Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Blaðsíða 42
É g hefði aldrei náð svona góðum árangri án þess að fara út í einhverjar öfgar,“ segir Svanhild- ur Þorgeirsdóttir, 24 ára Hafnarfjarðarmær. Svanhildur hefur barist við aukakílóin alla sína ævi en hefur nú tekist að léttast um 24 kíló og þar af 15 á síðustu þremur mánuðum. „Ég tók bara heilhring í mataræð- inu og fór að mæta samvisku- samlega í ræktina. Ég og vigt- in höfum alltaf verið óvinir en mér hefur aldrei gengið svona vel áður,“ segir Svanhildur sem hafði prófað flest alla kúra. „Í dag spara ég mig ef mig langar í eitthvað gott og passa mig á öfgum. Þær skemma bara fyrir. Það er þessi gullni meðalvegur sem er bestur.“ Datt ofan í nammipokann Þrátt fyrir velgengni viður- kennir Svanhildur að eiga sínar erfiðu stundir. „Auðvitað koma dagar sem manni líður eins og maður sé sigraður og finnst þyngdin ekki fara nógu hratt niður. Aðalatriðið er að komast yfir þá hjalla. Ég lenti til dæm- is í því einn laugardaginn að missa mig alveg. Ég hreinlega datt ofan í nammipokann og sukkaði út í eitt. Vigtin fór upp á við og ég í fýlu en þá minnti þjálfarann minn, Thelma Matthíasdóttir, mig á að það er ekki spurning hvort maður fellur heldur hvenær. Aðalat- riðið er svo hvað maður ætlar að gera á eftir. Það misstíga sig allir en þá er bara um að gera að kunna þennan gullna með- alveg og rífa sig strax upp og halda áfram á réttum vegi.“ Hreyfingarleysi ekki í boði Hreyfing er orðin hluti af dag- legu lífi Svanhildar sem átti það til að vera algjör sófakartafla hér áður fyrr. „Ég geng alltaf úr og í vinnu, sem eru tæpir fjórir kílómetrar, og fer sex sinnum í viku í ræktina. Aðalatriðið er að finna hreyfingu sem hent- ar manni og hafa hana fjöl- breytta,“ segir hún og bætir við að tímaskortur sé engin afsök- un. „Það er sko alveg nóg að gera en þetta er spurning um að hagræða. Ég er í 90% vinnu og í 70% háskólanámi og með lítið barn. Ef ég veit að það verður of mikið að gera hjá mér um kvöldið vakna ég klukk- an sex og fer í ræktina. Eða fer út að ganga. Hreyfingarleysi kemur ekki til greina.“ Gráðug á vigtina Svanhildur segist vera hætt að leggja ofuráherslu á þyngdina. „Það er plús þegar vigtin fer niður en það er andlega vel- líðanin og orkan sem er mik- ilvægust. Og það að geta litið í spegil og verið ánægð með sjálfa mig. Ég hafði prófað allt en hef nú loksins náð þessu,“ segir hún og bætir við að það sé nauðsynlegt að hafa gott bakland í svona baráttu. „Þetta er ekki hægt nema með stuðn- ingi góðra vina og fjölskyldu. Við maðurinn minn förum alltaf saman í ræktina á sunnu- dögum en hann hefur hjálpað mér mikið. Hann hefur allt- af verið duglegur, það er bara konan hans sem dregst aftur úr reglulega.“ Svanhildur viðurkennir að hún óttist að missa tökin aftur. „Ég held að maður kom- ist aldrei yfir þá hræðslu. Svo er að halda sér við þegar kjör- þyngd er náð. Þá byrjar aðal- vinnan. Þetta hefur gengið svo vel hingað til. Ég hef verið að missa allt upp í 1,8 kíló á viku en nú er farið að hægja á og þá getur maður orðið fúll. Það er svo auðvelt að verða frekur og gráðugur í þessum málum.“ 42 | Lífsstíll 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað Hugsunarlaust át veldur þyngdaraukningu: Kveiktu á perunni! Ertu úti að aka? Það er ekki jafn hættulegt að borða annars hugar og keyra annars hugar en gæti komið niður á vaxtarlaginu. Legðu frá þér dagblaðið og borðtölv- una á meðan þú nærist. Ef þú hugsar ekki um það sem þú setur ofan í þig geturðu endað á því að borða mun meira en þú ætlaðir þér. Er salatið í baði? Hollustan í grænmetinu er fljót að hverfa ef það er baðað upp úr fitandi sósu. Tvær skeiðar af dressingu geta inni- haldið allt upp í 200 kaloríur. Leitaðu að fituminni sósu eða búðu til þína eigin úr sítrónu- safa, balsamikediki og grískri jógurt. Villtar helgar Jafnvel þótt þú hegðir þér eins og engill frá mánudögum til fimmtudags skemmirðu fyrir þér ef þú missir þig gjörsam- lega föstudag, laugardag og sunnudag. Slæmur kaffikostur Bolli af svörtu kaffi inniheld- ur aðeins tvær kaloríur. Ef þú bætir rjóma út í fer fjöldinn upp í 80–130 kaloríur. Teskeið af sykri bætir við 50 kaloríum. Veldu rétt. Eftirmatur alla daga Kjörbúðirnar eru fullar af girnilegum freistingum sem lofa litlu kaloríuinnihaldi. En þótt 100 kaloríur geri ekki mikinn skaða er annað uppi á teningnum ef freistingarnar verða hversdagslegar. Ferðalög án nestis Ef þú ert á ferðinni fram hjá uppáhaldsskyndibitastaðnum þínum og garnirnar gaula eru allar líkur á stoppi. Útbúðu hollt nesti eða farðu af stað eftir mat. Bannað að leifa? Ekki finnast þú verða að klára allt á disknum. Hættu að borða ef þú ert saddur/södd í stað þess að troða þig út af kaloríum. Borðaðu afganginn seinna. Sjö bestu megrunarkúrarnir n U.S. News fekk næringarsérfræðinga til að velja 20 bestu kúrana 1. sæti Dash Dash-kúrinn (Dietary Approaches to Stop Hyper- tension) var hannaður af læknum gegn of háum blóðþrýstingi. Samkvæmt heilsusérfræðingum U.S. News er kúrinn góður kostur sem býður upp á fjölbreytt fæði og öryggi auk þess sem kúrinn hjálpar til í baráttunni við sykursýki og hjartasjúkdóma. Dash-matarplanið snýst um mikið af grænmeti og ávöxtum, léttum eða fitulaus- um mjólkurvörum og heilkorni. 2.–4. sæti Miðjarðarhafs- fæði Þessi kúr leggur áherslu á ávexti, græn- meti, ólívuolíu, fisk, rauðvín og annað góðgæti sem íbúar við Miðjarðarhafið leggja sér til munns. 2.–4. sæti TLC-kúrinn TLC stendur fyrir Therapeutic Lifestyle Changes en kúrinn var þróaður af bandarísku heilsustofn- uninni. Sérfræðingar blaðsins segja TLC hafa fáa ókosti nema þá helst að hann, líkt og kúrarnir í tveimur efstu sætun- um, þarfnast ákveðins sjálfsaga og frumkvæðis ólíkt mörgum öðrum kúrum þar sem þátttakendur eru leiddir áfram skref fyrir skref. Í kúrnum eru fiturík matvæli sniðgengin. 2.–4. sæti Weight Watchers Kúrinn þykir einfaldur og áhrifamikill. Áhersla er lögð á hópstuðning, ávexti og grænmeti auk þess sem svindl er leyfilegt af og til. 5.–6. sæti Mayo Clinic-kúr- inn Kúrinn sem snýst um að breyta lífsstíln- um til framtíðar býður upp á fjölbreytt fæði og þykir hættulaus kostur. Enginn matur er á bannlista í Mayo-kúrnum. 5.–6. sæti Volumetrics- kúrinn Kenningin snýst um að borða sama magn af mat en velja tegundir sem innihalda færri hitaeiningar. Grænmeti og ávextir er því tilvalið. 7. sæti Jenny Craig-kúrinn Sérfærðingum U.S. News þótti kúrinn ágætur fyrir þær sakir að hann er einfaldur í framkvæmd auk þess sem áhersla er lögð á andlegan stuðning. Ókosturinn við kúrinn er hversu dýr hann er. Frægir einstaklingar sem hafa náð árangri með kúrnum eru Queen Latifah, Valerie Bertinelli, Jason Alexander og Kirstie Alley. Andleg líðan mikil- vægari en þyngdin n Svanhildur tók mataræðið í gegn og mætti í ræktina og hefur lést um 24 kíló Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal Barátta Svanhildur er 24 ára og hefur alla ævi barist við aukakílóin. Nú hefur henni loksins tekist að ná árangri án þess að fara út í einhverjar öfgar. Var sófakartafla Svanhildur segist hafa verið algjör sófakartafla hér áður fyrr. Nú hreyfir hún sig á hverjum einasta degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.