Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Qupperneq 50
50 Lífsstíll 7.–9. desember 2012 Helgarblað Mórall bætir bragð H efur þú einhvern tímann verið í átaki og fundið að súkkulaðið sem þú stalst í smakkast enn betur en vanalega? Líklega vegna þess að það er satt ef marka má niðurstöður rannsóknar þar sem fram kemur að sektarkennd gefur mat betra bragð. Vísindamenn létu þátttakendur gefa súkkulaði einkunn. Næst voru sömu þátttakendur látnir upplifa sektarkennd áður en þeir gáfu súkkulaðinu aftur einkunn. Í seinna skiptið fékk sama nammið mun hærri einkunn. Það sama var uppi á teningnum þegar rannsóknin tengdist ekki mat. Vísindamenn segja niðurstöð­ urnar slæmar fyrir fyrir þá sem reykja og drekka. En menn njóti fíknigjafans enn betur þegar hann sé á bannista og hljóti það að auka líkur á að fólk falli í freistni. Krabbamein greint með öndunarprófi Vísindamenn telja sig hafa þróað öndunarpróf sem greinir nokkuð nákvæmlega krabba­ mein í þörmum. Prófið greinir eiturefni sem berast frá krabbameinsæxlinu og er sagt vera um 76% nákvæmt, kemur fram í The British Journal of Surgery. Sér­ fræðingar telja jafnvel að tækið geti komið í stað annarra tækja sem hingað til hafa verið notuð til að greina krabbamein. Efnaskipti í krabbameins­ vefjum eru öðruvísi en í heil­ brigðum vefjum og gefa frá sér ákveðin efnasambönd sem virð­ ast vera greinanleg í andardrætti sjúklinga. Donato Altomare prófessor, sem fór fyrir rannsókninni, segir þessa tækni við að greina krabbamein mjög einfalda í notkun en hún sé þó enn ný og í þróun. Hann segir niðurstöður rannsóknanna þó sýna fram á að hægt verði að nota öndunar­ próf í meira mæli í framtíðinni til að greina sjúkdóma. Ofurfæði í desember n Ofurfæðið getur spornað gegn krabbameini og hjartasjúkdómum N ú eru jólin á næsta leiti með tilheyrandi smákökuáti, eggjapúnsdrykkju og söltu kjöti sem gerir engum gott. Til mótvægis við óhollustuna sem gjarnan fylgir desembermánuði er gott að skella sér líka á smá ofur­ fæði. Líkaminn mun taka því fagn­ andi. Aðaluppskerutími ýmissa tegunda af grænmeti er í desember og því um að gera að ná sér í holl­ metið á meðan það fæst. Þér mun líða svo miklu betur eftir að hafa borðað smá ofurfæði og getur leyft þér að njóta jólaóhollustunnar með góðri samvisku. Sveppir Sveppir eru bragð­ miklir og kaloríu­ snauðir. Margar tegundir af sveppum hafa þá eiginleika að efla ónæmiskerfi fólks. Sveppir geta jafnframt lækkað kólesteról líkamans sem og dregið úr líkum á krabbameini. Þeir eru uppfullir af andoxunarefnum sem hafa góð áhrif á hjarta­ og æða­ kerfið og geta þannig einnig dreg­ ið úr líkum á hjartasjúkdómum. Sveppir eru því frábær valkostur þegar kemur að grænmeti. Sveppina er hægt að setja hráa og ferska beint í salat. Til að bragð­ bæta þá enn frekar, en halda samt næringarefnunum, má leyfa þeim að liggja í ólífuolíu og hvítlauk í smá tíma. Þá er hægt að léttsteikja þá á pönnu og nota sem álegg á brauð í anda bruchettu. Kínakál Kínakál er ríkt af K­vítamíni sem styrkir beinin. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að K­vítamín hefur góð áhrif í baráttunni við Alz heimers og geti jafnvel dregið úr eða haldið niðri einkennum að einhverju leyti. Best er að gufusjóða eða snöggsteikja kínakálið. Varast skal að ofelda kálið því þá tap­ ar það miklu af næringarefnum sínum, sem eru ríkust í grænu blöðunum. Brokkolí Brokkolí er eitt það hollasta sem þú færð og það ættu allir að vita. Það er hlaðið trefjum og C­vítamíni, einstaklega hitaeininga snautt og magn and­ oxunarefna í mat­ vælum gerist varla hærra. Brokkolí er einnig ríkt af kalsíum, járni, B­, E­, og K­vítamín­ um sem talin eru sporna gegn krabba­ meini, hjartasjúk­ dómum, heilablóð­ falli, augnsjúkdómum og beinþynningu, svo fátt eitt sé nefnt. Brokkolí er vissu­ lega best að borða hrátt, en einnig er gott að snöggsteikja það. Jafnvel útbúa úr því súpu eða skera nið­ ur í örþunnar sneiðar og gera brokkolíhrásalat. Sellerírót Rótin er meðal annars rík af trefjum og B6­vítamíni. Þá hafa verið uppi getgátur um að sellerírót geti nýst í baráttunni við krabbamein, þá sérstaklega ristilkrabba­ mein. Aðalupp­ skerutími sell­ erírótarinnar er í desember og því er um að gera að njóta hennar sem ofurfæðis á meðan þú getur. Gott er að steikja sellerírótina með öðru vetrargrænmæti. Blanda smávegis af ólífuolíu og krydd­ jurtum út í grænmetis­ blönduna til að kalla fram rétta bragðið. Hægt er að borða grænmetið sem hluta af stærri og þyngri máltíð eða setja út í sal­ atið. Hvítlaukur Talið er að þetta bragðmikla grænmæti geti verndað þig gegn ákveðnum tegundum krabba­ meins. Þá er hvítlaukurinn einnig góður í baráttunni við hinar ýmsu bakteríur og vírusa, enda oft mælt með honum við kvefi eða flensu. Hvítlaukurinn gefur öll­ um mat þetta extra bragð sem hann þarfnast. Hvít­ laukurinn nýtist því vel sem krydd út á mat. Hann gagnast þér hins vegar best þegar þú bítur beint í hvítlauksrifin, hrá og fersk. n solrun@dv.is Hollt í desember Brokkolí er eitt það hollasta sem þú færð og það ættu allir að vita. Það er hlaðið trefjum og C-vítamíni, einstaklega hitaeiningasnautt og magn andoxunarefna í matvælum gerist varla hærra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.