Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Side 24
24 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV ÁSkiLuR SéR RéTT TiL AÐ BiRTA AÐSenT eFni BLAÐSinS Á STAFRænu FoRmi oG í GAGnABönkum Án enDuRGJALDS. öLL ViÐTöL BLAÐSinS eRu HLJÓÐRiTuÐ. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR Sandkorn Í síðustu viku kom móðir níu ára stráks í viðtal í DV. Hún hafði reynt allt til að stöðva einelti sem sonur hennar varð fyrir. Einn daginn kom hann til dæmis heim með töluverða áverka og fregnaði móðirin að honum hefði verið haldið niðri af nokkrum drengjum meðan einn hjól- aði yfir handlegginn á honum. Þegar strákurinn bað hana eitt kvöldið um að fá að taka inn lyf og „sofna að ei- lífu“ ákvað hún loks að hefja umræðu um einelti til að vekja fólk til umhugs- unar og kannski hvetja til aukinnar vitundar og breytinga. Ef allir yrðu meðvitaðir um vandann væri líklegra að margir gerðu eitthvað í honum. Eftir að annað fólk las frásögn móðurinnar fékk hún öflugan stuðn- ing úr öllum áttum. Fjölmargir settu sig í samband við hana. Meðal annars átti hún langt samtal við föður ellefu ára drengs, sem svipti sig lífi fyrir nokkrum mánuðum. Strákurinn hafði líka orðið fyrir einelti, sem skýrði í það minnsta hluta af vanlíðan hans. Móðirin, Elsa Margrét Víðisdóttir, undraðist hins vegar eitt. Af öllum sem höfðu samband við hana var enginn úr skóla sonar hennar, Gabrí- els Víðis. Hún heyrði frá frístunda- heimilinu, en enginn skólastarfsmað- ur hafði samband til að spyrja hvort allt væri í lagi, eða hvort eitthvað væri hægt að gera. Enda bjóst hún ekki endilega við því. Hluti af vandanum, að henn- ar sögn, var að skólinn hafði ekki brugðist við eineltinu nægilega vel. Hún segir skólastjórann hafa vísað til þess að ódæmigerð einhverfa og þroskaröskun stráksins væri skýring á eineltinu. „Frá honum hef ég oftar en einu sinni fengið að heyra að það sé ekkert skrýtið að Gabríel Víði sé strítt. Þar sem hann sé með allar þessar greiningar í almennum skóla sé ekki við öðru að búast en hann lendi í ein- elti,“ segir hún. „Ég er ekki að ráðast á neinn, ég er bara að tala um það hvernig barninu mínu líður í skól- anum …“ Í gær heyrðist svo frá skólanum, eða því sem næst. Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafé- lagsins, og Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskóla- kennara, sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýstu áhyggjum sínum. Þær höfðu áhyggjur af því að rætt væri um eineltið opinberlega. „Í tilefni af umræðu DV nú á haustmánuðum um eineltismál í skólum spyrjum við hvaða tilgangi þjónar sá frétta- flutningur og umræða … Er slíkum fréttaflutningi og umræðu ætlað að vekja athygli á og leysa eineltismál í skólum eða bæta á vandann?“ spurðu þær. „Skólar landsins eru að vinna að margskonar forvörnum gegn einelti. Áhugavert væri að fjölmiðlar kynntu sér þau mál og fjölluðu um þau á já- kvæðan og uppbyggilegan hátt.“ Viðbrögð þeirra eru að fólk ætti ekki að tala um það þegar einelti á sér stað, heldur bara almennt og já- kvætt, líkt og við byggjum í hinum besta af mögulegum heimum þar sem viðbrögð við einelti væru alltaf eins góð og þau gætu mögulega orðið og umræða væri til einskis. Með sömu rökum ætti aldrei að ræða einstök til- felli vandamála í samfélaginu opin- berlega. Fólk ætti að þegja, því þegar brotið er á manneskju sé það einka- mál kerfisins. Við vitum að skólar vinna að for- vörnum gegn einelti. Við fjöllum líka um það. En þegar móðir stígur fram og vill tala um að skólinn sé að bregð- ast barninu sínu, að það komi heim úr skólanum með alvarlega áverka og biðji um að fá að deyja, ætlum við ekki að biðja hana um að vera vin- samlegast jákvæðari og uppbyggilegri eða þagna annars. Það er ósmekklegt dómgreindar- leysi af skólastjórum og kennurum, sem öðrum, að saka fólk um að ætla sér að auka einelti. Þótt þeim finn- ist rangt að fórnarlömb eineltis og aðstandendur þeirra rjúfi þögnina verðum við að treysta á að börn og foreldrar viti að það er í lagi að láta vita. Skrýtinn ráðherra n Bók Þráins Bertelssonar alþingismanns, Fallið, er klárlega á meðal gimsteina bókaflóðsins. Þráinn lýsir því af einlægni þegar hann féll á áralöngu áfengisbind- indi og hafn- aði á Vogi. Þar vakti nærvera þingmanns- ins mikla athygli og sýndist sitt hverjum. Þráinn lýsir því í bókinni að fólk hafði ekki mikinn áhuga á þingmálum. Helst var hann spurður hvort Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra væri í rauninni eins skrýtinn og hann virtist vera í sjónvarpinu. Fordómar alkanna n Þráinn Bertelsson lýsir í bók sinni þeirri umræðu sem grasseraði í samfélagi áfengis- sjúkra á Vogi um að ekki væri við hæfi að þing- maður kæmi þangað til að leita hjálpar. Var fólk á því að eðlilegra væri að slík stórmenni færu í kyrrþey til útlanda. Þetta voru ekki einu fordómarnir sem Þráinn glímdi við vegna fallsins sem hann gerir rækilega upp. Svo- kallaðir smáfuglar á amx.is dylgjuðu um það síðasta sum- ar að menn ættu að spyrja spurninga um Þráin og það að Össur Skarphéðinsson hefði sótt hann á flugvöll. „Ófrávíkjanleg regla“ n „Það er óskrifuð og ófrá- víkjanleg regla í veiði að maður talar ekki um fólkið sem maður veiðir með,“ skrifaði Bubbi Mor thens í varnarræðu á bloggi sínu í ágúst þegar fréttir voru sagðar af því að Bubbi hefði verið í veiði með ýmsum frægum kaupsýslumönnum. Bubbi hefur nú sent frá sér heila bók, Veiðisögur, þar sem hann rifjar upp eftirminni- leg augnablik af árbakkanum og segir veiðisögur af sér og ýmsum nafntoguðum Íslend- ingum. Bókin er skreytt með ljósmyndum eftir Einar Fal Ing- ólfsson. Þar á meðal eru ljós- myndir af Bubba og vini hans Páli Magnússyni útvarpsstjóra, þar sem þeir standa glaðir við árbakka. Vinnur fyrir kjördæmið sitt n Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Norðausturkjör- dæmis, berst ötullega fyrir kjósendur í kjördæmi sínu. Hann hefur nú lagt fyrirspurn fram á Alþingi fyrir fjármála- ráðherra um hvort hann beiti sér fyrir því að menningar- húsið Hof á Akureyri fái hlut- fallslega jafnmikil fjárframlög og Harpa. Þá vill hann að Ög- mundur Jónasson svari því hve- nær gerð Vaðlaheiðarganga geti hafist. Ég held að það sé ekki næg eftirspurn Versta ríkisstjórn allra tíma Sveinn Andri Sveinsson blæs á þann orðróm að hann hugi á forsetaframboð. – DV Hanna Birna Kristjánsdóttir um núverandi ríkisstjórn. – Rás 2 Þögn í skólastofunni„Við verðum að treysta á að börn og for- eldrar viti að það er í lagi að láta vita H arðdrægir bankamenn eru ekki nýtt vandamál. Abraham Lincoln, forseti Bandaríkjanna 1861–65, sagðist eiga tvo erki- óvini, hermenn Suðurríkjanna og bankamenn í New York, og sagði síðan: „Bankamennirnir eru versti óvin- ur minn.“ Bankarnir höfðu reynt að fá Lincoln til að fjármagna borgarastríðið með lánum við okurvöxtum, en hann sá við þeim og kaus heldur að prenta pen- inga, eins og stjórn hans var í lófa lagið. Theodore Roosevelt, forseti landsins 1901–1909, lenti einnig í útistöðum við auðjöfra, einkum olíu- og járnbrautaf- ursta, og bauð þeim byrginn líkt og Lin- coln forveri hans og flokksbróðir hafði sýnt bankamönnunum í tvo heimana; þeir voru báðir repúblikanar. Roosevelt tók t.d. Standard Oil og skipti olíuris- anum upp í 30 fyrirtæki, sem þurftu að keppa hvert við annað. Trust Buster var hann kallaður og náði endurkjöri með yfirburðum 1904. Nú þarf kjark Nú þyrftu Bandaríkjamenn á slíkum kjarki ríkisstjórnarinnar og þingsins að halda í viðureign hennar við bankana, sem halda áfram að hegða sér eins og ríki í ríkinu. Simon Johnson, prófessor á MIT og fyrrverandi aðalhagfræðingur AGS, og félagi hans James Kwak hafa skrifað fróðlega bók um vandann, 13 Bankers. Þar lýsa þeir því vel, hvern- ig ríkið bjargaði bönkunum eftir fall Lehman Brothers 2007 án þess að gera viðeigandi gagnráðstafanir til að breyta skuldum í hlutafé og skipta út óhæfum eigendum. Sukkið í bönkunum heldur því áfram. Johnson og Kwak eiga von á öðrum skelli með sama áframhaldi, nema almannavaldið grípi í taumana. Fyrir 30 árum voru meðallaun í fjár- málafyrirtækjum að jafnaði tvöföld á við laun annarra fyrirtækja eins og Catherine Rampell blaðamaður á New York Times lýsti þar fyrir nokkru. Nú er munurinn næstum sexfaldur. Hvaða vit er í því? – og það í atvinnuvegi, sem hefur sett allt efnahagslíf Bandaríkjanna og Evrópu á annan endann. Hvað þarf að gera? Til greina kemur að lögleiða skatt á fjár- málagerninga, einkum millifærslur til mjög skamms tíma. Bandaríkjastjórn hikar af tillitssemi við bankamenn, en ESB ræðir málið nú í fullri alvöru. James Tobin, hagfræðiprófessor í Yale-há- skóla í Bandaríkjunum og Nóbelsverð- launahafi, lagði fyrstur manna til slíkan skatt fyrir 39 árum í frægum fyrirlestri í Princeton. Bretar hreyfa andmælum og segjast munu missa fjármálaviðskipti til Hong Kong og Singapúr. Betra væri, segja þeir, að allar helztu fjármálamið- stöðvar heimsins kæmu sér saman um skatt á tiltekna fjármálagerninga til að draga úr braski og sveiflum. Í annan stað þarf að loka ýmsum klæðskera- saumuðum og glórulausum glufum í skattalögum. Ein glufan gerir banka- jöfrum kleift að telja vinnulaun sín fram til skatts sem fjármagnstekjur, svo þær lendi í lægra skattþrepi. Í þriðja lagi þarf að vernda bankana fyrir sjálfum sér m.a. með því að skipta þeim upp í smærri einingar. Ef banki er of stór til að falla, er hann of stór. Til þessa þarf ekki þröngar spennitreyjur, heldur myndu hraðahindranir og aðrar slíkar ráðstaf- anir e.t.v. duga til að halda bönkunum í skefjum. Í þessu skyni mætti leggja hömlur á getu þeirra til að gera út á innlánstrygg- ingar ríkisins og stofna sparifjáreigend- um þannig í voða. Í fjórða lagi mætti knýja bankana til að geyma gildan vara- forða, svo að þeir geti hreinsað upp eftir sig sjálfir, þegar þeir spenna bogann of hátt. Með þessu tryggði atvinnugrein- in sjálfa sig fyrir ógöngum, sem hún gæti ratað í. Hugsunin hér er svipuð hugsuninni á bak við tóbaksskatta og önnur mengunargjöld. Í fimmta lagi þarf að taka fyrir fjárstreymi frá bönkum til stjórnmálamanna og flokka. Í sjötta lagi þarf að sækja brotlega bankamenn til saka. Citigroup seldi bréf og veðj- aði samt á, að þau myndu falla í verði. Taki menn áhættu, þurfa þeir helzt að bera hættuna sjálfir. Engum á að líðast að stofna öðrum í hættu, enda er það ólöglegt. Þingmenn og flokkar á fóðrum Paul Volcker, seðlabankastjóri 1979–87 og helzti ráðgjafi Obamas Bandaríkja- forseta í bankamálum eftir 2007, vildi beita bankana hörðu. Volcker dugðu þrjár blaðsíður til að lýsa því, sem gera þyrfti til að setja bönkunum stólinn fyrir dyrnar. Bankamönnum tókst að búa til úr textanum 300 blaðsíðna skjal, sem þynnir tillögur Volckers svo út, að þær eru ekki svipur hjá sjón. Þær eru þó betri en ekkert. Volcker fékk ekki stuðn- ing þingsins til að skipa bankamönn- unum að sitja og standa eins og hann vildi, úr því að ríkið leysti bankana úr snörunni, sem þeir voru í þann veginn að hengja sig í og fjölda saklausra veg- farenda. Bankarnir og önnur fjármála- fyrirtæki greiddu stjórnmálamönnum 180 milljónir dollara 2010, eða 60 sent á hvern landsmann. Þann fjáraustur þarf að stöðva, og ekki bara þar vestra. Ríki í ríkinu Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Kjallari Þorvaldur Gylfason „Ef banki er of stór til að falla, er hann of stór Paul Volcker og Barack Obama Volcker fékk ekki stuðning bandaríska þingsins til að skipa bankamönnunum að sitja og standa eins og hann vildi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.