Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Qupperneq 23
Fréttir 23Helgarblað 7.–9. desember 2012 Þau misstu börnin sín n Stofna landssamtök fyrir foreldra sem hafa misst börn með sviplegum hætti n Kona sem missti son sinn á jólunum hrinti þessu af stað n Sár sem aldrei gróa Á srún Harðardóttir og Kon­ ráð Halldór Konráðsson misstu son sinn, Kristófer Alexander, 5. mars í fyrra. Hann var á sjötta ári og lést af slysförum í sveitinni hjá ömmu sinni. Þeir höfðu farið þangað saman feðgarnir, til þess að aðstoða við búskapinn. „Bóndinn var ekki heima þannig að mamma var ein með búið. Ég fór því vestur á föstudeginum og Krist­ ófer kom með mér. Á laugardegin­ um kom dóttir mín úr fyrra sam­ bandi líka en ellefu ára dóttir okkar Ásrúnar var lasin þannig að þær mæðgur voru heima. Bræður mín­ ir tveir komu líka við hjá mömmu á laugardeginum og sá elsti var ekki löngu farinn þegar við fórum í fjós­ ið um kvöldið. Þar fór ég niður í mjaltabásinn á meðan krakkarnir voru að þvæl­ ast um fjósið. Mamma sagði syni mínum að vara sig á stiganum, því það vantaði á hann handriðið og hann svaraði um hæl og sagði að hann vissi vel hvað væri hættulegt þarna, enda hálfpartinn alinn upp í sveitinni og þekkti sig vel í fjósinu. En ég var nýkominn ofan í mjalta­ básinn þegar ég heyrði hátt hljóð sem ég hef aldrei heyrt, hvorki fyrr né síðar, og rauk upp úr básnum og yfir í þann hluta fjóssins þar sem geldneytin voru. Þá hafði hann far­ ið í öxul af flórsköfu og var látinn. Hann hefur verið að teygja sig eftir kettinum og farið þarna ofan í.“ seg­ ir Konráð. Dóttir mín bjargaði mér Tíminn var lengi að líða þar til presturinn kom, lögreglan, og læknir úr Borgarnesi sem úrskurð­ aði Kristófer látinn á staðnum og sjúkraflutningamenn sem fluttu hann suður. „Þetta voru þvílíkar hetjur og þegar ég var við að brotna náðu þeir alltaf að grípa mig. Á meðan ég beið eftir þeim þá hljóp ég fram og til baka, fram til dóttur minnar sem var inni í mjólk­ urhúsi og inn til sonar míns sem var látinn. Ég varð að vera á báð­ um stöðum en ég veit ekki hvernig þetta hefði verið ef dóttir mín hefði ekki verið þarna hjá mér. Hún bjarg­ aði mér, hélt mér uppi, því ég þurfti að vera til staðar fyrir hana. Ég var spurður hvort ég vildi að prestur færi heim til þess að tilkynna kon­ unni minni og dóttur þetta en mér fannst það ekki hægt, ég varð að gera það sjálfur. Þegar ég hugsa um það, þá hefði ég ekki viljað vera annars staðar þegar þetta gerðist. Af tvennu illu hefði ég frekar viljað vera þarna heldur en að fá símtalið. En það er mjög erfiður hluti af þessu og ég þarf að glíma við þessa mynd í vöku og svefni. Í hvert sinn sem hún kemur upp þá fer ég í gegnum alla hugsunina, slysið allt og enda síðan á einni minningu sem ég deili ekki með neinum en er góð og hrein og falleg. Ég reyni að enda alltaf á þessu góða, það hjálpar mér. Það er asnalegt að segja að mað­ ur sé þakklátur fyrir eitthvað í þessu samhengi. En ég er þakklátur fyrir að hafa komist af í fjósinu og heim.“ „Er hann dáinn?“ Lögreglan ók Konráð heim. Ás­ rún segir að hún hafi séð lögreglu­ bílinn fyrir utan en það hvarfl­ aði ekki að henni eitt augnablik að lögreglan ætti erindi við hana. „Ég man bara að dyrabjallan hringdi og Konni sagðist vera kominn heim með gesti. Þeir komu upp og stelp­ an var háskælandi. Ég man ekki al­ veg hvernig þetta var en ég man að presturinn sagði eitthvað og ég heyrði sjálfa mig alltaf og endalaust spyrja: „Ertu að segja mér að hann sé dáinn? Er hann dáinn?“ Hún kemur hundrað og milljón sinnum upp í huga minn, þessi spurning. Það var eins ég færi út úr líkam­ anum og fór að hjálpa stelpunum. Við þurftum að kalla út lækni fyrir eldri dóttur hans því hún var alveg í losti. Seinna sagði yngri stelpan okkur frá því að hún hefði verið al­ veg komin að því að springa en hún hefði haldið aftur á sér til þess að auka ekki á erfiðleika okkar. Ég hringdi í mömmu. Svo man ég eiginlega ekkert. Við sváfum ekk­ ert næstu nætur og á endanum vor­ um við orðin stjörf af þreytu og feng­ um svefnlyf. Vikuna fram að jarðarför var ég bara dofin, við vorum lengi að tengjast okkur sjálfum aftur.“ Enn dofin Morguninn eftir var bíllinn í stæð­ inu fyrir utan og lyklarnir í póst­ kassanum, lögreglan kom honum til skila. „Ástandið var svakalegt inni á heimilinu. Fyrstu dagarn­ ir voru í algjöru blakkáti, við viss­ um ekkert hvað við vorum að gera. Það var svo margt sem við þurftum að sinna, velja mynd með dánartil­ kynningunni, kistu og taka á móti stöðugum straumi af gestum. Við borðuðum ekkert. Það eina sem við gátum komið ofan í okkur þessar fyrstu vikur var orkudrykkur. Það síðasta sem ég hugsaði um var matur,“ segir Konráð og Ásrún tek­ ur undir. „Þú finnur ekkert, hvort þú ert svöng eða þyrst, eða hvort þér sé heitt eða kalt eða hvort þú sért með vöðvabólgu eða höfuðverk. Ég fann ekkert,“ segir hún og Konráð segist hafa verið algjörlega dofinn. „Það tók að minnsta kosti mánuð að fjara út,“ segir hann. „Ég er enn dofin,“ segir Ásrún og Konráð tekur und­ ir það. „Eftir þrjá daga var heimilið okk­ ar búið að vera fullt af grátandi full­ orðnu fólki,“ segir Ásrún, „og allt í einu fattaði ég að dóttir mín hafði verið eina barnið innan um allt þetta fólk og bað mágkonu mína að koma með dætur sínar næsta dag. Þá fóru þær þrjár inn í herbergi að spjalla saman.“ Róaðist við niðurstöðuna Konráð segir að sem betur fer kunni fáir að takast á við svona aðstæður. „Ættingjarnir leituðu ráða hjá presti sem hjálpaði þeim. Á tímabili fund­ um við að við vorum vöktuð, við vorum aldrei skilin ein eftir. Barnsmóðir mín var með okkur í öllu. Í kistulagningunni var enginn nema við hjónin, eldri dóttir okkar og móðir hennar. Við vildum bara að stelpan fengi þann stuðning sem hún þurfti á að halda.“ Um hálfum mánuði síðar sneri Konráð aftur til vinnu. „Ég vildi mæta strákunum og vinnunni. Fljótlega eftir að ég fór aftur að vinna fékk ég mjög sterka tilfinn­ ingu fyrir því að ég hefði ekki reynt endurlífgun. Sem er skrýtið mið­ að við hvernig hann var farinn eft­ ir slysið. Þannig að ég rauk niður á bráða­ móttöku og talaði við lækni, því það getur tekið allt að ár að fá niður­ stöður úr krufningu, og ég varð að vita þetta. En þar fékk ég að heyra að miðað við áverkana þá hefði ekki verið hægt að hjálpa honum. En það dugði ekki til að kveða nið­ ur þessar tilfinningar. Það tókst ekki fyrr en ég fékk niðurstöðuna og fékk að vita að hann dó samstundis.“ Læra á lífið upp á nýtt „Þetta stóra ef,“ segir Konráð, „það fór í gegnum allan hópinn hjá okk­ ur. Bróðir minn ásakaði sjálfan sig fyrir að hafa farið vestur í Hólm­ inn í staðinn fyrir að hjálpa okkur í fjósinu. Hann er með bú fyrir vest­ an og varð að fara þangað. Dóttir mín fékk þá hugsun að hún hefði átt að passa hann. Hann var alinn upp þarna í fjósinu og hún var ekki fengin vestur til þess að passa. En þetta fékk ég að heyra í áfallahjálp­ inni. Eftir svona áfall lærir maður á líf­ ið upp á nýtt. Það eru þúsund hlut­ ir sem maður þarf að takast á við. Ein spurningin sem þarf að svara er hvað eigi að gera við herberg­ ið hans, dótið hans. Þessar spurn­ ingar eru endalausar. Við ákváð­ um að fara í gegnum þetta á okkar forsendum og á okkar hraða. Við höfum ekki tekið neinar endanlegar ákvarðanir og eigum afturkvæmt með allt. Við tókum herbergið hans niður og settum fötin ofan í kassa inni í geymslu þannig að ef okk­ ur langar til þess að sjá þetta aftur þá er þetta allt til. Við erum ekki í neinu ástandi til þess að taka þessar ákvarðanir.“ Þerraði tár foreldra sinna Þau hjónin voru strax staðráð­ in í því að þiggja alla þá hjálp sem þeim bauðst. „Við erum meðal annars í sorgarhópum,“ segir Ás­ rún. „Það var ótrúlega gott að hitta fólk sem er sama marki brennt. Þess vegna vonumst við til að geta hjálpað öðrum. Ég held að það séu margir sem hafa ekki fengið viðeigandi aðstoð við að vinna úr áfallinu. Það eru ekkert svo mörg ár síðan fólk missti barnið sitt í slysi og var sent með leigubíl heim af spítalanum. Sama ár og Krist­ ófer dó lést lítil stelpa af slysförum og ég veit að foreldrum hennar var ekki boðin áfallahjálp. Mér finnst það skylda samfélagsins að veita þessu fólki áfallahjálp því ég finn hvað það hefur mikið að segja,“ segir Ásrún. Engu að síður er sorgin enn til staðar og það koma dagar þar sem hún tekur völdin. „Á hverjum degi er maður að vinna með eitthvað, koma á nýja staði sem minna á. Hátíðisdagar eru erfiðir og afmæl­ isdagar. Ég finn þetta byggjast upp inni í mér,“ segir Konráð, „og á endanum brotnar maður. Við erum farin að þekkja þetta ferli. Ásrún sér oft hvað er að gerast hjá mér áður en ég hef áttað mig á því sjálfur og svo öfugt. Það er eins með dóttur okkar, við vitum nán­ ast upp á hár hvenær hún spring­ ur. Þá býr hún til spennu til þess að geta losað um. Þetta hefur haft gríðarlega mik­ il áhrif á þær systur. Þær eru mikið þroskaðri en jafnaldrar þeirra því þær vita að lífið er ekki svona ein­ falt, þær vita hvað getur gerst. En þær hafa staðið sig ótrúlega vel. Yngri stelpan okkar sat á milli okkar í jarðarförinni og þurrkaði tárin sem runnu niður kinnarnar á okkur. Hún er algjör hetja. Fyrir hana höldum við áfram.“ Þurftu að læra á lífið upp á nýtt Kristófer Alexander Konráðsson f. 06. 07. 2005 – d.05. 03. 2011 varð ljóst að þörfin var mikil. „Þaðan erum við komin hingað í dag þar sem við sitjum með fólki sem hefur boð­ ist til þess að taka sæti í stjórninni. Ég verð ekki í stjórn, ég á ekki þessa reynslu að missa barn skyndilega. En ég missti reyndar frumburð minn á miðri meðgöngu. En það er önnur saga og annars eðlis en þetta. En okkar tillaga er að fyrsti for­ maðurinn verði af landsbyggðinni sem er yfirlýsing um að þetta sé ekki eitthvað höfuðborgarpúkk, þetta er fyrir allt landið. Þar ætlum við líka að fá til liðs við okkur prest sem hefur þessa reynslu og getur verið til staðar. Að auki ætla þessi samtök að leggja sig fram um að vera með hvíldarhelgi með fræðslu og endurnærandi hvíld fyrir foreldra,“ segir hún og hrærir í tebollanum sem stendur á borðinu fyrir framan hana. „Það er líka rétt að taka það fram að það er vilji sam­ takanna að starfa náið með Nýrri dögun, samtökum sem hafa unnið gríðarlega gott starf og fagna 25 ára starfsafmæli núna um helgina.“ „Þetta er kjarnorku- sprengja sem varp- að er í líf þitt. Og radíusinn er tugir manna sem verða fyrir áfalli. Framhald á næstu opnu n Ásrún og Konráð misstu fimm ára gamlan son í fyrra„Ég er þakklátur fyrir að hafa kom- ist af í fjósinu og heim. „Yngri stelpan okk- ar sat á milli okkar í jarðarförinni og þurrk- aði tárin sem runnu niður kinnarnar á okkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.