Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 22
22 | Erlent 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað
D
önsk stjórnvöld hafa orðið við
beiðni Grænlendinga um að
taka til rannsóknar fangaflug
bandarísku leyniþjónustunn
ar, CIA, yfir grænlenska landhelgi.
Það var Sara Olsvig, annar af þing
mönnum Grænlendinga á danska
þinginu, sem krafðist rannsóknar
innar um miðjan október síðastlið
inn. Danska alþjóðamálastofnunin,
DIIS, mun rannsaka málið og hefur
fengið frest til 1. maí næstkomandi til
að skila skýrslu.
„Við munum komast að því hve
nær og hvar þessir flutningar fóru
fram og hvert hlutverk danskra yfir
valda var í málinu,“ sagði Kuupik
Kleist, formaður grænlensku land
stjórnarinnar, á blaðamannafundi
sem haldinn var vegna málsins á
dögunum.
Upplýsingarnar um fangaflug
ið komu fram í heimildarmynd
sem sýnd var árið 2008 en í henni
kom fram að CIA hefði meðal ann
ars notað flugvöllinn í Narsarsuaq
undir slíka flutninga. Ásakanirnar
sem komu fram í umræddri heim
ildarmynd voru staðfestar fyrr á
árinu þegar uppljóstrunarvefur
inn Wikileaks birti bréf frá James
Cain, sendiherra Bandaríkjanna
í Danmörku, til utanríkisráðu
neytis Bandaríkjanna. í bréfinu,
sem dagsett er 31. janúar 2008 eða
skömmu eftir sýningu myndarinn
ar, segir Cain að heimildarmynd
in hafi valdið fjaðrafoki meðal
danskra yfirvalda. Þau séu þó til
búin að leggja sitt á vogarskálarnar
til að þagga niður í umfjöllun um
málið.
Líklegust til
að bjóða mútur
Rússnesk og kínversk fyrirtæki eru
líklegust til að bjóða mútur þegar
þau stunda viðskipti á erlendri
grundu. Þetta er niðurstaða könn
unar Transparency International,
stofnunar sem berst gegn spill
ingu. Tuttugu og átta lönd tóku þátt
í könnuninni og svöruðu þrjú þús
und forstjórar stórra og meðalstórra
fyrirtækja spurningum stofnunar
innar. Holland og Sviss komu best
út með meðaleinkunn upp á 8,8. Í
næstu sætum þar á eftir komu í réttri
röð: Belgía, Þýskaland, Japan, Ástr
alía, Kanada, Singapúr, Bretland og
Bandaríkin.
„Það er sérstakt áhyggjuefni að
Kína og Rússland séu neðst á list
anum,“ segir í skýrslunni, en bæði
lönd hafa á undanförnum árum
aukið mjög viðskipti sín erlendis. Í
skýrslunni er kallað eftir samstilltu
átaki yfirvalda um heim allan til að
minnka þá spillingu sem virðist við
gangast í fyrirtækjum. Ísland var
ekki með í könnuninni.
Verkjalyf bana
þúsundum
Ofneysla á sterkum verkjalyfjum í
Bandaríkjunum er orðin svo mikil
að bandarísk yfirvöld tala um far
aldur. Ofnotkun á þessum lyfjum
dregur fleiri til dauða en ofnotkun
heróíns og kókaíns til samans, að því
er fram kemur í skýrslu sem CDC,
bandarísk stofnun sem sér um varn
ir gegn sjúkdómum og um forvarnir,
gaf út nýlega.
Í skýrslunni kemur fram að
dauðsföll af völdum verkjalyfja hafi
meira en þrefaldast á undanförnum
tíu árum og eru þau nú um 40 á dag
að meðaltali.
É
g þakka Guði fyrir allt saman.
Það geta engin orð lýst ánægju
okkar,“ segir Ginady Sabuco, 33
ára. Ginady er móðir tveggja
ára tvíburasystra, Angelinu og
Angelicu Sabuco, sem voru fastar
saman á bringu og maga þegar þær
komu í heiminn. Þær gengust undir
aðgerð á Lucile Packardbarnaspítal
anum í Palo Alto í Kaliforníu í vikunni
þar sem þær voru aðskildar. Aðgerð
in var flókin eins og við var að búast
og tók aðeins lengri tíma en búist var
við, eða tíu klukkustundir. Allt fór þó
vel og eru systurnar ungu á góðum
batavegi.
Góðar batahorfur
„Batahorfurnar til lengri tíma eru
mjög góðar og við munum væntan
lega koma til með að sjá tvær ham
ingjusamar og heilbrigðar ungar
stúlkur. Það eru engar hindranir í veg
inum lengur,“ segir Gary Hartman,
skurðlæknirinn sem framkvæmdi að
gerðina. Hartman var þó ekki einn að
verki því um 40 læknar, hjúkrunar
fræðingar og annað heilbrigðisstarfs
fólk aðstoðaði við aðgerðina.
Systurnar, sem fæddust á Filipps
eyjum en fluttu á síðasta ári til San
Jose í Bandaríkjunum, voru sem fyrr
segir fastar saman á bringu og kvið.
Þær höfðu sameiginlega lifur, þind,
bringubein og kviðvöðva en hvor sitt
hjartað, nýru, maga og þarma. Hart
man segir að erfiðasti hluti aðgerð
arinnar hafi verið að skera lifrina því
mikil hætta hafi verið á blóðmissi. Sá
hluti aðgerðarinnar gekk þó vel fyrir
sig.
Með tárin í augunum
„Draumurinn er orðinn að veru
leika,“ sagði móðir systranna með
tárin í augunum og grátstafinn í
kverkunum eftir að aðgerðinni var
lokið. Hún komst ekki að því að tví
burarnir sem hún gekk með væru
samvaxnir fyrr en hún var komin sjö
mánuði á leið.
Stúlkunum gekk vel að aðlagast
lífinu þrátt fyrir að vera fastar sam
an. Þær höfðu lært að ganga, tala og
þekktu til dæmis nöfnin á öllum lit
um. Hartman sagði eftir aðgerðina
að nauðsynlegt hefði verið að fram
kvæma aðgerðina áður en stúlkurn
ar stækkuðu meira. Hefði hún ekki
verið framkvæmd nú hefði heilbrigði
þeirra í framtíðinni verið stefnt í
mikla hættu. Eitt helsta vandamálið
sem læknar stóðu frammi fyrir var að
loka gatinu sem myndaðist á bringu
og kviði stúlknanna eftir aðgerðina.
Það kom í hlut lýtalæknisins Peter
Lorenz að leysa það vandamál. Í
sumar var byrjað að sprauta salt
lausn inn í blöðrur sem komið var
fyrir undir húðinni. Þannig teygðist á
húðinni sem gerði læknum auðveld
ara að loka gatinu þegar aðgerðin var
loks framkvæmd.
Einu sinni áður hefur sambæri
leg aðgerð verið framkvæmd á Lucile
Packardsjúkrahúsinu. Það var árið
2007 þegar síamstvíburar frá Kosta
ríka voru aðskildir. Líkt og aðgerðin á
systrunum gekk sú aðgerð vel.
n Tveggja ára síamstvíburar aðskildir í tíu klukkutíma aðgerð n Höfðu
sameiginlega lifur og þind en sitt hjartað hvor n Móðirin þakkar Guði
Grét þegar stúlkurnar
hennar voru aðskildar
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
„Bata-
horfurnar
til lengri tíma
eru mjög góðar
Allt gekk vel Angelina
og Angelica eru ekki lengur
fastar saman eftir að hafa
gengist undir aðgerð þar sem
þær voru aðskildar.
Flókin aðgerð Aðgerðin tók tíu
klukkustundir og þurftu læknar að leysa hin
ýmsu vandamál.
Fangaflug Bandaríska leyniþjónustan
notaði meðal annars flugvöllinn í
Narsarsuaq til að flytja fanga á milli staða.
Meðfylgjandi mynd er frá bænum Sisimiut á
vesturhluta Grænlands. Mynd ReuTeRs
Fangaflug yfir Grænland
n dönsk nefnd rannsakar málið og vinnur að gerð skýrslu