Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Page 10
10 | Fréttir 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 St. 40-47 Verð 18.995 St. 41-46 Verð 15.295 St. 40-46 Verð 16.395 St. 40-47 Verð 13.595 O rgelsjóður Háteigskirkju var settur í peningamarkaðs- og hlutabréfasjóð hjá Ís- landsbanka, síðar Glitni, á árunum fyrir íslenska efna- hagshrunið. Þetta kemur fram í árs- reikningum eignarhaldsfélags sem stofnað var utan um orgelsjóðinn og í máli Sigríðar Guðmundsdóttur, formanns sóknarnefndar kirkjunn- ar. Orgelsjóðurinn var stofnaður árið 2004 til að halda utan um fjárfram- lög til kirkjunnar vegna orgelkaupa. Sóknarbörn í Háteigskirkju gáfu svo fé í sjóðinn. Sigríður segir að orgelsjóðurinn hafi verið 4,8 milljónir króna þeg- ar hann var stofnaður árið 2004. Á sóknarfundi árið 2007 var ákveðið að leggja peningana annars vegar í peningamarkaðssjóð og hins vegar í hlutabréfasjóð. „Fólki fannst sjóð- urinn illa ávaxtaður og þá var tekin ákvörðun um að setja 65 prósent af sjóðnum í peningamarkaðssjóð og 35 prósent í innlendan hlutabréfa- sjóð. Báðir sjóðirnir voru hjá Íslands- banka [Glitni, innskot blaðamanns].“ Líkt og DV greindi frá á föstudag- inn hefur fimm starfsmönnum Há- teigskirkju verið sagt upp störfum vegna aðhaldsaðgerða. Einn þeirra er organistinn Douglas Brotchie sem lætur af störfum 15. desember. Kór kirkjunnar mun hætta á sama tíma og organistinn. Að sögn Sigríðar er eini starfsmaður kirkjunnar sem heldur starfinu ræstitæknir sem er í hálfu starfi hjá sóknarnefnd Háteigs- kirkju. Skilaði tapi 2008 Orðrómur hefur verið uppi um að aðhaldsaðgerðir Háteigskirkju megi að einhverju leyti rekja til fjárfest- ingar orgelsjóðsins í peningamark- aðs- og hlutabréfasjóðum Glitnis. Svo mun þó ekki vera ef marka má orð Sigríðar Guðmundsdóttir. Hún segir vissulega að fjárfesting orgel- sjóðsins hafi skilað tapi upp á eina milljón króna árið 2008 en að kirkjan eigi ennþá sjóðinn þó hann hafi ekki verið ávaxtaður með hagstæðum hætti. „Árið 2008 er skráð eins millj- ón króna tap á þessum sjóði. En um síðustu áramót var hann 6,4 milljón- ir. Þannig að hann hefur ekki rýrnað frá 2004 en hann hefur heldur ekki gildnað mjög mikið enda gengum við í gegnum efnahagshrun á þess- um árum. Kirkjan á því 6,4 milljónir í orgelsjóðnum í dag.“ Sigríður segir því að segja megi með réttu að sóknarnefndin hafi tap- að einni milljón í ávöxtun. „Við höf- um misst einhverja ávöxtun, það má segja það með réttu: Við töpuðum 1 milljóna í ávöxtun en það voru fleiri sem gerðu það á þessum árum. Þetta er alveg á hreinu.“ Heildartekjur Há- teigskirkju námu nærri 63 milljónum króna árið 2009. Rúmar 52 milljónir króna voru opinber greiðslur til kirkj- unnar, svokölluð sóknargjöld, fimm milljónir voru vegna styrkja og ann- arra framlaga og aðrar tekjur sókn- arinnar námu rúmum fimm millj- ónum. Minnkandi sóknargjöld Á föstudaginn sagði Sigríður að ástæðan fyrir aðhaldsaðgerðunum í kirkjunni væri sú að tekjur sókn- arnefndarinnar hefðu lækkað um- talsvert á liðnum árum, meðal ann- ars vegna minnkandi sóknargjalda. „Sóknargjöldin hafa lækkað um 25 milljónir króna á árinu og við erum að bregðast við því. Það var ekki hægt að gera neitt annað en að minnka starfsemina hjá okkur. Við erum bara með minna fjármagn en áður og við höfum ekki efni á að reka kirkj- una í óbreyttri mynd,“ sagði Sigríð- ur. Ástæðan fyrir minnkandi sóknar- gjöldum er sú, að sögn Sigríðar, að einstaklingum í sókninni sem skráð- ir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað. Fækkunin er bæði vegna úrsagna úr þjóðkirkjunni og eins vegna þess að nokkuð er um útlendinga í sókninni. „Við töpuðum einni milljón í ávöxtun en það voru fleiri sem gerðu það á þessum árum. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Orgelsjóður nOtaður í hlutabréfa- viðskipti n Orgelsjóður Háteigskirkju settur í peningamarkaðs- og hlutabréfasjóði hjá Glitni 2007 n Milljón tapaðist árið 2008 n Aðhaldsaðgerðir hjá kirkjunni vegna lækkandi sóknargjalda Tap upp á milljón Formaður sóknarnefnd- ar Háteigskirkju segir að tap upp á milljón hafi verið af orgelssjóðnum árið 2008. Organistinn Sóknarnefnd Háteigskirkju setti orgelsjóð kirkjunnar í peningamarkaðs- og hlutabréfasjóð hjá Íslandsbanka. Douglas Brotchie er organisti í kirkjunni. Nota átti orgel- sjóðinn til að kaupa nýtt orgel í kirkjuna. Það var hins vegar ekki gert. R júpnaveiðitímabilið hófst þann 28. október síðast- liðinn og stendur að þessu sinni aðeins í níu daga. Benedikt Guðmundsson er meðlimur í hóp sem hefur gengið til rjúpna á Holtavörðuheiði fyrsta dag- inn í opnun tímabilsins. Að þessu sinni fóru þeir aðeins einn dag og voru mjög heppnir með veður, enda viðraði ekki beint til rjúpnaveiða síð- astliðinn laugardag og sunnudag. Það er gert til þess að vernda stofn- inn að láta veiðar hefjast síðar en áður var. Þær hófust vanalega í kring- um 15. október, en með seinkuninni verður veður bæði verra og meiri snjóþungi er á fjöllum og því erfiðari færð fyrir skytturnar. „Við erum búnir að fara í yfir 20 ár á Holtavörðuheiðina á fyrsta í opnun. Það var svo gott veður og miklu meira líf núna en var til dæmis í fyrra,“ seg- ir Benedikt en veiðar gengu mjög vel. „Við tókum bara skammtinn eins og lög gera ráð fyrir,“ segir hann. Þeir félagarnir gera sér yfirleitt glaðan dag í kringum veiðarnar, að þessu sinni var mikil veisla að loknum veiðum í sumarbústað. „Við leggjum mikið upp úr félagsskapnum og fæðunni,“ seg- ir Benedikt og hlær. Veiðin hefur far- ið nokkuð vel af stað á landsvísu, en það hefur verið nokkuð umdeilt í ár hversu mikið veiðitímabilið var stytt. Í ár er það aðeins níu dagar, en í fyrra var það átján dagar. Benedikt bendir þó á að þess í stað sjái dýrin sjálf um að fækka í stofninum. „Þegar veiði- manninum er kippt út þá eykst bara minkurinn, refurinn og fálkinn í stað- inn,“ segir Benedikt. astasigrun@dv.is „Meira líf en í fyrra“ n Hópur rjúpnaveiðimanna hefur veitt saman í 20 ár Hafa veitt saman í 20 ár Félagarnir tóku bara kvótann. Frá vinstri: Guðmundur Baldurs- son, Sigurður Björnsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Benedikt Guðmundsson. Ný stjórn Bankasýslu ríkisins skipuð: Jón verður varaformaður Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra hefur skipað nýja stjórn yfir Bankasýslu ríkisins. Miklar deilur hafa staðið um störf fráfar- andi stjórnar vegna ráðningar Páls Magnússonar í starf forstjóra. Á end- anum fór það svo að stjórnin sagði af sér og Páll ákvað að taka ekki við starfinu sem hann hafði verið ráð- inn í. Tengsl Páls við Framsóknar- flokkinn – hann var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur viðskipta- ráðherra þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir – voru helsta ástæðan fyrir því að hann þótti vanhæfur til að gegna starfinu. Nýja stjórnin eru skipuð þeim Guðrúnu Ragnarsdóttur, sem er formaður, Jóni Sigurðssyni, sem er varaformaður, og Huldu Dóru Styrmisdóttur. Egill Tryggvason er varamaður í stjórninni. Guðrún er framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN), Jón Sigurðsson er fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins, banka- stjóri Norræna fjárfestingarbank- ans og fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, og Hulda Dóra Styrmisdóttir er skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og fyrrverandi stjórnarformaður Nýja- Kaupþings. Egill er viðskiptafræð- ingur í fjármálaráðuneytinu. ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.