Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Side 19
Erlent | 19Helgarblað 11.–13. nóvember Konur friðar n Þrjár konur fengu Friðarverðlaun Nóbels n Í fyrsta skipti sem múslímsk kona hlýtur þessa viðurkenningu n Tvær kvennanna létu að sér kveða í borgarstyrjöldinni í Líberíu n Þriðja konan var í fararbroddi arabíska vorsins í Jemen Umdeild friðarverðlaun Friðarverðlaunahafi 1973 Ein umdeildasta ákvörðun nóbels- verðlaunanefndarinnar var þegar Henry Kissinger og Le Duc Tho voru veitt friðarverðlaunin árið 1973 fyrir að semja um vopnahlé á milli Bandaríkjamanna og Norður-Víetnama. Sundrung í nóbelsverðlaunanefnd Árið 1994 féllu friðarverðlaunin, líkt og nú, í hlut þremenninga – þriggja karlmanna vel að merkja – Yasser Arafat, Shimon Perez og Yitzhak Rabin. Í sömu andrá og tilkynnt var um ákvörðun nefndar- innar fordæmdi einn fimm meðlima hennar Yasser Arafat og sagði sig frá nefndarstörfum. Ótímabær tilnefning Nær okkur í tíma er friðarverðlaunahafinn Barack Obama sem hlaut viðurkenn- inguna árið 2009. Tilnefningin lá fyrir aðeins 11 dögum eftir að Obama tók við embætti forseta. Obama hafði sjálfur á orði að hann verðskuldaði ekki heiðurinn. S á einstæði atburður átti sér stað í ár að þrjár konur deildu með sér friðarverðlaunum Nóbels; Ellen Johnson Sir- leaf, forseta Líberíu, Leymah Gbowee, líberískri konum sem hefur unnið ötullega að friði, og Tawakkul Karman, jemenskri konu sem fer fyrir jemensku samtökunum Blaðakonur án hlekkja. Þessa miklu viðurkenningu fengu konurnar fyrir „friðsamlega baráttu fyrir öryggi kvenna og rétti kvenna til fullrar þátttöku til uppbyggingar frið- ar“. Konurnar þrjár eru þær fyrstu í sjö ár sem hljóta náð fyrir augum nób- elsverðlaunanefndarinnar og með vali á Tawakkul Karman má segja að nefndin hafi einnig viðurkennt arab- ísku Vorhreyfinguna, þar sem milljón- ir aðgerða sinna létu til sín heyra allt frá Túnis til Sýrlands. Thorbjörn Jagland, formaður nóbels verðlaunanefndarinnar, sagði: „Við höfum innifalið arabíska vorið í þessari viðurkenningu, en við höfum sett það í sérstakt samhengi. Því ef við horfum fram hjá þætti kvenna í bylt- ingunni og hinu nýja lýðræði verður ekkert lýðræði.“ Svo mörg voru þau orð. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og valdamesta kona heims að mati tímaritsins Forbes, var ekki í vafa um ágæti niðurstöðu nóbelsverðlauna- nefndarinnar og sagði að um „vitur- lega ákvörðun“ hefði verið að ræða. n 1938 Ellen Johnson Sirleaf fæðist 29. október. n 1979 Útnefnd fjármálaráðherra. n 1986 Flýr frá Líberíu eftir misheppnaða tilraun til að koma Samuel Doe frá völdum. n 1989 Styður við bakið á stríðsherranum Charles Taylor með fjársöfnun. n 1997 Fer halloka fyrir Charles Taylor í kosningum og fer aftur í útlegð. n 2005 Ber sigur af hólmi í forsetakosningum n 2011 Hlýtur friðarverðlaun Nóbels, ásamt Tawakkul Karman og Leymah Gbowee, og sækist eftir endurkjöri í embætti forseta Líberíu. Járndaman frá Líberíu Fyrir einhverra hluta sakir hefur Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu, fengið svipað gælunafn og Tawakkul Karman, með smá áherslubreytingu þó því hún hefur verið nefnd Járndaman. Þrátt fyrir að ákvörðun nóbelsverðlaunanefndarinnar um að heiðra hana með friðarverðlaununum hafi víðast hvar mælst vel fyrir verður að segjast eins og er að bakgrunnur hennar er æði ólíkur sögu Tawakkul Karman. Sirleaf var kjörin forseti Líberíu árið 2005 og hét þegar hún tók við embætti að berjast gegn spill- ingu og klæða forsetaembættið ásýnd „móður- legrar næmni og tilfinningu“. Árið 1985 féll hún í ónáð hjá þáverandi forseta Líberíu, Samuel Doe, hafði enda gagnrýnt her- stjórn hans. Hún var dæmd til tíu ára fangelsisvist- ar en síðan náðuð í kjölfar alþjóðlegs þrýstings. Samuel Doe og skósveinar hans höfðu sigur í al- mennum kosningum og Sirleaf sá sitt óvænna og fór til Bandaríkjanna. Þegar fyrsta borgarstyrjöldin braust út í Líberíu batt Ellen Johnson Sirleaf trúss sitt við stríðsherr- ann Charles Taylor og vann meðal annars að fjár- öflun til stuðnings honum og málstað hans. Hún sá síðar villu síns vegar, snéri baki við honum og var, sem fyrr segir, kjörin forseti landsins árið 2005 við lok þess sem nefnt hefur verið önnur borgar- styrjöld Líberíu. Ekki fór mikið fyrir sáttahug hjá sátta- og sann- leiksnefnd Líberíu árið 2009. Nefndin mælt- ist til þess að Sirleaf yrði bannað að gegna opin- beru embætti í 30 ár vegna stuðnings hennar við Charles Taylor. Sirleaf hundsaði tilmælin en baðst þó afsökunar vegna stuðnings við Taylor. Desmond Tutu erkibiskup fór ekki í laun- kofa með ánægju sína er hann heyrði af ákvörð- un nóbels verðlaunanefndarinnar og sagði Sirleaf eiga verðlaunin margfalt skilið: „Hún færði stað, sem var á leið til helvítis, stöðugleika.“ „Desmond Tutu erkibiskup fór ekki í launkofa með ánægju sína er hann heyrði af ákvörðun nóbelsverðlaunanefnd- arinnar og sagði Sirleaf eiga verð- launin margfalt skilið. n 23. janúar Tawakkul Karman hneppt í varðhald n 24. janúar Tawakkul Karman sleppt úr varðhaldi n 27. janúar Þúsundir manns þyrpast út á götur Sanaa og fleiri borga í suðurhluta landsins og hvetja Saleh, forseta landsins, til að segja af sér. Næstu vikur einkennast af fjöldamótmælum. n 18. mars 52 mótmælendur drepnir af leyniskyttum. Saleh lýsir yfir neyðarástandi. n 23. apríl Saleh tilkynnir að hann muni segja af sér innan nokkurra vikna, en síðar kemur í ljós að efndir verða litlar. n 24. maí Í brýnu slær á milli stuðningsmanna Saleh og hópa ættbálka og kosta átökin á annan tug manns- lífa. n 3. júní Sprengjur falla á forsetabústaðinn. Saleh særist og yfirgefur landið til að fá bót meina sinna. n 18. september Stjórn Jemen lætur til skarar skríða gegn búðum mótmælenda. Eftir tveggja daga aðgerðir liggja á sjötta tug manna í valnum. n 23. september Ali Abdullah Saleh forseti snýr aftur heim til Jemen. n 7. október Tawakkul Karman hlýtur friðarverðlaun Nóbels ásamt Ellen Johnson Sirleaf og Leymah Gbowee Jemenska „járnkonan“ Með ákvörðun sinni um að heiðra Tawakkul Karman braut nóbelsverðlaunanefndin blað í sögu Nóbelsverðlaunanna því Karman er fyrsta arabíska konan sem hlýtur Nóbelsverðlaun. Því fer fjarri að Tawakkul Karman sé nýgræð- ingur hvað varðar baráttu fyrir réttindum kvenna eða mannréttindum almennt. Mörgum árum áður en arabíska vorið gekk í garð var hún farin að spyrna við fótum gagnvart einni hörðustu al- ræðisstjórn í heimi, en í Jemen hefur löngum ver- ið einstaklega íhaldsamt stjórnarfar og einkenni arabíska vorsins þar á bæ var öðrum fremur tengt baráttu kvenna fyrir réttindum. Einkum og sér í lagi hefur forseti Jemen, Ali Ab- dullah Saleh, og stjórn hans verið þyrnir í augum Tawakkul Karman og hefur hún síðan 2006 beint spjótum sínum að. Karman var handtekin 23. janúar á heimili sínu vegna mótmæla gegn Saleh, en síðan sleppt úr haldi í kjölfar víðtækra mótmæla. Með baráttu sinni hefur Tawakkul Karman áunnið sér ýmsar nafngiftir og hefur hún meðal annars verið nefnd „járnkonan“, „móðir byltingar- innar“ og „andi jemensku byltingarinnar“. Þegar Tawakkul Karman heyrði af niðurstöðu norsku nóbelsverðlaunanefndarinnar var hún stödd í mótmælabúðum á Torgi breytinga í Sanaa, höfuðborg Jemen, en torgið hefur verið miðstöð fjöldamótmæla gegn Saleh og ríkisstjórn. „Með baráttu sinni hefur Tawakkul Karman áunnið sér ýmsar nafngiftir og hefur hún meðal annars verið nefnd „járn- konan“, „móðir byltingarinnar“ og „andi jemensku byltingarinnar“. H ei m iL d ir : B B C, W ik ip ed ia , T H e G u a r d ia N o .F L. n 2007 Blái friðarborðinn – Harvard-háskóli n 2009 Gruber-verðlaunin fyrir baráttu fyrir kvenrétt- indum n 2009 Profile in Courage-verðlaunin n 2010 Living Legends-verðlaunin fyrir störf í þágu mannúðar n 2010 Joli Humanitarian-verðlaunin n 2011 Villanova-friðarverðlaunin n 2011 Friðarverðlaun Nóbels ásamt Ellen Johnson Sirleaf og Tawakkul Karman Sanngjörn og hreinskilin Þriðja konan sem um ræðir, Leymah Gbowee, er samlandi Ellen Johnson Sirleaf en starfar í Accra, höfuðborg Gana. Gbowee stofnaði samtök múslímskra og krist- inna kvenna til að hamla gegn stríðsherrum Líb- eríu og sinnti áfallahjálp í borgarastyrjöldinni í Líberíu og eftir henni var haft að „ef einhverjar breytingar ættu að verða á samfélaginu yrðu mæð- ur að standa að þeim.“ Árið 2003 fór Leymah Gbowee fyrir kröfugöngu í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, þar sem þess var krafist að hermenn hættu að nauðga konum. Athygli vakti þegar hún ýjaði að því að líberísk- ar konur færu í kynlífsverkfall til að þrýsta á leið- toga hinna ýmsu stríðandi hópa. Skilaboðin voru einföld: Karlmenn geta ekki gengið um drepandi mæður og dætur og síðan farið heim og vænst þess að njóta kynlífs. Kynlífsverkfallið varð þó aldrei að raunveruleika. Viðleitni Gbowee og fleiri kvenna árið 2003 átti stóran þátt í að Charles Taylor hrökklaðist frá völd- um. Eftir Berthu Amanor, aðstoðarkonu Gbowee, er haft að hún sé „stríðsmaður sem þorir að fara þar sem aðrir þyrðu ekki. [...] Svo sanngjörn og hrein- skilin, og mjög viðkunnanleg manneskja.“ Í viðtali við fréttastofu BBC hafði Gbowee þetta að segja vegna tíðindanna um friðarverðlaun Nóbels: „Ég er ráðvillt. Ég finn til auðmýktar. Þetta er í fyrsta skipti á minni 39 ára ævi sem ég er orð- vana.“ „Ég er ráðvillt. Ég finn til auðmýktar. Þetta er í fyrsta skipti á minni 39 ára ævi sem ég er orðvana. Járndaman Ellen Johnson Sirleaf veðjaði á vafasaman hest í borgarastyrjöldinni í Líberíu en sá síðar villu síns vegar. móðir byltingarinnar Tawakkul Karman hefur löngum verið þyrnir í augum forseta Jemen og sætt fangelsisvist fyrir vikið. Hreinskilin baráttukona Leymah Gbowee hótaði kynlífsverkfalli kvenna í viðleitni til að fá stríðandi hópa í borgarastyrjöldinni í Líberíu til að bera klæði á sverðin. Kolbeinn Þorsteinsson blaðamaður skrifar kolbeinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.