Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 58
Tískuskvísur í yfirstærð n Nokkur skemmtileg erlend tískublogg frá tískuvitrum konum með mjúkar línur 58 Lífsstíll 23.–25. mars 2012 Helgarblað Árfarvegir á stofugólfinu Fáir vita að hér á landi eru framleiddar mottur og gólfteppi. Þær Sigríður Ólafsdóttir og Sigrún Lára Shanko reka saman Mottuverksmiðjuna Elívoga sem er til húsa í gömlu áburðarverksmiðjunni í Gufunesi þar sem Íslenska gámafélagið er nú. Mottur þeirra eru handunnar, tuftaðar mottur og þær stöllur hafa unnið með árfarvegi í mynstri hönnunarinnar og leitað í íslenskar ár. „Við höfum rýnt í landakort og myndir af landinu á internetinu og unnið mynstur út frá Tungnaá, Markarfljóti, Hofsá, Múlakvísl og fleiri ám. Oft er hægt að sjá myndir út úr landslaginu í dýra-, manns- eða tröllslíki og ekki er laust við að það leynist einhver slík í mynstrunum okkar. Allar motturnar eru unnar úr íslenskri ull sem er alveg einstök fyrir að vera slitsterk og falleg. Svo ekki sé talað um margbreytilega náttúrulegu litina á íslenska sauðfénu.“ Motturnar eru seldar í Epal og má bæði nota á veggi og gólf. Hárgreiðslusýning Útskriftarsýning Hársnyrtiskólans fer fram föstudaginn 23. mars. Sýningin er haldin í Súlnasal Hótel Sögu en húsið verður opnað klukkan 20. Sýningin er hugsuð sem lokakafli í náminu og þar fær hugmyndaflugið svo sannarlega að leika lausum hala. Á sýningunni má sjá alls kyns hárútfærslur en sýningin er alfarið unnin af nemendum undir leiðsögn kennara Hársnyrtiskólans. Aðgangur er ókeypis og hvetja nemendur sem flesta til að koma og kynna sér nýjustu strauma í hártískunni. Hönnuðir selja 34 íslenskir hönnuðir hafa lagt undir sig húsnæðið sem áður hýsti tískuvöruverslunina 17 á laugavegi 89. Þar ætla þeir að selja hönnun sína dagana til 25. mars og er þetta gert í tilefni Hönnunarmars sem er í fullum gangi. Meðal hönnuða sem selja hönnun sína eru: Anderson & Lauth, Birna, Bóas, Ella, Eygló, Helicopter, Hlín Reykdal, Hringa, Igló, Kalda, Kiosk, Mundi, E Steinunn, Ýr og Ziska svo að einhverjir séu nefndir. Auk þess er Gló með „pop up“-veitingastað ásamt því sem Rauði krossinn er með notuð föt til sölu í kjallaranum svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt að þora Kristín Kolbrún stofnaði nýlega bloggsíðu þar sem hún miðlar tískuráðum til kvenna í yfirstærð. Hún segir að konur í stærri stærðum eigi að vera óhræddar við að klæðast flottum fötum sem þó sé oft erfitt að finna. Þ að voru svo margar stelpur að slá mér gullhamra og segja mér að ég væri í flottum fötum og að þær fyndu ekkert á sig. Mér fannst ég alltaf vera að endurtaka mig þannig ég ákvað bara að byrja að skrifa um þetta,“segir Kristín Kolbrún Waage sem opnaði tískubloggsíðuna kristinkolbrun. blogspot.com á dögunum. Þar fetar hún í fótspor erlendra tískuskvísa sem teljast í yfirstærð samkvæmt stærðarmælingum tískubúðanna. „Það eru mjög margar úti með svona blogg, margar hverjar vel stórar og flottar. Eftir að ég byrjaði sjálf að blogga hef ég verið að fylgjast mikið með þeim,“ segir hún. Vantar skvísuföt í stærri stærðum Kristín þekkir það sjálf að vera í svokallaðri yfirstærð. Hún segist hafa farið að hugsa um tísku í 10. bekk en þá fljótlega séð að það væri ekki mjög margt í boði. „Það þarf að leita vel og ég geri það. Ég fer mikið í „second-hand“ búðirnar og þar má oft finna stelpulegri föt í góðum stærðum,“ segir Kristín sem segist versla mest í Dorothy Perkins, Gyllta kettinum, Andrea boutique, verslunum með notaðan fatnað auk þess sem hún kaupir á netinu af vefsíðunni asos.com. „Ég passa stundum í föt úr þessum „venjulegu“ búðum en yfirleitt eru stærðirnar þar upp í stærð 16, stundum bara 14,“ segir Kristín sem sjálf er í stærð 18 á breskum mælikvarða. Nokkrar búðir sérhæfa sig í fötum með stærri stærðir en Kristín segist yfirleitt ekki finna neitt þar. „Mér finnst oft í þessum yfirstærðarbúðum vera meiri konuföt. Mest einhverjar mussur og beinar síðar svartar buxur. Mér finnst alveg fáránlegt að það séu ekki til skvísuföt fyrir þær sem eru í aðeins stærri númerum. Ég skil ekki af hverju búðirnar framleiða ekki fötin nokkrum sentimetrum stærri því ég er alveg viss um að þau myndu seljast.“ Mýkri konur þurfa að fela sig Kristín segist alla tíð hafa verið í stærri stærð en þyki venjulegt en sé fyrst núna að sætta sig við það í stað þess að vera stanslaust að reyna að minnka sig. „Það er alltaf verið að senda þau skilaboð að allir eigi að vera eins. Ég hef sjálf alltaf haft þessi aukakíló en hugsa núna meira um að vera heilbrigð en að passa í þetta mót.“ Kristínu finnst stelpur í stærri stærðum oft gefast upp á að leita að smart fötum. „Stelpur sem ég hef talað við og eru í stærri kantinum gefast oft bara upp og fara bara í það sem þær passa í. Þær eru oft bara í sömu buxunum og til skiptis í hvora mussuna yfir. Mér finnst að maður eigi alls ekki að sætta sig við það af því að maður passar í það heldur á frekar að klæðast því sem maður er öruggur og flottur í.“ Leita vel Með bloggsíðunni vill hún miðla af reynslu sinni. „Ég veit að það er til fullt flott þarna úti, þó það mætti vera meira af því, en það er bara að leita. Ég vildi líka með blogginu segja stelpum að þær þurfi ekki að fela sig þrátt fyrir að vera aðeins mýkri. Ég vil aðallega benda á hvað er til og líka bara sýna alls konar leiðir til að raða fötum saman. Fá stelpur til að skoða hvað er til, máta og skima svolítið. Finna í hverju þeim líður og best og bara þora og ekki vera að fela sig,“ segir hún. Glæsileg Kristín í fallegum kjól úr Gyllta kettinum en þar segist hún oft finna föt í sinni stærð. Flott Hér er Kristín töff í svörtum kjól frá Andrea boutiqe en sú búð er í miklu uppáhaldi hjá henni. Tískuskvísa í yfirstærð Kristín Kolbrún segir að konur í yfirstærðum eigi að vera óhræddar við að klæða sig skvísulega. Hér er hún í kjól frá Asos.com og með uppáhaldshringinn sem kemur úr smiðju Hendrikku Waage. cupcakesclothes.com nadiaaboulhosn. comfranticdreams.comcuriousfancy.comcom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.