmni LEGO-kubbanna. „Þegar ég byrjaði að vinna að þessu verkefni fór ég að hugsa um hvernig væri hægt að framkvæma þetta sjálfvirkt,“ segir Strange um LEGO-turnana í kynningarmynd- bandi sem gert var um verkefnið. „Það besta við vélmennin er að um leið og þú hefur forritað þau þá geta þau framkvæmt tiltekna hreyfingu aftur og aftur svo daginn eftir getur maður komið og vélmennið er búið að klára vinnuna.“ Spara tíma og peninga Með því að nota LEGO spara Oyen og Strange talsverða fjármuni þar sem þau þurfa ekki að festa kaup á dýr- um vélmennum til að framkvæma verkefnið sem þau þurftu að finna lausn á. Strange byggði tvo mismun- andi turna sem vinna á sama tíma en kostnaðurinn við efnið í turnana bliknar í samanburði við kostnað við sérsmíðað vélmenni. Það eru hins vegar ekki bara fjár- munir sem sparast heldur líka tími. LEGO-turnarnir sem Strange setti saman til að búa til beinin geta unn- ið hvenær sólarhringsins sem er og þurfa ekki að vera undir stöðugu eft- irliti. Þannig hafa turnarnir tveir ver- ið látnir ganga klukkutímum saman á meðan vísindamennirnir sem vinna að beinframleiðslunni sinna öðrum verkefnum sem annars hefðu mátt bíða. Oyen segir hugsunina á bak við LEGO-lausnina vera í takt við það sem gengur og gerist á rannsóknarstofum. „Mikið af því sem við notum á rann- sóknarstofunni eru heimilisáhöld sem við kaupum úti í búð. Vélmennin passa alveg inn í þá hugsun,“ útskýrir hún. „Vísindin snúast um lausnir og framþróun en ekki um hvaða tæki eða tól maður notar til að hjálpa sér.“ n Notar leikföng til að spara á rannsóknarstofunni Nota LEGO til að búa til bein „Vísindin snúast um lausnir og framþróun en ekki um hvaða tæki eða tól maður notar til að hjálpa sér. Einföld lausn Það eru ekki bara fjármunir sem sparast heldur líka tími. SkjáSkot af YoutubE Vildi spara sér tíma „Þegar ég byrjaði að vinna að þessu verkefni fór ég að hugsa um hvernig væri hægt að framkvæma þetta sjálfvirkt,“ segir Strange um LEGO-turnana. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Daglegur skammtur Aspirín getur unnið gegn krabbameini og komið í veg fyrir að það dreifi sér. www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Dagbók harmonikku- konu Hvetjandi, fróðlegar og fyndnar hugleiðingar Jónínu Leósdóttur um baráttu sína við aukakílóin. „Jónína Leósdóttir er hnyttinn og skemmtilegur penni.“ Sir rý / r á S 2 „Flott verk sem skrúfar á leikandi hátt fyrir þögnina um angist og þrautir þrekvaxins fólks.“ Bry n díS L oF tSdó t t ir / E y mu n dS Son ný kilja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.