Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Síða 36
36 Viðtal 7.–9. desember 2012 Helgarblað E iríkur býr í Fredrikstad sem er í um klukkustund- ar aksturs fjarlægð frá Ósló Hann hefur verið búsettur í Noregi með konu og dætrum frá 1988 og hefur starfað að mestu leyti við tónlist þar ytra en undan- farin ár hefur hann einnig unnið við sérkennslu. „Það er loksins komið frost,“ segir Eiríkur þar sem hann er staddur á heimili sínu. „Ekki að maður sakni þess en það hefur verið óvenjuhlýtt. Það hefur verið svona Reykjavíkur- veður eiginlega,“ segir hann og hlær. Býr í „Beverly Hills“ Hann býr hátt uppi á hæð með út- sýni yfir allan bæinn og beint á móti honum býr einmitt annar rokkari, Åge Sten Nilsen í Wig Wam, sem er mörgum Íslendingum kunnur. „Hverfið er stundum kallað í gamni Beverly Hills, og það er skemmtileg tilviljun að við Åge Sten höfum báðir keppt í Eurovision. Við mætumst hérna gömlu rokkararnir,“ segir hann. „Nú eru liðin 24 ár síðan ég flutt- ist hingað. Það er svolítið skondið að hugsa til þess, enda ætlaði ég fyrst aðeins að vera hér í eitt ár. Ég flutti hingað eingöngu út af tónlistinni, fékk tilboð um að vera í metalbandi hérna og lét slag standa.“ Fékk nóg af Gaggó Vest Það var þungarokksbandið Artch sem varð kveikjan að flutningi Eiríks til Noregs á níunda áratugnum og Eiríkur segist hafa verið búinn að fá nóg af Gaggó Vest-ævintýrinu. „Ég ætlaði mér aldrei allt þetta ann- ríki í poppbransanum. Ég er nefni- lega rokkari inni við beinið,“ segir hann þegar hann rifjar upp þennan tíma. Hann var vinsæll á Íslandi og sló rækilega í gegn á plötu Gunnars Þórðarsonar, Borgarbrag. „Já, það má segja að maður hafi orðið heimsfrægur á Íslandi. Ég þurfti að fá frelsi til að gera eitthvað annað, á mínum forsendum,“segir hann. „Það má eigin lega segja að ég hafi flúið poppheiminn. En reyndar er nokkuð snúið að flýja hann. Ég fór til dæmis líka svolítið í poppið hérna í Noregi og endaði auðvitað meira að segja á því að taka þátt í Eurovision fyrir Noreg. Munurinn er hins vegar sá að í Noregi er markaðurinn stærri og því ekkert tiltökumál að breyta til og vera í alls kyns verkefnum.“ Rólegra í Noregi en heima Eiginkona Eiríks er Helga Steingríms- dóttir og eiga þau hjónin saman tvær uppkomnar dætur. Það var vegna þeirra sem þau ílentust í Noregi að hans sögn. „Það er eins og það er, við vildum leyfa börnunum að klára barnaskólann og síðan vildum við leyfa þeim að klára framhaldsskólann og eitt leiddi af öðru. Og svo er allt í einu allur þessi tími liðinn og við enn hér. Önn- ur dóttir okkar býr nú ekki langt frá. Hún Eyrún okkar er hér í næstu götu. Sú eldri, Hildur, býr í Ósló. Það er líka gott að vera hér í Nor- egi. Fredrikstad er miklu rólegri bær en Reykjavíkurborg, hér búa að- eins 70 þúsund manns. Fólk vinnur minna og er með hærra grunnkaup en heima og líklega hefur það sitt að segja. Hér er ekkert stress við að ná endum saman, að vinna yfirvinnu eða næla sér í aukastarf, eða tvö. Það hentar mér líka ágætlega að vera hér því að samgöngur eru auðveldar. Ég á gott með að ferðast til annarra landa vegna starfa minna. Það er bara hægt að keyra,“ segir hann og segir að fyrst eftir að hann fluttist til Noregs hafi eyjaskeggjanum fundist það afar spennandi nýlunda. Hefði valið fótboltann í dag Eiríkur fæddist árið 1959 og ólst upp í Vogahverfinu í Reykjavík. Fjöl- skylda hans er aðflutt til borgarinn- ar frá Norðurlandi. „Ég fæddist um níu mánuðum eftir að við fluttumst til borgarinnar og er svo uppalinn í Vogahverfinu. Á þeim tíma var Vogaskóli stærsti skóli landsins, í honum voru um 1.400 nemendur. Þetta var svona svolítið Breiðholt á þeim tíma, vax- andi hverfi og mikið líf. Þarna gerð- ist ég líka Þróttari,“ segir hann frá. Íþróttaáhugi Eiríks var mikill og þótti hann efnilegur knattspyrnumaður. „Ég var þá, eins og nú, mjög ástríðu- fullur fótboltaáhugamaður og æfði og spilaði með Þrótti. Ég æfði reynd- ar líka körfubolta og handbolta. Fé- lagslífið á þessum tíma var ríkulegt. En fótboltinn átti lengi hug minn. Ég hugsa að tilviljun hafi ráðið því að ég valdi tónlistina. Einhvern tímann átti ég að spila á tónleikum á sama tíma og ég átti að spila í mikilvægum leik. Ég valdi tónlistina. Ef ég stæði í sömu sporum í dag, þá veldi ég fótboltann. Það eru svo góðir möguleikar í bolt- anum í dag.“ „Týpískur rauðhaus“ Hann segist hafa átt ljúfa æsku þótt hann hafi snemma þótt ódæll. „Ég átti ljúfa æsku. Ég held að það hafi verið mikill ljómi yfir æsku minni þótt ég hafi verið svolítið óþekk- ur. Ég var týpískur rauðhaus með freknur og stundum svolítið upp á kant. Ég var að minnsta kosti ansi oft frammi á gangi að tala við skóla- stjórann um svona hitt og þetta. Um- sjónarkennarinn minn var orðinn þreyttur á mér og þegar hann stóð í ströngu við að undirbúa mig fyr- ir landsprófið, sagði hann við mig: „Það væri mátulegt á þig að verða kennari sjálfur“.“ Það var hins vegar ekki komið að því að Eiríkur heillaðist af kennslu. Það átti eftir að gerast seinna á lífsleiðinni, eftir að hann lærði mikil væga lexíu um skólagönguna. „Það eru nokkurs konar örlög okk- ar í fjölskyldunni að verða á endan- um kennarar,“ segir Eiríkur og hlær en móðir hans er kennari og báðir afar hans. „Þetta er svolítið í blóð- inu, smá örlagasaga okkar í fjöl- skyldunni.“ Sendur í öskuna Það var líklega einmitt móður Eiríks að þakka að hann sinnti námsferli sínum af alúð. Hann lauk stúd- entsprófi og útskrifaðist síðar úr Kennaraháskólanum. En mennta- skólaárin byrjuðu brösuglega og hann endaði bókstaflega í öskunni. „Þegar ég fór í menntaskóla þá var maður alveg að flippa út. Ég bara nennti alls ekki að læra og skít- féll auðvitað. Án þess að ætla mér það sérstaklega. En mamma tók í taumana. Hún sagði bara: „Þú hefur valið. Annaðhvort ertu í skóla og sinnir því almennilega, eða þú ferð að vinna og borgar leigu!“ Án þess að ég vissi það hafði hún sótt um vinnu fyrir mig í sorp- hirðu og ég fór bara í það. Að vakna eldsnemma á morgnana að hirða sorp. Það gerði ég í heilt ár. Senni- lega úthugsað plan hjá mömmu. Það virkaði. Allir kunningjarnir voru í skóla, það voru skólaböll og maður reyndi svona að vera með. En það var ekkert eins. Ég fann líka fljótt að ég hafði nægt frelsi í skóla, ég hafði bara nýtt það svo illa.“ Svo fór að Eiríkur tók þá ákvörðun eftir stúdentspróf að læra til kennara. „Ég gerði það nú vegna þess að ég hélt það myndi verða voða þægilegt og auðvelt nám,“ seg- ir hann og hlær. Þolir ekki hroka og ókurteisi Eiríkur átti eftir að taka kennara- starfið alvarlega. Faðir hans dó þegar hann var fjögurra ára og afi hans lagði honum lífsreglurnar. „Afi ól mig upp í stað pabba og lagði mér reglurnar. Hann kenndi mér að það verður alltaf að ræða málin. Það má skamma og það má refsa. En það verður alltaf að útskýra hvers vegna, ræða málin og ná sátt- um. Ég geri hins vegar ekki mikið af því að skammast. Það eina sem ég þoli ekki er hroki og ókurteisi. Þá leyfi ég börnunum að heyra það.“ Hann segist þolinmóður og sæk- ir í eigin reynslu og minningar við kennsluna. „Ég man afskaplega vel hvernig ég var sjálfur, þannig að ég skil afskaplega vel skólaþreytu og krakka sem sumir myndu kalla óþekka. Það er ekkert eðlilegt að sitja og halda kjafti í 45 mínútur.“ Kennir vandræðaunglingum Í Noregi hefur Eiríkur kennt börn- um og unglingum sem aðrir hafa gefist upp á og notar sínar eigin að- ferðir til að ná til þeirra. Í þeim efn- um segir hann gilda að láta ung- mennin finna fyrir því að þau eigi sér bandamann. „Það er nokkuð sem er mjög mikil vægt. Þetta eru krakkar sem bæði skólar og heimili hafa gef- ist upp á. Ég er þeirra bandamað- ur. Ég er með þeim í liði. Þau verða að finna það. Þetta eru krakkar sem eru kannski ekkert endilega á leiðinni í frekara nám, en þarna hjálpa ég þeim að minnsta kosti að ná áttum og byggja sig upp. Ég hef lent í mjög erfiðum málum, og jafn- vel lent í slagsmálum við þau erfið- ustu. En ég gefst aldrei upp. Og ég er alltaf ég sjálfur.“ Alltaf til staðar Krakkar finna það nefnilega alveg um leið ef fullorðna fólkið er eitthvað að þykjast. Ég læt krakkana finna fyrir því að ég er á staðnum fyrir þau, sama hvað gengur á. Þessi börn eru svona erfið af því að þau hafa ekki átt sér bandamenn. Ekki átt uppalend- ur og fengið að ráða of miklu, eða verið vanrækt. Ég lendi stundum í orðaskaki, einhver segir við mig: „Haltu kjafti, helvítis fíflið þitt“ eða eitthvað álíka. Tja, eða eitthvað verra. En sá hinn sami veit líka af reynsl- unni að þótt hann hafi misstigið sig þá verð ég þrátt fyrir allt til stað- ar á morgun líka.Vonandi læra þau þannig að treysta á fleiri. Því þessi börn hafa misst allt traust á samfé- lag sitt.“ Fyrsta giggið í Þórskaffi Eiríkur heillaðist snemma af rokktónlist og þá sérstaklega hljómsveitum eins og Led Zepp- elin og Deep Purple sem báð- ar heimsóttu Ísland á unglingsár- um Eiríks. Fyrsta hljómsveit Eiríks hét Piccolo. „Piccolo þýðir lyftu- strákur. Við vorum held ég lengi að finna rétta nafnið og vorum með alls kyns meiningar,“ segir hann og hlær. „Mig minnir að við höfum troðið upp í fyrsta skipti á Þórskaffi. Í Piccolo voru með mér þeir Gústaf Guðmundsson, sem lék á tromm- ur, Birgir Ottósson, sem lék á bassa, og Jóhannes Helgason gítarleikari og svo hann Sigurgeir Sigmunds- son gítar leikari. Ég vil enn í dag allra helst spila með honum Sigurgeiri vini mínum,“ segir Eiríkur frá. Rokkið togar og heillar Eiríkur hefur sungið með ýmsum hljómsveitum á sínum ferli en segja má að þáttaskil hafi orðið á ferli hans þegar hann fór að syngja með hljómsveit sem hét Start og þar var í forystu hinn þaulreyndi rokkjaxl Pétur Kristjánsson. Þar, eins og oft áður, var Sigur geir, æskuvinur Ei- ríks, með gítarinn í höndunum og saman tryllti bandið landsmenn upp úr skónum og upp á borð með lögum eins og Seinna meir og Sekur sem eflaust margir muna eftir. „Já, það kom svolítil alvara í málin þegar við náðum í hann Pétur og stofnuð- um Start. Ég hef á ferli mínum ver- ið bæði í rokkinu og poppinu, en það er rokkið sem togar meira í mig og fastar. Það er töffaraskapurinn býst ég við í þungarokkinu sem mér finnst heillandi.“ Rokkarinn Eiríkur Hauksson er kominn yfir fimmtugt og hefur tekist á við ýmislegt í lífi sínu. Hann var stefnulaus unglingur en með aðstoð móður sinnar náði hann áttum. Hann týndi ástinni en fann hana aftur, hann hefur veikst af krabbameini og sigrað og nú kennir hann vandræðaunglingum og aðstoðar þá við að ná áttum. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Eirík um rokkið í lífinu. Hræðist ekki dauðan Án tilgerðar „Ég er alltaf ég sjálfur,“ segir hann um viðmót sitt gagnvart unglingunum sem hann kennir í Noregi. MyNd dAVíð ÞóR „Haltu kjafti helvítis fíflið þitt“ eða eitthvað álíka Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.