Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Page 34
34 7.–9. september 2012 Helgarblað
Stórafmæli
Stórafmæli
Séra Lena Rós Matthíasdóttir 40 ára 7. sept.
Haukur Þór Sveinsson 40 ára 8. september
33 ára 8. sept.
Rokksöngkonan með viskíröddina, Pink, sem
gaf út Get The Party Started.
47 ára 9. sept.
Hinn sífyndni Adam Sandler fagnar
afmæli á sunnudaginn.
58 ára 7. sept.
Corbin Bernsen leikarinn sem leikur hinn
ógeðfellda lögfræðing í LA Law.
7. september
1191 – Þriðja krossferðin: Ríkharður
ljónshjarta sigraði Saladín í orrust-
unni við Arsuf.
1822 – Brasilía lýsti yfir sjálfstæði.
1874 – Sigurður Guðmundsson
málari lést, 41 árs. Aðeins mánuði
fyrr hafði hann ásamt Sigfúsi
Eymundssyni séð um þjóðhátíðina,
sem haldin var á Þingvöllum.
1972 – Ísland og Belgía gerðu með
sér samning um heimildir fyrir
belgíska togara til fiskveiða innan
50 mílna markanna í tvö ár.
1992 – Haraldur 5. og Sonja,
konungshjón Noregs, komu í þriggja
daga opinbera heimsókn til Íslands.
1998 – Fyrirtækið Google var
stofnað.
2000 – Íslenska kvikmyndin
Íslenski draumurinn frumsýnd.
8. september
1208 – Víðinesbardagi milli liðs
Ásbirninga og Svínfellinga og liðs
Guðmundar Arasonar Hólabiskups.
1636 – Elsti háskóli Bandaríkjanna,
New College, síðar þekktur sem
Harvard-háskóli, var stofnaður.
1891 – Brú yfir Ölfusá var vígð að
viðstöddu miklu fjölmenni. Þetta
var fyrsta hengibrú á Íslandi.
Þessi brú var í notkun þar til annar
burðarstrengur hennar slitnaði 6.
september 1944.
1908 – Peter Adler Alberti
Íslandsráðherra játar á sig fjársvik
og skjalafals.
1921 – Goðafoss, annað skip
Eimskipafélags Íslands með þessu
nafni, kom til Íslands í fyrsta sinn.
1931 – Staðfest voru lög um
notkun bifreiða. Hámarkshraði var
hækkaður úr 18 í 25 kílómetra á
klukkustund í þéttbýli og 40 km/
klst utan þéttbýlis.
1931 – Tóbakseinkasölu aftur
komið á á Íslandi.
1943 – Síðari heimsstyrjöldin:
Tilkynnt var um vopnahlé milli
bandamanna og Ítalíu.
1973 – Rússnesk njósnatæki
fundust í Kleifarvatni.
1975 – Dagblaðið, frjálst og óháð
dagblað, hóf göngu sína.
1977 – Þriðja hrina Kröfluelda hófst
og gaus norðan við Leirhnjúk. Þetta
gos stóð aðeins til næsta dags.
1979 – Tvö hundruð ár voru liðin
frá andláti Bjarna Pálssonar, fyrsta
landlæknis á Íslandi, og var þess
minnst með minnisvarða, sem
afhjúpaður var við Nesstofu á
Seltjarnarnesi, en þar bjó Bjarni.
1991 – Lýðveldið Makedónía varð
sjálfstætt ríki.
2007 – Bílsprengja varð yfir 50
manns að bana í Dellys í Alsír.
9. september
1000 – Svoldarorrusta átti sér
stað í Eystrasalti þar sem Ólafur
Tryggvason lést.
1087 – Vilhjálmur rauður varð
konungur Englands.
1208 – Víðinesbardagi var háður
í Hjaltadal, en þó gæti hann hafa
verið daginn áður. Höfðingj-
ar sóttu með mikinn her að
Guðmundi góða Arasyni, biskupi
á Hólum. Í þessum bardaga féll
Kolbeinn Tumason.
1913 – Íþróttafélagið Þór stofnað
í Vestmannaeyjum.
1914 – Orrustunni við Marne lauk.
1926 – Snjókoma var og vöknuðu
Reykvíkingar við alhvíta jörð að
morgni. Talið er að aldrei hafi gert
alhvítt fyrr að hausti í Reykjavík.
1942 – Breskum flugmanni tókst
á síðustu stundu að beina flugvél
sinni frá húsi í Elliðaárdalnum er
hann brotlenti þar í kartöflugarði.
1998 – Háhyrningurinn Keikó
kom til Vestmannaeyja.
Merkis-
atburðir Prestur með dómara-
próf í knattspyrnu
É
g fæddist í heimabæ
móður minnar, Akureyri
þann 7. september 1972
klukkan 7 mínútur í sjö
um morguninn og er því
orðin fertug í dag. Föðurfólkið
mitt er frá Ólafsfirði þar sem ég
ólst upp við allt það ríkidæmi
sem lítið þorp úti á landi hefur
upp á að bjóða,“ segir Lena Rós.
Ólst upp á Ólafsfirði
Lena segir að fyrstu árin hafi
hún búið í seilingarfjarlægð
frá fjörunni í húsi langömmu
sinnar og lært snemma á skóflu
og fötu og listina að láta sjóinn
ekki ná sér: „Stundum kallað
ist maður á við hafið, stund
um sat maður flötum beinum
í sandinum og rann einhvern
veginn saman við hvissið í
sjónum og gargið í fuglunum.
Allt um kring iðaði bryggjan
af vinnandi fiskvinnslufólki og
lyktin af seltu og þara smaug
inn fyrir merg og bein. For
eldrar mínir voru útgerðar
menn og því má segja að ég
hafi snemma pissað í saltan
sjó.“ Lena segir að Ólafsfjörð
ur sé annáluð vetrarparadís
og þegar hún stálpaðist æfði
hún skíðagöngu yfir vetrar
mánuðina en langhlaup og fót
bolta á sumrin. „Svo var þetta
eins og gengur, maður tók þátt í
öllu sem í boði var, skátum, kór,
frjálsum íþróttum, æskulýðs
fundum, tónskóla og svo fram
vegis.“ segir Lena Rós um lífið
fyrir norðan.
„Einhver fallegasta minning
mín úr æsku er einmitt tengd
brölti mínu og frænku minn
ar, Kristjönu J. Ásbjörnsdóttur.
Við höfðum komið okkur upp
fínasta búi úr tóftum sem
við fundum lengst uppi í Ós
brekkufjalli og lærðum löngu
síðar að hefði verið Ósbrekku
kot. Við gerðum samning við
Skíða frænda á Trésmíðaverk
stæðinu og fengum timbur í
skiptum fyrir að naglhreinsa
vænan spýtnahaug á bak við
verkstæðið. Svo roguðumst við
með þetta upp í fjall, settum
upp borð og bekk og gerðum
þetta voðalega huggulegt. Þá
munaði sannarlega um upp
þvottaburstann sem við fund
um í fjörunni og brúsann sem
endaði sem blómavasi. Þetta
voru dásamlegir tímar enda er
æskan böðuðu ljóma.“
Lærði til prests
Lena Rós gekk í Grunnskóla
Ólafsfjarðar: „Ég er svo lánsöm
að eiga foreldra sem þreytt
ust ekki á því að segja mér að
ég væri mikils virði, að ég væri
hæfileikarík, gáfuð og sterk og
gæti gert hvað sem ég vildi.
Þau hvöttu mig til náms og fyr
ir það verð ég þeim ávallt þakk
lát.“ Eftir grunnskóla tók Lena
fyrsta árið á uppeldisbraut í
framhaldsdeildinni í Ólafs
firði, annað árið á málabraut í
Menntaskólanum á Akureyri
og þriðja árið á íþróttabraut í
Verkmenntaskólanum á Akur
eyri. Hún ætlaði svo að útskrif
ast af félagsfræðibraut, en fékk
ekki að skipta einu sinni enn
og varð því stúdent frá íþrótta
braut VMA. „Ætli ég sé ekki eini
presturinn í Þjóðkirkjunni sem
er búinn að taka dómarapróf í
fótbolta og með þjálfararéttindi
í hinum ýmsu íþróttagreinum,“
segir þessi skemmtilega kona.
Þvælingurinn á Lenu milli
brauta og skóla á sér einfalda
skýringu: Ég vissi að ég vildi
verða prestur en fannst það
ekki ,,sexí“ eða ,,smart“ (sem
var býsna mikilvægt á þessum
árum) svo ég barðist í raun
inni gegn þeirri hugsun. En að
lokum lét ég undan kölluninni
og árið 1995 hóf ég nám í guð
fræði við Háskóla Íslands,“ seg
ir Lena.
Lena útskrifaðist sem Cand.
Theol. og síðan þá hefur hún
einnig lokið diplómu í sál
gæslufræðum frá H.Í./E.H.Í:
„Eftir útskrift þurfti ég að bíða
í tvö ár eftir lausu ,,brauði“, en
nýliðun í prestastétt er frekar
hæg. Ég var mjög heppin og
fékk fyrsta auglýsta brauð eft
ir útskrift og var vígð af herra
Karli Sigurbjörnssyni til þjón
ustu við Grafarvogssöfnuð. Á
hlaupársdegi, þann 29. febrú
ar árið 2004, var ég sett í em
bættið og má því segja að ég
verði alltaf ung í þjónustunni.
Ég er langt komin með heilan
tug í embættinu en samt bara
búin að eiga tvo ,,afmælisdaga“.
Mér finnst það góð tilhugs
un og líka áminning um að
vera dugleg að sækja mér sí
menntun og halda mér ferskri.
Það er alltof auðvelt að verða
samdauna einhverju kerfi sem
maður kemur sér upp og daga
uppi í litla þægindahringnum.
Það á við um okkur öll, sama í
hvaða starfi við finnum okkur.“
Þakklát fyrir fjölskylduna
Lena er þakklát fyrir margt.
Auðvitað fyrir börnin sín og
segir að það að eignast barn
sé afrek sem maður fái aldrei
fullþakkað. Lena vill samt við
þessi tímamót þakka manni
sínum Hannesi Páli Víglunds
syni, fyrir að standa við hlið sér
öll þessi ár. „Við byrjuðum að
stinga saman nefjum á ferm
ingarári mínu þegar ég var ný
skriðin yfir fjórtán ára afmæl
isdaginn og hann fimmtán.
Síðan þá hefur hann staðið
með mér í gegnum súrt og sætt,
eins og það er orðað. Við eigum
svo mikla sögu saman, minn
ingar sem koma upp á færi
bandi ef ég læt hugann reika.
Til dæmis þegar hann braut ís
inn í fyrstu tjaldútilegunni okk
ar og bauð mér kleinu þegar
ég var að vonast eftir kossi eða
fyrsta bringuhárið hans sem
ég fann á undan honum eða
þegar hann var á háskólaár
um mínum að vinna á fjórum
stöðum til að koma mér náms
lánalaust í gegnum námið. Við
erum búin að skoða heiminn
saman og bökkum hvort ann
að upp á ótal vegu. En þrátt fyr
ir að árin séu orðin mörg tekst
honum alltaf að koma mér á
óvart. Eins og í hjónavígslunni
okkar þann 17. ágúst 2002 í
Ólafsfjarðarkirkju, þegar ég
kom honum á óvart með því að
láta spila sálminn ,,You never
walk alone“. Án þess að hika
eitt andartak, reis hann á fæt
ur, sneri sér til mín og bauð mér
upp í dans. Síðan þá tökum við
dansinn, hvar sem við erum
stödd, ef við heyrum sálminn
hljóma.“ Í sumar fór Lena með
alla fjölskylduna til Spánar og
frumburðurinn kom með þótt
hann sé floginn úr hreiðrinu.
Einnig fóru svo dömurnar í fjöl
skyldunni í pílagrímareisu að
Hólum í Hjaltadal til að vera við
sögulega biskupsvígslu Á tíma
mótum þegar við höldum upp
á 900 ára þjónustu karla við
Hóladómstól, fengum við að
fagna því þegar kona í embætti
biskups Íslands vígði aðra konu
til embættis vígslubiskups að
Hólum. Þar með fengu dætur
mínar að upplifa þau tímamót
þegar Þjóðkirkjan opnaði dyr
sínar upp á gátt, svo að öll sæti
eru nú jafnt ætluð konum sem
körlum. Þannig varð sumarið
2012 mikilvægt sumar og mun
seint gleymast“ segir Lena.
„Ég hlakka reglulega til af
mælisdagsins þar sem ég hef
ekki haldið upp á afmælið mitt
á fullorðinsaldri. Núna ætlar
Hannes Páll að mæla fyrir skál
klukkan sjö mínútur í sjö að
kveldi hins sjönda dags sept
embermánaðar og skilst mér
að ræðan verði flutt í sjö orðum.
Ég er mjög spennt að heyra
hvaða orð verða fyrir valinu.
Ég ætla að bjóða upp á smá
rétti og pinnamat og æðislega
veganköku með kaff inu. Allar
líkur eru á því að við systurnar
tökum okkur saman og dustum
rykið af gömlum dansrútínum
sem við æfðum í bílskúrnum
í gamla daga. Það var sko út
pæld kóreógrafía undir áhrif
um frá Madonnu og Michael
Jackson. Svo verður að sjálf
sögðu tjúttað inn í nóttina.“ seg
ir Lena að lokum.
H
aukur Þór er fædd
ur á heilsugæslustöð
Patreks fjarðar og alinn
upp á Barðaströnd „Það
var mjög gott að alast upp á
Barðaströndinni og það var
alltaf nóg að gera hjá okkur
krökkunum og ég á ótal góð
ar minningar frá æskuárunum
þar,“ segir Haukur Þór.
Þegar Haukur Þór hóf
grunn skólagöngu sína fór hann
í Grunnskólann í Birkimel í 1.
8. bekk en 9. bekkinn, sem í dag
er 10. bekkur, tók hann í Reyk
holtsskóla í Borgarfirði.
„Sumarið fyrir 9. bekkinn
byrjaði ég svo til sjós og eft
ir það var ekki aftur snúið því
ég er þar enn og hef aldrei
gert neitt annað en það. Ég
er í dag kokkur á frystitogar
anum Helgu Maríu sem HB
Grandi gerir út, ásamt því að
gera út smábáta sem ég á í fél
agi við annan mann. Það er
mjög skemmtilegt og góð til
breyting frá löngum útiverum
á togaranum,“ segir Haukur
Þór sem greinilega er sjómað
ur út í gegn.
Aðspurður um uppáhalds
minningar sínar frá fullorð
ins árunum segir Haukur Þór:
„Ég á 3 fallega og góða drengi
og eru fæðingar þeirra mín
ar bestu minningar frá því að
ég varð fullorðinn. Við gerð
um margt skemmtilegt í sum
arfríinu, til dæmis fórum við
nokkrar ferðir vestur í sveitina
þar sem er hvergi betra að
vera. Auk þess fór fjölskyld
an á Unglingalandsmót á Sel
fossi þar sem drengirnir tóku
þátt í flestu sem í boði var og
stóðu sig með stakri prýði og
þetta var mjög fjölskylduvæn
skemmtun og eftirminnileg.“
Haukur Þór skellti sér svo
á Danska daga í Hólminum
með góðum vinum í sumar og
segir hann það hafi verið ofsa
lega gaman. Hann mun fagna
þessu stórafmæli sínu úti á sjó
eins og svo oft áður.
Fagnar afmæli sínu úti á sjó
Haukur Þór „Ég á 3 fallega
og góða drengi og eru fæðingar
þeirra mínar bestu minningar
frá fullorðinsárunum.“
Séra Lena Rós
Dustar rykið af
dansrútínum með
systrum sínum