Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Qupperneq 26
26 Viðtal 7.–9. september 2012 Helgarblað
T
ryggvi Guðmundsson hef-
ur verið fyrirmynd ungra og
upprennandi fótboltamanna-
og kvenna um langt skeið.
Hann missti fótanna í sumar.
Gerði mistök. Áfengi er böl og því fékk
hann að kynnast.
Tryggvi sættist á að hitta blaða-
mann, rifja upp ferilinn og rekja at-
burði sumarsins. Hann hefur ekkert
að fela. Hann vill fyrst og fremst skilja
sjálfan sig og bæta sig.
„Mannorð mitt finnst manni ekki
upp á marga fiska í dag,“ segir Tryggvi.
„Maður var með bullandi respekt á
vellinum. Það er ekki endilega þannig
í dag.“
Hækkaður um bekk
Tryggvi er Vestmannaeyingur í húð og
hár. Hann fæddist hins vegar í Reykja-
vík ári eftir gos. „Mamma og pabbi
voru bara unglingar þegar þau áttu
mig, ég var slys,“ segir hann glettinn.
„Þau bjuggu aldrei saman. Ég á stóra
fjölskyldu, á tvö systkini mömmu
megin og fjögur
pabba megin og
er í góðum sam-
skiptum við þetta fólk.
Ég bjó hjá mömmu úti í Eyjum meira
og minna alla æskuna. Ég fór reglu-
lega til pabba sem flutti hingað í bæ-
inn rétt eftir gosið.“
Tryggvi var bráðger drengur og
fljótt komu í ljós ótvíræðir hæfileikar
hans. Bæði til íþrótta og til náms.
„Ég var í öllu sem hægt var að vera
í úti í Eyjum. Ég var í handbolta og fót-
bolta, ég byrjaði fimm, sex ára eins
og flestir. Svo var ég eitthvað að fikta
í golfi líka.
Ég átti góða æsku hjá móður minni
í Eyjum. Ég var auðvitað alltaf á æf-
ingum en var líka mikill skólastrák-
ur á yngri árum. Mér gekk reyndar
mjög vel í skóla. Ég var til að mynda
hækkaður um bekk og var með góð-
ar einkunnir.
Ég blandaði því geði við tvo ár-
ganga og var vinmargur. Ég var með
‚74 árganginum í íþróttunum
og ‚73 árgangi í náminu. Mér var
alltaf boðið í flest afmælin,“ segir
hann og hlær.
Alltaf verið skapstór
Tryggvi er skapstór. Hann segist ætíð
hafa glímt við skapgerðina. Stund-
um hafi hún verið honum til trafala
en öðrum stundum var hún honum
frekar til framdráttar.
„Það var mikið keppnisskap í mér.
Keppnisskapið var vandræðalegt fyr-
ir mömmu og pabba þegar þau komu
að horfa á mig. Maður var að fara úr
treyjunni og henda henni í grasið og
hlaupa út af, svo var maður skamm-
andi samherjana og dómarana í
æðiskasti. Mér er minnisstætt að ég
fékk einu sinni gult spjald og sló það
úr hendi dómarans. Þá var ég 11 eða
12 ára. Ég er enn með þetta skap en
er kannski búinn að læra að fela tilf-
inningar mínar betur enda væri það
hálfskrýtið af gömlum karli að láta
„Mér finnst ég
hafa bru ðist“
Tryggvi Guðmundsson hefur átt afleitt en lærdómsríkt ár. Hann greindist
með blóðtappa í fæti og fór á blóðþynningarlyf. Skömmu fyrir Íslandsmótið var
hann stöðvaður drukkinn undir stýri í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið fór hann beint
á Vog. Um verslunarmannahelgina var hann svo settur í agabann vegna drykkju.
Kristjana Guðbrandsdóttir settist niður með Tryggva og ræddi um ferilinn,
eftirsjána og viljann til að vinna aftur traust.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal „Núna var
ég farinn
að sprauta mig í
magann