Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 32
32 Brúðkaup 23.–25. mars 2012 Helgarblað Ódýr veisla að hætti Ikea n Hugvit og sköpunargleði skipta meira máli en góð fjárráð S ænski stílistinn Lo Bijurulf notaði einfaldar og ódýrar vörur frá Ikea og hannað þrenns konar brúðkaup í mismunandi þemum. Eitt þemað var bóhemískt brúðkaup, haldið í hlöðu eða sveit, annað í anda Parísar, borgar ástarinnar, og enn eitt þar sem áherslurnar einkennast af naumhyggju með origami-pappírsskrauti og fallegu postulíni. Lo minnir á að hugvit og sköpunargleði eru líklegri til árangurs en óþarfa fjáraustur. Það má útbúa fallega veislu sé fegurðarskynið gott. Með stílbrögðum Lo eru svo birtar tillögur Leifs Mannerström, frægs sænsks matgæðings, að matseðli við hvert þema. Þetta má skoða á sænskri heimasíðu Ikea. H afi einhver áhyggjur af stóra deginum og þeim þúsund hlutum sem geta farið úrskeiðis þegar velja á maka til að fylgja allt til enda, er gott að líta til reynslu annarra. Í þeim tilgangi höfum við safnað saman nokkrum af verstu hjónavígslum íbúa Sápulands. Lesendur geta þannig velt sér upp úr óförum annarra án samviskubits þar sem persónurnar sem hér um ræðir eru ekki til. Forðast skal fram í rauðan dauðann að segja allra hörðustu aðdáendum sápa að persónurnar sem um ræðir séu skáldaðar. Martha og Reggie, Days of Our Lives, árið 1987 Þættirnir hafa ekki verið sýndir hér á landi en allra klikkuðustu sápusjúklingar þekkja vel til þeirra. Þá eru þættirnir íslenskum sjónvarpsáhorfendum ekki alveg ókunnir enda fór Friends-persónan Joey Tribbiani um tíma með stórt hlutverk í þáttunum. Árið 1987 voru þau Martha og Reggie gefin saman. Brúðkaup eru nánast daglegt brauð í Sápulandi en hjónavígsla þeirra Mörthu og Reggie var sérstök fyrir þá sök að bæðu eru þau hundar. Brúðkaupið var þó meðhöndlað jafn alvarlega og hver önnur hjónavígsla með blómastúlku, presti og brúðkaupssöng. Alan Quartermaine og Lucy Coe, General Hospital, árið 1990 Hjónavígslu Alans og Lucy minnast aðdáendur þáttanna fyrst og fremst fyrir rauða brúðarkjólinn sem Lucy klæddist við vígsluna. Persóna Lucy í þáttunum er þekkt fyrir flest annað en giftingar í þágu ástarinnar. Að öðlast peninga og völd er það sem vakir víst oftast fyrir henni. Það átti sinn þátt í að Lucy lét rugling í brúðarkjólaversluninni ekki stöðva inngöngu sína í Quartermaine- fjölskylduna og gifti sig því í kjólnum rauða. Ridge Forrester og Dr. Taylor Hayes, Glæstar vonir, árið 1992 Að vanda er það ekki ástin fyrst og síðast sem ræður hverjir eru gefnir saman. Íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að þekkja vel til Forrester-fjölskyldunnar í þáttunum Glæstum vonum. Óhætt er að fullyrða að til séu þau fjölskylduveldi sem hafa verið heppnari þegar kemur að vali á maka og hjónavígslum. Árið 1992 var eitt þeirra skipta sem Ridge fór á skeljarnar og bað Taylor um að giftast sér. Þótt aðstæður væru rómantískar vakti annað fyrir Ridge, sem fyrst og fremst vildi tryggja að Brooke, fyrrverandi eiginkona hans við fjölmörg tækifæri, skildi ekki við föður hans, Eric Forrester. Það varð hjónabandi þeirra Taylor til falls að þessu sinni að Brooke stormaði inn í kirkjuna og ætlaði sér að stöðva hjónavígsluna en var of sein. Taylor og Rigde voru vígð hjón. Það er svo kaldhæðni að hætti Sápulands að barnið sem Brooke taldi að Ridge ætti var svo ekki hans. Kate Sanders og Cord Roberts, One Life to Live, árið 1987 Fátt drepur stemninguna í brúð- kaupi jafn hratt og að fyrrverandi eiginkona brúðgumans sem all- ir töldu látna birtist á kirkjugólf- inu með ungbarn – sem eiginkonan fyrrverandi fullyrðir að sé afkvæmi brúðgumans. Þótt við sem búum í raunheimum þekkjum ekki mörg dæmi um atvik sem þessi eru þau algengari en margan grunar í Sápu- landi. Tina, fyrrverandi eiginkona Cords, var ekki langt frá því að enda hjónaband Kate og Cords áður en það hófst. Það var ekki fyrr en í rétt- arhöldum yfir Tinu, þar sem hún var sökuð um manndráp, sem karma skall eins og blaut tuska framan í Tinu og hið sanna kom í ljós. Í réttar höldunum lagði saksóknari fram gögn sem sönnuðu að Tina hafði logið til um faðerni barnsins. Sheila Carter og Eric Forrester, Glæstar vonir, árið 1993 Forrester-fjölskyldan var ekkert sérstaklega sátt við Sheilu enda snarbrjáluð hjúkka á flótta undan löngum armi laganna. Forrester- fjölskyldan klæddist raunar svörtu í brúðkaupinu til að sýna vanþóknun sína á hjónabandinu. Öll sápuóperuillmenni sem vilja láta taka sig alvarlega eiga að sjálfsögðu erkióvin sem fátt annað hefur við tímann að gera en að leggja stein í götu þeirra. Sheila er að sjálfsögðu engin undantekning á þessari reglu. Á brúðkaupsdaginn birtist Lauren, refsinorn Sheilu, og hótaði að fletta ofan af Sheilu hætti hún ekki við brúðkaupið. Sheila lét undan þrýstingnum og skildi Eric eftir í sárum. Hjúkkan klikkaða virðist þó ekki alveg hjartalaus enda snéri hún aftur til kirkjunnar seinna um kvöldið, grátbað Eric um að fyrirgefa sér og þau hjónakornin giftu sig með hraði. Hafi áhorfendur á þessum tímapunkti ekki verið komnir með hjartatruflanir af spenningi var færi á að fylgjast með uppgjöri Sheilu og Stephanie Forrester, fyrstu eiginkonu Erics. Stórfenglegt sjónvarp! Phillip Spaulding og India von Halkein, Leiðarljós, árið 1984 Phillip Spauldin er það sem í raunheimum kallast hjónabandssafnari, þótt í sápuheimum væri honum eflaust lýst sem hefðbundnum íbúa úthverfis sem aðhylltist traust og gamaldags gildi. Af hjónabandsbunka Phillips var tímabilið með Indiu líklega það allra versta. Hér er mikilvægt að gleyma ekki að fyrrverandi eiginkona hans, Blake, skaut hann. India var staðráðin í að tryggja sér sneið af auðæfum Phillips. Þrátt fyrir stórkostlega vöntun á ást í hjónabandinu er óhætt að segja að límið hafi verið til staðar. India hafði nefnilega undir höndum upptöku þar sem Phillip játaði sinn þátt í að sprengja upp klúbb í bænum Springfield. Svik, sápa, gæludýr og hjónabandssæla n Hjónavígsluþjáningar uppskáldaðra persóna Glæstar vonir Fjölskylda Erics Forrester klæddist svörtu í brúðkaupi sínu og Sheilu Carter. India von Halkein og Phillip Spaulding Af hjónabandsbunka Phillips var tímabilið með Indiu líklega það allra versta. 1. Rómantískt frí á Ítalíu Þeir sem hafa horft á myndina Roman Holiday með Audrey Hepburn í aðalhlutverki geta gert sér í hugarlund rómantíkina. Frá sjávarsíðum til innsveita er Ítalía hið kjörna land að ferðast til. 2. Tahiti Tahiti fær fjöldamörg atkvæði sem hin mesta paradís í augum brúðhjóna sem njóta hárra fjalla, kóralrifja og fagurra stranda. 3. París Borg ástarinnar er París, trufflur, kampavín og rölt að Eiffelturninum er ógleymanleg og hástemmd rómantík. 4. Maui, Hawaii Þeir allra ævintýragjörnustu vilja hugsanlega skreppa til Hawaii. Mögnuð náttúra þar sem enn lifa eldfjöll og hægt að dansa á ströndinni með kokteil og blómakransa. 5. Vínsmökkun í Napa Nýgift hjón flykkjast til Napa í Kaliforníu í rómantískt frí. Vínsmökkun virðist heilla og sólskinið í Kaliforníu spillir síst fyrir. 6. St. Lucia í karabíska hafinu Hitabeltiseyjan St. Lucia í karabíska hafinu fær fjölda atkvæða ástfanginna og nýgiftra. Hún er álitin paradís elskenda, þar eru regnskógar, eldfjall og áhugavert landslag. 7. Fídji-eyjar Fídji-eyjar í Suður- Kyrrahafi eru vinsæll áfangastaður. Kóralrif og fallegar strendur og afslappað andrúmsloft laðar að fjölda hjóna á ári hverju. Topp sjö áfangastaðir brúðhjóna Brúðhjón mega ekki sleppa því að fara saman í ævintýralegt frí. Margir velja að hafa veisluna minni og ferðalagið stærra og fagna ástinni með því að upplifa ævintýri á framandi slóðum. Lúxusferðaskrifstofan Virtuoso tekur árlega saman vinsælustu áfangastaði brúðhjóna og hér er hluti þess lista. Borðhald í sveitabrúðkaupi: Kalt kjötréttaborð: Skinka, salami og pylsur ásamt góðum ostum og brauði. Kalt kjöt í úrvali ásamt grænmeti. Bollakökur í hlýlegum litum sem tóna við skreytingar, bornar fram með ávaxtasalati með jarðarberjum, rabarbara, mintu og rifinni sítrónu. Borðhald í Parísarbrúðkaupi: Ferskur hvítur aspas með hollandaise- sósu og dilli. Humarhalar með hvítlauk. Grilluð kjötspjót með heitu, blönduðu rótargrænmeti. Kaka með hvítu marsipani á nokkrum hæðum, skreytt með fallegum pastellitum. Borðhald í naumhyggjubrúðkaupi: Ostrur með rauð- og graslaukssultu. Fiskur og franskar – steiktur koli með remúlaði, steinselju og steiktar kartöflur bornar fram í brúnum pappír. Köld rabarbarasúpa með melónubitum og ferskum hindberjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.