Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Side 25
Fréttir 25Helgarblað 7.–9. desember 2012 S veinbjörn Bjarnason missti níu ára son sinn, Sveinbjörn, af slysförum árið 1980. Nú eru 32 ár liðin síðan en Svein- björn segir að sársaukinn fylgi honum alltaf. „Ég var búinn að vera í safnaðarstarfi í nokkuð mörg ár og þetta haust var ákveðið að fara í safnaðarferð austur á Kirkjubæjar- klaustur. Ég var þá í rannsóknarlög- reglu ríkisins og átti helgarvakt þannig að ég varð eftir heima en kon- an mín fór með syni okkar. Þennan laugardagsmorgun ók ég þeim í rút- una og fékk svo útkall þannig að ég varð að fara en allt í einu kom upp í huga minn að ég yrði að fara aftur og athuga hvort ég næði þeim því mér fannst ég ekki hafa kvatt strákinn nógu vel. Ég náði þeim ekki. Á sunnudeginum vorum við í hádegismat hjá foreldrum mínum, ég og synir mínir þrír, sautján ára, fimmtán ára og fjögurra mánaða. Þá hringdi síminn og pabbi rétti mér tólið. Þá var það góður vinur minn sem sagðist þurfa að færa mér hroða- leg tíðindi, sonur minn hefði farið ásamt fleirum upp með Systrafossi og hrapað niður í fjallinu. Þetta var ekkert lengra en það en ég man þessi orð og ég heyri röddina. Síðan vannst dagurinn einhvern veginn, pabbi tók að sér að hringja í þá sem við þurft- um að láta vita. Um kvöldið tók ég á móti konunni sem kom með rútunni en lögreglan á Hvolsvelli flutti líkið af syni mínum í bæinn og við fórum niður á spítala til þess að kveðja hann.“ Hætti í lögreglunni Næstu dagar á eftir liðu og Sveinbjörn var í hálfgerðu meðvitundarleysi. „Ég hef oft sagt við fólk að vikan fram að jarðarför er erfið en það er svo mik- ið að gera, kerfið leggur svo margt á okkur sem er nánast ómennskt. Við þurfum að snúast með pappíra hér og hvar, dánarskýrslur og hvaðeina, en daginn eftir jarðarförina þá byrj- ar hversdagurinn hjá öllum öðrum en þér. Þá stendur þú einn eftir og þá er gott að eiga vini. Þeir eru aldrei betri en einmitt þarna – koma við, jafnvel eftir að hafa komið við í bakaríinu og keypt eitthvað með morgunkaffinu, og setjast svo niður við morgunkaffi og spjall. Við fengum þann stuðning frá systrum mínum og foreldrum og það var ómetanlegt. Það var ekki búið að finna upp áfallahjálp árið 1980 en fjölskyldan hjálpaði okkur í gegnum þetta. Trúin hjálpaði okkur líka.“ Sveinbjörn sneri nánast strax aft- ur til vinnu en eins og fyrr segir þá starfaði hann sem rannsóknarlög- reglumaður í tæknideild lögreglunn- ar. „Ég hélt það ekki út nema í nokkra mánuði. Þetta gerðist í ágúst og ég var hættur í maí. Í starfi mínu varð ég að fara á staði þar sem slys höfðu orðið, taka þar myndir og í mörgum tilfell- um tilkynna um niðurstöður og ég gat það ekki. Ég var farinn að kvíða því á hverjum einasta morgni að fara til vinnu og vonaði að ég kæmi aldrei að slysinu þar sem barnið lægi.“ Aldrei samur aftur „En þegar lokast dyr þá opnast gluggi,“ segir Sveinbjörn. „Þá færðu ný tækifæri. Það var búið að blunda í mér frá því að ég var ungur maður að fara í guðfræðinám og það gerði ég árið 1993. Mig langaði til þess að læra meira um trúna og jafnvel að miðla minni reynslu af þessu slysi í gegnum trúna á Guð. Vegna þess að brákað- an reyrinn brýtur hann ekki, dapran hörkveik slekkur hann ekki. Þótt við bognum þá brotnum við ekki. Ljós- ið dofnar en það slokknar ekki. Þarna erum við alveg örugg, í trúnni. En það að missa barnið sitt er svo sérstakt að þú verður aldrei samur aftur. Ég átti þrjá stráka. Þeir elstu muna bróður sinn mjög vel en sá yngsti hef- ur engar forsendur til þess. En þótt hann hafi ekki verið nema fjögurra mánaða þegar bróðir hans féll frá þá var búið að taka mynd af þeim þar sem bróðir hans situr með hann í fanginu. Sú mynd er honum mjög dýrmæt, hún tengir þá saman. Fyrir vikið var hann lengi vel of- verndaður, í raun og veru allt of lengi. Hann var mikið með okkur og í kring- um okkur, hann var ekki farinn að ganga þegar hann var farinn að fara með okkur út í kirkjugarð og vökva sumarblómin. Þannig varð líka náin tenging á milli þeirra.“ Sjálfur finnur Sveinbjörn líka alltaf sterka tengingu við son sinn, þótt hann sé látinn finnur hann fyrir hon- um í kringum sig og veit að hann er hjá sér. „Bara fyrir fáum nóttum fann ég fyrir honum uppi í rúmi á milli okkar hjóna. Þá hrökk ég upp og sá að hann var ekki þar. Ég stóð upp til þess að athuga hvort hann hefði far- ið fram. Þetta var svo raunverulegt. Hann er þarna, hann er ekkert úti í kirkjugarði. Þar er bara minningar- reiturinn um hann og það er gott að eiga minnisvarða. En hann er hér hjá mér og ég gæti vel trúað að hann væri hér á meðal okkar núna.“ Enn hluti af fjölskyldunni Hann segir að á stofuborðinu sé einnig mynd af Sveinbirni og kerta- ljós sem logar gjarna. Þau hjónin tala mikið um soninn sem þau misstu, bæði sín á milli og við börnin og barnabörnin. „Ég stend mig oft að því að hugsa enn um hann sem barn en auðvitað veit ég betur. Ég veit að hann hefur þroskast, ég veit að hann leggur mér oft lið, ég finn fyrir nær- veru hans. Eftir á að hyggja þá var hann mik- ill heimspekingur í sér, rólegur og yfirvegaður. Hann þurfti óskaplega mikið að spyrja um allt og ef maður setti út á það svaraði hann því alltaf til að ef maður spyrði ekki þá vissi maður ekki. Okkur tókst ágætlega að vinna úr þessu en það er lífstíðarverkefni, því lýkur aldrei. Margir segja að tíminn lækni öll sár en tíminn læknar ekki neitt. Hann hjálpar þér að lifa við breytta heimsmynd en hann lækn- ar ekki neitt. Annars hjálpar það mér líka að hugsa um hann eins og hann sé enn hjá mér. Við eigum all- ar minningarnar um hann og mikið af dótinu hans ennþá, bíla sem hann gerði úr legókubbum og skóladótið hans. Þannig að hann er enn til stað- ar og er hluti af okkar lífi. Það skipt- ir öllu máli. Við getum ekki afskrifað þessi börn, útilokað þau úr lífi okk- ar. Hann er jafn mikill hluti af fjöl- skyldunni núna og áður, en hann er ekki sýnilegur og hann kemur ekki aftur, ekki þannig, en ég tala oft við hann.“ Tíminn læknar ekki neitt n Níu ára gamall sonur hans hrapaði í fjalli og dó Sár sem aldrei gróa Í hvert sinn sem Sveinbjörn heyrir af skyndidauða barna blæðir úr sárum hans. Sveinbjörn Sveinbjörnsson f. 23.02. 1971 – d.24.08. 1980 Rifinn hluti úr hjarta mínu n Dó andlegum dauða þegar 18 ára gömul dóttir hans lést af slysförum Raunveruleikinn var svakalegur Pétur var á ráðstefnu í Bandaríkjun- um þegar hann vaknaði upp við sím- ann. „Síminn hringdi klukkan þrjú að næturlagi og þá vissi ég að eitthvað var að. Þegar mamma dó var hringt klukkan sex að morgni. Þannig að ég vissi um leið og síminn hringdi að eitthvað var að. Ég svaraði og Edda var grátandi í símanum. Hún þorði ekki annað en að hringja því þetta fréttist svo hratt. Ég man bara að ég henti símanum á gólfið og svona eins og maður segir; öskraði. Ég lifði nóttina af með því að slá hausnum í vegginn þar til morgun- verðarborðið opnaði klukkan sjö. Ég var orðinn blóðugur á enninu en ég varð að halda haus, ég fann brestinn, ég fann að ég var að klikkast. Það var rifinn hluti úr hjarta mínu. En ég lifði nóttina af og fékk svo hjálp. Ég fór niður í morgunverðarborðið og féll þar saman. Þarna var maður frá FBI sem var mikill reynslubolti og bjargaði mér, gaf mér róandi og síðan var mér skutlað út á flugvöll. Þar fór ég á barinn og þjónninn var minn sál- fræðingur, ég talaði og talaði, svona var áfallið mikið. Síðan var mér hent inn á Saga-Class og vafinn í teppi. Það var allt gert fyrir mann.“ Næstu daga var eins og hann væri undir áhrifum deyfilyfja. „Fram að jarðarförinni, á meðan á jarðarförinni stóð og svo tók raunveruleikinn við og hann var svakalegur. Við dóum í tvö ár, hreinlega andlegum dauða. Við unnum ekki í þennan tíma og þurft- um svefntöflur til þess að sofa, ég í hálft ár og konan mín þarf stundum enn á þeim að halda. Maður á ekki að loka sig inni, það er sálrænt glapræði. Þess vegna erum við að koma fram og opna á umræðuna. Sumir segja: „Hvað eruð þið að garfa í sálarlífi fólks?“ en mér er nákvæmlega sama, ég veit að við getum hjálpað.“ Útsýnispallurinn gaf sig Stefanía var átján ára þegar hún lést. Hún var með vinkonum sínum úti á Spáni að skemmta sér. „Slysið átti sér stað hálftíma áður en rútan fór af stað út á flugvöll. Hún var á leiðinni heim en áður ætlaði hún að kveðja kærast- ann. Þau fóru út á útsýnispall sem er mikið notaður af Spánverjum, klifr- uðu yfir girðingu og yfir á pallinn. Það var gríðarlega fallegt útsýni þarna og þau voru bara í rómantíkinni, búin að vera að skemmta sér um nóttina og það var vín í þeim öllum. Þar föðmuð- ust þau og kysstust og sneru svo við, hann fór á undan henni upp og hún ætlaði á eftir honum en festi skóinn einhvern veginn og bakkaði aðeins en pallurinn gaf sig. Hann horfði á hana hrapa og þið getið rétt ímyndað ykkur áfallið sem hann varð fyrir. Hann var sendur í yfir- heyrslu hjá lögreglunni en losnaði mjög fljótt. Það kvaldi hann mikið að ímynda sér hvað við hjónin hugsuðum. Við tókum vel á móti honum og héldum stóra samkomu heima þar sem hann talaði ásamt stjúpföður sín- um. Það var rosalegt að hlusta á það. Hann þarf að lifa með þessu eins og við og það er mikill vinskapur okkar á milli. Við höfum einnig haldið sam- bandi við vinkonur hennar.“ Styrkti sambandið Á hverju ári koma þau saman að lág- marki tvisvar sinnum og halda Stef- aníukvöld. „Við gerum þetta alltaf í kringum afmælisdaginn henn- ar, þann 23. október, og þetta verð- ur svona ævilangt. Þetta hafði mikil áhrif á okkur öll. MS-sjúkdómurinn hafði legið leynt í Ósk, dóttur minni og læknarnir hafa staðfest það við mig að hann komi stundum fram við mikil áföll. Í dag er hún á sterk- ustu lyfjunum og verður aldrei söm. Stefanía var einkabarn okkar Eddu en ég á einnig þrjú stjúpbörn. Ég lít á þau sem börnin mín því ég ól þau upp. Við höfum staðið þétt saman.“ Fyrir nokkrum árum gaf fjöl- skyldan út geisladisk og rann ágóði sölu hans í minningarsjóðinn. „Við vorum tvo sólarhringa að velja lög- inn á diskinn og grétum og hlógum á víxl. Nú stefnum við á að halda tónleika með þessum listamönn- um í vor. Það er verið að vinna á öll- um stöðum. En ég held að ég verði að láta þetta duga áður en ég fer að gráta,“ segir Pétur og sýpur á kaffi- nu. Ákváðu að lifa Eftir smá stund heldur hann hins vegar áfram og segir frá því hvern- ig hann fann styrkinn á ný að þess- um tveimur árum liðnum. „Við tókum ákvörðun um að lifa lífinu. Við vorum oft mjög döpur og oft litum við ekki glaðan dag. Þetta var rosalega sárt. En eftir að við tókum ákvörðun um að stofna minningarsjóð og vinna úr þessu á jákvæðan hátt þá fór lífið aftur í jákvæðan farveg. Svo hefur náttúran, heilagur andi, eða hvað sem fólk vill kalla það, sinn gang og vinnur á sínum hraða. Við fengum tækifæri til þess að takast á við lífið þegar við vorum tilbúin til þess. Við hjónin höfðum verið að ræða það að við vildum gjarnan gera meira þegar þetta kom upp. Það var eins og þetta kæmi af himnum ofan,“ segir Pétur sem segist hafa sína trú. Það hjálpar honum að tengjast Stef- aníu. „Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Mér finnst þetta falleg setn- ing sem segir allt sem segja þarf. Við höfum fundið fyrir Stefaníu hér.“ Stefanía Guðrún Pétursdóttir f.23.10.74 – d.27.08.03 Fann brestinn Pétur var einn þegar hann fékk símtalið og fannsthann vera að klikkast. „Ég lifði nóttina af með því að slá hausnum í vegginn. „Þetta var ekkert lengra en það en ég man þessi orð og ég heyri röddina. „Slysið átti sér stað hálftíma áður en rútan fór af stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.