Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 38
38 Jólamatur 7.–9. desember 2012 Helgarblað KEA-hamborgarhryggurinn bestur Þ að er hamborgarhryggur­ inn frá KEA sem hefur ver­ ið valinn sá besti í árlegri smökkun DV en hann fékk 7,6 í einkunn. Þetta er ann­ að árið í röð sem KEA hreppir þenn­ an titil. Hryggurinn frá Ali varð í öðru sæti og Kjarnafæðishryggurinn í því þriðja. Ellefu hamborgarhryggir voru smakkaðir í ár en DV fékk valin­ kunna matreiðslumenn til að dæma þá. Eigandi Hafnarinnar, Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari, veitti góðfúslegt leyfi til að smökk­ unin færi fram á veitingastaðnum auk þess sem hann eldaði kjötið og sá um allan undirbúning. Dómnefndin Hamborgarhryggurinn er einn vin­ sælasti hátíðarmatur Íslendinga og fenginn var góður hópur af mat­ reiðslumönnum til að smakka hann í ár. Í dómnefndinni sátu Björg­ vin Mýrdal, yfirmatreiðslumaður á Hótel Búðum, Eiríkur Ingi Frið­ geirsson, Gallery Restaurant, Hótel Holti, Gissur Guðmundsson, forseti Heimssamtaka matreiðslumanna, Jakob H. Magnússon, matreiðslu­ meistari á veitingahúsinu Horninu, Hrefna Rósa Sætran, matreiðslu­ maður og veitingahús eigandi, og Þráinn Freyr Vigfússon, yfir­ matreiðslumaður á Kolabrautinni í Hörpu. Gáfu einkunn frá 0 til 10 Bragðkönnunin fór fram með þeim hætti að DV fór í verslanir á höfuð­ borgarsvæðinu og keypti 11 tegundir af hamborgarhryggjum. Kjötið var eldað daginn fyrir smökkunina og borið fram kalt á númeruðum bökk­ um, þannig að ekki var nokkur leið fyrir dómnefndina að vita um hvaða framleiðanda var að ræða. Með þessu fengu dómararnir laufabrauð, malt og appelsín, auk þess sem vatn var á boðstólum. Dómararnir gáfu hverjum hamborgarhrygg einkunn á bilinu 0 til 10. Einnig voru hryggirn­ ir vigtaðir fyrir og eftir suðu og mælt hve mikið þeir rýrnuðu. Rýrnun mismikil Hryggurinn frá KEA, sem er fram­ leiddur af Norðlenska, var sem fyrr segir í fyrsta sæti. Hann er tíunda sæti hvað varðar rýrnun við suðu en hann rýrnaði um 14,1 prósent. Mesta rýrnunin varð á hryggnum frá Ali eða 15,4 prósent en sú minnsta mældist á hryggnum frá Iceland eða 4,5 prósent. Þess má geta að rýrnun við suðu er mun minni núna en fyrir ári. Þá var mest rýrnun 22,47 prósent en meðalrýrnun hryggjanna var þá 15,6 prósent. Í ár er meðalrýrnunin aðeins 9,4 prósent. Saltið minnkar Að smökkun lokinni var dóm­ nefndin beðin að meta gæði kjöts­ ins í heild sinni í ár. Nefndin var sammála um að kjötið væri gott en, eins og dómnefndin fyrir ári, sagði hún að kjötið væri mjög líkt og af svipuðum gæðum. Það væri því erfitt að dæma það. Það sem þau gátu fundið að kjötinu er lítið salt en það sé aukin krafa um að hafa kjötið salt­ og fitulítið. Þá bentu þau á að vegna þessa sé oftast nóg að setja hamborgarhrygginn í ofn. Það sé því í raun ekki nauðsynlegt, í flest­ um tilfellum, að sjóða hann fyrst eins og gert var áður fyrr til að ná saltinu úr. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Fær vinninginn annað árið í röð n Rýrnun á bilinu 5–15 prósent Leiðbeiningar n Með allmörgum hryggjum fylgja leiðbeiningar um matreiðslu en hér má sjá þær leiðbeiningar sem fylgja KEA-hryggnum. Þar segir að sjóða eigi hrygginn við vægan hita í 45 mínútur fyrir hvert kíló. Að því loknu skuli smyrja púðursykri yfir hrygginn og steikja í ofni við 190°C í 30–40 mínútur. Framleiðandi Þyngd fyrir eldun Þyngd eftir eldun Rýrnun í % Kea 2.532 2.175 14,1 Ali 2.110 1.785 15,4 Kjarnafæði 1.674 1.580 5,6 Fjarðarkaup 1.908 1.770 7,2 Nóatún 3.230 2.850 11,8 SS 1.891 1.785 5,6 Iceland 1.802 1.720 4,5 Krónan 2.341 2.085 10,9 Kjötbúðin 1.764 1.630 7,6 Bónus 1.780 1.615 9,3 Hagkaup 2.113 1.870 11,5 Vigtun fyrir og eftir eldun Jólamatur Brynjar Eymundsson, eigandi Hafnarinnar, sá um elda- mennsku og allan undirbúning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.