Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 40
40 Brúðkaup 23.–25. mars 2012 Helgarblað Verður eins og álfadrottning í Dimmuborgum S tóri dagurinn verður 16. júní og athöfnin fer fram í Dimmuborgum,“ segir Em- ilía Örlygsdóttir sem mun giftast Ómari Erni Hauks- syni í sumar. Emilía og Ómar Örn hafa verið saman í fimm ár og eiga þrjú börn sem heita Garpur, Úlfur og Valva. Bónorðið var að Emilíu sögn afar rómantískt. „Við vorum svo sem nokkurn veginn búin að ákveða að við ætluðum að gifta okkur næsta sumar. En svo vorum við niðri í fjöru á Eyrarbakka í roki og rigningu í haust þegar ég fékk formlegt bónorð. Það var mjög fallegt en við vorum að koma úr jarðarför afa hans Ómars sem var frá Eyrarbakka og höfðum því fengið pössun fyrir börnin sem eru nánast alltaf með okkur annars,“ segir hún og bætir við að þar sem hann hafi séð um bónorðið fái hún að sjá að mestu um að skipuleggja brúðkaupið. „Ég, mamma og tengdamamma erum á fullu og það hefur komið mér á óvart hvað mér finnst þetta gaman. Ég hélt að ég væri alltof jarðbundin fyrir svona mikið tilstand. Það er svo margt sem þarf að huga að og mun meira en ég gerði mér grein fyrir. En þegar eitthvað sem ég hef séð fyrir mér hefur ekki gengið upp er það bara leyst öðruvísi og hingað til hefur mér alveg tekist að halda ró minni en kannski verð ég æstari þegar nær dregur,“ segir Emilía og hlær. Emilía er frá Húsavík og þar verður veislan haldin. Hún segist halda mikið upp á Dimmuborgir og því hafi sá staður orðið fyrir valinu fyrir athöfnina. „Við þurftum samt að fá leyfi því þær eru friðlýstar. Við ætlum að vera á Hallarflöt því það er stutt að ganga þangað og ekki of erfitt fyrir eldri gestina,“ segir Emilía og bætir við að Bolli Pétur Bollason ætli að gifta þau. Emilía fann kjólinn á netinu en hann er hvítur og alveg síður en annars frekar látlaus. Skórnir eru hins vegar hárauðir. „Mamma færði mér nokkur brúðarblöð til að skoða sem mér fannst fyrst mjög fyndið en svo hef ég alveg fengið hugmyndir úr þeim. Þar sá ég meðal annars mynd af konu í rauðum skóm við svona hvítan kjól og fannst það strax mjög flott. Tengdamamma ætlar svo að sauma á mig hvíta skikkju með stórri hettu svo ég verð örugglega eins og álfadrottning þarna í Dimmuborgum. Ég er allavega viss um að ég verði mjög sæt enda verð ég að vera það því maðurinn minn er svo sætur,“ segir hún og bætir við að Ómar Örn hafi þegar fundið sér jakkaföt og nýja strigaskó. „Það voru ekki allir sáttir við strigaskóna til að byrja með en hann var í Converse- skóm þegar ég fann hann svo það kemur ekkert annað til greina en að hann sé í Converse þegar ég giftist honum. Þarna verða allir sem okkur þykir vænst um og þetta verður örugglega mjög gaman. Ég er líka svo ofboðslega skotin í manninum mínum og hlakka svo til að gera þetta með honum.“ indiana@dv.is n Emilía valdi sér eldrauða skó við látlausan kjólinn Rauðu skórnir Emilía hefur skemmt sér vel í brúðkaupsundirbúningnum. Óhefðbundnar kökur n Ferskar hugmyndir K ökur þurfa ekki að vera með hefðbundnu sniði og brúð- hjón ættu frekar að huga að eigin óskum og þörfum. Þung- ar brúðartertur á þremur hæðum eru ekki endilega lausnin. Turn úr súkk- ulaðitrufflum er tilvalinn fyrir algera matgæðinga og gott að gæða sér á súkkulaðinu með gæðakampavíni. Þá er móðins að hafa sneiðar eða litlar kökur eins og Ásgeir Sandholt bakari bendir á og hægt að blanda saman bollakökum og hefðbundinni tertu. Litirnir þurfa heldur ekki að vera hvítir eða kremað- ir og um að gera að leyfa litagleðinni að njóta sín. Truffluturn Girnilegur á að líta og alls ekki gerður til þess að standa úti í sól. Tilbúnar sneiðar eða pæ Það er góð hugmynd að raða kökusneiðum á bakka svo gestir þurfi ekki að skera sér sneið. Makkarónur Litríkar og sykursætar makkarónur eiga alltaf við. Bollakökukaka Hér er blandað saman bollakökum og hefðbundinni brúðartertu. Fyrir hönnuði og litaglaða Þessar brúðartertur eru skemmtilegur leikur að litum. www.duxiana.is ÁRMÚLa 10 108 Reykjavík s:568 9950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.