Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Qupperneq 2
2 Fréttir 7.–9. desember 2012 Helgarblað É g hef verið að spá í liti frá því ég var um 10–12 ára en fór svo að dunda mér við þetta fyrir svona um 10 árum,“ seg- ir Ragnar Hermannsson, 84 ára áhugalistmálari á Selfossi. Hann hefur lengi haft áhuga á mynd- list en fór þó ekki að mála sjálfur myndir fyrr en hann var kominn á áttræðisaldur og hættur að vinna. Ragnar starfaði á árum áður við bílasprautun þar sem hann fékkst mikið við blöndun lita og fékk þar útrás fyrir áhuga sinn á litaflór- unni. Fyrir um 10 árum ákvað hann að láta verða af því að fara að mála og skellti sér á myndlistarnámskeið þar sem hann lærði undirstöðuat- riðin í málaralistinni. Síðan þá hef- ur hann setið nokkur námskeið. „Ég hef farið á nokkur námskeið, bæði hjá Sjöfn Har og Katrínu Briem,“ segir Ragnar. Málar það sem fyrir augu ber Hann hefur verið iðinn með pensilinn undanfarin ár og málað margt af því sem fyr- ir augu hans hefur borið – að- allega landsslagsmyndir en líka myndir af fólki, bæði sem hann þekkir sem og þjóðþekkt- ar persónur og aðrar honum minna kunnar. Á myndunum er að finna kunn fjöll og fossa úr náttúru Íslands sem og óþekktara út- sýni, til að mynda landslag frá Færeyjum og Spáni sem Ragn- ar hefur tekið myndir af og málað eftir að heim var komið. Einnig málar hann fólk, sumt þekkt eins og ein búann Gísla á Uppsölum, Árna Johnsen og einnig annað minna þekkt fólk. Hann segist mála það sem fyrir augu ber. „Stundum mála ég eftir myndum af fólki sem ég finn í blöðum,“ segir hann og bendir á stóran blaðabunka á borðstofuborðinu hjá sér þar sem hann hefur safnað sama áhuga- verðum myndum. Hann hefur líka verið duglegur að taka mynd- ir á ferðalögum og mála eftir þeim þegar heim er komið. Á annað hundrað mynda Afraksturinn hefur hann sýnt tvisvar á sýningum, núna síðast á bókasafn- inu í Þorlákshöfn í september. Hann hefur þó ekki viljað selja myndirnar en hefur gefið barnabörnum og vin- um einhverjar. Myndirnar eru orðnar fjölmargar en margar þeirra prýða veggi á heimili Ragnars en hann málar í stofunni heima hjá sér. „Ætli myndirnar séu ekki orðnar um tvö hundruð talsins, eitt- hvað svoleiðis,“ segir Ragnar. Eden í ljósum logum Meðal þeirra málverka sem finna má hjá Ragnari eru myndir af brennandi Eden en Ragnar er alinn upp í Gerðar- koti í Ölfusi og því nátengdur Hvera- gerði. „Ég er búinn að breyta þessari þrisvar,“ segir Ragnar um mynd sem er á trönunum hjá honum um þess- ar mundir af logandi Eden. „Ég næ henni ekki alveg eins og ég vil hafa hana,“ segir hann íhugull. Ragnar seg- ist þó lítið hafa málað undanfarna sex mánuði en útilokar ekki að það standi til bóta og hann haldi áfram að sinna þessu áhugamáli sínu. n Bolað burt 3 „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ sagði Gunnar Þorsteins- son, sem oftast er kenndur við Kross- inn, við DV á mið- vikudag aðspurður hvers vegna hann hafi verið rekinn úr stjórn áfanga- heimilisins Krossgatna. Það var Gunnar sem setti Krossgötur á lagg- irnar fyrir 25 árum og hefur verið, þar til nú, formaður stjórnar áfanga- heimilisins frá upphafi. Áfanga- heimilið er hugsað sem skamm- tíma búsetuúrræði fyrir einstaklinga sem hafa lokið áfengis- og/eða vímuefnameðferð. Ástæðu þess að Gunnari var vikið úr stjórn má rekja til aðalfundar Krossins sem haldinn var í maí síðastliðnum. Stýrir Iceland- keðjunni 2 Jón Ásgeir Jó-hannesson, fjárfestir og fyrr- verandi aðaleig- andi Baugs, stýrir Iceland-keðjunni á Íslandi á bak við tjöldin. Þetta kemur fram í tölvu- pósti frá Jóni Ásgeiri til starfsmanns Iceland-búðanna, Guðrúnar Þórs- dóttur, eiginkonu föður hans sem var annar stjórnarmanna rekstrar- félags Iceland, og Einars Þórs Sverr- issonar lögmanns. Í allri umfjöllun um Iceland-keðjuna er faðir Jóns Ásgeirs, Jóhannes Jónsson, sagður vera eigandi Iceland-keðjunnar og hefur Jón Ásgeir ekki verið bendlað- ur við verslanirnar opinberlega með beinum hætti. Sviðsett ráðn- ingarferli 1 Tuttugu og sjö ára lögfræði- nemi, Sara Lind Guðbergsdóttir, var ráðinn úr hópi fjöl- margra umsækjanda í eina af æðstu stöð- um stéttarfélagsins VR í apríl síðast- liðnum. Sara Lind hafði á þessum tíma ekki lokið lögfræðinámi sínu í Háskóla Íslands og hafði takmark- aða starfsreynslu. Samt varð það úr að hún fékk starfið í kjölfar ráðn- ingarferlis sem Capacent sá um. Um 400 umsækjendur sóttu um starfið, sem Sara Lind fékk, og tvö önnur störf hjá VR. Ráðningin hefur valdið titringi innan stjórnar VR sökum þess að Sara er sambýliskona formanns VR, Stefáns Einars Stefánssonar. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Lét drauminn loksins rætast n Ragnar byrjaði að mála myndir á áttræðisaldri n Úr bílasprautun í myndlist Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Árni Johnsen Hér má sjá mynd Ragnars af Árna Johnsen þingmanni. Listamaðurinn Hér má sjá Ragnar í stofunni heima hjá sér á Selfossi þar sem hann er með vinnuaðstöðu. Eins og sjá má úir og grúir af myndum eftir hann á heimili hans en listaverkin eru orðin á annað hundrað talsins. Myndir Sigtryggur Ari Logandi Eden Hér stendur Ragnar hjá nokkrum mál-verka sinna. Á veggnum má meðal annars sjá logandi Eden. Tvíbentur fögnuður „Auðvitað hefðum við frekar viljað að þörfin fyrir okkur væri að minnka en það er ekkert sem bendir til þess að það sé að gerast. Þá fögnum við því að konur stígi út úr ofbeldinu og komi þá til okkar.“ Þetta sagði Sigþrúður Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Kvenna- athvarfsins, á fimmtudag en þá var því fagnað að þrjátíu ár eru síðan Kvennaathvarfið var opnað. Hún sagði tilfinningarnar blendnar á þessum tímamótum: „Að fagna því að það hafi í þrjátíu ár verið til athvarf fyrir konur sem ekki geta dvalið heima hjá sér vegna ofbeld- is er auðvitað svolítið tvíbent.“ Hún ítrekaði þó að það sé fagnaðarefni að til sé skjól fyrir konur sem beitt- ar séu ofbeldi og að sífellt fleiri konur kjósi að sækja í þetta skjól. Áttu að leita „allra leiða“ Karl Wernersson, fyrrverandi aðal eigandi og stjórnarformaður Milestone, segir að stjórn fé- lagsins hafi falið stjórnend- um að leita „allra leiða“ til að ganga frá endurfjármögnun á hlutabréfum Þáttar International í Glitni í febrúar 2008. Karl segir að jafnvel þó Milestone hafi ekki verið eigandi Þáttar International heldur Sjóvá hafi félagið verið innan samstæðu Milestone og því hafi verið talið mikilvægt að fjalla um málið á „æðsta level“: „Það var fjallað um þetta mál á stjórnarfundi hjá Milestone. Þar var stjórnendum félagsins falið að leita allra leiða til að leysa þetta mál.“ Karl var annars stutt í vitnastúkunni – um tíu mínútur – þar sem hann sagðist ekki muna nægilega eftir þeim atburðum sem hann var spurður út í. Hann sagðist þurfa að skoða gögn sín til að muna hluti eins og hversu stóran hlut í Þætti International félög hon- um tengd hefðu átt og eins svar við þeirri spurningu hvort Mile- stone hefði verið í sjálfskuldar- ábyrgð fyrir láninu sem Þáttur International fékk frá Morgan Stanley. Þá mundi Karl heldur ekki hver fjármagnaði hlutabréf í Glitni í eigu félaga sem tengd- ust Milestone áður en Morgan Stanley tók við þessari fjármögn- un árið 2007.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.