Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 62
Baráttan um Bestu Bitana 62 Sport 23.–25. mars 2012 Helgarblað n Búist við miklu fjöri á leikmannamarkaðnum í sumar „Ljóst er að fjölmörg lið munu berjast um Gylfa N ú þegar aðeins nokkrar umferðir eru eftir í stærstu knattspyrnudeildum Evr- ópu er viðbúið að flest stórliðin séu farin að líta í kringum sig eftir liðsstyrk. Félaga- skiptaglugginn opnast þann 1. júlí næstkomandi, eða í þann mund sem Evrópumótinu í Póllandi og Úkraínu lýkur. DV tekur hér sam- an nöfn nokkurra vel þekktra leik- manna sem viðbúið er að barist verði um og munu hugsanlega skipta um lið í sumar. Meðal þeirra eru Carlos Tevez, Eden Hazard og Fernando Torres. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Carlos Tevez Félag: Manchester City Aldur: 28 ára Landsleikir (mörk): 59 (13) Áhugasöm lið: Milan, Inter, Real Madrid og Corinthians Mögulegur verðmiði: 30 milljónir punda n Argentínumaðurinn Carlos Tevez hefur ekki verið í náðinni hjá Roberto Mancini, stjóra Manchester City, í vetur. Eitthvað hefur þó birt til í samskiptum þeirra að undanförnu og er Tevez kominn aftur inn í aðalliðið. Þrátt fyrir það er viðbúið að Tevez fari frá Englandi í sumar enda hefur hann lýst yfir óbeit sinni á landinu. Ekki þykir útilokað að Tevez fari til Ítalíu en bæði Inter og Milan voru í viðræðum við City um kaup á leikmanninum í janúar. Spánn gæti einnig verið kostur fyrir Tevez en Real Madrid ku einnig hafa áhuga. Þá reyndi brasilíska liðið Corinthians að kaupa hann í fyrra. Eden Hazard Félag: Lille Aldur: 21 árs Landsleikir (mörk): 26 (1) Áhugasöm lið: Manchester United, Manchester City, Tottenham, Liverpool og Real Madrid Mögulegur verð- miði: 25–30 milljónir punda n Belginn Eden Hazard er talinn vera eitt mesta efni Evrópu um þessar mundir. Hann hefur farið á kostum með Lille og hafa Sir Alex Ferguson og Roberto Mancini báðir farið til Frakklands til að horfa á hann spila. Talið er fullvíst að Hazard fari frá Lille í sumar og mun hann væntanlega geta valið úr tilboðum. Ensku stórliðin Manchester United, Manchester City, Liverpool og Tottenham eru öll sögð hafa áhuga. Hazard hefur þó sjálfur gefið til kynna að hann myndi velja spænsku liðin Barcelona eða Real Madrid frekar en þau ensku. Fernando Torres Félag: Chelsea Aldur: 28 ára Landsleikir (mörk): 91 (27) Áhugasöm lið: Milan, Juventus og Malaga Mögulegur verðmiði: 20–25 milljónir punda n Þó svo að Fernando Torres hafi ekki sýnt sitt rétta andlit hjá Chelsea vita allir hvers hann er megnugur. Ekki þykir ólíklegt að Chelsea selji Torres í sumar en það veltur þó á frammistöðu hans í síðustu leikjum tímabilsins. Frá því að Torres gekk í raðir Chelsea frá Liverpool í ársbyrjun 2011 hefur hann einungis skorað 3 mörk í 36 deildar- leikjum og samtals 7 mörk í 52 leikjum. Það er of lítið fyrir framherja sem kostaði 50 milljónir punda. Talið er að ítölsku félögin Juventus og Milan hafi áhuga og gætu gert tilboð í sumar. Þá hefur leikmaðurinn verið orðaður við spænska félagið Malaga. Gylfi Sigurðsson Félag: Hoffenheim (lánsmaður hjá Swansea) Aldur: 22 ára Landsleikir (mörk): 7 (1) Áhugasöm lið: Inter, Juventus, Atletico Madrid, FC Bayern, Liverpool, Arsenal, Aston Villa, Manchester United og Fulham Mögulegur verðmiði: 10–12 milljónir punda n Þó svo að Gylfi Sigurðsson sé ekki þekktasta nafnið í knattspyrnuheim- inum taka sífellt fleiri eftir hæfileikum þessa frábæra leikmanns. Frábær frammistaða hans með Swansea í ensku úrvalsdeildinni hefur vakið athygli stóru liðanna en afar ólíklegt er að Gylfi fari aftur til Hoffenheim eftir að lánsdvöl hans hjá Swansea lýkur. Ljóst er að fjölmörg lið munu berjast um Gylfa en hann hefur verið orðaður við fjölda félaga að undanförnu. Gylfi hefur skorað fimm mörk fyrir Swansea í níu leikjum og þar að auki lagt upp þrjú mörk. Robin van Persie Félag: Arsenal Aldur: 28 ára Landsleikir (mörk): 62 (25) Áhugasöm lið: Barcelona, Real Madrid, Manchester City og Milan Mögulegur verðmiði: 30+ milljónir punda n Hollendingurinn Robin van Persie hjá Arsenal hefur verið besti leikmaður ensku deildarinnar í vetur. Ótrúleg frammistaða hans hefur vakið athygli stórliðanna Barcelona og Real Madrid samkvæmt spænskum fjölmiðlum. Ef það er einhver leikmaður sem Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill ekki missa er það van Persie. Arsenal hefur gengið illa að halda sínum bestu leikmönnum og eru Cesc Fabregas og Samir Nasri góð dæmi um það. Samningur hans rennur út árið 2013 og vill van Persie ekki ræða við Arsenal um nýjan samning fyrr en í vor. Þó að ólíklegt sé að van Persie fari frá Arsenal í sumar er viðbúið að stórliðin muni spyrjast fyrir um hann og reyna allt til að landa honum. Jan Vertonghen Félag: Ajax Aldur: 24 ára Landsleikir (mörk): 36 (2) Áhugasöm lið: Tottenham, Arsenal, Manchester United og Newcastle Mögulegur verðmiði: 12–14 milljónir punda n Jan Vertonghen er einn eftirsóttasti varn- armaður Evrópu um þessar mundir og hefur þessi ógnarsterki Belgi verið orðaður við flest stóru liðin á Englandi. Talið er öruggt að Vertonghen yfirgefi Ajax í sumar og hafa Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham einna helst verið nefnd til sögunnar. Manchester United og Newcastle hafa einnig fylgst með leikmanninum en líklegra þykir að hann endi hjá Tottenham eða Arsenal. Einnig verður barist um þessa: n Nigel de Jong, Manchester City n Seydo Keita, Barcelona, n Javi Martinez, Atheltic Bilbao n Alex Song, Arsenal n Daniele de Rossi, Roma n Axel Witsel, Benfica n Hulk, Porto n Lukas Podolski, Köln n Nicolas Gaitán, Benfica n Gonzalo Higuain, Real Madrid n Mario Goetze, Borussia Dortmund n Mauricio Isla, Udinese n Milos Krasic, Juventus n Olivier Giroud, Montpellier n Edin Dzeko, Manchester City Stórleikur í enska Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Stórleikur helgarinnar er án efa viðureign Chelsea og Tottenham á Stamford Bridge á laugardag en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu. Manchester City á erfiðan útileik fyrir höndum gegn Stoke síðdegis á laugardag á meðan Liverpool á heimaleik gegn Wigan. Everton sér fram á erfiðan útileik gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Swansea. Bolton og Blackburn mætast í miklum botnslag á heimavelli Bolton en þetta er fyrsti leikur Bolton eftir að Fabrice Muamba hneig niður af völdum hjartaáfalls. Umferðin klárast á mánudag en þá tekur topplið Manchester United á móti Fulham. Óánægður með Balotelli „Ég var ekki ánægður með frammistöðu hans. Þess vegna tók ég hann af velli,“ sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City, um ástæðuna fyrir því að hann tók Ítalann Mario Balotelli af velli í hálfleik gegn Chelsea. Balotelli fór illa með dauðafæri um miðjan fyrri hálfleik og var lítið áberandi í daufum sóknarleik City í fyrri hálfleik. Skiptingin virðist hafa haft góð áhrif á liðið því það lék mun betur í síðari hálfleik og vann á endanum sanngjarnan 2–1 sigur. City er nú einu stigi á eftir toppliði Manchester United. Kuyt ánægður með Suarez Hollendingurinn Dirk Kuyt hjá Liverpool hrósar liðsfélaga sínum, Luis Suarez, í hástert og segir að hann sé að nálgast sitt besta. Tími Suarez hjá Liverpool hefur ekki beint verið dans á rósum en hann afplánaði átta leikja bann fyrr á tímabilinu vegna ummæla sem hann lét falla við Patrice Evra, leikmann Manchester United. „Ég tala mikið við Suarez og hann hefur alltaf verið ánægður hjá félaginu. Luis var frábær gegn Stoke og skoraði heimsklassamark. Ég vona að hann verði hér í mörg ár í viðbót,“ segir Kuyt en Suarez hefur leikið vel í síðustu leikjum Liverpool.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.