Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Page 23
Þetta verður svona
bland í poka
Ég er ekkert
smeykur
Það hafa nokkrir
sótt um en hætt við
Siggi stormur spáir fyrir um veðrið á komandi vetri. – DV Aðalmeðferði í meiðyrðamáli gegn Teiti Atlasyni hófst á miðvikudag. – DVÁsdís Jenna Ástráðsdóttir hefur auglýst eftir aðstoðarfólki. – DV
F
öðuramma mín var komin und-
ir fertugt, þegar hún fékk kosn-
ingarrétt. Það var 1915, en það ár
fengu danskar og íslenskar kon-
ur almennan kosningarrétt í áföngum,
tveimur árum síðar en norskar konur
og sex árum á undan sænskum konum.
Sænskar konur fengu að vísu kosningar-
rétt 1718, ef þær greiddu skatta, en þær
misstu hann aftur 1771. Breskar kon-
ur fengu ekki kosningarrétt í þingkosn-
ingum fyrr en 1928, í sveitarstjórnar-
kosningum 1869. Bandarískar konur
fengu almennan kosningarrétt 1920 skv.
breytingu á stjórnarskrá, en ýmis fylki
Bandaríkjanna höfðu veitt konum kosn-
ingarrétt fyrir þann tíma. Franskar konur
fengu ekki almennan kosningarrétt fyrr
en 1945.
Nýfengin réttindi
Hvers vegna rek ég þessa sögu hér? Ég
geri það til að minna á, að óskorað lýð-
ræði og fullt jafnrétti kynjanna eru ný-
fengin réttindi, sem við þurfum að um-
gangast af alúð og virðingu og getum
ekki alltaf gengið út frá sem gefnum hlut,
ef við gætum ekki að okkur. Við þurfum
að sýna viljann í verki.
Lýðræðið á illskeytta óvini. Það sann-
ast á tilburðum andstæðinga frum-
varps stjórnlagaráðs, sem sæta færis að
gera lítið úr þjóðaratkvæðagreiðslunni
um frumvarpið 20. október næstkom-
andi og sýna lýðræðinu með því móti
makalausa lítilsvirðingu. Fyrst hrintu
þeir hagkerfinu fram af bjargbrúninni
2008 með glórulausri óstjórn efnahags-
mála og bankamála. Þeir harðneita enn
að biðjast afsökunar og axla ábyrgð, þótt
níu binda skýrsla rannsóknarnefndar
Alþingis ræki ábyrgðina til þeirra, með-
al annars til þriggja nafngreindra ráð-
herra og fjögurra embættismanna; þar
af voru fjórir sjálfstæðismenn. Þá tóku
þeir upp baráttu gegn þeirri ákvörðun
Alþingis að verða við kröfum búsáhalda-
byltingarinnar 2009 um nýja stjórnar-
skrá, kröfum, sem RNA tók undir í skýr-
slu sinni 2010 og einnig þjóðfundurinn
sama ár. Þessu næst beittu þeir málþófi
á Alþingi til að koma í veg fyrir að vilji
þingmeirihlutans til að halda þjóðarat-
kvæðagreiðslu samhliða forsetakjöri 30.
júní næði fram að ganga. Loks reyndu
þeir aftur að beita málþófi á þingi til að
koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl-
una 20. október, en það tókst ekki. Nú
reyna þeir að telja kjósendur af því að
neyta atkvæðisréttar síns fram á kjör-
dag, en kosningin er þegar hafin. And-
stæðingar nýrrar stjórnarskrár með
helstu forustumenn Sjálfstæðisflokksins
í broddi fylkingar reyna að traðka á lýð-
ræðinu við hvert fótmál. Varla verður því
trúað að óreyndu, að óbreyttir flokks-
menn taki þátt í þessari aðför að lýð-
ræðinu með því að sitja heima.
Hvers vegna mæla andstæðing arnir
ekki gegn frumvarpinu með rökum og
hvetja kjósendur til að greiða atkvæði
gegn frumvarpinu og einstökum ákvæð-
um þess? Hvers vegna ráða þeir kjós-
endum ekki að greiða atkvæði gegn því,
að auðlindir landsins komist í þjóðar-
eigu? Hvers vegna ráða þeir kjósendum
ekki að greiða atkvæði gegn jöfnu vægi
atkvæða og persónukjöri við hlið lista-
kjörs í alþingiskosningum? Hvers vegna
ráða þeir kjósendum ekki að greiða at-
kvæði gegn beinu lýðræði og greiðum
aðgangi almennings að upplýsingum í
fórum stjórnvalda? Spurningarnar svara
sér sjálfar. Andstæðingar frumvarpsins
reyna heldur að koma því til leiðar, að
kjörsókn verði lítil, að því er virðist til að
geta reynt að varpa rýrð á niðurstöðu at-
kvæðagreiðslunnar eftir á með skírskot-
un til lítillar kjörsóknar. Þó hefur það
aldrei gerst, að úrslit atkvæðagreiðslu
séu talin ógild vegna ónógrar kjörsóknar,
enda er engin heimild í lögum til slíkrar
túlkunar. Það er grundvallarregla í okk-
ar stjórnskipun, að meirihlutinn ræður
óháð kjörsókn.
Reginsvik í Færeyjum
Færeyingum var boðið til þjóðarat-
kvæðagreiðslu 1946 um fullt sjálfstæði
eyjanna, tveim árum eftir lýðveldis-
stofnunina á Þingvöllum 1944. Sam-
bandsflokkurinn, stærsti flokkur Fær-
eyja, lagðist gegn sjálfstæði eins og hann
gerir enn, en hann treysti því ekki, að
kjósendur fylgdu leiðsögn hans, og fór
því að eins og Sjálfstæðisflokkurinn nú:
hann gerði lítið úr atkvæðagreiðslunni
fyrirfram og hvatti fólk til að sitja heima
eða skila auðum eða ógildum atkvæða-
seðlum. Aðför Sambandsflokksins að
lýðræðinu mistókst, kjörsókn var 67%.
Sjálfstæðissinnar sigruðu með 51% at-
kvæða gegn 49%. (Nánar tiltekið fengu
sjálfstæðissinnar 49%, sambandssinn-
ar 47%, og 4% atkvæðaseðla voru auð
eða ógild.) Færeyska þingið lýsti fáein-
um dögum síðar yfir stofnun lýðveld-
is að íslenskri fyrirmynd. Eigi að síður
ákvað kóngurinn, Kristján tíundi, fyrir
hönd dönsku stjórnarinnar að hafa úr-
slitin og ákvörðun lögþingsins að engu,
sendi herlið til Færeyja, leysti þing-
ið upp á þeirri forsendu, að lýðveldis-
stofnun í Færeyjum bryti gegn stjórn-
arskránni, og boðaði til nýrra kosninga.
Þarna voru framin reginsvik við fær-
eysku þjóðina, en Færeyingar fengu að
vísu heimastjórn 1948, og þar við situr
enn.
Öruggasta leiðin til að tryggja, að sams
konar svik verði ekki framin á Íslandi,
er að fara á kjörstað og kjósa um frum-
varp stjórnlagaráðs 20. október eða fyrr.
Kjósendur hafa aldrei áður fengið slíkt
tækifæri til að kjósa um jafnt vægi at-
kvæða, auðlindir í þjóðareigu, greiðan
aðgang að upplýsingum og aðrar slík-
ar réttarbætur. Nú er lag. Látum ekki
einstakt tækifæri okkur úr greipum
ganga. Sýnum viljann í verki. Kjósum.
Þegar amma fékk að kjósa
Spurningin
„Nei. Þetta er hefð og mér finnst
að við ættum að halda í hefðina.
Mér finnst hún ekki gróf til dæmis
í MR miðað við aðra skóla.“
Eydís Ylfa Erlendsdóttir
21 árs nemi
„Nei, mér finnst það ekki en það
fer náttúrulega eftir skólum.“
Kristín Halla Helgadóttir
18 ára verðandi stúdent
„Alls ekki, mér finnst það bara
geðveikt. Það á alls ekki að
hætta busunum.“
Sólrún Ragna Ragnarsdóttir
16 ára nýnemi
„Mér finnst busanir til dæmis í
MR ekki of grófar, sjálf á ég ótrú-
lega ánægjulegar minningar af
minni busun. En þegar skólar eru
farnir að láta þá borða ógeðslega
hluti og synda í slori þá finnst
mér það of gróft.“
Eygló Hilmarsdóttir
20 ára verðandi stúdent
„Alls ekki. Mér fannst þetta bara
mjög skemmtilegt.“
Kristín Sól Ólafsdóttir
15 ára nýnemi
Finnst þér busa-
vígslur of grófar?
1 Ofurölvi á busaballi MH Unglingur var vistaður í fangageymslu
lögreglu aðfaranótt föstudags.
2 Er orðin þreytt á jafnréttistali kvenna Stefanía Jónasdóttir segir
konur vera orðnar óskaplega þreytandi
vegna jafnréttistals.
3 Jón Helgi og fjölskylda selja Húsgagnahöllina Kaupendur
eru bræðurnir Guðmundur Gauti og
Egill Reynisson sem eiga Betra bak
og Dorma.
4 Veiðisvæði Samherja við Máritaníu lokast Ríkisstjórnin í
landinu færði fiskveiðilögsöguna út í
20 sjómílur og þarf Samherji að leita
á önnur mið.
5 Sálgreinir: Himinn og haf á milli fantasíu og vilja vera
nauðgað Sæunn Kjartansdóttir
sálgreinir furðar sig á umræðu um
smásagnabókina Fantasíur.
6 Vafasamt njósnaforrit Forrit fyrir snjallsíma sem getur tekið
upp símtöl og lesið SMS-skilaboð.
Mest lesið á DV.is
Stund milli stríða Það hefur verið í nógu að snúast hjá vallarstjórum Laugardalsvallar í aðdraganda leiks Íslands og Noregs, sem fram fer í dag, föstudag. Á stundum hefur
rignt eins og hellt væri úr fötu og því ekki nema von að Kristinn V. Jóhannsson hallaði sér stundarkorn að gafflinum. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Umræða 23Helgarblað 7.–9. september 2012