Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Side 14
H ann sagði við mig að ef ég héldi þessu máli áfram þá skyldi ég hafa verra af,“ segir Friðrik Eysteinsson, aðjúnkt við viðskipta­ fræðideild Háskóla Íslands. Hann segir farir sínar ekki slétt­ ar í samskiptum sínum við vara­ forseta deildarinnar og segir hann hafa hótað sér og að stjórnsýslulög hafi verið brotin þegar auglýst var eftir lektor við deildina árið 2010. Snjólfur Ólafsson varaforseti deildarinnar vísar þessum ásök­ unum á bug og segir þær vera tóma þvælu. Málið tengist honum ekki persónulega og það sé af og frá að hann hafi hótað Friðriki. Enginn talinn hafa sérfræði- þekkingu Forsaga málsins er sú að árið 2010 var auglýst lektorsstaða við deildina. Friðrik sótti um stöðuna ásamt níu öðrum, sjö voru metn­ ir hæfir af dómnefnd. Eftir að hafa farið yfir umsóknirnar mat val­ nefnd það svo að enginn hefði sérfræðiþekkingu á sviðinu. Frið­ rik var ekki sáttur við þá niður­ stöðu enda taldi hann sig uppfylla þær hæfniskröfur sem gerðar voru þegar staðan var auglýst. „Það voru alla vega þrír af umsækj­ endunum sem uppfylltu skilyrðin. Síðan ákvað valnefndin að vegna þess að enginn uppfyllti þetta æskilega skilyrði þá ætlaði hún bara að ráða þann sem þeim fannst passa best þörfum og að­ stæðum deildarinnar án þess að nokkur hafi skilgreint það neitt. Þeim datt í hug að það væri þá hægt að ráða viðkomandi á sviði stjórnunar. Það var enginn að biðja um að ráða mann á sviði stjórnunar, það vantaði kennara með hitt; sérmenntun í fjármál­ um og reikningshaldi eða endur­ skoðun,“ segir hann. „Valnefnd taldi þá tvo koma til greina. Annar var með doktors­ gráðu í hagfræði og hinn með doktors gráðu í félagsfræði,“ seg­ ir Friðrik. Sá síðarnefndi var ráð­ inn og segir Friðrik að það sé hinn vænsti maður en það komi málinu ekki við. „Þetta snýst um að gera þetta faglega og ráða fólk á réttum forsendum.“ Hótað í kjölfarið Friðrik var ósáttur og fór fram á rökstuðning fyrir ákvörðuninni. Hann segir það hafa lagst illa í þá sem sátu í valnefndinni og í kjöl­ farið hafi honum verið hótað. „Hann segir að hann muni tryggja það að þegar næst verð­ ur auglýst staða í markaðsfræðum sem verði væntanlega einhvern tím ann þá muni hann beita sér gegn því að ég fái hana, ef ég haldi málinu til streitu,“ segir hann og á við Snjólf Ólafsson varaforseta deildarinnar. Snjólfur vísar ásök­ unum Friðriks á bug og segir ekk­ ert hæft í þeim og hann hafi aldrei hótað Friðriki. Það sé flókið ferli sem umsóknir fari í gegn og það sé af og frá að hann einn geti haft áhrif á það að hann yrði ekki ráð­ inn. Mál Friðriks sé í nefnd og beðið sé niðurstöðu þaðan. Friðrik segist í kjölfar meintr­ ar hótunar hafa ráðfært sig við helsta sérfræðing deildarinnar í mannauðsstjórnun auk þess hafi hann upplýst aðra starfsmenn um það. „Ég gerði það til þess að fólk vissi af þessu. Ég spurði hann hvað ég ætti að gera í framhaldinu. Hann sagði að ég ætti bara að tala við viðkomandi en mér fannst það nú ekkert ráð. Svo sagði hann að það væri betra að halda þessu innan deildarinnar. Ég hins vegar vakti athygli Ólafs Þ. Harðarson­ ar sviðsforseta á málinu seinna um vorið, og það var að sjálfsögðu ekkert gert,“ segir hann. Varaforseti yfir nefndinni Það var svo fyrr á þessu ári sem auglýst var staða lektors í við­ skiptafræði með markaðsfræði sem sérgrein. Friðrik sótti um stöð­ una líkt og fimm aðrir. Stöðuna sem hann segir að varadeildarfor­ seti hafi hótað sér, tveimur árum fyrr, að hann myndi beita sér gegn að hann fengi. „Og þá var hann, maðurinn sem hafði hótað mér, settur yfir valnefndina og auk þess eru þrír til viðbótar af þeim fimm sem sátu í hinni valnefndinni aft­ ur í þessari valnefnd,“ segir hann afar ósáttur. Fimm voru metnir hæfir af dómnefnd. Einn dró síðan umsókn sína til baka að sögn Friðr iks. „Svo voru þeir sem sóttu um, boðað­ ir í viðtöl og boðið að halda kynn­ ingar, það er þeir sem valið átti að standa á milli. Fyrst kemur óform­ lega frá þeim að það eigi ekki að ráða í stöðuna. Þau rök sem voru færð fyrir því voru þau að tvö okkar væru ekki með doktors gráðu. Það var eitthvað sem allir vissu og það var engin krafa gerð um það. Það var gerð krafa um meistaranám hið minnsta og að umsækjandi hefði verið virkur í rannsóknum á sviðinu. Sá þriðji er með doktors­ gráðu, en þvert á álit dómnefnd­ ar, taldi valnefndin hann ekki vera með sérfræðiþekkingu á markaðs­ fræði. Það er deildin sem ákveð­ ur að auglýsa stöðuna. Valnefnd hefur heimild til þess að hafna öll­ um en það verða þá að vera ein­ hver málefnaleg rök fyrir því,“ seg­ ir hann. Ákveðið að ráða ekki í starfið „Svo er þetta mál skoðað. Álitið fer fyrir sviðsforseta og hann tekur sér sjö vikur í að skoða það því að þetta var orðið heitt mál innan deildar­ innar enda sáu margir að þetta náði ekki nokkurri átt,“ segir hann. „Svo kom svarið. Þá er ákveðið að ráða ekki í starfið því að enginn umsækjendanna félli nægilega vel að aðstæðum og þörfum deildar­ innar. Og ég bað náttúrulega um rökstuðning og hef ekkert fengið nema bara þetta. Það hefur hvergi komið fram hverjar þessar þarfir og aðstæður deildarinnar eru,“ segir Friðrik sem furðar sig á því að hann uppfylli ekki þessar þarfir deildar­ innar þar sem hann hafi verið ráð­ inn sem aðjúnkt í markaðsfræði. „Ég var metinn hæfastur þá. Og ég hef bætt við mig mikið rannsóknar­ lega séð síðan. Ég taldist hæfastur og hlýt þá að hafa verið fullkom­ lega í takti við þarfir og aðstæður deildarinnar. En svo af því að það á að fara að breyta titlinum úr að­ júnkt í lektor þá uppfyllir ekkert af okkur þetta skilyrði.“ Hann segir eftirsóknarvert að hækka í tign inn­ an Háskólans því að því fylgi auk­ ið rými til rannsókna og betri kjör. Hann segir það hafa verið rætt inn­ an deildarinnar að af því að hann hafi verið talinn hæfastur þá hafi enginn verið ráðinn. Ekki skoðað Friðrik segir gróflega hafa verið brotið á sér og öðrum umsækjend­ um. Hann veltir fyrir sér hlut vara­ deildarforseta í því að hann fékk ekki starfið. „Hótunin var aldrei rannsök­ uð þó að ég hafi látið vita af henni. Það ber að rannsaka svona ásakan­ ir. Ef hinn aðilinn segir bara „nei, ég sagði þetta aldrei,“ þá getur vel verið að málið falli dautt niður en það ber að skoða þetta. En þú setur alls ekki þennan einstakling aftur í valnefnd þegar hann hefur beinlín­ is hótað að beita sér gegn ákveðn­ um einstaklingi sem sótti um. Ég hef gagnrýnt ýmislegt í stjórnun deildarinnar í gegnum tíðina og lít á þetta mál sem tilraun til þöggun­ ar og ekkert annað.“ Friðrik hefur sent sviðsstjóra starfsmannasviðs Háskóla Íslands formlegar kvartanir vegna þessara mála en DV hefur bréfin tvö undir höndum. Samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Jóhönnu Guðmunds­ dóttur sviðsstjóra starfsmannasviðs þá er málið til umfjöllunar og bú­ ast má við svari á mánudag. Krist­ ín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Ís­ lands hefur ekki fengið málið inn á borð til sín þar sem því var beint til sviðsstjóra Starfsmannasviðs. Ekki náðist í Ingjald Hannibalsson, for­ seta viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, við vinnslu fréttarinnar. 14 Fréttir 7.–9. september 2012 Helgarblað n Aðjúnkt segir sér hafa verið hótað n Sakar Háskóla Íslands um að hafa brotið stjórnsýslulög Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „ÞETTA ER ÞÖGGUN“ „Þetta snýst um að gera þetta faglega og ráða fólk á réttum forsendum Segir sér hafa verið hótað Friðrik segir að það hafi verið gengið framhjá sér við ráðningu í lektorsstöðu í viðskiptadeild Háskóla Íslands og að sér hafi verið hótað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.