Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Qupperneq 14
14 Fréttir 7.–9. desember 2012 Helgarblað
*Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 320 kr./mán. greiðslugjald.
10 GB á mánuði í heilt ár fylgir með GSM símum í áskrift eða frelsi hjá Tali.
Birt með fyrirvara um verðbreytingar og prentvillur.
TALJÓL 2012
VerSlanir | KrinGlan | SMáralind | GlerárTorG | www.Tal.iS
SVonA á SAmbAnd Að VerA
ÞAð er goTT Að ViTA Af ÞVí Að með
hVerJum SnJALLSímA Sem keypTur
er hJá TALi fyLgir 10 gb noTkun á
mánuði í heiLT ár.*
kíkTu í næSTu VerSLun TALS og
nýTTu Þér hugheiLT JÓLAVerð
GleðileGa
hátíð oG
farsælt
komandi tal
* m.v. kortalán Valitors
iPhone 4 8 Gb
4.690 kr. á mán.
Vaxtalaust í 18 mán.*
10 gb á mánuði fyLgJA ÞeSSum SímA,
120 gb á ári
STAðgreiðSLuVerð 74.900 kr.
* m.v. kortalán Valitors
iPhone 5 16 Gb
9.790 kr. á mán.
Vaxtalaust í 18 mán.*
10 gb á mánuði fyLgJA ÞeSSum SímA,
120 gb á ári
STAðgreiðSLuVerð 159.990 kr.
* m.v. kortalán Valitors
iPhone 4s 16 Gb
6.890 kr. á mán.
Vaxtalaust í 18 mán.*
10 gb á mánuði fyLgJA ÞeSSum SímA,
120 gb á ári
STAðgreiðSLuVerð 110.900 kr.
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/T
AL
6
19
12
1
2/
12
Í
fyrra var það þannig að við sáum
fram á að hann þyrfti spjaldtölvu,
ýmislegt í sund og hitt og þetta sem
við höfðum ekki efni á að kaupa
handa honum. Þá fórum við að
hugsa hvað við gætum gert og hvað
Stulli gæti gert. Hann getur teiknað
þannig að við ákváðum að prófa þetta
og ætluðum nú bara fyrst að pranga
þessu inn á vini og ættingja. Síðan gekk
þetta svo vel og fólk fór að spyrja um
þetta aftur núna þannig að við ákváð-
um að endurtaka leikinn,“ segir Ragn-
heiður Gróa Hafsteinsdóttir, móð-
ir Þorsteins Sturlu Gunnarssonar, eða
Stulla eins og hann er jafnan kallaður,
um jólakort sem fjölskyldan selur til
styrktar tækjakaupum fyrir Stulla.
Ekki borgað fyrir öll tæki
Stulli er 13 ára og gengur í 8. bekk í
Vatnsendaskóla. Hann er með tauga-
hrörnunarsjúkdóminn SMA (e. Spinal
Muscular Athropy) sem veldur því að
hreyfigeta hans er takmörkuð, hann
hefur aldrei gengið né staðið og treyst-
ir á hjálp ýmissa hjálpartækja sér til
aðstoðar í sínu daglega lífi. Trygginga-
stofnun borgar fyrir Stulla hjólastól og
þau tæki sem mæta hans grunnþörf-
um en tæki sem hann þarf að nota
í tómstundum sínum, til að mynda
í sundi og til þess að hann geti sinn
öðrum áhugamálum, þarf fjölskyldan
að greiða fyrir sjálf. Þau ákváðu því
að stofna Styrktarsjóð Stulla í fyrra og
selja jólakort til þess að geta fjármagn-
að kaup á þeim tækjum, tólum og öðr-
um búnaði sem Stulli þarf til þess að
auðvelda honum lífið og gefa honum
aukið sjálfstæði. „Þegar hann var
um sex mánaða þá fórum við að láta
athuga hann því okkur grunaði að ekki
væri allt með felldu. Þegar hann var 13
mánaða fékk hann greininguna og var
stuttu seinna kominn í spelkur. Hann
fékk fyrsta rafmagnshjólastólinn sinn
þegar hann var tveggja og hálfs árs.
Þetta er bara hans líf og hann þekkir
ekkert annað,“ segir Gróa.
Hugsa í lausnum
Fjölskylda Stulla hefur lagt áherslu á
að einbeita sér að því sem Stulli getur í
stað þess sem hann getur ekki. „Maður
verður að horfa á það sem hann getur
en ekki velta sér upp úr því hvað hann
getur ekki. Maður verður bara þung-
lyndur á að velta sér upp úr því sem
er ekki hægt. Við hugsum bara í lausn-
um,“ segir Gróa. Og það hafa þau svo
sannarlega gert. Jólakortin sem Stulli
teiknaði í fyrra og voru svo prentuð
slógu algjörlega í gegn.
Stulli er lunkinn listamaður eins og
sjá má á kortunum. Á þeim er meðal
annars að finna jólasvein og snjókarl í
hjólastól. Nokkuð sem er ekki algengt
á jólakortum.
Auka sjálfstæði heima fyrir
Núna er fjölskyldan að safna fyrir bún-
aði sem kemur til með að auka sjálf-
stæði Stulla heima fyrir. „Við erum að
safna fyrir svona ljósarofum og hurða-
og gluggaopnurum sem eru fjarstýrðir
og hann getur notað sjálfur. Draumur-
inn er að fá þetta þannig að hann geti
notað þetta í snjallsímanum sínum og
geti opnað og lokað dyrunum hjá sér,
kveikt og slökkt ljósin, opnað gluggana
og lokað,“ segir Gunnar Steingrímsson,
faðir Stulla. „Tryggingastofnun borgar
tvo rofa en við viljum fleiri og það
kostar einhverja hundrað þúsund
kalla sem er aðeins meira en fjárhag-
ur venjulegrar fjölskyldu eins og okkar
leyfir,“ segir Gróa en auk Stulla eiga
þau hjónin þrjú önnur börn.
Þeir sem vilja kaupa jólakortin
hans Stulla geta haft samband á Face-
book-síðunni Styrktarsjóður Stulla eða
með tölvupósti groahaf@simnet.is.
Reikningsnúmer er 0701-15-
690359, kt. 031299-2179 n
n Þorsteinn Sturla er 13 ára drengur með taugahrörnunarsjúkdóm n Kortin slógu í gegn
MYNDSKREYTIR JÓLAKORT
OG SAFNAR FYRIR TÆKJUM
Lunkinn listamaður
Hér er Stulli með eitt af
jólakortunum sem hann
teiknar. Fjölskyldan
selur kortin til þess að
fjármagna tækjakaup
fyrir Stulla en hann er
háður tækjum í öllum
sínum daglegu athöfn-
um og Tryggingastofnun
borgar bara fyrir hluta
þeirra.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Við hugsum
bara í lausnum