Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Síða 22
22 11.–13. nóvember Helgarblað Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV ÁSkiLuR SéR RéTT TiL AÐ BiRTA AÐSenT eFni BLAÐSinS Á STAFRænu FoRmi oG í GAGnABönkum Án enDuRGJALDS. öLL ViÐTöL BLAÐSinS eRu HLJÓÐRiTuÐ. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR Sandkorn I ngibjörg Sólrún Gísladóttir er einn af áhrifamestu stjórnmálamönn­ um samtímans. Það er áhugavert að skoða feril hennar þegar hún er farin til Afganistan, horfin af vett­ vangi íslenskra stjórnmála. Hún var á meðal upphafsmanna Kvennalistans. Sem þingmaður hans leiddi hún ár­ angursríka baráttu í þágu jafnréttis til handa konum. Síðar á stjórnmálaferl­ inum vann hún það þrekvirki að sam­ eina vinstrimenn og öfl af miðjunni undir merkjum Reykjavíkurlistans. Það stjórnmálaafl vann þann sigur að ná Reykjavíkurborg úr höndum Sjálf­ stæðisflokksins. Þá varð Ingibjörg Sólrún óumdeildur leiðtogi og naut á annan bóginn virðingar en var á hinn bóginn hötuð af andstæðingum. Talað var um turnana tvo í ís­ lenskum stjórnmálum þegar fjallað var um Ingibjörgu Sólrúnu og höfuðand­ stæðing hennar, Davíð Oddsson, for­ mann Sjálfstæðisflokksins. Það var að sönnu því konan sem hrifsaði borgina úr höndum Sjálfstæðisflokksins var talin mesti ógnvaldur valdablokkar Sjálfstæðismanna. Og í samræmi við það var grafið undan henni með öllum ráðum. Rógstungur laumuðu sér um samfélagið og dreifðu sögum til að koma henni illa. Hver man ekki eftir umtalinu um Borgarnesræður hennar og það slúður að hún væri á mála hjá auðmönnum Íslands? Veikleiki Ingibjargar Sólrúnar og síðar fall fólst í þeim styrk hennar að geta fengið ólík öfl til að vinna saman. Vegna Reykjavíkurlistans var henni ýtt út í landsmálin. Þar voru bundnar vonir við að hún næði að mynda breiðfylkingu líkt og í Reykjavík. Raun­ in varð hins vegar sú að Ingibjörg Sól­ rún gerði sín örlagaríkustu mistök á ferlinum. Hún notaði tækifærið til að ganga í eina sæng með höfuðóvinin­ um, Sjálfstæðisflokknum. Hún virtist á einni örskotsstund fyrirgefa fólkinu sem hafði árum saman krafsað í æru hennar. Og á sama tíma brást hún öllum þeim sem höfðu treyst því að samfylking á vinstrivængnum yrði að veruleika. Upphaf stjórnarstarfsins myndgerist í kossi hennar og Geirs H. Haarde á Þingvöllum. Pólitískt laus­ læti var staðfest. Drekinn hafði klófest prinsessuna. Næstu 18 mánuði starfaði þessi stjórn sem seinna hefur hlotið nafnið hrunstjórnin. Í aðdraganda hrunsins þegar kolsvört ský höfðu hrannast upp þeyttust tvímenningarnir um í einka­ þotu og töldu heimsbyggðinni trú um að íslenska fjármálakerfið stæði traustum fótum. Skömmu fyrir hrunið í október 2008 veiktist hún hastar­ lega og var dæmd úr leik. Mörgum er minnisstæð innkoma hennar á borg­ arafundi í Háskólabíói þar sem hún hvessti sig undan gagnrýni og sagði: Þið eruð ekki þjóðin. Þau orð eru til marks um taktleysi stjórnmálamanns sem sást ekki alltaf fyrir. Eftirleikurinn er öllum kunnur. Ingibjörg Sólrún náði bata en stjórn­ málaferill hennar var á enda. Sjálf­ stæðisflokknum var fleygt út úr ríkis­ stjórn. Jóhanna Sigurðardóttir varð leiðtogi og vinstristjórn komst til valda. Þrátt fyrir þetta er ekki hægt með neinni sanngirni að dæma hana fyrir hrunið. Ingibjörg Sólrún gerði sín mistök með því að halda Sjálf­ stæðisflokknum við völd þegar tími var kominn á hreinsun. En það er jafnvíst að hún hafði ekki hugmynd um það hvert stefndi í efnahagsmál­ um. Og ekki bar hún ábyrgð á þeirri spilaborg sem reist hafði verið á Ís­ landi árin á undan. Þann stutta tíma sem Ingibjörg Sól­ rún sat í bílstjórasætinu var hún í versta falli sek um gáleysi og að hafa látið um stundarsakir glepjast í gullmóðu útrás­ arbrjálæðisins. Kossinn á Þingvöllum reyndist fela í sér pólitískan dauða fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að hún á að baki stórbrotinn feril sem stjórnmála­ maður sameiningar og jöfnuðar. Lík­ lega eiga íslenskar konur engum sam­ tímamanni meira að þakka þegar litið er til jafnréttisbaráttu. Það er sorgleg staðreynd að einn vanhugsaður leikur í pólitískri skák kostaði hana næstum því allt. Að leiðarlokum er ástæða til að þakka Ingibjörgu Sólrúnu fyrir það sem hún gerði vel. Hanna hrasar n Stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar eru kotroskn­ ir þessa dagana og telja að Hanna Birna hafi ekki sett fram neinar hugmyndir í drottn­ ingarviðtali í Kastljósi en hrasað og litlum ljóma stafað af henni sem foringjaefni. Þá sé það veikt að enginn þing­ maður, ekki einu sinni lang­ tímavinkonur hennar, þori að gefa upp stuðning. Stuðn­ ingsfólk Hönnu Birnu segir hins vegar að sá hlæi best sem síðast hlær, og telja vaxandi undirstraum í Sjálfstæðis­ flokknum yfir til hennar, því þar vilji menn losa sig við allt farteskið frá bóluárunum sem núverandi forysta tók fullan þátt í. Þá sé líka að vakna sterk kvennabylgja í flokknum. Það stefnir því í hörkuslag og ómögulegt að spá fyrir um úrslit. Hanaslagur um göng n Norðanmenn eru æfir af reiði yfir því að hanaslagur Steingríms J. Sigfússonar og Ög- mundar Jónas- sonar sé far­ inn að bitna á hagsmunum kjördæmis­ ins. Ögmund­ ur reyni að leggjast þvert gegn fjárfestingum Huangs Nubo sem Steingrímur styður. Komu norðanmenn sveitt­ ir og sárir af opnum fundi samgöngunefndar þar sem Ögmundur sagði að Vaðla­ heiðargöngin væru aftar­ lega á forgangslista og nefndi Vestfirði og Norðfjarðargöng á undan þeim. Norðanmenn segja Ögmund gera þetta fyrst og fremst til að leggja stein í götu Steingríms og telja að heiftarleg átök vinanna fyrr­ verandi séu á góðri leið með að ónýta líka Vaðlaheiðar­ göngin. Spunameistarinn n Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lýsti tillögum stjórnlaga­ ráðs þannig í haust að í þeim fælist stóraukið vald til forsetans. Stjórnlaga­ ráðs lið ar keppast hver um annan þver­ an við að hafna því. Síðast var Björg Thorarensen stjórnlaga­ prófessor með mikla gagnrýni á túlkun Ólafs. Margir telja hins vegar að Ólafur Ragnar sé að búa sér til tilefni til að fara aftur fram, og geti nú sagt að þar sem mikill ágreining­ ur ríki um hlutverk forseta sé óheppilegt að óreynd mann­ eskja taki við embættinu og því sé farsælast að hann með sína miklu reynslu sitji áfram. Munu ýmsir rekja þessa fléttu til forsetaritara, Örnólfs Thors- sonar, sem í stétt blaðamanna er álitinn spunameistari. Ég lærði ballett í Leiklistarskólanum Hann vekur mig og við tökum sporið Baltasar Kormákur um dansferilinn. – DV Hanna Rún Óladóttir um dansfélagann unnusta sinn. – DV Koss dauðans Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Þið eruð ekki þjóðin R íkisbankarnir gömlu gáfust ekki vel. Þeir hlunnfóru spari­ fjáreigendur til að geta mulið undir vel tengda lántakend­ ur. Stjórnmálaflokkarnir misnotuðu bankana miskunnarlaust í eigin þágu. Þess vegna dróst að koma bönkunum úr ríkiseigu í einkaeign, lengur en í kommúnistalöndunum fyrrverandi, en það tókst þó á endanum. En þá tókst ekki betur til en svo, að ríkis­ stjórnarflokkarnir þáverandi seldu bankana í hendur flokksgæðinga frekar en að laða að landinu einhvern traustan erlendan banka, t.d. Skandi­ naviska Enskilda Banken eins og til stóð um hríð, en horfið var frá til að tryggja „talsamband við flokkinn“ eins og ritstjóri Morgunblaðsins komst að orði. Klæðskerasaumuð lög Einkavæðing bankanna var klæð­ skerasaumuð handa einkavinum valdsins svo sem ráða má t.d. af lögum frá 2002 um fjármálafyrirtæki, en þar stendur í 52. grein: „Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri skulu vera lögráða og hafa óflekkað mannorð og mega ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota. Þeir mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, ...“ Höf­ undur þessa lagatexta mætti gjarnan gefa sig fram. Þessi 10 ára undanþága var ber­ sýnilega sérhönnuð handa einum aðalkaupanda Landsbankans, manni, sem gerðist formaður bankastjórnar­ innar með framkvæmdastjóra Sjálf­ stæðisflokksins sér við hlið og lýsti sig fáeinum árum síðar gjaldþrota, hljóp frá 750 milljón dollara skuld, en þar af nam skuldin við Landsbankann 500 milljónum dala. Þetta er eitt allra stærsta gjaldþrot einstaklings, sem sögur fara af á heimsvísu. Bankaráðs­ formaðurinn sagði við skýrslutöku hjá RNA, að hann teldi, að bankinn hefði verið „mjög ánægður með að hafa [sig] sem lántakanda“. Skyldi maður­ inn hafa trúað þessu sjálfur? RNA seg­ ir um þetta: „Almennt séð eru starfs­ menn banka ekki í góðri stöðu til að meta á hlutlausan hátt hvort eigandi hans sé góður lántakandi eða ekki.“ (2. bindi, bls. 33). Fjárstyrkir og lán RNA birti upplýsingar um svimandi háa fjárstyrki og lán Landsbankans og hinna bankanna til stjórnmálamanna og flokka (8. bindi, bls. 164–170; 2. bindi, bls. 200–201). Einhverra hluta vegna birti RNA aðeins upplýsingar um þá alþingismenn, sem skulduðu bönkunum 100 mkr. eða meira, þegar bankarnir féllu. Nær hefði verið að birta nöfn þeirra stjórnmálamanna, sem skulduðu bönkunum t.d. 50 mkr. eða meira. Það er enn hægt. Alþingi getur sett lög um birtingu þessara upplýsinga, bæði lán og afskriftir, enda veitti Alþingi RNA lagaheimild til að birta þær. Nú situr að störfum nefnd, sem rannsakar fall sparisjóðanna. Nefndin hlýtur að birta upplýsingar um fyrir­ greiðslu sparisjóðanna við stjórn­ málamenn og mun væntanlega birta upplýsingar um hana í samhengi við fyrirgreiðslu Landsbankans og hinna bankanna við stjórnmálamenn og flokka. Fólkið í landinu þarf að fá að vita um þessi lán og um stöðu þeirra. Ekki fer vel á, að þingmenn, sem skulda bönkum og sjóðum stórfé eða hafa þegið afskriftir skulda, fjalli um bankamál á Alþingi. Skýrar reglur og skorður Rökin fyrir því, að ríkið eigi helzt ekki að standa í bankarekstri, ekki frekar en öðrum rekstri, sem heilbrigt einka­ framtak ræður við, standa enn óhögg­ uð. Gildir þá einu, að ríkisbankarekst­ ur tíðkast sums staðar erlendis, t.d. í Þýzkalandi, og ríkið hefur víða þurft að koma bönkum til bjargar, m.a.s. í Bandaríkjunum. Spillt einkavæðing er ekki áfellisdómur yfir einkavæðingu, heldur yfir spillingu. Rökin fyrir einkabankarekstri þarfnast samt endurskoðunar, þar eð bankarekstur er gerólíkur flestum öðrum rekstri að því leyti, að stórir bankar geta lagt heil hagkerfi í rúst. Ríkisvaldið þarf í ljósi reynslunnar að setja bönkum skýrar reglur og skorður. Alþingi þarf að setja reglur um launa­ kjör bankamanna m.a. til að girða fyrir kaupauka í hlutfalli við útlán og önnur viðskipti án tillits til áhættu. Slíkir kaupaukar freistuðu bankamanna fyrir hrun til að lána sem mest án til­ lits til, hvort lántakendur væru líklegir til að standa í skilum. Sama tillaga um afnám kaupauka handa bankamönn­ um er nú uppi í Bandaríkjunum, enda nær það hvernig sem á er litið engri átt hvorki þar né hér né annars staðar að halda áfram að freista bankamanna til að varpa mikilli áhættu á axlir annarra. Alþingi þarf að byrgja brunninn. Hvað á að gera við bankana? „Spillt einkavæð- ing er ekki áfellis- dómur yfir einka- væðingu, heldur yfir spillingu Kjallari Þorvaldur Gylfason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.