Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Síða 8
8 | Fréttir 11.–13. nóvember Helgarblað F jármálaeftirlitið hefur kært þá niðurstöðu embættis sér- staks saksóknara að hætta rannsókn á fjárfestingum fimm lífeyrissjóða, sem voru í eignastýringu hjá gamla Lands- bankanum, til embættis ríkissak- sóknara. Þetta kemur fram í svari frá embætti sérstaks saksóknara við fyrirspurn DV um málið: „Ákvörð- un embættis sérstaks saksóknara um að hætta rannsókn þess máls sem þú vísar til hefur verið kærð af hálfu FME til ríkissaksóknara.“ Upplýsingagjöf talið ábótavant Í lok september sendi Landsbank- inn, arftaki gamla Landsbankans, frá sér fréttatilkynningu um að rannsókninni á málinu hefði ver- ið hætt hjá sérstökum saksóknara. Fjármálaeftirlitið hefur nú tekið þá ákvörðun að kæra þessa niður- stöðu. Líkt og fram kom í fréttatilkynn- ingu Landsbankans var tilgang- ur rannsóknarinnar að kanna „… hvort stjórnendur og starfsmenn þeirra lífeyrissjóða sem til skoðun- ar voru, hafi á fyrri hluta árs 2008 farið út fyrir lagaramma um fjár- festingarákvarðanir og hvort upp- lýsingagjöf þar að lútandi til FME hafi verið ábótavant.“ Fjármálaeft- irlitið hóf rannsóknina á málinu og sendi kæru til sérstaks saksóknara. Rannsóknin hafði staðið í á þriðja ár þegar henni var hætt. Lífeyrissjóður ósáttur Lífeyrissjóðirnir sem um ræðir eru Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyris- sjóður Tannlæknafélags Íslands, Lífeyrissjóður hf. Eimskipafélags Íslands, Kjalar lífeyrissjóður og Eft- irlaunasjóður FÍA, Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Stjórn eins sjóðsins, Íslenska lífeyrissjóðsins, greindi frá því á heimasíðu sinni í kjölfar niður- stöðu sérstaks saksóknara að til skoðunar væri að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna rannsóknar málsins í ljósi þess að rannsóknin hefði leitt til óþæginda og álits- hnekkis fyrir hann. Í tilkynningu sjóðsins sagði: „Þrátt fyrir skýr- ingar starfsmanna lífeyrissjóðsins og einlægan samstarfsvilja rekstr- araðila hans þá sá FME ástæðu til að vísa málinu til sérstaks sak- sóknara. Þá vék fjármálaráðherra, að tillögu FME, stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóra frá störfum og skipaði honum umsjónarmann í þeirra stað. Stjórn sjóðsins gerði strax í upphafi alvarlegar athuga- semdir við framgöngu FME í mál- inu enda var það mat hennar að málið væri að fullu upplýst í árs- byrjun 2009.“ Niðurstaða liggur fyrir í nóvember Fjármálaeftirlitið virðist hins vegar vera staðráðið í því að halda málinu til streitu þrátt fyrir mótbárur lífeyr- issjóðanna og hefur niðurstaða sér- staks saksóknara þess vegna verið kærð til ríkissaksóknara. Embætti rík- issaksóknara hefur niðurstöðu sér- staks saksóknara nú til endurskoðun- ar. Heimildir DV herma að niðurstaða ríkissaksóknara muni að öllum lík- indum liggja fyrir í þessum mánuði. DV sendi fyrirspurn um málið til Fjármálaeftirlitsins sem staðfesti að ákvörðunin hefði verið kærð. Stofn- unin vildi ekki greina frá því á hvaða forsendum þetta var gert. n Sérstakur saksóknari felldi niður rannsókn á fjárfestingum lífeyrissjóða n Fjármálaeftirlitið hefur kært niðurstöðuna til ríkissaksóknara „Ákvörðun em­ bættis sérstaks saksóknara um að hætta rannsókn þess máls sem þú vísar til hefur verið kærð af hálfu FME til Ríkissaksóknara. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Kærir niðurstöðuna Fjármála- eftirlitið hefur kært þá niðurstöðu embættis sérstaks saksóknara að hætta rannsókninni til embættis ríkissaksóknara. Gunnar Andersen er forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Ákvörðun sérstaks saksónara var kærð www.plexus.is Höfum opnað sjúkraþjálfun í verslunarmiðstöðinni Hverafold 1-3 S. 772-3119 Sjúkraþjálfun Fatseignasali dæmdur í héraði n Gerði verðmat á bústað sem ekki var til F asteignasali var dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjaness á fimmtu- dag til að greiða Íslandsbanka tæpar 14 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa gert verðmat á sumarbú- stað í Skorradalshreppi sem ekki var búið að byggja. Fateignasalinn fékk tölvupóst frá fasteignasala á annarri fasteignasölu í janúar 2007 sem bað hann um að gera fyrir sig verðmat. Í tölvupóstinum lýsti maðurinn ástandi sumarbústaðarins; hann ætti eftir að laga sólpall og setja niður pott, auk annarra smávægilegra verk- efna. Í póstinum sendi hann mynd- ir af sumarbústað. „Mig vantar 10–14 millj á þennan bústað ! Með fyrir- fram þökk !“ stóð í tölvupóstinum en honum fylgdu ljósmyndir af sumar- bústað að innan sem utan auk skila- lýsingar fyrir frístundahús. Ákærði undirritaði verðmat í ágúst 2007. Hann skrifaði ítarlega lýsingu á sum- arbústaðnum og mat markaðsverð hans rúmlega 24 milljónir króna. Fyrrverandi sambýliskona stefnda undirritaði tvö skuldabréf upp á samtals 10 milljónir króna með veði í bústaðnum. Samkvæmt ákærða var honum tjáð í ágúst 2008 af lögmanni fyrr- verandi sambýliskonu sinnar að enginn bústaður væri á lóðinni. Niðurstaða dómsins er að stefndi var beittur blekkingum. Hann hafi aftur á móti gert verðmat án þess að fara á vettvang og féllst ekki á rök stefnda að algengt væri að gera verðmat út frá ljósmyndum. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að stefndi bæri ábyrgð á verðmatinu og með því að fara ekki og kynna sér ástand fasteignarinnar hefði hann brugðist skyldum sínum. Enginn bústaður Dómurinn féllst ekki á að algengt væri að gera verðmat út frá myndum. Barnaníðingur dæmdur: Misnotaði ungan dreng Fjörutíu og þriggja ára karlmaður sem haldinn er barnagirnd á háu stigi hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg sví- virðileg kynferðisbrot gegn afar ungum dreng. Brotin áttu sér stað á minnst fjögurra ára tímabili og er brotaþolinn drengur sem ákærði kynntist þegar hann var fimm ára. Í niðurstöðu dómsins segir að brot mannsins séu mjög alvarleg og sýni einbeittan og markvissan brota- vilja, en hann hefur hlotið fjölmarga dóma, meðal annars fyrir bæði vörslu og dreifingu barnakláms og kynferðisbrot gegn tveimur ungum drengjum. Maðurinn, sem ekki er nafn- greindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness, var ákærður fyrir að hafa á heimili sínu og á heimili drengsins, einu sinni til þrisvar í mánuði fróað drengnum, haft við hann munn- mök og látið drenginn fróa sér. Hann játaði sök í þeim ákærulið en gerði athugasemd við þann fjölda skipta sem þar var tilgreindur. Í öðru og þriðja lagi var maður- inn ákærður fyrir að láta drenginn hafa við sig munnmök og fyrir að hafa nauðgað honum með ofbeldi í fjögur til fimm skipti. Maðurinn neitaði sök í þessum ákæruliðum og taldi dómari málsins ekki fullsann- að að hann hefði gerst sekur um þau. Var hann því sýknaður af þeim ákæruliðum. Þá játaði maðurinn að hafa haft í vörslu sinni 21 hreyfi- mynd og rúmlega 1.700 ljósmyndir af barnaníðefni. Fram kemur í dómnum að mað- urinn hafi haldið því fram að dreng- urinn hafi notið þess að láta mis- nota sig og stundum átt upptökin. Dómari málsins sagði þessa túlkun mannsins á atburðunum vekja óhug og ekki væri hjá því komist að líta svo á að ungum drengjum stafaði mikil hætta af manninum eins og dæmin sönnuðu. Hlaut maðurinn sex og hálft ár í fangelsi fyrir brot sín en frá refsi- vistinni er dregið gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 5. maí. Harðir diskar og tölvugræjur sem hýstu barnaníðefni mannsins voru einnig gerð upptæk. Þá er honum gert að greiða drengnum þrjár millj- ónir króna í miskabætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.