Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Blaðsíða 51
Viðtal | 51Helgarblað 29. júlí – 2. ágúst 2011 ásamt því sem hún ferðaðist á slóð- ir Vestur Íslendinga og gladdi Íslend- inga í Vesturheimi með söng sínum. Hún bjó í Danmörku bæði áður en hún fluttist til Bandaríkjanna og eft- ir dvölina þar. Guðmunda fluttist frá New York árið 1958 og ákvað að finna sér og börnum sínum samastað í Danmörku. Sambandið við eigin- manninn hafði verið brösótt og var komið að leiðarlokum. Þau skildu stuttu seinna. „Við fluttum til Dan- merkur. Ég kunni vel mig þar, það var gott að vera þar. Ég bjó þar sam- tals í yfir 20 ár og þar leið okkur yfir- leitt vel.“ Röddin hvarf Áður en Guðmunda flutti aftur til Danmerkur bjó hún á Íslandi í smá- tíma. Þar vann hún mikið og of- reyndi röddina. Á tímabili leit út fyrir að söngferillinn væri kominn á end- astöð. Röddin, hennar helsta hljóð- færi, brást henni. Hún fékk bjúg á raddböndin og mátti ekki syngja um óákveðinn tíma. „Ég var fengin hing- að heim til að syngja hlutverk Biöncu í Kysstu mig Kata. Á sama tíma var farið að skekkjast hjá okkur hjóna- bandið og ég var undir miklu álagi. Ég vann alveg eins og brjálæðingur og var í fullt af verkefnum og svaf lít- ið. Ég vaknaði síðan einn morguninn og var bara alveg búin að missa rödd- ina. Þetta var mikið sjokk, ég gat bara hvíslað.“ Hún segist hafa verið orðin lúin og þreytt eftir mikið streð. „Ég var orð- in svo barin að ég hafði ekki þor til að berjast meira. Ég beið og beið og svo kom þetta smátt saman. Ég fór að kenna meira söng og kenndi sjálfri mér um leið. Ég fór til margra til að fá hjálp en það bara tók sinn tíma og það lagaðist töluvert.“ Röddin kom aft- ur með tímanum og seinna meir tók hún aftur að sér sönghlutverk. Hún lagði þó sönginn á hilluna í mörg ár en byrjaði svo að kenna söng aftur. Seinni maðurinn dó frá henni Hún venti sínu kvæði í kross í kring- um 1970 og ákvað að flytja aftur á heimaslóðir sem höfðu alltaf togað í hana. Hún leigði hús á Grjótagötu með börnum sínum og margir leigðu hjá þeim. Á þessum tíma kynntist hún seinni manni sínum. Sverri Kristjáns- syni sagnfræðingi. „Ég giftist Sverri en hann dó frá mér,“ segir hún alvöru- gefin. „Hann var búinn að vera mik- ið veikur,“ segir hún og greinilegt er að henni reynist erfitt að rifja þetta upp. „Við bjuggum fyrst í Grjótagöt- unni en svo keyptum við indælt lítið hús á Akranesi með stórum fallegum garði. Ég var kennari við tónlistarskól- ann þar og kenndi líka í Reykjavík og fór á milli með Akraborginni í hvaða veðri sem var. Það var mikið gaman að fara á sjóinn,“ segir hún og hlær sínum einstaka hlátri. Dauði Sverris reyndi mikið á Guðmundu enda ást- in á milli þeirra sterk. „Hann var alveg einstakur maður,“ segir hún og segist enn eiga erfitt með að tala um hann. Nennir ekki að vera í vondu skapi Þó að lífið hafi ekki alltaf reynst Guð- mundu leikur einn skín glaðværðin og bjartsýnin í gegn hjá henni. Hún er ekki kona sem gefst upp heldur tækl- ar vandamálin. Nú er hún rúmlega níræð en enn hress og ánægð með lífið. Hún segist ekki nenna að vera í vondu skapi. „Oj, bara,“ segir hún og fussar. „Vont skap, það er bara oj bara. Ég nenni því ekki,“ segir hún og tindr- andi hláturinn ómar um rauða húsið á Vesturgötunni. „Lífið býður upp á gífurlega mik- ið gott og fallegt, en það er svo margt annað sem við höfum ekki hugmynd um þegar við erum ung og lítum fram á veginn. Allt það sem getur hent mann og maður hefur ekki hugmynd um. Maður heyrir sögur. Ég heyrði konurnar tala saman þegar ég var lít- il, börn hafa alltaf eyru. Maður heyrði þær tala um að einhver hefði farist og um eitthvað slíkt en skildi auðvitað ekkert hvað það fól í sér.“ Syngur enn að gamni sínu Þrátt fyrir að vera á tíræðisaldri syng- ur hún enn og hjálpar gömlum nem- endum sínum við sönginn. „Ég er búin að kenna í um rúm 60 ár núna en ég hætti eiginlega fyrir ári. Núna kenni ég bara svona að gamni mínu. Eða ég kenni ekki, bara hjálpa þeim sem þurfa. Ef ég get hjálpað einhverj- um af nemendunum mínum pínulít- ið þá reyni ég það.“ Hún hefur kennt fjölmörgum söngvurum í gegnum tíðina. Meðal annars kenndi hún við Leiklistarskólann á tímabili og því margir sem hafa fengið að njóta að- stoðar hennar við sönginn. Hún segist þó ekki syngja opin- berlega lengur. „Ég syng bara að gamni mínu stundum. Það er hollt fyrir röddina. Það er dálítið erfitt að hætta alveg.“ viktoria@dv.is „Ég vann alveg eins og brjálæðingur. Ég vaknaði síðan einn morguninn og var bara alveg búin að missa rödd- ina. Þetta var mikið sjokk, ég gat bara hvíslað. vodafone.is Nettengillinn heldur þér í sambandi Fylgstu með veðrinu í sumar Kynntu þér málið í næstu verslun eða á vodafone.is Vodafone – með þér í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.