Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Page 28
28 Erlent 7.–9. desember 2012 Helgarblað Beðið eftir aðgerðasinnum Palestínsk börn bíða í eftirvæntingu eftir því að aðgerðasinnar úr röðum Fatah-hreyfingarinnar snúi aftur til Gaza-svæðisins. Aðgerðasinnarnir áttu í harðvítugum deilum við Hamas-liða sem hröktu þá yfir landamærin en gáfu svo út yfirlýsingu um að þeim væri óhætt að snúa aftur heim. Eins og kunnugt er létu Ísraelsmenn sprengjum rigna yfir Gaza-svæðið. Óeirðir á Norður-Írlandi Átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda eftir að borgarráðið í Belfast samþykkti tillögu þess efnis að breski fáninn yrði aðeins dreginn að húni uppi á ráðhúsinu við hátíðleg tilefni. Köstuðu mótmælendur golfkúlum og glerflöskum í óeirðasveit lögreglunnar. Uppreisnarmenn eignast skriðdreka Hér má sjá hermann úr andspyrnuhreyfingunni Frjálsa sýrlenska hernum dytta að skriðdreka sem hreyfingin stal frá stjórnarhernum þar í landi. Myndin er tekin nálægt landamærum Tyrklands og Sýrlands en blóðug átök hafa geisað í Sýrlandi mánuðum saman. Prins og bráðum pabbi Vikan var viðburðarík hjá Vilhjálmi Breta- prins og eiginkonu hans, Kate Middleton, hertogaynju af Cambridge. Tilkynnt var um hertogahjónin ættu von á barni og hér má sjá Vilhjálm á King Edward-sjúkrahús- inu í Lundúnum. Þar dvaldist Middleton vegna alvarlegrar morgunógleði. Dansað á rústunum New York hefur ekki borið barr sitt eftir að fellibylurinn Sandy reið yfir borgina. Þrátt fyrir að tugir manna hafi látið lífið í náttúruhamförunum er ekk- ert því til fyrirstöðu að því sem eftir stendur af brúnni á Rockaway-strönd sé breytt í leiktæki. Svipmyndir liðinnar viku n Brot af því besta úr vikunni utan úr heimi frá ljósmyndurum Reuters-fréttastofunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.