Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Page 20
20 | Erlent 11.–13. nóvember Helgarblað VH ehf · Njarðarbraut 11 · 260 Reykjanesbæ · Sími 864-2400 · Sími í verslun 527-2400 Vel valið fyrir húsið þitt RISA HAUST-TILBOÐ Fyrstur kemur fyrstur fær - Aðeins tvö gestahús í boði VH /1 1- 08 ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA 70 mm bjálki / Tvöföld nótun Gestahús 24 m² - Sýningarhús Fullt verð 2.900.000 kr. Haust-tilboðsverð kr. 2.390.000,- (Aðeins eitt eintak) Fullbúið að utan, fokhelt að innann. Byggingarnefndarteiknisett. Garðhús í úrvali 10% afsláttur af öllum garð- húsum meðan byrgðir endast. Sjá nánar á heimasíðu www.volundarhus.is Af gæðunum þekkið þið pallaefnið frá Völundarhúsum Tilboð Gestahús 25 m² Verð áður kr. 1.689.000,- án fylgihluta. Haust-tilboðsverð kr. 1.500.000,- án fylgihluta. Verð áður kr. 1.989.000,- með fylgihlutum. Haust-tilboðsverð kr. 1.800.000,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. Grundvallarbreytingar á Evrópusambandinu n Ráðamenn í Frakklandi og Þýskalandi vilja gera grundvallarbreytingar á evrusamstarfi og Evrópusambandinu n Talað er um að skipta sambandinu upp í tvö lög n Íslendingar fá líklega ekki að taka upp evruna á næstunni G jörbreyta þarf Evrópusam- bandinu til að bjarga efna- hag evruríkjanna. Þetta er mat þýskra og franskra ráða- manna sem sagðir eru vilja gera sambandið að sambandsríki. Mikill skuldavandi nokkurra ríkja innan Evrópusambandsins hefur haft mikil áhrif á stöðugleika evr- ópska hagkerfisins og gengi evr- unnar. Tólf ár eru liðin frá því að evrusamstarfið hófst en í dag eru sautján Evrópusambandsþjóðir að- ilar að samstarfinu. Meðal þessara landa eru Írland, Grikkland og Ítalía en þessi ríki hafa á undanförnum mánuðum barist við þunga skulda- klafa sem sett hafa efnahagskerfi landanna úr skorðum. Nýjar leiðir til að bjarga Evrópu Talað er um nýjar leiðir til að bjarga evrunni en ólíklegt þykir að Þjóðverj- ar og Frakkar geti leyst skuldavanda hinna evruríkjanna. Í fjölmiðlum í löndunum tveimur hefur komið fram að sameiginleg efnahagsstjórn og skattastefna sé það sem ráða- menn telja nauðsynlegt til að hægt sé að koma stöðugleika á að nýju. Refsiaðgerðir hafa einnig verið boð- aðar gegn ofurskuldsettum ríkjum og einnig hefur komið til tals með- al leiðtoga sambandsins að skipta evruríkjunum upp og útiloka sum ríki frá samstarfinu. Það eru þó ekki allir sammála Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Jose Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að verði evrusvæðinu skipt upp hefði það mikil áhrif á efnahag þeirra landa sem stæðu eftir. „Það getur ekki verið friður og velsæld í norðanverðri eða vestanverðri Evrópu ef það er ekki friður og velsæld í sunnanverðri eða austanverðri Evrópu,“ sagði hann á þriðjudag. Nýtt Evrópusamband í upp- siglingu „Þetta yrðu grundvallarbreytingar á Evrópusambandinu. Þetta eru ekki neinar smávægilegar lagfæringar,“ seg- ir Eiríkur Bergmann, dósent í stjórn- málafræði, sem telur líklegt að hug- myndir ráðamanna í Frakklandi nái fram að ganga. „Það sem maður sér fyrir sér er sú þróun – sem margir hafa rætt mjög lengi – að Evrópusamband- ið verði ekki lengur einsleitt bandalag þar sem öll aðildarríkin taki þátt í öll- um stefnumálum heldur skiptist það upp í innra og ytra lag,“ segir Eiríkur sem telur að innra lag sambandsins myndi færast í átt að sambandsríki, án þess þó að slíkt ríki yrði myndað. „Við erum í rauninni núna að semja um að- ild að þessu ytra bandalagi – sem þýð- ir það að við myndum ekki fá evruna,“ segir Eiríkur. Aðildarviðræður Íslands voru sam- þykktar á Alþingi árið 2009 en sam- bandið hefur þegar tekið miklum breytingum á þeim tíma sem liðinn er. Bæði formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Bjarni Benediktsson, og formað- ur Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafa kallað eftir því að aðildarumsóknin verði dregin til baka, einmitt á forsendum þessara breytinga. „Við erum í raun- inni núna að semja um aðild að þessu ytra bandalagi – sem þýðir það að við myndum ekki fá evruna Hafa áhyggjur Nikolas Sarkozy og Angela Merkel hafa áhyggjur af framtíð evrusamstarfsins. Fengjum ekki evruna Eiríkur Bergmann segir að Íslendingar séu í rauninni að semja um aðild að ytra bandalagi ESB. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.