Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Blaðsíða 30
30 Brúðkaup 23.–25. mars 2012 Helgarblað Brúðkaup og skilnaðir í tölum n Alls 563 pör fengu lögskilnað árið 2010 H jónaskilnuðum hefur farið fjölgandi eftir hrun, en árið 2010 var metár í hjónaskilnuðum þegar 563 pör fengu lögskilnað. Árið 2007 skildu 526 hjón. Á sama tíma gengu færri pör í hjónaband, en árið 2007 létu gengu 1.797 pör í hjónaband á meðan 1.547 pör settu upp hring- ana 2010. Færri pör gifta sig í kirkju nú en árið 2007 þar sem árið 2007 giftu 1.444 pör sig í kirkjulegri athöfn, en 2010 voru þau 1.201. Borgaralegar giftingar árið 2007 voru 352 en árið 2010 voru þær 346. Algengasti aldur brúðguma árið 2010 var 30 ár. Á sama ári var algengasti aldur þeirra karlmanna sem áður höfðu verið giftir og gengu aftur í hjónaband 51 ár. Hjá brúðunum var einnig al- gengast að gifta sig í fyrsta skipti 30 ára en aldur þeirra kvenna sem voru að gifta sig í annað sinn var lægri en hjá samsvarandi hópi brúðguma eða 44 ár. Af þeim sem hjónum sem fengu skilnað árið 2010 höfðu 112 pör verið gift í 20 ár eða lengur. Sama ár skildu 115 hjón sem höfðu verið gift í 6 til 9 ár, 58 pör höfðu aðeins verið gift í 0–2 ár. 2010 var algengasti aldur karla til að skilja 46 ár en kvenna 31 ár. Vinsælasta brúðkaupslagið Lagið Ást er vinsælasta brúð- kaupslagið samkvæmt óformlegri könnun DV. Haft var samband við presta víðs vegar um landið og þeir beðnir um að greina frá hvaða lög verða oftast fyrir valinu við hjónavígslur í kirkjum. Þar var lagið Ást hlutskarpast sem Magn- ús Þór Sigmundsson samdi við ljóð Sigurðs Norðdal. Söngkonan Ragnheiður Gröndal gerði það svo ódauðlegt með flutningi sínum en hún státar einnig af flutningi á næstvinsælasta laginu samkvæmt úttektinni en það er Með þér eftir Bubba Morthens. Önnur lög sem komust á blað voru Þú ert yndið mitt yngsta og besta, Á brúðkaupsdegi (Amazing Grace), Ó, þú, Kannski er ástin, Þú fullkomnar mig og Augun þín. Þ að sem ég hef orðið var við að gerist aftur og aftur er að fólk hittist og verður ást- fangið. Það fer að búa, giftir sig og eignast kannski börn en svo einhvern veginn líður tíminn og það gleymir hvort öðru. Ástin og lífið er ekki eins og í bandarískri bíó- mynd þar sem allt kemur af sjálfu sér. Fólk verður að hafa fyrir sambandinu sínu,“ segir Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, sem hefur veitt hjónabandsráðgjöf í fjöl- mörg ár. Kjarnavandamál Þórhallur bendir á að fólk þroskast og breytist á löngum tíma í sam- bandi og það er ósanngjörn krafa að ætlast til þess að fólk sé alltaf eins. „Það er frábært þegar fólk þróast saman, en það er ekki endilega alltaf þannig. Það þróast í sundur og sum- um finnst að hinn aðilinn eigi alltaf að vera eins og að ástin eigi að vera sjálfsögð. En svo stendur fólkið uppi með það einn daginn að það þekkir ekki hinn aðilann lengur,“ segir hann. „Þetta er oft kjarnavanda- mál – að láta hlutina líða og rækta ekki sambandið.“ Hann segir að for- sendan fyrir því að slík sambönd geti gróið um heilt sé sú að báðir aðilar séu tilbúnir til þess að vinna í sam- bandinu af heilindum. „Þá er yfir- leitt alltaf hægt að hjálpa fólki.“ Hlutleysið hjálpar Þórhallur bendir á að í lífinu koma oft erfiðir álagspunktar og því mikil- vægt að vera í stakk búinn til þess að takast á við vandann. „Lífið er svo breytilegt. Fólk er að eignast börn, einhverjir deyja í fjölskyldunni, þú ert að flytja. Það er alltaf allt mögu- legt í gangi. En á þessum álags- punktum lífsins er ágætt að setj- ast niður og athuga hvernig okkur gengur og hvað við þurfum að gera,“ segir hann, en á námskeið sem hann heldur geta öll pör leitað, hvort sem viðkomandi eiga við vandamál að stríða eða vilja fyrirbyggja slík vandamál. Í hjónabandsráðgjöf eru vandamálin hins vegar stærri og þá er gott að hafa hlutlausan aðila til að fara yfir málin. „Oft eru það vanda- mál sem fólk hefur verið að glíma lengi við, jafnvel þess eðlis að það þarf þriðja aðila til að setjast niður með þeim. Hann er þá hlutlaus og þekkir þau ekki. Hann hlustar á fólk og þá kannski kemur í ljós að það sem okkur finnst svo stórt eða óyfir- stíganlegt er ekki svo stórt og okkur finnst í raun og veru.“ Ráð handa ungum hjónum Ráð Þórhalls til ungra hjóna eru einföld og fjalla einmitt um einfald- leikann. „Reynið að hafa lífið einfalt og ekki flækja hlutina um of. Setjið fjölskylduna og sambandið í forgang í lífinu. Ef þið viljið setja ykkur ein- hver markmið sem hjón þá væri það það. Og gleyma því ekki – það er svo einfalt að gleyma því. Ef þið gerið það þá mun þetta yfirleitt blessast,“ segir Þórhallur og bætir við: „Virðið hvort annað og berið virðingu fyrir hvort öðru – hlustið á hvort annað.“ n Stærsti vandinn í samböndum er að taka hvort öðru sem sjálfsögðu Einfaldleikinn mikilvægur Þórhallur segir að mikilvægt sé að hafa einfaldleikann í fyrirrúmi og setja fjöl- skylduna og sambandið í forgang. „Reynið að hafa lífið einfalt og ekki flækja hlutina um of. Setjið fjölskylduna og sambandið í forgang í lífinu. Gerðu kaupmála Þó svo flestir sem eru í hjóna- bandshugleiðingum hugsi um hjónabandið sem ævilanga skuld- bindingu en staðreyndin sú að það gengur ekki alltaf eftir. Það getur því verið skynsamlegt að hjón eða hjónaefni geri kaupmála sín á milli, sérstaklega ef mikill munur er á eignastöðu og þannig standa vörð um sínar eignir. Þegar gengið er í hjónaband verða allar eignir hjúskapareignir nema annað sé tilgreint, til dæmis með kaupmála. Tilgangur kaupmála er að búa til séreign en það er eign sem annað hvort hjóna á og tilheyrir ekki félagsbúi þeirra. Með kaup- málanum verður séreignin þá und- anþegin skiptum ef til skilnaðar kemur. Meginreglan við lögskilnað er sú að eignum skal skipt til helm- inga á milli hjónanna en ef hjónin hafa gert kaupmála haldast sér- eignir þeirra, það er þær eignir sem hvor aðili átti fyrir hjónaband. Hjónabandssæla Árið 2010 giftu flestir sig um þrítugt. w w w . l y d u r . i s B R Ú Ð K A U P S M Y N D A T Ö K U R Ástin er ekki eins og bandarísk bíómynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.