Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Page 10
10 Fréttir 7.–9. desember 2012 Helgarblað
14 þúsundum
fleiri ferðamenn
Alls fóru 36.950 erlendir ferða-
menn frá landinu í nóvember síð-
astliðnum, eða um 14 þúsundum
fleiri en í sama mánuði árið 2011.
Fjölgunin nemur tæplega 61 pró-
senti á milli ára. Þetta kemur fram
í tölum frá Ferðamálastofu sem
heldur utan um ferðamannafjölda
til landsins.
Þegar litið er til fjölda ferða-
manna í nóvembermánuði á ell-
efu ára tímabili, frá 2002 til 2012,
má sjá 13,2 prósenta aukningu
milli ára að jafnaði frá árinu 2002.
Ferðamönnum hefur fjölgað úr
12.400 í tæplega 37 þúsundir, sem
er nærri þreföldun.
Í tilkynningu sem Ferðamála-
stofa sendi frá sér kemur fram að
af einstaka þjóðernum hafi flestir
ferðamenn í nóvember verið frá
Bretlandi, eða 27,7 prósent, og
Bandaríkjunum, eða 17,4 prósent.
Ferðamenn frá Noregi (8,3%), Sví-
þjóð (5,8%), Þýskalandi (5,2%),
Danmörku (4,9%) og Frakklandi
(4,1%) fylgdu þar á eftir. Samtals
voru þessar sjö þjóðir þrír fjórðu
ferðamanna í nóvember.
Það sem af er ári hefur 618.901
erlendur ferðamaður farið frá
landinu eða 99 þúsundum fleiri
en á sama tímabili í fyrra. Um er
að ræða 19,1 prósents aukningu
milli ára. Ferðamönnum hefur
fjölgað verulega milli ára frá öll-
um mörkuðum. Þannig hefur
Bretum fjölgað um 39,5 prósent,
Bandaríkjamönnum um 18 pró-
sent, Mið- og Suður-Evrópubúum
um 13,5 prósent og ferðamönnum
sem eru flokkaðir undið „Annað“
um 24,8 prósent. Norðurlandabú-
um hefur hins vegar fjölgað minna
eða um 10,9 prósent.
Um 26 þúsundir Íslendinga
fóru utan í nóvember
síðast liðnum eða svipaður fjöldi
og í nóvember árið 2011. Frá ára-
mótum hafa 336.938 Íslendingar
farið utan, 5,8 prósentum fleiri en
árið áður þegar brottfarir mældust
um 318 þúsund.
Talning Ferðamálastofu nær
yfir allar brottfarir frá landinu um
Leifsstöð.
STJÓRNARANDSTAÐAN
TALAÐI NÆR EINGÖNGU
n Sjálfstæðismenn töluðu í rúmar þrjátíu klukkustundir
Þingmenn Ræður Aths. Samtals
Ásbjörn Óttarsson 172 71 243
Þorgerður K. Gunnarsdóttir 132 33 165
Pétur H. Blöndal 119 40 159
Birgir Ármannsson 127 26 153
Gunnar Bragi Sveinsson 80 66 146
Einar K. Guðfinnsson 132 12 144
Illugi Gunnarsson 121 11 132
Unnur Brá Konráðsdóttir 110 16 126
Kristján Þór Júlíusson 90 33 123
Ragnheiður E. Árnadóttir 94 29 123
Ragnheiður Ríkharðsdóttir 108 9 117
Tryggvi Þór Herbertsson 91 19 110
Vigdís Hauksdóttir 78 29 107
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 68 34 102
Ásmundur Einar Daðason 60 25 85
Þau töluðu mest
Hér er yfirlit yfir þá þingmenn sem töluðu mest í annarri umræðu um fjárlög næsta árs.
Listinn nær yfir þá fimmtán þingmenn sem töluðu mest. Aðeins þingmenn stjórnar-
andstöðunnar komast á listann. Litlu munaði þó að Björn Valur Gíslason, formaður
fjárlaganefndar, kæmist á listann og munaði aðeins tveimur mínútum á honum og
Ásmundi Einari Daðasyni, þingmanni Framsóknar. Ræðutíminn er mældur í mínútum.
Á
sbjörn Óttarsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins,
talaði bæði mest og lengst
af öllum þingmönnum í
annarri umræðu um fjárlög
næsta árs. Hann hefur flutt sam-
tals fjórtán ræður sem staðið hafa
í 172 mínútur. Ásbjörn hefur líka
átt flestar athugasemdirnar í um-
ræðunni, samtals 41. Flutningur
þeirra athugasemda hefur tekið
samtals 71 mínútu. Stjórnaranda-
staðan hefur talað áberandi meira í
umræðunni en þingmenn stjórnar-
flokkanna tveggja. Aðeins er tekið
mið af ræðum og athugasemdum í
umræðunni sjálfri en ekki atkvæða-
greiðslunni sem fram fór á fimmtu-
dag.
Sjálfstæðismenn tala mest
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins
hafa lagt orð í belg í umræðunni.
Þingmenn flokksins hafa varið
rúmlega þrjátíu og einni klukku-
stund í að ræða fjárlögin. Það er
tæplega 66 prósent af öllum þeim
tíma sem varið hefur verið í aðra
umræðu fjárlaganna, sem samtals
hefur staðið í um það bil 48 klukku-
stundir. Aðeins einn þingmanna
Sjálfstæðisflokksins sem tekið hafa
til máls hefur talað í skemmri tíma
en klukkustund þegar allt er talið.
Það Jón Gunnarsson sem flutti eina
fjörtíu mínútna ræðu á síðasta degi
umræðunnar. Flestir þingmennirn-
ir hafa talað í meira en hundrað
mínútur en aðeins Ásbjörn hefur
rofið 200 mínútna múrinn.
Framsóknarmenn eiga líka
nokkuð stóran hluta þess tíma
sem talað hefur verið í um málið á
þinginu. Aðeins Siv Friðleifsdóttir
hefur ekki tekið til máls af þing-
mönnum flokksins í umræðunni.
Gunnar Bragi Sveinsson er sá þing-
maður flokksins sem talað hef-
ur lengst. Hann hefur flutt fjórar
ræður sem stóðu samtals í 80 mín-
útur. Þar að auki hefur hann gert 34
athugasemdir sem tóku samtals 66
mínútur. Hann hefur því talað í 146
mínútur samtals.
Stjórnarþingmenn tala lítið
Aðeins níu þingmenn stjórnarflokk-
anna tveggja hafa stigið í ræðustól í
umræðunni. Björn Valur Gíslason,
þingmaður Vinstri-grænna og for-
maður fjárlaganefndar, hefur talað
lengst stjórnarþingmanna, sam-
tals í 83 mínútur. Sigmundur Ernir
Rúnarsson er sá þingmaður Sam-
fylkingarinnar sem talað hefur
mest. Hann hefur talað í samtals
66 mínútur. Enginn ráðherra hefur
tekið til máls í annarri umræðu um
frumvarpið. Í raun hafa stjórnar-
flokkarnir aðeins átt tíu prósent af
öllum þeim tíma sem talað hefur
verið í úr ræðustóli á þinginu í um-
ræðunni. Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsókn hafa talað í 88 prósent af
tímanum.
Stjórnarandstöðuþingmennirn-
ir Lilja Mósesdóttir og Þór Saari
hafa líka lagt orð í belg í um-
ræðunni. Þau töluðu hvort um sig í
samtals um 25 mínútur. Þau héldu
hvort sína ræðuna og gerðu hvort
um sig sautján athugasemdir í um-
ræðunni. n
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is