Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Page 24
ÓTTAÐIST AÐ MISSA ÞAÐ GÓÐA SEM HANN HAFÐI 24 Fréttir 7.–9. desember 2012 Helgarblað M argrét Erla Benónýs- dóttir missti son sinn, Sigurbjörn Guðna Sig- urgeirsson, árið 2003 þegar hann svipti sig lífi 22 ára gamall. „Hann hafði lagt ríka áherslu á að allur vinahópurinn færi saman út á föstudagskvöldi og náði öllum saman nema einum, af því að það hentaði ekki kærustunni hans. Sonur minn var svo miður sín yfir því að hann fór að tala við hana og það endaði með því að þau fóru öll saman út. Hann fór að heiman um miðnætti og kvaddi mig og systur sína mjög vel. Hann var vanur því að kveðja vel en gerði það sérstak- lega vel þetta kvöld, ég sá það eftir á. Morguninn eftir var hann ekki enn kominn heim. Svo líður að há- degi og ég heyri ekkert. Eftir hádeg- ið fer systir hans að spyrja hvort ég ætli ekki að hringja en ég svara því til að hann sé nú orðinn 22 ára gam- all og það sé tímabært að klippa aðeins á naflastrenginn. Ég hélt að hann hefði kannski náð sér í stelpu og gist þar. Ég man allan daginn. Við sett- um Queen á og þrifum alla íbúðina, við mæðgurnar. Hún hélt áfram að spyrja hvort ég ætlaði ekki að hr- ingja en ég vildi leyfa honum að njóta þess aðeins að vera frjáls,“ seg- ir Margrét og andvarpar. „Mamma kom svo til mín í mat en hún bjó í sömu götu. Hún spyr hvar hann sé og við komum með afsakanir fyrir hann og ég held áfram að tala um að hann sé nú orðinn fullorðinn mað- ur. Svo hringir vinur hans og spyr hvort hann sé ekki vaknaður, hann hafi keyrt hann heim um nóttina. Á endanum fékk ég þessa sterku tilf- inningu um að eitthvað sé ekki eins og það eigi að vera. Við ákváðum að fara að leita að honum. Þannig að ég fór heim með mömmu og kom henni í rúmið.“ Vildi ekki vekja mömmu Bílskúr móður hennar hafði verið hálfgerð félagsmiðstöð fyrir krakk- ana, strákarnir höfðu mikinn áhuga á bílum og bassaboxum og þess háttar, þannig að tveir vinir hans fóru þangað. „Annar þeirra hringdi í mig og hann þurfti ekkert að segja. Hann sagði að þeir væru búnir að finna hann og ég heyrði hinn hrópa á bakvið. Þá sagði hann að þeir væru að hringja í neyðarlínuna og ég sagðist vera á leiðinni. Á þessum tíma var heilsan mín þannig að ég var nýstigin upp úr hjólastól, var á spelkum og átti að vera með hækjur. Ég hef aldrei skil- ið hvernig mér tókst að ganga yfir, hvorki með spelkurnar né hækjurn- ar. Ég man bara að ég kom og tók utan um strákana, sagði að þeir færu ekki neitt því ég vildi ekki missa þá út í myrkrið. Ég ákvað að fara ekki inn í bílskúrinn því ég hélt að hann væri löngu farinn, hann hefði farið um nóttina. Ég heyrði í sírenunum í fjarska og dóttir mín, sem hafði far- ið út í sjoppu, kom þarna að og átt- aði sig strax á því hvað væri í gangi. Hún hneig niður við næsta húsvegg og ég sagði henni að vera þar. Svo komu sjúkrabílarnir, lög- reglan og prestur. Þeir vildu fara inn en ég vildi ekki vekja mömmu, ég vildi bara fara heim til mín. En þeir fóru með mig inn og þar þurfti ég að hafa uppi á föður hans. Svo þurfti ég segja syni mínum þetta. Hann var með fyrstu pabba- helgina sína og ég vildi ekki segja honum þetta í gegnum símann. Hann vissi greinilega að það væri eitthvað mikið að því hann hringdi látlaust. Ég fór með lögreglunni til hans og á leiðinni hringdi ég í tvær vinkonur mínar, önnur fór til móður minnar og hin var mér innan hand- ar.“ Brutu ísinn Sonur hennar sá strax hvaða frétt- ir hún hafði að færa þegar þangað var komið. „Hann vissi það um leið og hann sá mig koma í lögreglu- fylgd. Við hringdum í barnsmóður hans sem sótti barnið og svo fórum við í það að láta alla vita, hvað hefði gerst. Það var okkur svo mikilvægt að koma fréttunum út. Við vorum nýkomin heim þegar sjúkraflutningsmenn og læknir komu með þær fréttir að það hefði ekki verið hægt að bjarga honum. Ég varð svo undrandi á að þeim hefði dottið það í hug. Síðan tók doðinn við. Þetta var svakalegt. Hann lét eftir sig fjögurra ára dreng sem sá það þannig að hann ætti flottasta engilinn á himnum. En ég man að sumir vissu ekki hvernig þeir ættu að bregðast við. Syni mínum vantaði jakkaföt. Hon- um fannst hann ekki getað jarð- að bróður sinn nema hann fengi jakkaföt. Hann er næstum því tve- ir metrar á hæð og það getur ver- ið erfitt að finna á hann föt. En við lögðum af stað í leiðangur, ég ásamt honum og systur hans, við vorum alltaf þrjú saman. Þá mætt- um við fólki sem tók sveig fram hjá okkur og ætlaði ekki að heilsa. En við gengum á eftir því og heilsuð- um, sögðum að við værum í því að brjóta ísinn og það vorum við. Við tókum á móti stöðugum straumi af gestum.“ Eineltið braut hann niður Sigurbjörn varð fyrir einelti í gagn- fræðaskóla sem markaði hann mjög. „Það á sinn þátt í því sem gerðist. Það braut hann alveg nið- ur. En það var ekki bara það, ein- eltið eitt og sér. Hann var búinn að vera þunglyndur og hann var bú- inn að fá hjálp. Við, og þá á ég við mig og systkini hans, töldum að allt væri komið í góðan farveg, það væri allt orðið ægilega fínt. En eftir á að hyggja þá sá ég að hann hafði tek- ið þá ákvörðun tveimur árum áður að eiga þessa leið út. Það var eins og hann hefði ákveðið að ef eitt- hvað myndi bresta þá myndi hann fara þessa leið og hann vissi hvernig hann færi að því, hann hafði bílinn og bílskúrinn. Hann sendi vinum sínum SMS og kvaddi þá. Sagði: Þú ert frábær vinur. Verð í bandi. Það að hann ætlaði að vera í bandi gerði það að verkum að það hringdi enginn til baka. Það var hans trygging. Hann ætlaði að klára þetta. Hann var svo hræddur um að missa það góða. Hann lenti í alvarlegu ein- elti og gafst upp. Eitt af því sem hann óttað- ist var framtíðin. Hann var kom- inn með vinahópinn, námið sem honum langaði í, en hann varð að hætta í skóla vegna eineltisins, og allt virtist vera að þróast í rétta átt. Þetta yndislega var allt komið en hann óttaðist að missa það aftur. Það var aðallega það sem skein í gegnum bréfið frá honum.“ Reiðin stóð stutt Margrét ákvað að fara í gegnum sorgarferlið á sínum hraða. „Ég vildi ekki pressa neitt í gegn, bara láta þetta koma, halda höfði og vera til staðar. En ég leitaði mér alltaf hjálpar, fór til prests, sál- fræðings og geðlæknis. Ég var búin að missa heilsuna og hafði tvö börn sem ég varð að styðja og stóran vinahóp og það bjargaði mér. Mamma gat ekki sætt sig við þetta, fór í afneitun og ákvað að hann hefði ekki framið sjálfsvíg og ég leyfði henni bara að halda það.“ Stundum er talað um að reiði og skömm geti fylgt aðstandend- um þeirra sem fremja sjálfsvíg. Margrét segir að í hennar huga skipti það engu máli hvernig son- ur hennar lést. „Hann er alltaf jafn mikið farinn, hann kemur ekk- ert aftur, hvernig sem hann fór. Reiðin kom mjög snöggt og stóð stutt yfir. Það gerðist þegar ég fékk stund til þess að kveðja hann ein í kapellunni. Þá lá hann í kistunni og virtist vera brosandi. Þá hellti ég mér yfir hann en svo fann ég að ég gat ekki verið reið út í hann. Þetta hefur algjörlega marker- að okkar líf. Þegar símtalið kom þá gerðist eitthvað og síðan hef ég aldrei upplifað neina tilfinningu sem kemst í hálfkvist við þetta. Eitthvað gerðist við það símtal og eftir það hefur aldrei neitt verið jafn gleðilegt eða jafn sorglegt á þeim mælikvarða. Ég er búin að missa báða for- eldra mína og ég missti bróð- ur minn af slysförum þegar við vorum börn. Þannig að ég þekki það að lifa í skugga einhvers sem er látinn. Ef ég fékk níu þá var mamma sannfærð um að hann hefði fengið tíu. Það hvarflaði aldrei að neinum að hann hefði mögulega getað vaxið upp og haft einhverja bresti. Þannig að það var mér mikið kappsmál að fara ekki þá leið.“ Til þess að heiðra minningu Sigurbjörns heldur fjölskyldan alltaf upp á afmælisdaginn hans, þann 1. desember. „Þá hittumst við alltaf og borðum annað hvort pizzu eða hamborgara honum til heiðurs. Svo er ég með mynd af honum heima þar sem ég kveiki á kerti og set ákveðna tónlist ef ég er döpur og þarf að gráta. Þá fæ ég útrás. Ég er alltaf að vinna með sjálfa mig, þessu verkefni verður aldrei lokið.“ P étur Emilsson missti dóttur sína, Stefaníu Guðrúnu Pétursdóttur, árið 2003. Hún var átján ára gömul og lést af slysförum á Spáni. Pétur er sá síðasti í þessum hópi til þess að deila reynslu sinni en hann hefur hlýtt á hina og segir að það sé átakan- legt að heyra sögur þeirra. „Ég heyri ekkann sem liggur undir niðri og sé hvað þörfin er sterk. Sársaukinn er djúpur og mikill. En það var gott að heyra þessar sögur og samverkunin er nánast algjör. Það bætist alltaf við þroskann og reynsluna. Það er það sem samtökin eiga að gera, opna á fólk, því annars verður þetta eins og snjóbolti. Sársaukinn er alltaf í hjart- anu og ef snjóboltinn þiðnar aldrei getur hann valdið jarðskjálfta.“ Til þess að vinna úr eigin sorg stofnuðu þau hjónin minningarsjóð í nafni Stefaníu. „Það veitti okkur gleði að geta hjálpað öðrum og það gaf okkur styrk að geta nýtt okkar reynslu til þess. Sjóðurinn er sá eini sinnar tegundar hér á landi en hann á að hjálpa foreldrum sem hafa misst börn með sviplegum hætti. Sem er nákvæmlega sami tilgangur og þessara samtaka og því er ég hér,“ segir Pétur en sjóðurinn hefur meðal annars greitt fyrir hvíldarhelgar fyrir aðstandendur og eftirmeðferð. „Þá skiptir engu máli hversu langt er liðið frá andlátinu, bara hver þarf hjálp. Þetta var okkar leið til þess að vinna úr sorginni.“ n Sonur Margrétar svipti sig lífi en hann hafði glímt við langvarandi einelti og þunglyndi Sigurbjörn Guðni Sigurgeirsson f.01.12.81 – d.20.09.03. „Eitthvað gerðist við það símtal og eftir það hefur aldrei neitt verið jafn gleðilegt eða jafn sorglegt. Vissi að eitthvað væri að Þegar líða tók á daginn ákvað Margrét að leita sonarins. Hann var látinn þegar hann fannst. Rifinn hluti úr hjarta mínu n Dó andlegum dauða þegar 18 ára gömul dóttir hans lést af slysförum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.