Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 17
Hagnaðurinn lítill miðað við bóluna Fréttir 17Helgarblað 23.–25. mars 2012 Í slensku bankarnir eru í dag langt því frá að skila sambærilegum hagnaði og fyrir efnahagshrunið. Hagnaðurinn er vart samanburð- arhæfur þrátt fyrir að bankarnir hafi skilað tugmilljarða króna hagn- aði frá hruninu árinu 2008. Stærstur hluti hagnaðarins eftir hrun stafar af endurmati á útlánasafni bankans og endurmati á eignum. Uppreiknaðar tölur gefa aðra mynd Séu tölur bankans um hagnað upp- reiknaðar samkvæmt verðbólgu kem- ur enn skýrara fram hversu langt bankarnir eru frá því að hagnast jafn mikið og þeir gerðu áður. Þetta sést ef ársreikningar bankanna eru skoðaðir. Hagnaður Arion banka hefur hæst verið um fjórtán milljarðar á núvirði sem kann að virðast mikið í samhengi við ýmsar hagtölur. Þegar hagnaður- inn er hins vegar borinn saman við uppreiknaðar hagnaðartölur Kaup- þings banka frá árinu 2006, þegar bankinn skilaði methagnaði, sést hversu lítill hagnaðurinn er. Árið 2006 skilaði Kaupþing nefnilega 127 millj- arða króna hagnaði á núvirði. Hagnaður bankanna væri talsvert meiri ef ekki væri fyrir gengislána- dóma Hæstaréttar. Bankarnir væru sjálfsagt komnir miklu nær því að skila góðærishagnaði ef íslenskir lán- þegar hefðu þurft að borga ólöglega tryggð gengislán sín upp í topp eða miðað við verðtryggða vexti Seðla- banka Íslands. Stærstu afskriftir bank- anna frá því eftir hrun til einstaklinga eru vegna þessara dóma. Hagnaðurinn dróst saman árið 2007 Eins og margoft kom fram fyrir lands- dómi og í rannsóknarskýrslu Alþing- is voru bankarnir komnir í miklar kröggur árið 2007. Það sést í raun- inni bersýnilega á hagnaðartölum ís- lensku bankanna þriggja en þeir skil- uðu allir minni hagnaði árið 2007 en 2008. Aðeins Landsbankinn skilaði álíka miklum hagnaði bæði árin. Þá var bankinn farinn að safna umtals- verðum innlánum á Icesave-reikn- ingana í Bretlandi. Þrátt fyrir samdráttinn var hagn- aður bankanna, uppreiknaður, tug- milljörðum meiri en hagnaður ís- lensku bankanna er frá hruni. Í raun þarf að leggja saman hagnað allra bankanna þriggja frá því að þeir voru stofnaðir haustið 2008 til að sjá hærri hagnað en metár Kaupþings frá árið 2006. Það er því ljóst að þrátt fyrir að einkaneysla, kreditkortavelta, utan- landsferðir einstaklinga og aðrar slíkar hagtölur sýni fram á að 2007 sé komið á ný er ekki hægt að segja að sömu sögu sé að segja hjá bönk- unum. n Ekkert góðæri að koma í bönkunum Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Hagnaður bankanna Grafið tekur mið af vísitölu neysluverðs og er því um verðtryggðar krónur að ræða n Kaupþing / Arion banki n Glitnir / Íslandsbanki n Landsbankinn 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 8 0 .2 0 4 m ill jó ni r 12 6 .9 74 m ill jó ni r 9 8 .7 8 0 m ill jó ni r 55 .4 30 m ill jó ni r 38 .3 66 m ill jó ni r 56 .15 3 m ill jó ni r 59 .0 6 9 m ill jó ni r 39 .3 0 0 m ill jó ni r 14 .0 21 m ill jó ni r 15 .6 57 m ill jó ni r 11 .2 38 m ill jó ni r 17 .17 7 m ill jó ni r 1. 8 9 0 m ill jó ni r 2. 77 9 m ill jó ni r -8 .14 7 m ill jó ni r 5. 8 0 9 m ill jó ni r 29 .6 6 8 m ill jó ni r 13 .3 8 9 m ill jó ni r 29 .0 36 31 .3 15 26 .2 0 0 Tugmilljarða hagnaður Þrátt fyrir tugmilljarða króna hagnað bankanna er hann lítill í samanburði við það sem gerðist ár eftir ár fyrir hrun. Einnig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófaborðum. Full búð af glæsilegum Ít ölskum sófasettum Heimilisprýði ehf Sími 553-8177 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heimasíðu okkar H eimilisprydi.is Sendum frítt út á land! Ei nig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófaborðum. Fu l búð af gl silegu Ít ölsku sófasettu Heimilisprýði ehf Sími 53-81 7 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heimasíðu o kar H eimilisprydi.is Sendum frí t út á land!Einnig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófaborðum. Full búð af glæsilegum Ítölskum sófasettum Heimilisprýði ehf Sími 553-8177 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heima íðu okkar Heimilisprydi.is Sendum frítt út á land! Einnig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófaborðum. Full búð af glæsilegum Ítölskum sófasettum Heimilisprýði ehf Sími 553-8177 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heimasíðu okkar Heimilisprydi.is Sendum frítt út á land!Einnig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófa orðum. Full búð af glæsilegum Ítölskum sófasettum Heimilis rýð ehf Sími 553-8177 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heimasí u okkar Heimilisprydi.is Sendum frítt út á land! Full búð af glæsilegu ítöls sófasettum Skoði i í u ok a eimilisprydi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.