Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 50
50 23.–25. mars 2012 Helgarblað Sakamál 42 stúlkur og konur féllu fyrir hendi indónesíska raðmorðingjans Ahmads Suradji á ellefu ára tímabili. Fórnarlömb hans voru á aldrinum 11 til 30 ára og kyrkti Ahmad þau með rafmagnskapli eftir að hafa grafið þau í jörð niður upp að mitti. Það sagði hann hafa verið hluta af helgiathöfn. Ahmad sagði föður sinn hafa birst sér í draumi og skipað honum að myrða 70 konur, drekka úr þeim munnvatnið og verða þannig að trúarlegum heilara. Ahmad var tekinn af lífi árið 2008.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s R ipper-gengið, Ripper Crew eða Chicago Rippers, var hópur djöflatrúarmanna sem einnig stundaði skipulagða glæpastarfsemi. Hópurinn samanstóð af Robin nokkrum Gecht, sem eitt sinn hafði verið í slagtogi með raðmorðingjanum John Wayne Gacy, og þremur öðrum, Edward Spreitzer og bræðrunum Andrew og Thomas Kokoraleis. Þeir voru grunaðir um aðild að hvarfi 18 kvenna í Chicago á ár- unum 1981 og 1982. Gecht og kumpánar hans ku hafa ekið um á van-bifreið sinni í leit að vændiskonum sem yrði síðan fórnað í íbúð Gechts. Meðlimir hópsins fullyrtu að hafa skor- ið annað brjóstið af öllum kvennanna og snætt undir lestri Robins Gecht úr Biblíu djöfulsins. Ýmislegt fleira miður huggulegt tóku þeir sér víst fyrir hendur, kynferðislegt, sem ekki verður fjölyrt um hér. Fjórmenningarnir voru handteknir árið 1982 fyrir að stinga vændiskonu á táningsaldri. Þrátt fyrir að kunningjar Gechts og jafnvel vitni bendluðu hann við dauða nokkurra kvenna hafði ákæruvaldið aldrei nóg í höndunum til að kæra hann fyrir morð. Robin Gecht afplánar nú 120 ára dóm fyrir að lemstra og nauðga 18 ára vændiskonu. Edward Spreitzer og Andrew Kokoraleis voru dæmdir til dauða fyrir sína glæpi – Kokoraleis fékk banvæna sprautu árið 1982 fyrir að kyrkja 21 árs einkaritara, Lorraine Borowski, eftir að hafa numið hana á brott af vinnustað hennar. Verjandi Kokoraleis fullyrti að játningu hans hefði verið náð fram með þvingunum auk þess sem þeir báru brigður á vitnis- burð tveggja félaga hans sem einnig voru fyrir dómi. Thomas, bróðir Andrews, slapp betur en bróðirinn og fékk lífstíðardóm fyrir morðið á Lorraine. Dómurinn var síðar mildaður og hann mun losna úr grjótinu árið 2017. Af dauðadómi Edwards Spreit- zer er það að segja að hann slapp naum- lega fyrir horn árið 2003 þegar fallið var frá öllum væntanlegum dauðadómum í Illin- ois-ríki í Bandaríkjunum og þeim breytt í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslu- lausn. Margt er líkt með skyldum og árið 1999 voru sonur Robins Gecht, David, og þrír aðrir ákærðir fyrir skotárás sem talin var tengjast gengjum og kostaði lögreglumann lífið. Ripper-gengið Fjórir djöfladýrkendur ÓMENNIÐ FRÁ ÚKRAÍNU Ú kraínski raðmorðinginn Anatoly Yuriyovych Ono- prienko fæddist 25. júlí 1959, yngri tveggja bræðra. Faðir þeirra var hetja úr síðari heimsstyrjöldinni og hafði verið heiðraður fyrir framgöngu sína í henni, en það er önnur saga. Móðir Anatolys dó þegar hann var fjögurra ára og honum var komið í umsjá afa síns og ömmu um skeið og einnig ól frænka hans önn fyr- ir honum í einhvern tíma áður en honum var komið fyrir á munað- arleysingjaheimili í þorpinu Pri- vitnoe. Anatoly var nokkuð afkasta- mikill raðmorðingi og fékk nokk- ur viðurnefni; „ómennið frá Úkra- ínu“, „tortímandinn“ og „borgari O“. 52 fórnarlömb Þegar lögreglu tókst loks að hafa hendur í hári Anatolys, er hann var 37 ára, 16. apríl 1996, viðurkenndi hann að hafa myrt 52 manneskjur. Anatoly varpaði skuldinni á dvöl sína á munaðarleysingjaheimilinu sem hann sagði hafa lagt grunn- inn að örlögum sínum. Í einu við- tali lét hann þau orð falla að 70 prósent þeirra sem ælust upp á munaðarleysingjaheimilum end- uðu á bak við lás og slá seinna á lífsleiðinni. Ekki verður lagt mat á þá tölfræði hér og nú. Eftir að lögreglan handtók Ana- toly kom í ljós að hann var vel vopnum búinn. Á meðal þeirra vopna sem fundust var veiðiriffill og fjöldi annarra vopna sem hægt var að tengja við nokkur morðanna. Einnig fann lögreglan ýmsa muni úr eigu fórnarlambanna. Í varðhaldi játaði Anatoly á endanum að hafa framið átta morð á árunum 1989 til 1995. Í fyrstu vísaði hann á bug öllum öðrum ákærum en þegar upp var staðið játaði hann á sig, sem fyrr segir, 52 morð sem hann framdi á sex ára tímabili. Sagði hann að morðin hefði hann framið að skip- un innri radda. Mynstur morðanna Ákveðið mynstur einkenndi dráp Anatolys. Hann valdi hús sem stóð afskekkt og vakti athygli íbúanna með því að vera með gauragang, fyrir einhverra hluta sakir. Síðan gekk hann til verks og myrti ávallt fyrst fullorðinn karlmann í fjöl- skyldunni. Að því loknu leitaði hann uppi eiginkonuna og að síð- ustu börnin. Að morðunum loknum reyndi hann að hylja öll verksummerki með því að bera eld að híbýlun- um. Anatoly tók enga áhættu ef svo illa vildi til að einhver óvið- komandi skyldi verða á vegi hans meðan á morðunum stóð eða við eftirmála drápanna – hann myrti óhikað viðkomandi. Fyrstu fórnarlömb Anatolys var fjögurra manna fjölskylda í þorp- inu Bratkovychi. Skömmu síðar myrti Anatoly fimm manna fjöl- skyldu í sama þorpi auk þess sem tvær ólánssamar manneskjur sem slysuðust til að verða á vegi hans guldu fyrir með lífi sínu. Þegar lögreglan sló varðhring um þorpið tókst Anatoly að kom- ast á brott, til annars þorps þar sem hann hélt uppteknum hætti. Grunaður saklaus Í mars 1996 taldi öryggislögregl- an í Úkraínu og ríkissaksókn- ari sig hafa komist í feitt þegar 26 ára karlmaður að nafni Yuri Mo- zola var handtekinn, grunaður um nokkur hrottaleg morð. Um þriggja daga skeið var Yuri yfir- heyrður af sex fulltrúum öryggis- lögreglunnar og einum fulltrúa saksóknaraembættisins. Ýmsum pyntingum var beitt til að knýja fram játningu og meðal annars beitt bruna, rafmagni og barsmíðum. Yuri Mozola hafn- aði öllum ásökunum um morð þrátt fyrir harkalegar aðferðir lög- reglunnar og málalyktir urðu þær að pyntingarnar drógu hann til dauða. Sjö manns voru saksóttir vegna dauða Yuris og dæmdir til fangelsisvistar, en það er önnur saga. Sjö dögum síðar hafði lögregl- an, í kjölfar viðamikillar leitar, loks hendur í hári Anatolys Yuriyo- vych Onoprienko. Þá voru sjö ár liðin síðan hann framdi sitt fyrsta morð. Lán lögreglunnar mátti að einhverju leyti rekja til þess að Anatoly hafði flutt inn á ættingja sinn og vopnabirgðir hans höfðu vakið athygli. Aðrir íbúar hússins vildu ekki vita af slíku vopnasafni í húsinu og Anatoly var umsvifa- laust vísað á dyr. Nokkrum dögum síðar fékk lögreglan vísbendingar sem síðan leiddu til handtöku Anatolys. Þeg- ar Anatoly var hvað afkastamestur náði hann að fremja 46 morð á sex mánaða tímabili. n Anatoly Onoprienko myrti 52 manneskjur á sex ára tímabili„Sagði hann að morðin hefði hann framið að skipun innri radda. Tortímandinn Anatoly Onoprienko fékk nokkur viðurnefni, þar á meðal „tortímandinn“ og „ómennið frá Úkraínu“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.