Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Qupperneq 2
2 | Fréttir 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað
iess
járnsmíði
Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is
Ósátt við
skólastjórann
Í síðasta
helgarblaði
DV var greint frá
því að níu ára
nemandi hefði
beðið móður sína
um lyf til þess að
sofna og vakna
aldrei aftur, hann
vildi „sofna að ei-
lífu“. Móðir drengsins, Elsa Margrét
Víðisdóttir, sagði sögu hans en Gabríel
Víðir glímir við margvísleg vandamál,
meðal annars ódæmigerða einhverfu
og ADHD. Í DV á mánudag lýsti Elsa
Margrét yfir óánægju sinni með skóla-
stjóra Árbæjarskóla, þar sem Gabríel
stundar nám, og sagði skólastjórann
skorta skilning á fötlun Gabríels. „Ég
efast um að skólastjórinn hafi getu
eða vilja til að taka á vandamálinu,“
sagði hún meðal annars.
Bauð Skúla Iceland
Express til kaups
Starfsmað-
ur ótil-
greinds fjármála-
fyrirtækis bauð
fjárfestingar-
félaginu Títan,
sem er í eigu
Skúla Mogen-
sen, að kaupa
Iceland Ex-
press af Pálma Haraldssyni fyrir
um tveimur vikum. Tilboðið kom
eftir að fréttist af stofnun lággjalda-
flugfélagsins WOW Air sem Skúli
stendur að. Þetta staðfesti fram-
kvæmdastjóri Títan, Baldur Oddur
Baldursson, í DV á miðvikudag. Til-
boðinu var hafnað, að sögn Bald-
urs. Hann sagðist ekki vilja greina
frá því hvaða banki það var sem
hefði haft milligöngu um viðræð-
urnar og bar fyrir sig trúnaði.
Lifir hátt eftir 58
milljarða gjaldþrot
Gunnar
Þorláks-
son byggingar-
meistari, annar
eigenda eignar-
haldsfélagsins
CDG sem áður
hét Bygg Invest,
býr í stórglæsi-
legu húsi að
Hólmaþingi 9 í Kópavogi, þrátt fyrir
58 milljarða gjaldþrot tveggja fyrir-
tækja sem honum tengdust. Sam-
kvæmt heimildum DV var bygg-
ingarkostnaður hússins um 250 til
300 milljónir króna. Samkvæmt fast-
eignamati er brunabótamat hússins
136.050.000 krónur.
Fyrirtækin tvö sem skilja eftir sig
samtals 58 milljarða króna skuldir,
eru áðurnefnt CDG ehf. og Saxbygg
Invest.
Fréttir vikunnar í DV
1 2 3
Þ
etta er alveg rosalega
spennandi og ég er bara
opin fyrir því að læra allt,“
segir félagsfræðingurinn og
sex barna móðirin Amal Ta-
mimi, sem tók á fimmtudaginn sæti
á Alþingi fyrir Samfylkinguna. Amal
mun sitja á Alþingi næsta mán-
uðinn sem varaþingmaður Lúðvíks
Geirssonar sem er fjarri af persónu-
legum ástæðum. Það er víst óhætt
að segja að leið Amal inn á Alþingi
sé talsvert frábrugðin leið annarra.
Amal fluttist hingað til lands árið
1995, einstæð móðir frá Palestínu
með börnin sín, sem þá voru fimm.
Amal segist í samtali við DV vera
mjög spennt og glöð yfir því að taka
sæti á Alþingi en viðurkennir vel
að það sé einnig nokkuð yfirþyrm-
andi. „Já, auðvitað, þetta er ekki
eitthvað sem gerist á hverjum degi.
Þetta er rosalega mikill heiður og
ég er mjög spennt. Það taka hins
vegar allir rosalega vel á móti mér
og ég er byrjuð að slaka aðeins á,“
segir Amal, sem hafði aðeins verið
þingmaður í um þrjár klukkustund-
ir þegar DV ræddi við hana.
Vann í fiski og við ræstingar
Fyrstu árin sem hún bjó á Íslandi
þurfti hún að vinna hörðum hönd-
um til að brauðfæða stóra fjöl-
skyldu sína. Hún vann meðal ann-
ars í fiski og við ræstingastörf. Árið
2000 varð hún hins vegar öryrki.
Þá innritaðist hún í nám í félags-
fræði við Háskóla Íslands og lauk
þaðan prófum 2004. Árið 2002, eftir
að hafa búið í sjö ár á Íslandi, varð
hún íslenskur ríkisborgari, en hún
hefur sjálf sagt að það hafi verið
í fyrsta skipti sem hún varð ríkis-
borgari. Palestínumenn hafa ekki
ríkisborgararétt og því hafi hún
þurft að koma á gestavegabréfi frá
Ísrael. Hún hefur áður sagt í viðtali
við DV að hún gleymi aldrei degin-
um sem hún fékk íslenskt vegabréf
og það sé erfitt fyrir Íslendinga að
gera sér grein fyrir forréttindunum
sem fylgja því að hafa ríkisborgara-
rétt.
Hún hefur sinnt ýmsum trún-
aðarstörfum og verið meðal ann-
ars framkvæmdastýra jafnréttis-
húss Hafnarfjarðar. Nú, 16 árum
eftir að hún kom fyrst til landsins,
er hún orðin íslenskur þingmaður
fyrir Samfylkinguna. Hún er annar
innflytjandinn sem tekur sæti á Al-
þingi, en áður hafði Paul F. Nikolov
setið á Alþingi fyrir Vinstri græna.
Lætur síðar til sín taka
Hún játar því aðspurð að hún hafi
ekki séð það fyrir þegar hún flutti
hingað til lands að dag einn yrði hún
þingmaður. „Já, eins og ég segi, þetta
er ekki eitthvað sem kemur fyrir á
hverjum degi og ekki fyrir alla.“
Fyrsti vinnudagur Amal á Alþingi
var annasamur en hátt í 20 mál voru
á dagskrá þingsins á fimmtudaginn.
Amal segir ótímabært að svara því
hvaða málum hún hyggist berjast
fyrir á meðan hún situr á Alþingi. „Ég
er bara núna á því stigi að sitja, læra,
skoða og komast inn í hlutina. Við
sjáum til hvað verður eftir viku eða
tvær. Það er rosalega mikið af öðru-
vísi aðferðum hér sem mér finnst að
ég þurfi að læra.“
Háttvirtur þingmaður
Amal Tamimi frá Palestínu
er nýjasti þingmaðurinn.
Hún mun sitja á Alþingi
næsta mánuðinn í fjar-
veru Lúðvíks Geirssonar.
Hún þurfti að strita til að
brauðfæða fjölskyldu sína.
Mynd:Eyþór Árnason
n amal Tamimi tekur sæti á alþingi n stritaði til að brauðfæða
fjölskylduna n Fyrsta erlenda konan n „þetta er rosalega mikill heiður“
6 barna móðir frá
Palestínu á þing
„Þetta er ekki eitt-
hvað sem kemur
fyrir á hverjum degi og
ekki fyrir alla.
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Ákærður fyrir manndráp:
Trúði ekki að
hann væri
látinn
Redouane Naoui sem ákærður
er fyrir að stinga mann til bana á
veitingastaðnum Monte Carlo í
júlí síðastliðnum ber við minn-
isleysi. Aðalmeðferð málsins fór
fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á
fimmtudag og var þar sýnd mynd-
bandsupptaka úr öryggismyndavél
staðarins. Þar sást þegar Redouane
lenti í orðaskaki við fórnarlambið,
Hilmar Þóri Ólafsson. Svo virðist
sem Redouane hafi falast eftir að
kaupa kannabisefni af Hilmari, en
Hilmar virðist ekki hafa viljað eða
getað selt honum slíkt. Við það
virðist Redouane hafa reiðst með
þeim afleiðingum að hann stakk
Hilmar í hálsinn.
Redouane gaf skýrslu með að-
stoð túlks. Hann var rólegur og yfir-
vegaður í dómsalnum. Hann lýsti
því að hann hefði fyrr um kvöldið
verið í grillveislu á Monte Carlo
og drukkið ótæpilega. Hann hefði
ekkert munað frá því hann var í
veislunni þar til hann var kominn
á lögreglustöðina, seinna um dag-
inn. Fyrir dómi sagðist hann gruna
að einhver hefði byrlað honum
ólyfjan í veislunni. Hann neitaði því
að neyta eiturlyfja að staðaldri, en
í blóði hans við handtöku mældist
amfetamín, kannabis og kódín.
Þegar saksóknari spurði Redo-
uane hvernig honum hefði liðið
eftir að hann heyrði að Hilmar Þórir
væri látinn sagðist hann ekki hafa
trúað því. Hann væri ekki „svona
manneskja sem dræpi“.
Þegar saksóknari spurði hver
afstaða hans væri til atviksins nú
svaraði Redouane því að hann væri
búinn að missa allt; börnin, fjöl-
skylduna og lífið. Hann bað Hilmar
Þóri um að fyrirgefa sér.
Vitni sem var á staðnum þegar
atvikið átti sér stað bar fyrir dómi
að til deilna hefði komið á milli
Redouane og Hilmars Þóris. Starfs-
fólk staðarins hefði stöðvað deil-
urnar og vísað Redouane út. Hann
hefði sagt á ensku: „No, this isn’t
over yet.“ Hann hefði komið til
baka og veist að Hilmari með fyrr-
greindum afleiðingum. Hilmar lést
tæpum tveimur vikum eftir árásina
á sjúkrahúsi.