Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Síða 44
Ævintýrin í stofunni Í búðin er í funkishúsi í hverfi þar sem flest húsin voru reist á fjórða áratug síðustu aldar. Ragnheið- ur og fjölskylda hennar hafa búið í íbúðinni í um áratug. Þegar fest voru kaup á henni voru veggir í ýms- um litum – svo sem vínrauður, blár og gulur – og innihurðir voru grænmál- aðar. Hjónin byrjuðu á því að mála alla veggi hvíta auk þess að skipta um glugga, rúður og blöndunartæki. Tíminn leið og í dag skreyta íbúð- ina fallegir hlutir hvort sem um er að ræða húsgögn eða listaverk. Hvað með stílinn? „Hann er litríkur og einfaldur. Hann er líka fjölbreyttur þótt hann sé einfaldur. Ég þarf alltaf að vera að breyta; svo sem skipta um púða og á veturna er ég mikið með kertastjaka en blómavasa á sumrin.“ Athygli vekja leirvasar í grúpp- um hér og þar. Uppstillingar. „Mað- urinn minn segir oft að ég setji upp mínísýningar. Ég safna íslensku keramiki.“ Hún nefnir nöfn nokkurra listamanna en listaverk eftir þá skreyta rýmið. Rjúpa Guðmundar frá Miðdal á sinn sess í stofunni. Situr þar hreyfingarlaus. Voldugur leðurstóll er í stof- unni. Afi Ragnheiðar átti hann. Þá er þar Panton-stóll klæddur fjólubláu áklæði. Þar er líka hvítur Panton- lampi. Svartur leðursófi. Kartel-stóll. Lágir skápar sem málaðir voru hvítir, bláir og gulir. Íbúðin er tveggja herbergja og sonurinn ræður ríkjum í svefnher- berginu. Foreldrarnir létu hins vegar stúka af horn í stofunni og þar sofa þeir. Minnir svolítið á baðstofu. „Ég kalla þetta ástarhreiðrið.“ Græn, bros- andi risaeðla úr við skreytir rýmið. Stofan er hlýleg. Þar er nóg um að vera. Gamlir og nýir hlutir, bækur og listaverk. Leirinn Ragnheiður segir að uppáhaldslitur- inn sinn sé fjólublár og á borðstofu- borðinu eru fjólubláar súpuskálar og tarína úr leir sem hún gerði sjálf; kannski svolítið út í bleikt. Hún er bæði leirlistamaður og iðnhönnuður að mennt en hefur lagt áherslu á leirinn. Þá vinnur hún sem auglýsingahönnuður og kennir bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. Hvaðan fær hún hugmyndir? „Ég hef stundum á tilfinningunni að ég safni í sarp; ég segi oft að það mætti halda að álfar og tröll gefi mér hug- myndir. Ég er undir áhrifum af því sem verður á vegi mínum dagsdaglega og skapa þeim nýtt hlutverk í samtíðinni.“ Hún segist oft búa til hluti sem eru á milli klassískrar hönnunar og „kitsch“. „Ég nota þekkt fyrirbæri úr okkar daglega lífi, spila með klisj- ur, finn það sem máli skiptir í tíðar- andanum og byggi upp nýja mynd. Málið snýst ekki einvörðungu um að gera gamlar klisjur varanlegar held- ur ekki síður að bæta inn í verkið möguleikum til framtíðar. Ég leik mér á jaðri handverks og iðnaðar og leyfi handverkinu að njóta sín.“ Fjólubláu – eða bleikleitu – súpu- skálarnar og tarínan fá að njóta sín á borðstofuborðinu. Svava Jónsdóttir Þær eru ólíkar. Engar tvær eins. Misstórar. Misbjartar. Naumhyggjan ræður sums staðar ríkjum. Annars staðar eitthvað allt annað. Gamlir og nýir hlutir, bækur og listaverk einkenna stofuna á heimili Ragnheiðar Ingunnar Ágústsdóttur og fjöl- skyldu hennar. Þar er borðað, spjallað, leikið og sofið. 44 Lífsstíll 7.–9. september 2012 Helgarblað Borðstofan Gamalt og nýtt. Hjónin létu yfirdekkja stólana og kollana með kýrskinni. Bókahillan Bækur, myndir og ýmislegt fleira skreytir bókahillurnar. Skenkur og listaverk Málverkið er eftir Sigtrygg Baldursson. Lampinn er frá Art Form. Hái vasinn er eftir Steinunni Marteinsdóttur. Fallegt Ljósmynd af Ragnheiði og syni hennar. Þau máluðu síðan myndir hvort af öðru. Litirnir Litirnir úr bakkanum voru skannað- ir og skápar í stofunni málaðir í sömu litum. Þægilegt Ragnheiður situr í sófa frá Epal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.